Ísafold - 22.02.1904, Blaðsíða 3
31
Bn það, sem út var flutt fram yfir
innflutt, nam 1902, 126,3 miljón pd.
en 1903 139,2 miljón pd. — Talið er,
að 1902 hafi verið flutt frá Danmörku
til Englands smjör fyrir 169 miljón-
ir kr.
Annars var flutt til Bnglands af
smjöri, sem hór segir í cwts. (Cwt. =
101,6 pund):
1900 3,378,516 Cwts.
1901 3,702,890 —
1902 3,974,177 —
Af þessu smjöri var mest frá Dan-
mörku og nam það 45—46% af öllu
8mjörinu.
Eftirfarandi tafla sýnir, hve aðflutn-
ingur smjörs til Englands hefir aukist
síðustu 10 árin eða frá 1891—1902.
Vigt smjör8ins er tilfærð í enskri vigt
(Cwts.)
1891 1902
Erá Danmörku 876,200 1,703,000
— Rússlandi 9,600 489,100
— Svíþjóð 235,000 191,600
— Þýzkalandi 115,500 26,400
— Hollandi 146,500 393,300
— Erakklandi 585.200 114,100
— Bandaríkjunum 63,700 54,<i00
— Ástraliu 25,800 80,500
— Ný Zeeland 28,600 158,000
— Kanada 46,300 285,800
— Öðrum löndum 53,700 178,000
Saml. 2,135,600 3,574,200
Af þessari töflu sézt, að aðflutning-
ur smjörs hefir þessi árin aukist einna
mest frá Danmörku og Rússlandi.
Hann hefir og vaxið töluvert frá Hol-
landi og nýlendum Englendinga. j)ar
á móti hefir aðflutningurinn minkað
frá j>ýzkalandi, Erakklandi og Banda-
ríkjunum, og það eru lítil líkindi til,
að þessi lönd verði í framtíðinni hættu-
legir keppinautar á enska smjörmark-
aðinum.
Aftur á móti er sennilegt, að smjör-
framleiðslan aukist framvegis í ný-
lendunum, einkum í Ný-Zealandi. —
En það, sem menn þó óttast mest, er
samkepni Rússa eða smjörið frá Sí
beríu.
Árið 1902 var smjörframleiðslan þar
alls um 58 miljónir pd.; þar af var
selt til Japan og Kína um 6 miljónir
pd., en mestur hlutinn fór til Englands.
Mest hefir smjörframleiðslan vaxið
síðustu 2—3 árin, en mjög er það
sennilegt, að aukningin verði ekki
jafnmikii hér eftir.
Fyrir oss er eigi annað að gera en
senda smjörið til Englands, í þeirri
von, ’að það seljist þar betur en ann-
arstaðar. En að öðru ieyti fer salan
eða verðið á því mikið eftir verkun
þess og tilbúningi, og því er um að
gera að vanda smjörgerðina sem bezt.
3. Innflutningstollá smjöri
á Englandi óttast margir nú á tímum,
og víst er um það, að þessi ótti er
eigi alveg ástæðulaus. Á hinn bóginn
virðist mér þó uæsta ólíklegt, að inn-
flutt smjör verði tollað á Englandi og
sfzt með háum tolli, og skal eg gera
grein fyrir þessari skoðuu minni.
Hingað til hafa Englendingar ekki
kært sig um verndartolla. Löggjöf og
stjórn þeirra héfir fylgt þeirri reglu,
að halda allri verzlun sem óbundnastri
og frjálslegastri. j>egar innflutnings-
tollur hefir verið lagður þar á, þá hefir
það verið gert einungis til þess að fá
tekjur af þeim í ríkisfjárhirzluna, en
verndartollar hafa það ekki verið.
Aðflutning8bann á lifandi fénaði hefir
stundum verið lögleitt á Englandi, en
að eins þá, er staðið hefir sýkingar-
hætta af innflutningnum. Svo var það
t. d. 1896, er fjársölubannið dundi
yfir oss.
Englendingar hafa ekki til þessa,
eftir því, er mér hefir verið skýrt frá,
átt neinn toll-lagabálk. Korntollurinn
þeirra var lagður á með sérstökum
toll-lögum.
En að öðru leyti eru hinar toll-
skyldu vörur teknar inn í fjárlögiu
sem tekjugrein; en meðfram af þessu,
að tollarnir eru tekjutollar, hefir það
leitt, að sílelt er verið að breyta þeim.
Sem dæmi má þess geta, áð frá 1842
—1901 voru það að eins 13 ár, að
ekkert var hróflað við tollálögunum.
En nú er komið annað hljóð í
strokkinn hjá ensku stjórninni.
Chamberlain ferðast nú um landið
og prédikar verndunartolla af
rnesta kappi.
Flestir telja þó að honum muni
ekki verða mikið ágengt, og að þessi
tolláfergja hans leiði af sér stjórnar-
skifti og væri þá betur farið.
lilgangur Chamberlains er sá, að
hjálpa og bæta laudbúnað nýlendanna
og greiða fyrir sölu á afurðum þeirra
á Englandi.
Hvað toll á smjöri snertir, þá virð-
ist mér óhugsandi, að Englendingar
leggi á það háan verndartoll. Á Eng-
landi og Skotlandi er lítið um smjör
eða smjörframleiðslu til sölu. En á
írlandi eru mjólkurbú og smjörgerð;
en það fullnægir hvergi nærri smjör-
þörfum Englendinga, sem fara vaxandi
með ári hverju.
Af nýlendum Engl. flytur Kanada
mest smjör þangað, en þó eigi meira
en 7 % af öllu því smjöri, er þangað
flyzt. En nú eru Kanadamenn farnir
að leggja stund á ostagerð, og árið
1902 fluttu þeir til Englands 171
miljón pd. og nam það % af öllum
aðfluttum osti. Frá Ástralíu mun
naumast þurfa að óttast bráða aukn-
ing af smjöri. Smjörflutuingur þaðan
til Englands var 1900 um 20 miljónir
pd., en 1902 að eins 8 miljónir pd.
Á Nýja-Zealandi má búast við auk-
inni smjörframleiðslu. þar eru nú um
1,3 miljón nautgripir, og smjörfram-
leiðslan hefir aukist þar allmikið síð-
ustu árin, eða um helming síðan
1898.
Af þessu sést, að írland og ensku
nýlendurnar geta hvergi nærri fullnægt
smjörþörf Englendinga. — Af aðfluttu
smjöri til Englands koma að eins
14-—15 % frá nýlendunum.
það er því harla ólíklegt, að Cham-
berlain fái því áorkað, að hár vernd-
artollur verði lagður á innflutt smjör
á Englandi fyrst um sinn, því ef það
yrði gjört, rnættu Englendingar til að
eta þurt, en það munu þeir kunna
illa við.
Verði samt sem áður lagður inn-
flutningstollur á smjörið, þá hlýtur
hann að verða svo lágur, að hans gæti
eigi. Hanti mundi engin sýnileg á-
hrif hafa á smjörframleiðslu smjör-
landanna eða hindra smjörsölu til
Englands.
Sig. Sigurdsson.
D ráttui'
hefir orðið nokkur á útkomu þessa
tölubl. Isafoldar, stafandi af því, að
beðið var eftir fréttum með gufuskip-
iuu »Skotland«, sem átti að koma hing-
að eigi. seinna en 19. þ. m. en er ó-
komið enn, 22. um miðjan dag. Það er
eins og þessurn Thorefólagsskipum ætli
aldrei að takast að fylgja áætlun. Ef
þau eru tilbúin á róttum tíma, sem
stundum vill bera út af, þá mæta þau
ofviðri eða áföllum, sem setja þau aft-
ur um marga daga. Haldi þessu á-
fram, verður erfitt fyrir fólagið að á-
vinna sér traust manna.
Nýjaf viíur! Nýtt veri!
4-
vefnaðarvörubúöin
Hafnarsfræti,
í hinu nýja húsi lir. Guðjóns Sigurössonar,
VAR OPNUÐ í dag (laugardag 20. t'ebr ).
Óll álnavara er keypt frá stórum verzlunarhúsum á Englandi og
þýzkalandi, og er verðið á henni óheyrilega lágt- Allar vörurnar
eru sérlega vel valdar, mjög margbreyttar og fáséðar.
Meðal annars er þar: stórt Úrval af alls konar hvitri vefnað-
arvöru, einnig af tvisttauum, bómullartauum, kjólatauum,
ensku vaðmáli, alls konar skraut á kjóla og annan fatnað.
Mesta úrval af rúmteppum, borðteppum og brysseltepp-
um m. m. Gerið SVO vel Og lítið inn í búðina, þá munuð þér
sjá, að það er eigi skrum, hversu vörurnar eru margbreyttar
og ódýrar.
A eldri vörum er gefln 15 40°
0
Bunaðarfélag Islands (
boðar félagsmenn á umræðufund um [
Búnaðarskólamálið
laugardagskveld 12. marz ’n.k. kl. 8 í
Iðnaðarmannahúsinu.
Reykjavík 17. febr. 1904.
Þórh. Bjai narson.
Taðkvarnir.
Tannhjól í taðkvarnir af nýrri og mjög
heppilegri gerð, (mylja vagnhlass á 5
mínútum), fást hjá Helga Magnússyni
járnsmið, Bankastræti 6, Rvík.
Passiusálmar
fást nú eins og að undanförnu í
afgreiðslu ísafoldar.
Verð: 1 kr., 1 kr. 50 a. og 2 kr.
cTfíörg Rús
af ýmsn gerð á góðum stöðum í bæn-
um t i 1 s ö 1 u. — Semja má við
snikkara
Bjarna Jónsson,
Vegamótum. Reykjavfk.
Undirritaður tekur að sér að
innheimta skuldir, annast lántöku í
baukanum, kaup og sölu á fasteignum
og skipum, gjöra samninga og flytja
mál fyrir undirrétti.
Lækjargötu 12.
Eggert Claessen cand. jur.
Zeolinblekið góða
er dú aftur komið i afgreðslu Isafoldar.
SJÓFÖT.
Með *Vendsyssel« fekk eg mjög
miklar birgðir af sjófötum, og vona
eg að þeir, sem þurfa að fá sér
sjóföt, líti á þau hjá mér áður en þeir
kaupa annarstaðar.
*ar í>að er sama góða tegund af
sjófötum,
eins og eg hefi haft undanfarin ár, og
sem fólki hefir líkað mjög vel og hafa
þau þess vegna áunnið sér
aliHciiniiigsIot*
og eru þar að auki, eins og flestum
er orðið kunnugt,
mjög ódýr.
Virðingarfylst
c7es SEimscn.
Atvinna.
í kauptúni sunnanlands, ekki langt
frá Reykjavík, getur karlmaður eða
kvenmaður fengið atvinnu við verzlun
(vefnaðarvörudeild). Viðkomandi verð-
ur að vera vel fær í þessari grein og
•dygtig Sælger* og verður kaupið að
nokkru miðað við söluna.
Tilboð, með afriti af meðmælum
og upplýsingar um fyrv. og núverandi
stöðu, ásamt með kauphæð, merkt:
»Atvinna«, afhendist afgreiðslu þessa
blaðs fyrir 1. marz n. k.