Ísafold - 22.02.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.02.1904, Blaðsíða 2
30 alþýðu og embæfctismanna og jafnvægi milli bóknáms og verknaðar. Nú spyrja menn: Hvað á að gera, svo þjóð- in uni við sveitalífið? En það er ekki nóg að spyrja svo, menn verða líka að svara, og koma beztu svörunum til framkvæmda. Hér er hvorki staður, rúm né ástæður til að rekja slík svör. Að eins drep eg á örfá atriði, í sambandi við umtals- efni hvers máls, og eru aðalatriði þessi réttur og frelsi bænda, kröfur sjálfra þeirra og dreifing skemtana, mentunarinnar og valdsins frá kaup- stöðum út um landið. Og um fram alt þarf að innræta æskulýðnum löng- nn til starfa og virðing fyrir allri heiðarlegri vinnu, virðing og löngun til menningar og sjálfstæðis; en kæfa niður og vekja andstygð á húsgangs- hugsunarhættinum, er vill setjast að öðrum líkt og snfkjudýriu, til að lifa við hægð og hóglífi á annara afla, andstygð á því, að geta ekki hreyft sig lengra en til þarfinda sinna án »styi;ks« eða »dagpeninga«, »þóknunar« eða »endurgjalds fyrir kostnað*. |>etta takmark hygg eg að varla náist nema með því að kenna vinnu út um landið; kenna vinnu og bók- nám, bóknám og vinnu, og ekkert bóknám svo, að ekki fylgi eitthvert verkefni. í sambandi hér við mætti nefna þegnskylduvinnuna, sem H. J. og þ. B. töluðu svo vel fyrir á alþingi sfð- asta (Alþ.tíð. B, d. 1122). f>ykir mér líklegt að hún yrði hollur skóli fyrir þjóðina, bætti hugsunarháttinn, vekti tilfinning sjálfstæðis og jafnréttis, yki nytsöm störf í landin,u og virðing fyr- ir þeim, og kæmi yfir höfuð öllum að nokkru gagni á ýmsan hátt. Hyggi- legast mun þó hér, sem annarstaðar, að fara hægt og varlega af stað. Ef ætti að binda þegnskylduvinnuna við vegagjörð einungis, er eg hræddur um að það laðaði æskumennina fremur f r á landbúnaðinum en a ð honum. Tel eg því brýna þörf að sjá mönn- um fyrir jarðyrkjustörfum, öllum er það vildu að minsta kosti, auðvitað undir góðri stjórn, annaðhvort á fyr- irmyndarbúum eða við stórfeldar jarð- abætur. Gæti slíkt orðið góður létt- ir og sem styrkur frá hálfu hins op- inbera til að framkvæma stórfyrir- tæki. Bezt mundu áhrifin verða af vinnunni ef hún gæti orðið fjölbreytt, við hæfi flestra og sem minst þving- andi. þetta er stórmerkilegt mál, sem all- ir hugsandi menn ættu að íhuga, ræða og rita um, bæði með og móti. Sira Jón Magnússon á Bíp hefir 18. þ. m. fengið lausn frá prestskap frá næstkom. fardögum að telja. Veitt prestakall. Síra Einar þórðarson á Hofteigi hefir 18. þ. m., fengið veitingu fyrir Desjarmýrarprestakalli frá næstu far- dögum. Um Mýrdalsþing kom fjörða umsóknin: frá síra Helga Hjálmarssyni á Helgastöðum, ogverð- ur hann væntanlega f kjöri ásarat prestunum tveimur (síra Jes og síra f>orsteini), sem áður var um getið, að hefðu sótt um prestakallið. Dánir í Beykjavík á síðastliðnu ári eru: karlkyns 66, kvenkyns 67, samtals 133. Af þess- um hóp eru eigi færri en 42 börn árs- gömul eðayhgri, en það er nál. % af allri tölunni, og fullur þriðjungur, ef tveggja ára gömul börn eru talin með, — Fundar^jöröir að Þjórsárbrú 29- jan. 1904. Hinn 29. jan. 1904 var haldinn al- mennur rjómabúafundur að þjórsár- brú. Komu þar saman fulltrúar frá öllum rjómabúum, er þegar eru tekin til starfa í Árnessýslu og Bangárvalla- sýslu, og sömul. öllum þeim, er í ráði er að taki til starfa næsta sumar, 15 búum alls. Margt var þar fleira manna. Fundarstjóri var kosinn Ágúst Helgason frá Birtingaholti; skrifari séra Magnús Helgason frá Torfa- stöðum. Fundarmál voru þessi: 1. Herra ráðunautur Sigurður Sig- urðsson, sem komið hafði á fund- inn, hóf umræðurnar og lauk lofsorði á áhuga manna á félags- skap þessum, og lýsti horfuuum, eins og nú stendur, og minti á ýmislegt, er athuga þyrfti. Út af orðum hans kom það til tals, hvort ekki væri tiltækilegt, að veita bústýrum rjómabúanna ein- hverja hlutdeild í hagnaðinum af smjörsölunni, ef vel seldist, ti) þess að auka áhuga þeirra á starfinu. — þótti fundinum ekki tiltækilegt að gjöra neina al- menna ákvörðun um þetta efni, en það væri á valdi hvers félags, að haga svo samningum við bú- stýrur sínar, sem vildi. 2. f>á var rætt um, að félögin öll pöntuðu hjá hinum sömu mönn- um, það sem rjómabúin þyrftu, og var herra Sigurði Sigurðssyni ráðunaut falið að semja um það efni við einhvern mann í Beykja- vík, og fá þá einnig hinn sama mann til þess, að sjá um við- töku smjörsins 1 Beykjavík, geymslu á því þar og útskipun; sérstaklega óskaði fundurinn, að þess væri vandlega gætt, að smjör- ið frysi ekki í íshúsinu, meðan það er geymt þar. 3.. Herra Ólafur Árnason, kaupmað- ur frá Stokkseyri, sem var á fundinum, bauð að veita smjöri viðtöku til geymslu í íshúsinn á Stokkseyri fyrir lægri borgun en félögin verða að sæta í Beykja- vík, ef einhver búin vildu flytja smjör sitt til Stokkseyrar til út- skipunar þaðan. Kunnu fundar- menn honum þökk fyrir boðið, en töldu hæpið að nota sér það, fyr en skip þau, er smjörið flytja út, fást til að koma sjálf við á Stokkseyri. 4. Bætt var um þá aðferð lands- höfðingja við úthlutun verðlaun- anna úr landssjóði fyrir útflutt smjör, að hann dregur frá sölu- verði því, er tilfært er á reikning- unum, F/Á/o fyrir borgun út f hönd, og miðar verðlaunin við það, sem þá verður eftir; þótti fundarmönnum vafasamt, að sú aðferð væri rétt að lögum. Ósk- uðu fundarmenn, að stjórn Bún- aðarfélags íslands útvegaði skýrsl- ur um, hvort smjörmatsnefnd Dana telur þessa upphæð, V/4°/v: með eða frá, er hún kveður upp matsverðið, 5. f>á var rætt um sölu á smjöri rjómabúanna næsta ár; urðu um það efni miklar umræður og var að lokum samþykt: a. að senda hr. I. V. Faber kon- súl í Newcastle % smjörsins til sölu (f e. hlj.). b. 4 kvartil frá hverju búi með ágústmánaðarferðinni tíl Matth. Hudson og Sons í Manchester (í e. hlj.). c. það, sem þá er eftir, þeim hr. Copland og Berrie í Leith (með 10 móti 5). 6. Fundurinn taldi æskilegt, að öll rjómabúin í Árnessýslu og Baug- árvallasýslu gjörðu félag með sér, og var herra Sigurði Sigurðssyni falið að semja frumvarp til laga fyrir slíkt sameiginlegt félag, og skyldi hann senda afrit af því frumvarpi sfnu til allra hlutaðeig- andi rjómabúa fyrir næstu vetur- nætur, og skal síðan leggja það fyrir næsta sameiginlegan fund. Var fundarstjóra falið að kveðja til þess fundar við þjórsárbrú næsta ár. 7. Eftir ráði hr. Sigurðar Sigurðs- sonar skoraði fundurinn á öll rjómabúin, að þau útvegi hverjum félagsmanni blikkílát til að hella mjólkinni f, jafnóðum og mjólkað er, og sía hana um leið. 8. Fundurinn óskaði að hr. Sigurður ráðunautur gjörði tilraun til að útvega mjaltafötur, er sérstaklega væru lagaðar til að mjólka í ær. 9. Að lyktum talaði herra Sigurður ráðunautur erindi um mjaltir og svínarækt; hvatti hann menn al- varlega til að taka upp hið nýja mjaltalag, og taldi æskilegt, að reýnt væri að ala upp svín við rjómabúin. Fundi slitið. rAgúst Helgason. Magnús Helgason. Rjömabúin Og smjörsöluhorfnrnar. [Tala flutt á rjómabúafundi við Þjórsár- brú 29. janúar þ. á.] I. þegar fyrsta sameignarmjólkurbúið — búið á S e 1 i í Ytri-hrepp — var stofnað sumarið 1900, með 5 félags- mönnum, þá kom víst engum til hug- ar, að eftir 3 ár myndu rjómabúin vera orðin 15 alls hér á landi. 1 Árnes- og Bangárvallasýslum eru þau 9, og nú er þegar ákveðið, að 6 rjómabú bætist við í vor í þessum sýslum, og eru hér á fundinum mætt- ir fulltrúar frá þeim öllum. Frá þessu búi á Seli, sem nú er flutt að Á s 1 æ k, voru fyrsta árið seld nálægt 2000 pd. af smjöri; en síðast- liðið sumar hefir smjörframleiðslan á búunum i Árnes- og Bangárvallasýslu numið um 70,000 pd., og ef gjört er ráð fyrir, að smjörið liafi selst til jaínaðar á 75 aura pd., sem lætur mjög nærri, að frádregnum öllum út- lendum kostnaði, þá hafa þessar sýsl- ur fengið rúmar 50,00 0 kr. fýrir útflutt smjör. Eg hefi enn eigi fengið skýrslur frá öllum rjómabúunum á landinu og veit því eigi nákvæmlega um, hvað smjör- framleiðslunni lfður í heild sinni eða hve hún nemur miklu. En mér þyk- ir mjög sennilegt, að útflutningur rjómabúasmjörs síðastliðið ár hafi eigi verið minni en um 100,000 pd. alls. Með því rjómabúunum fjölgar óð- um og útflutningur á smjöri eykst að sama skapi, þá virðist það næg ástæða til að athuga, að svo miklu leyti, sem þess er kostur, smjörsöluhorfurnar á Englandi. J>að, sem hér kemur þá einkum til greina, eru lögin um vatn í smjöri, smjörframleiðsla annara þjóða og lík- urnar fyrir því, að innflutningstollur verði lagður á smjör á Englandi. Um þessi atriði vil eg leyfa mér að fara nokkrum orðum. 1. Löginumvatní smjöri, sem selt er á Englandi, hafa vakið töluverða hreyfingu í þeim löndum, er selja mikið smjör til Englands. í þessum lögum er ákveðið, að alt smjör, (uema írskt) er inniheldur 16—20% af vatni, skuli álítast óekta og teljast með smjörlíki, nema sannað verði, að það sé ósvikið. En smjör, sem inni heldur 20% af vatui og þar yfir, er harð- lega bannað að selja, og þungar sekt- ir lagðar við, ef út af er brugðið. Samkvæmt efnarannsóknum getur vatnið í smjörinu verið töluvert mis- munandi, frá 10—18/. og jafnvel enn meira, eða alt að 25 /«. Smjör, sem inniheldur 17—18 /. af vatni, lít- ur oft vel út, og hefir engin sjáanleg einkenni þess, að vatnið í því sé í raun og veru ofmikið til þess, að það geti talist gott. það er talið hæfilegt að smjörið innihaldi nálægt 14 /> af vatni. Árið 1902 voru við efnarannsókna stofu landbúnaðarháskólans í Khöfn rannsakaðar 2495 tunnur af smjöri (rúm 100 þd. í tunnunni). Að meðal- tali innihélt smjörið 14,13/» af vatni. Lægsta vatnsmagnið var 11—12 /» og var það að eins í 13 íláturn; en f 36 ílátum eða 1,4% af öllu smjörinu var það yfir 16 % . Af norsku smjöri voru sama ár rannsökuð 21 sýnishorn á Englandi. þan innihóldu að meðaltali 12,22% af vatni. Að eins í einu sýnishorni var vatnsmagnið yfir 16 % , en minst eða lægst 9 % • A sýningunni í þrándheimi 1901 voru rannsökuð 57 sýnishorn. þau innihéldu að meðaltali 12,61 % vatni. Á smjörsýningu í Kristianssand síð- astliðið vor, innihéldu 59 sýnishorn af smjöri að meðaltali 12,6 % áf vatni/ mest 15 % en minst 10 % . Eftir tilraunum í Svíþjóð 1900— 1902 reyndust að meðaltali 13,3 % af vatni í smjöri þar; minst 9 % Gn mesfc 20 %> °8 Það að eins í 1% af hinu reynda smjöri. það sést á þessu, að í Danmörku er meðaltalið hæst 14,13%, þar næst í Svíþjóð, en lægst er það í Noregi eða 12,30 %, þegar tekið er meðaltaí af framangreindum rannsóknum. Nú er það, eins og áður er getið, talið hæfilegt, að smjörið innihaldi ná- lægt 14 % af vatni. þar, sem smjör- gerðin er bezt, (í Danmörku), þar er vatnsmagn smjörsins einnig næst því, sem talið er hæfilegt, og bendir það með öðru á, hvað Dauir eru æfðir í góðri smjörgerð. þar á móti er vatns- magnið lægst í Noregi, enda ersmjör- gerðin þar stórum lakari en í Dan- mörku og Svíþjóð. Af öllu þessu.má draga þá ályktun, að hættan við, að smjörið innihaldt meira vatn en góðu hófi gegni, sé eigi næsta mikil. Og mér er nær að ætla, að því er snertir smjörið héðan, þá sé naumast að óttast, að það innihaldi of mikið vatn. Hinu gæti eg fremur trúað, að vatns- mfign þess sé ef til vill lægra en æski- legt væri. Ef smjörið inniheldur lítið vatn, t„ d. innan við 13 %, þá er það skaði á smjörinu, og rýrnun á gæðum þess. Með því að auka vatnsmagn smjörs- ins um 1%, að það sé t. d. 14% í staðinn fyrir 13%, þá eykst smjörið við það um 1—2 pd. á hverjum 100 pundum. 2. Aðflutningur á smjöri til Englands vex með ári hverju, og er það eifcfc áhyggjuefnið, sem gert hefir verið að umtali í blöðunum, bæði hér, í Danmörku og víðar Einna mest kveður að auknum aðflutn- ingi frá Danmörku og BÚBslandi eða Sfberíu. — Frá Danmörku var flutt út af smjöri: 1901— ’U2 alls 175,511,000 pd. 1902— 03 — 181,943,000 —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.