Ísafold - 16.01.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.01.1904, Blaðsíða 3
11 hvort — ajórinn eða laudið — að verða utundan. Reynsla margra sveita sýn- ir og, að flestum verður það á, sem þannig eru settir, að sinna meira sjón- um; en þegar svo aflinn bregst, þá er getan og mátturinn til að bjarga sér tíðast á förum, og svo leggja menn árar í bát. Við Lófótinn í Noregi voru sfðustu ár nýliðinnar aldar aflaleysisár. Tóku þá margir sig til, er áður höfðu mestmegnis lifað á sjávarútvegi, að leggja stund á jarðrsekt og eiga kýr, til þess að draga úr afleiðingum afla- leysisins. þau árin og fram að 1902 fleygði jarðræktinni áfram í norður- héruðum Noregs, og nú eru menn þar miklu betur á vegi staddir en áður og sfður upp á sjóinn komnir. þetta hefðu Snæfellingar einnig átt að gera, og mundi þá hagur þeirra standa bet- ur en hann gerir nú. þetta, sem hér hefir verið talið, hefir hvað með öðru stutt að því bag- borna ástandi, sem nú er í þessum sveitum. Og svo má ekki gleyma verzluninni, eða réttara sagt v e r z 1 unareinokuninni, sem verið hefir og er niðurdrep fyrir héraðið. — Lánsverzlun er þar á háu stigi, og fyrirhyggjan lítil hjá þeim, er lánin taka. þegar svo dregur að skuldadögun- um, þá er gengið hart á eftir með að innheimta skuldirnar og hafa ýmsir af þes3um ástæðum orðið öreigar og aldrei rétt við framar. En hvað verður nú gert til þess að bæta ástandið í þessum sveitum? Flestum kemur saman um, að það sem fyrst og fremst þurfi til þess, sé að menn úr öðrum hóruðum flytji þangað; menn, aem hafa getu og vilja til þess að bjarga sér ng láta gott af sér leiða. — En það þarf fleira að gera og þá helzt af öllu það, sem hæni menn að héraðinu eða gera það verulega fýsilegt að flytja þangað. Og eitt af því, sem styður að þessu, er að bæta sam^öngurnar í sýsl- unni; gera þær greiðari og betri en þær eru nú. Halda áfram með veg- inn, sem kominn er að Hítará alla leið í Stykkishólm. Gera svo akfær- an veg af honurn neðan við Hofstaði ut á Ölduhrygg. Eftir það er rnikið til sjálfgerður vegur út að Búðum, aem að eins þarf endurbóta við. |>á hefði það stórmikla þýðingu, að Faxaflóabáturinn kæmi oftar við á Búðum en hann gerir nú. Ætti hann að koma þar að minsta kosti tvisvar á hverjum mánuði frá því í maí og þar til síðast í október. Jarðræktina þarf að auka og bæta, og hið sama er að segja um húsakynnin. Einar Markússon umboðsmaður stakk upp á því við mig, að afgjaldi þjóðjarðanna, 1 e i g u m og 1 a n d- 8 k u 1 d, væri varið til að bæta þær jarðir um 10 ára skeið, til að byrja með. — En eigi dygði að fá þetta fé í hendur þeim beinlíuis, er nii búa á jörðunum, hvergi nærri öllum að minsta kosti. — Hvernig væri að ráða vana verkamenn með verkstjóra úr öðrum héruðum til þess að vinna að jarða- bótum og húsabótum fyrir þetta fé? — Eg hygg að þáð mundi reynast atfarasælt, og með því sé fengin við- unanleg trygging fyrir, að bæturnar verði að fullum notum. Aður en byrjað væri á þessu, mætti láta einhvern færan mann skoða og segja fyrir um, hvað helzt eigi að gera og hvernig verkið skuli fram- kvæmt. R j ó m a b ú i er auðgefið að koma á fót bæði í Staðarsveit og Breiðuvík- urhreppi, undir eins og eitthvað lifnar yfir ústandinu í þessum hreppum. Slíkt fyrirtæki mundi hafa stórmikla þýðingu, og hvetja menn til að leggja stund á jarðræktina og fjölgun kúnna, enda verð eg að álíta Staðarsveit betri fyrir kýr eða nautpening en sauðfé. f>að sem því telja má líklegast til viðreisnar þessum sveituœ er þetta: 1. a ð gerðar séu ráðstafanir til að menn úr öðrum héruðum flytji í sýsl- una og setjist þar að. 2. a ð 8amgöngurnar séu bættar á sjó og landi. 3. a ð varið sé afgjaldinu af þjóð- jörðunum í næstu 10 ár til húsa og jarðabóta á þeim. 4. a ð lögð sé sérstaklega stund á kúabú, einkum í Staðarsveit, og að komið sé á fót rjómabúum þar, sem því verður komið við. Sig. Sigurdsson. 8icek‘ga gegnt embœtti. þann 10 þ. m. kom sendimaður frá Felli í Slettuhlíð til Magnúsar læknis Jóhannssonar í Hofsós og skýrði hon- um svo frá, að kona Sveins í Felli hefði veikst mjög snögglega að morgni þess sama dags, hér um bil kl. 10,— áður ekki kent sér neins meins, — og Sveinn óskaði því eftir að hann (Magn- ús læknir) kæmi úteftir, til þess að líta á sjúklínginn. Læknir neitar að fara það kvöld og sendir lúgnabólgu- meðul, — án þess að vita hvað að konunni gengur, — en kvaðst mundi koma daginn eftir, ef maður fengist til þess að fara með sér. Sendimað- urinn útvegar lækni fylgdarmann, tekur á móti meðulunum og heldur heim um kvöldið. — f>ess skal getið, að sendimaðurinn frá Felli kom til læknis hér um bil kl. 51/,, um kvöldið. Var þá hríðarveður á norðaustan en vel ferðafært. Morguninn eftir, þ. 11., þegar læknir hafði lofað að fara, hafa þeir víst komið sér saman um það, nefndur læknir og fylgdarmaðurinn, er með honum var fenginn, að ófært veður væri. Hvernig á þessari ákvörðun þeirra hefir staðið, skal eg ekki full- yrða, en samkvæmt öðru þori eg pð fullyrða það, að læknir hefir ráðið að fara ekki. En það skal eg sanna fyr- ir hvaða dómstóli sem er, að allan þann dag, 11. desember, frá kl. 8. um morguninn til kl. 12 um nóttina, var sæmilegt veður fyrir hvern lækni, (og Magnús Jóbannsson líka) eða hvern þanu, er þurfti að fara ferða sinna. Sem dæmi skal eg nefna, að 11 ára gömul stúlka — dóttir verzlun- arstjórans hér — fór einsömul í kenslu- tíma inn í Grafarós um daginn, og þótti engin furða. En læknir sat heima, þrátt fyrir beiðni og loforð. þennan tilgreinda dag, 11. þ. m., kl. 4J/2 um kvöldið, kemur enn mað- ur frá Felli með boð frá Sveini bónda, að konan sé nú að vísu dáin, en hann óski þrátt fyrir það, að læknir komi úteftir til þess að skoða líkið, þar eð svo fljótt hafi orðið um konuna. Eg fór til læknis ásamt öðrum manni og tilkynti honum ósk Sveins, en læknir brást önugur við og kvaðst hvergi fara. Að hér sé alt rétt hermt, skal eg sanna hvar sem er. Herra landlæknir J. Jónassen! Er þessi breytni Magnúsar Jóhanns- sonar ekki vítaverð, og er það ekki þess vert, að hún só nánar athuguð af yfirboðurum hans.? í fyrra, 1902, var Magr.úsi lækni sent áminningarskjal frá héraðsbúum, með fjölda undirskrifta. Batnaði þá lítið eitt um hríð, en brátt sótti í sama horfið. það er líka þessi sjúk- dómur hans, (læknisins) sem gjörir bann með köflum ómögulegan til þes að vera læknir. Hart þótti það líka af Magnúsi vorum lækni síðastliðið haust. Síra Björn á Miklabæ í Blönduhlíð sendir til bans mann raeð 3 hesta og biður hann að koma til dóttur sinnar, mjög þjéðrar, — þvl búist var við að Sig- urður Pálsson læknir væri fyrir norð- an undir »óperasjón«, — en Magnús neitar að fara. þ>ó hefi eg heyrt, að Sigurður hafi beðið hann að gegna fyrir sig læknisstörfum meðan hann væri fyrir norðan og vanfær til þess. »j>að sem skrifað er, það stendur 8krifað«. Hofsós 19. desember 1903. Sigurður H. Sigurðsson. Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, fór af spítalanum (Kommunespítalanum) 18. desember og var þá orðinn allvel hress, enda hafði hann þá legið á spítalanum fulla 2 mánuði eftir síðari »óperasjónina« (15. okt.) Hann telur líklegt að hann komi með Lauru (23. þ. m.), að öllu forfallalausu. Gufu.sUipið »Saga», skipstjóri Amundsen, kom 14. þ. m. beina leið frá Leith, fermt salti, olíu og ýmsum nauðsynjavörum öðrum, til verzlunarinnar »Edinborg«. |>að hafði meðferðis talsvert af enskum og amerískum bréfum og blöðum og nokk- ur bréf frá Khöfn. Prestskosning fríkirkjusafnaðarins liér í bænum (síra Olafur Olafsson frá Arnarbæli) staðfest 1S. desember. Una l.ausn frá prestskap í næstu fardögum sækir síra Olafur Stephenseu a Lágafelli sökum heilsu- lasleika (gigtar). Kleiuens bæjarfógeti Jónsson, landritarinn væntanlegi, kom ekki meö norðanpósti, þótt menn byggjust viö því. Hann hafði gert ráS fyrir að leggja á stað frá Akureyri 14. þ. m. og er þá væntanlegur hingað um aðra he!gi. Mannalát. E r 1 i n g u r P á I s s o n, fyr bóndi að Árhrauni og víðar, andaðist 19. f. m. á Apavatni í Grímsnesi hjá syni sínum Páli sundkennara. Ánnar sonur hans er Þorsteinn skáld. Erlingur varð rúmlega áttræður að aldri. O a r 1 G r ö n v o 1 d, verzlunarstjóri Gránufólagsverzlunar á Siglufirði, and- aðist þar 23. f. m. Húsbrunar eru farnir að verða ærið hveimleiðir og tíðir bér á landi. Eru nú nýlega brunnin tvö hús í Múlas/sluin. Annað þeirra brann einhvern fyrsta daginn í desember, stórt hús, vandað og fallegt, að sögn, og átti það Gísli Hjálmarsson í Norðfirði. Hitt húsið átti Eyólfur Jónsson, skraddari og bæjarfulltrúi á Seyðisfirði. Það brann til kaldra kola aðfaranótt 11. s. mán. og varð litlu bjargað af innanstokksmunum. • Eigi er þess getið, hvernig eldur hafi kviknað í þessum húsum. Póstar eru n/komnir að vestan og norðan og segja þeir yfirleitt góða og hag- stæða tíð, einkum norðanpóstiir. Með honum komu: síra Eiríkur Gislason á Prestsbakka, Jósef bóndi Jónsson á Melum og Búi Ásgeirsson póstafgreiðslu- maður á Stað í Hrútafirði. Flutningiir. Það mun sízt vanþörf að leiða athygli manna hór í bænum öðru hvoru að lögunum frá 13. -september 1901, um manntal í líeykjavik, ef þau eiga eigi að falla í gleymsku og dá, en þau lög gera hverjum húseiganda eða húsráð- ráðanda að skyldu, að tilkynna iögreglu- stjóra i n n a n t v e g g j a s ó 1 a r- h r i n g a, er einhver maður, er setja ber á manntalsskrá, flytur í hús hans eða úr því. Húsbændum ber með öðr- um orðum að tilkynna bæjarfógeta all- an flntning heimilisfastra manna hér í bænum, eða flutning þeirra í bæiun, og varðar það sektum, alt að 40 kr., ef út af er brugðið. Það kosiar ekkert að tilkvnna flutn- inginn, en það getur kostað alt að 40 kr. að láta það ógert. Bæjai-atjórnarfundur 7. jan. 1. Til að undirbúa alþingiskosn- ingaskrá kosnir með bæjarfógeta: Halldór Jónsson og Kristján Jónsson. 2. Ákveðið að selja Jóni Gíslasyni í Hala lóð, er Gísli sál. Kolbeinsson átti við BrekkuBtíg, fyrir 130 kr. 3. Samþykt að kaupa húseignina Sólheima fyrir 1700 kr. 4. Samþykt að selja Halldóri Jóns- syni í Hlíðarbúsum lóðarblett, erbær- inn á fast við lóð hans, 2—300 □ ál., fyrir 100 kr. 5. Samþ. eftirfylgjandi vegagerðir, er lóðareigendur eiga, samkvæmt á- kvæði bæjarstjórnar, að borga með 4 kr. og 50 a. fyrir hlaupandi faðm: I. Vitastígur 70 faðm., 315 kr. 2. Njálsgata 80 faðm., 360 kr. 3. Frakka- stígur niður að Lindargötu, 30 faðm., 135 kr. 4. Grettisgata vestur frá Frakkastíg að Klapparstíg, 124 faðm., 558 kr. 5. Lindargata frá Frakka- stíg og Vitatorgi 60 faðm., 270 kr. 6. Klapparstígur, frá Laugavegi að Grett- isgötu, 30 faðm., 135 kr. 7. Mið- stræti 28 faðm. 126 kr. 8. Mýrargata frá Brunnstíg, 65 faðm. austur, 292 kr. 50 a. .6 Samþ. að verja 300 kr. til að- gerðar á Móakotslind. 7. Samþ. að lengja rennuna norð- an við barnaskólagirðinguna niður í læk. 8. Samþ. að setja lukt á hús Páls Haflíðasonar og aðra ávegamót Grund- arstígs og Spítalastígs. 9. Samþ. að kaupa Kitsons-lukt fyrir 200 kr. og setja hana í Templ- arasund fram undan kirkjunni. 10. Samþ. að fela verkfræðing bæjarins að gera sem allra fyrst upp- drátt og áætlun yfir lagning Hverfis- götu til austurs og vesturs, svo og þingholtsstrætis og Ingólfsstrætis og afrensli iir þ>ingholtunum. II. Lagt til að meðalmeðlag með óskilg. börnum verði um næstu 5 ár ákveðið 80 kr. 12. Samþ. að endurborga Elínu Snorradóttur 5 kr. aukaútsvar, sem hún hefir ofborgað. 13. Brunabótavirðingar samþ. 1. Húseign Magnúsar Einarssonar við Vesturgötu 1552 kr. 2. Sturlu Jóns- sonar við Hverfisgötu 21335 kr. Trúlofuð eru Páll Árnasou uæturvörður og ungfrú Kristín Árnadóttir. Hinn 2. dag nóvember síðastl. and- aðist að Syðstu-Fossum í Borgarfjarð- arsýslu húsfreyja Kristín Run- ólf sdóttir, ekkja Ara Jónssonar, sem þar bjó lengi og dó 30. maí 1899, fædd 12. maí 1839. Hún var gestris- in sæmdarkona, elskuð af vandamönn um, mikils metin af öllum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.