Ísafold - 16.01.1904, Síða 2

Ísafold - 16.01.1904, Síða 2
10 áöur grunaður um peningainnbrotsþjófn- aö allmikinn, utn 30,000, en sannaðist ekki. — Nú í gœr hefiv oröið vart við hér í bænuni falsaðar tvikrónur; og tná segja, að þau fari heldur en eigi að tíðkast iiér, hin breiðu spjótin. Nóbels-verðlauniii 1903. Nóbelsverðlaunin hlutu í þetta sinn þrír Norðurlandabúar, sinn hverrar þjóðar, ennfremur einn t,nglendingur, og loks leutu fimtu verðlaunin á J'rakblandi. Norðurlandaverðlaunamennirnir eru þeir Björnstjerne Björuson, Svante Arrhenius, háskólakennari í Stokk- hólmi, og prófessor Niels R. Finsen í Kaupmannahöfn, ljóslækningamaður- inu. Englendingurinn, sem verðlaunin hlaut í þetta sinn, heitir Randull Cre- mer, gamall þingmaður þar, og hefir barist heilan mannsaldur fyrir bróður- þeli og sáttfýsi í ágreiningsmálum þjóða í milli, en gegn styrjaldar- og herbúnaðarófögnuðinum, sem nú er eítt hið þyngsta böl bins mentaða heim8. f>að er stórþingið í Kristjaníu, eða þar til kjörin nefnd, að þess til- hlutun, sem þau verðlaunin veitir, friðarverðlaun svo nefnd. Hin verðlaunin öll fjögur veitir Vfs- indafélagið í Stokkhólmi, ein fyrir framúrskarandi afrek eða uppgötvanir í eðlisfræði — þau hlaut nú Arrhen- ius, önnur fyrir viðlíka afrek ílæknis- fræði — þau hlaut nú Niels R. Fin- sen; hin þriðju fyrir merkilegar upp- götvauir eða því um líkt í efnafræði, og hin fjórðu fyrir frábæra skáld- snild — það var Björnstjerne Björn- son, sem þau hlaut nú. Efnafræðisverðlaununum var í þetta sinn skift í tvo staði, og hlaut anuan helminginn Becquerel háskólakennari í París, en hinn hjón þar, Curie kenn- ari við Sorbonnskóla, og kona hans, pólsk að ætt oguppruna, |>au hjónin höfðn uppgötvað og rannsakað vand- lega nýtt frumefni, er radium heit- ir og mikill kynjakraftur fylgir. Og Becquerel hafði átt mikinn þátt í s&mkynja rannsóknum með miklum og merkilegum árangri. Nóbelsverðlaunin nema hver um sig rúmum 140 þúsundum króna, eða öll fimm samtals meir en 700 þúsundum króna. Þau eru vextir af erfðafé, er ágætisraaðurinn Alfred Nó- bel, sænskur að uppruna, lagði til þeirra guðsþakka að sér látnum, og nam eitthvað 35 miljónum króna. Hann hafði grætt það meðal annars á tveimur uppgötvunum, er hann gerði, en það var reyklaust eða reyk- lítið púður og dynamit, hið öflugasta sprengiefni, sem til er. Hann lézt suður á Frakklandi 10. des. 1896, og er verðlaunaveitingin jafnan látin bera upp á dánardægur hans. |>etta er þriðja skiftið, sem slíkum verðlaun- um er úthlutað; það var gert fyrsta skifti 1901; fyr var ekki skiftum lok- ið í dánarbúinu eftir Alfred Nóbel og þar með fylgjandi erfðaþrætu. Hiuir norrænu verðlaunaveitendur þykja hafa sýnt mikla kurteisi í því, að láta ekki verðiaunin koma niður á norrænu þjóðunum fyr en í þriðja skiffci, sem þeim er úthlutað. f>au lentu í hin skiftin á þýzkalandi, Frakklandi, Englandi, Hollandi og Sviss, |>að er jafnan mikill hátíðabragur á Stokkhóhni, er verðlaununum er út- hlutað þar, og gerir konungur það að jafnaði, þ. e. afhendir þau viðstöddum verðlaunaþiggjendum: en það voru í þetta skiftí þeir Björnson, Arrhenius og Becquerel. f>að er mælt að þeir Oscar konungur og Björnson, þjóð- konungurinn og skáldkonuoguriun, hafi aldrei talast við á æfinni fyr ’ en í það sbifti eða réttara sagt daginn áður, er B. B. gekk fyrir konnng, að sið þeirra, er Nóbelsverðlaunin hljóta, og hjöluðu þeir þá saman hátt upp í klukkustund í mesta bróðerni. Áður hafði verið ailfátt með þeim, euda B. B. farið í ritum sínum all-ómjúkum orðum um konungstign og konungs- stjóru, kallað það hégóma og að því fylgdi mikil siðspilling. Að öðru leyti var mikið dálæti haft á B. B. meðan hann dvaldi í Stokk- hólmi í þetta skifti. Hann gisti þar hjá tengdasyni sínum, Sigurði Ibsen yfirráðherra Norðmanna þar. Sænsk- ir stúdentar fluttu honum fagnaðar- kveðju með blysför og margt hið helzta stórmenni Svía meðal vísinda- manna og ritmenta hélfc honum dýrð- lega veizlu. f>ar flutti hann eina snildarræðuna, svo sem honum er tamt, og laut hún einkum að því, að sýna fram á, hve mikla ábvrgð skáld hefði á því, að hafa fagurt og göfugt markmið fyrir stafni, sýna lýðnum fagrar og háleitar hugsjónir. í upp- hafi ræðunnar tók hann það fram, að hann lifci svo á, sem verðlaunin væru fremur gjöf frá þjóð til þjóðar, þ. e. frá Svíum til Norðmanna, heldnr en til sín, og vék hann þar með að vaxandi vináttuþeli þeirra í milli, sem hefir einkum glæðst við kosningaúrslitin síðustu i Noregi, er B. B. átti svo mikinn þátt í. Og um leið er svo skilið, sem haun bafi hagað þannig orðum, til þess að síður yrði tekið til þess, þó að annar skáldkonungur Norð- manna, Henrik Ibsen, væri settur hjá í þetta sinn. f>ó að Nóbelaverðlaunin séu beint gjöf til þeirra, er þau eru dæmd, enda eru oft sárþurfandi fjárstyrks, þá hafa sucuir þeirra ánafnað meiru eða miuua af þeirri fúlgu til einhverra þarflegra fyrirtækja eða stofnana. f>ar má nú nefna landa vorn Niels R. Finsen einn fremstan í flokki. Hann hefir þegar gefið meiri hluta sinna verðlauna til almenningsþarfa: 50þús. kr. til ljóslækningastoínunarinnar í Kaupmhöfn, sem hann stendur sjálf- ur fyrir, og aðrar 50 þús. kr. til ann- arar lækningastofnunar, sem hann er frumkvöðqll að, við lifrarveiki og hjartakvillum. Gjöfin til ljóslækninga- stofnunarinnar varð til þe38, að tveir auðmenn í stjórnarnefndinni fyrir henni, Jörgeusen verksmiðjueigandi og Hagemann, forstjóri fjölvísindaskólans, gáfu aðrar 50 þúsundirnar hvor í þarfir stofnunarinnar. Svo sem nærri má geta eru nú Danir ákaflega hreykn- ir af Niels R. Finsen. Hann er nú heimsfrægur maður orðinn og þar með skör ofar settur að orðstír en nokkur annar maður þar f landi. Hon- um bárust viðhafnar- og fagnaðar- kveðjur úr öllum áttum verðlauna- daginn. Konuugur vor kom sjálfur að finna hann daginn eftir, að votta honum samfögnuð sinn, ásamt syni sínum, Valdemar prinz, og Vilhjálmur keisari lét sendiherra sinn hér flytja houum samfagnaðarkveðju frá sér og óska honum góös bata. jþví það mein er á um bans hagi, að hann er mjög þjáður af þungum kvilla, vatnssýki, og hafði verið stungið á honum skömmu fyrir verðlaunadaginn, og lánaðist að vísu eftir hætti. Vel hefir mælst fyrir þessum verð- launaveitingum í helztu blöðum heimsins, nema hvað |>jóðverjar töldu Berthu v. Suttner barónessn hafa unnið fremur til friðarverðlaunanna heldur en þessi Englendingur, Cremer. Enda er sú kona, og hefir lengi verið, heimsfræg fyrir mjög ötula framgöngu fcii eflingar friðarmálefninu, með marg- víslégum hætti. Snæfellsnessýsla ii. Eigi verður annað sagt, en að á- staudið í þessari sýslu sé mjög bág- borið, einkum í sumum hreppum henn- ar. Einna lökustu sveitirDar eru Staðarsveit, Breiðuvíkurhreppur og Eyrarsveit. I öllum þessum hrepp- um er fátækt og vesaldar búskapur; fénaður fár og lítið um verulegar jarða- bætur, Húsakynni undantekningarlít- ið mjög svo léleg, en einna lökust virtust mér þau þó vera á Arnarstapa. — jpar eru 5 smábýli og allir búend- urnir mjög fátækir. jpegar Árni Thorsteinson Iandfógeti var að alast þar upp, voru, eftir því er hann man bezt, 12 kýr í Stapa- hverfinu, og auk þess hross og tölu- vert af fé. Nú eru kýrnar þar 4 eða 5 og túnið í stökustu órækt. I UDg- dæmi landfógeta gengu þaðan 5 skip (8exmannaf.); nú er haldið þar úti 2 bátum. I skýrslu Hermanns Jónassonar er yfirlit yfir lausafjárframtal sýslunnar 1897—1902. þetta yfirlit synir, að 1897 voru lausafjárhundr. 2197, en 1902 voru þau komin ofan í 1530. »j>egar nú þess er gætt«, segir Her- mann, »að á hinni litlu eign sýslubvía er talið að hvíli um 150,000 kr. verzl- unarskuldir, og eigi minna en 30,000 kr. skuldir við Iandsbaukann og aðra sjóði, þá er auðsætt að útlitið er al- varlegt. Ef hvert lausafjárhundrað er metið 80 króna virði, þá verður lausa- fjáreignin 1902 122,400 kr. og hrekk- ur því eigi fyrir skuldunum«. Hvað snertir Staðarsveit sérstaklega, þá hefir hennar verið oft minst, og því viðbrugðið, hvað henni hafi farið aftur á BÍðari árum. Síðustu 20 árin hafa farið þar í eyði 15 jarðir. Sumar þeirra hafa auðvit- að verið lítilfjörlegar til ábúðar, enda er þess naumast að vænta, að þær lökustu byggist aftur. — j>ar á móti eru nokkrar af þessum eyðijörðum, er teljast mega meðaljarðir að gæðum, og auk þess eru þar margar jarðir góðar í mjög lélegri ábúð. Sem dæmi þess, hvað jarðir eru í lágu verði í Staðarsveit skal þess get- ið, að nýlega var þar seld jörð —. Haginn — sem er metin 12 hundr. 44 áin. að nýju mati. Hún var seld fyrir 500 kr. og nam það verð að eins því er húsin og kúgildin, er fylgdu jörðinni, voru verð; jörðin sjálf kostaði ekki neitt. Annars er það um Staðarsveit að segja, að fá héruð eru betur úr garði gerð frá náttúrunnar headi. Sveitin liggur mót 8Ó1 og suðri, og fjöll á bak við, er skýla henm. Landið er svo að segja alt grasi vafið frá fjöru til fjalls. Ár og lækir renna niður sveií- ina, og vötn eru þar mörg, stór og lítil. í sumum ánum er Iaxveiði og silungsveiði í vötnunum. — Æðarvarp og vísir til þess er víða í sveitinni, og mætti óefað auka það mikið. — Tún- in eru víða lítil, bd gætu verið bæði stærri og mikið betri. Engjar eru tiða8t ágætar, og má auka þær afar- mikið. Liggja vel við til vatnsveit- ingu og vatnið í ánum og lækjunum er ágætt til áveitu, og kostar mjög lítið að afla þess og veita því yfir. Til skýringar þessu skal þess getið, að undir kirkjujarðirnar, er tilbeyra Staðastað — þær eru 15 alls auk staðarins og metnar rúm 140 hundr. að nýju mati —, liggja mikil lönd ó- notuð, er gera má með tiltölulega litlum kostnaði að bezta slægjulandi. Svæði þau, sem eg sérstaklega fór um og skoðaði og tilheyra kirkjujörðunam, eu sem þó ekki teljast með engjum, eru um 500—800 engjadagsláttur. Og að veita vatni á þessa flóa mundi kosta 1000—1500 kr. Eftir fá ár mundu þessir flóar batna svo, að þar mætti heyja 4000—6000 hesta af bezta heyi, og er hér sízt of hátt talíð. Um vesturhluta Staðarsveitar —út- sveitina — má segja sama, enda er hún, eigi síður en innsveitin, vel Iöguð til eDgjabóta og túnræktar. þessu líkt má og að orði kveða um Breiðuvíkina. þar eru jarðir, er tekið geta á móti tniklum -bótum og launað vel alla fyrirhöfn. Garðrækt er lftil í þessum aveitum, en óefað getur hún verið miklu raeiri. — Sigmundur Jónsson á Hamarend- um fekk úr einum garðinum sínum f fyrra, 200 □ föðmum, 20 tunnur af rófum og kartöflum. Hann telur eigi mikinn mun á því að rækta raatjurtir þar vestra eða í Mýrdalnum, en það- an flutti hann fyrir nokkmm árum. Og hann fullyrti, að sér mundi hafa liðið lakar þar eystra en honnm líður nú þarna í Breiðuvíkinni. Veðurátta fremur vindasöm um Snæfellsnes og úrkomur tíðar. — En eftir því er kuunugir menn sögðu mérs þar á meðal þeir feðgar Jón og Sig- mundur á Hamarendum, — sem víð- ar hafa verið, þá eru úrkomur þar minni en ekki meiri eu t. d. undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Að því er mentunarástandið soertirs þá er það að sögn knnnugra manna fremur á lágu stigi um Snæfellsnes. Bækur og blöð eru lítið keypt og les- in, og yfir höfuð er alt félagslif dauft og dofið. Hver potar sér og þykist góður fynr sig. — Verkleg kunnátta, að því er snertir alla landvinnu, er mjög af skornum skamti, og svo segir Hermauu í skýrslu sinni, að ef hinu sama fari fram eun um nokkur ár. þá verði þar leitun á mönnum, er kunni til heyskapar og annara sveita- Btarfa. , Ef spurt er um það, hvað valdl þessu eymdarástandi á Snæfellsnesi,. þá er því ekki auðsvarað. Orsakiruar geta verið og eru sjálfsagt margar. Kjartan þorkelsson kaupm. á Búð- um, greindur maður og nákunnugur þar vestra, telur, að eitt af því, er valdið hafi afturför héraðsins, séu; harðiudin og skepnufellirinn 1881—’84s og þó einkum gjafakornið, og búi það að því enn. Taldi hann, að þá mundi betur farið hafa, ef þeim peningum, sem fóru fyrir kornið, hefði verið varið öðruvísi eða til skepnu- kaupa og nytsamra fyrirtækja innan- héraðs. Hermann Jónasson álítur í skýrslB. sinni, að ein af aðalorsökum þessa bágborna ástands sé eða hafi veriÁ »maunaveiðaruar« á þilskipin. — þeg- ar þilskipunum tók að fjölga um Vest- firði, voru menn sendir suður á Snæ- felUnes til að smala mönnum út á skipin. |>á voru fiskileysisár á Nesinu, og tóku þá margir þanu kostinn að fara á þilskip. þetta varð til þess, að fólkið flutti burt, bátaútvegnum hnigu- aði og alt fór í kaldakol; en fáum hug- kvæmdÍ8t að gera landbúnaðiun að aðalatvinnu sinni, sem þó lá beinast við, og hefði þá betur farið. Mér skilst á ferðasögu síra f>órh. Bjarnarsonar sem hann hallist að þeirri skoðun, að hnignun Eyrarsveit- ar og Staðar8veitar stafi ásamt fleiru af því, »að bygðin er jafnt til sjávar og sveitar«, og minnir í því sambandi á fleiri 8veitir, sem líkfc sé ástatt fyrir. f>etta er og hverjum manni auðsætt, sem þekkir nokkuð til hér á landi. f>egar hvorki eru efni eða dugnaður til þess að reka hvorutveggja í senni svo vel sé, þá hlýtur jafnan annað-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.