Ísafold - 05.03.1904, Síða 1
Xemur út ýmist einn sinni eða
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan
’nlí (erlendis fyrir fram).
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
iramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslnstofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXXI. árg.
JúíóÁu/ó jfia/ujœ/lMi
1. 0. 0 F. 852398>/7
Augnlœkning ókeypis i. og 3. þrd. á
hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum.
Forngripasafn opið mvd. og )d. ll
—12.
Frilækning á gamla spitalannm (lækna-
akólannm) á þriðjudögnm og föstudögnm
kl. 11 — 12.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
án á kverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd.
Almennir fundir á hverjn föstudags- og
•annnudagskveldi kl. 8'/a siðd.
Landakotskirkja. Gnðsþjónnsta kl. 9
og kl. 0 á hverjum helgum degi.
Landakotsspitali opinn fyrir s.jákravitj-
'endnr kl. 10'/j—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
41 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Bankastjóri við kl. 11—2.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
k! 12—3 og k). 6—8.
Landssjcjalasafnið opið á þrd., fimtud.
■ <og ld. kl 12—1.
Náttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið
4 sd. kl. 2—3.
Tannlækning ókeypis i Pósthásstræti 14b
I. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1.
„Scotland" strandað.
Gufuskip Thore-fólagsins, »Sootland«,
seœ fara átti og fór frá Khöfn 7. f.
mán. áleiðis hingað, kornst ekki Iengra
en til Færeyja, með því að það strand-
aði þar aðfaranótt mánudags 15. f.
mán., við Sandey, 3 vikur sjávar frá
|>órshöfn.
Skipið var komið rétt inn undir
innsiglinguna til þórshafnar, þegar
dimma tók kvöldið fyrir, en varð frá
að hverfa sakir kafaldsbyls, auk nátt-
myrkursina, og ætlaði að hafast við um
nóttina þar milli eynna, þar til rofaði
til, svo að komist yrði inn til Þórs-
hafnar.
En svo sem 2 stundum fyrir dag
eða um kl. 5 kendi það grunns, og
grilti þá að eins fyrir landi, raeð mikl-
um brimgarði.
Fyrsti stýrimaður, Kierck, fór í bát
við 4. mann, að reyna að komast til
lands með taug.
f>eir leituðu fyrir sér fram með
brimgarðinum, og hittu fyrir dálitla
vík; reyndu að lenda þar, en þá hvolfdi
bátnum og hvarf stýrimaður, en há-
setunum skaut ólag á þurt land á-
föstum við bátinn, sem fór í spón um
leið. Skömmu síðar fleygði brimið Iík-
inu af stýrimanninum á land.
Brimið, ofviðrið og myrkrið olli því,
að ekkert sást né heyrðist xiti á skip-
inu, hvað þeim félögum leið.
l>á tók annar stýrimaður, C. W.
Bgidiussen, að sér að reyna að synda
til lands með taug, gegnum brimið.
Fyrir frábæran vaskleik og sund-
kunnáttu hafði hann sig áfram, en
fekk hvorki fótað sig né haldið sér
við hált fjörugrjótið, stórbjörg, og varð
að láta draga sig út aftur, aðfram
kominn af þreytu og kulda.
f>á loks skömmu eftir gátu háset-
arnir gert vart við sig úr landi með
1>ví að kippa í taugina: höfðu verið
Reykjavík laugardaginn 5. marz 1904
þetta að klungrast með hana yfir urð-
ina móts við skipið.
f>á var og tekið að birta af degi.
Nú var dregin önnur taug digrari í
land, sá endinn festur þar um stóran
stein, en hinn efst í reiðann, smokkað
um hann bjarghring, er lék á hjól-
kerlíngu eftir tauginni, og’skipverjar
dregnir þann veg til lands, sitjandi
innan í bjarghringnum, hver á fætur
öðrum, 43 að tölu. Skipstjóri síðastur.
A því stóð frekar 2 stundir, en aðr-
ar 2 stundir'liðu áður, frá því er skip-
inu barst á.
Farþegar, 24 að tölu, höfðu flestir
klæðst að fullu, og sýndu aí sér hug-
rekki og spekt, að vitni skipstjóra.
|>eir höfðust við uppi á stjórnpallinum
meðan stóð á tilraununum að ná sam-
bandi við land.
Sjór var í skipinu 12—14 feta hátt,
þar sem vélin var, þegar eftir það er
því barst á, og fyrir það gat og eigi
rafmagnslýsingarvél þess neytt sín.
Fám föðmum sunnar en skipið bar
að landi voru boðar og blindsker um
fjórðung mllu út; og hefði engu manns-
barni innanborðs orðið lífs auðið, ef
skipið hefði lent á þeim.
En örskamt norðar voru fyrir ókleif-
ir hamrar.
þar sem það bar að, var brött hlíð
nokkuð, 7—800 fet, en vel fær.
f>ar gengu allir upp og tóku síðan
að leita bygða; skiftu sér í því skyni
í 3 hópa. Sá enn örskamt frá sér
vegna kafaldsins. En frost var mjög
lítið.
Fyrsti hópurinn og vaskasti fann
bygð eina í eynni, f mílu vegar þaðan
er skipið strandaði. f>ar heitir í Skála-
vík, í Sandey austanverðri.
f>ar var þegar »skorin upp herör«
og lögðu allir karlmenn, er vetling
gátu valdið, á stað út í bylinn að
leita hinna, með nesti handa þeim o.
s. frv. Sent var og jafnharðan skyndi-
boð til annarar bygðar, þar sem heitir
á Sandi, norðan á eynni, og boðið út
almenningi þar í sömu erindum.
Brátt drifu að sveitir Færeyinga úr
öllum áttum og tókst að finna skip-
brotsmenn alla og koma þeim til
bygða, í Skálavík. Sumir höfðu vilst
og komist í hana krappann. En flest-
ir bárust vel af.
Skálavík er lítil bygð, meS 200
manns alls. En brátt fengu skip-
brotsmenn þar bezta húsaskjól og að-
hjúkrun. Gestrisni Færeyinga er að-
dáanleg.
Fám dögum eftir komust skipbrots-
menn til þórshafnar, og höfðu þar
beztu viðtökur.
Nær helmingi farþega voru útlend-
ingar, Norðmenn flestir, og sneru aft-
ur til Skotlands og Khafnar að viku
liðinni, með »Skálholti«.
' Hinir biðu í f>órshöfn eftir »Ceres«,
sem þangað var von 3. þ. m., og ætl-
aði til Austfjarða — hingað von 11.
þ. m.
En 1. þ. m. bar þar að norskt gufu-
skip, lítið, »Víking«, frá Haugesund,
hingað á leið til Beykjavíkur, og
fengu 9 hiuna íslenzku farþega
sér far með því, og komu hingað í
morgun.
|>eir voru: Björn Jónsson ritstjóri,
Björn KristjánBSon kaupmaður, Pétur
Ölafsson kaupm. frá Patreksfirði,
verzlunarmennirnir Guðmundur ödd-
geirsson og Elís Magnússon frá Rvík
og þrír sjómenn: Kriatján og Rögn-
valdur Jónssynir og Sigurgeir Jóhanns-
son.
Af »Scotlandi« er það að segja, að
það hékk á skerinu og ósundurhlutað
viku eða meir eftir strandið og tókst
að bjarga úr því miklu af farþegagózi
og nokkru af vörum. Nú mun það
vera farið í spón.
Ofriðurinn.
Loks laust upp ófriðinum rneö Rússum
og Japansmönnum 8. þ. m.
Rússar höfö'u þá dregið hina á síðasta
svari nær 4 vikur, bersýnilega til þess
eins, að fá tóm til liðssafnaðar.
Fréttir höfum vér til 27. f. m.
Og er þar skjótast af að segja, að
Rússar hafa farið hverja lirakförina á
fætur annari á sjó þar eystra fyrir sín-
um smáu, en kuáu, andstæðingum.
Segir síðasta skýrsla, að Rússar hafi
látið samtals 16 herskip og 21 kaupskip,
en Japanar 4 herskip og 2 kaupskip.
Japanar hafa og náð á sitt vald höf-
uðborginni í Kórea. Húu heitir Söul.
Þeir hafa og gengið þar á land víðar.
En stórorustur engar á landi enn, ogó-
greinilegar fréttir af viðureigninni þar.
En Japönum þó í vil.
Þykja mjög litlar líkur til, að Rússareigi
viðreisnarvon gegn fjandmönnum sínum
á sjó, — hvað sem verður á landi. —
Bolmagn hafa þeir vitanlega roiklu meira,
er til lengdar lætur.
Engar þjóðir aðrar við ófriðinn riðu-
ar að svö komnu. Oll ríki lýst yfir
hlutleysi sínu af honum.
Síldveiðafélagið »Draupnir».
Nýstofnað er hér í bænum eitt fram-
farafyrirtækið enn með ofanrituðu nafni.
Stofnendur þess félags og forstoðumenn
eru 5 skipstjórar hér í bænum: Þor-
steinn Þotsteinsson í Lindargötu, Krist-
inn Magnússon,^ Geir Sigurðssou, Matt-
hías Þórðarsou og Jochum Þórðarson og
1 kaupmaður, Thor Jensen (verzlunin
(íodthaab). Fólag þetta ætlar að gera
út skip til reknetaveiða og salta síldina.
Skipið hefir félagið þegar keypt, en
áhöld öll og annað, er til útgerðarinnar
þarf að kaupa erlendis, býsc það við að
fá seiut í næsta mánuði eða í byrjun
maímánaðar og þá tekur félagið til
starfa. Á að standa fyrir veiðinni norsk-
ur maður, þaulvanur þeirri veiðiaðferð,
en Jochum Þórðarson verður skipstjóri
á skipinu.
Er vonandi að þessi nýi félagsskapur
eigi góða framtíð í vændum og má því
fremur treysta því, sem forstöðumenn-
10. blað.
irnir eru ötulir framfara- og dugnaðar-
menn, sem eigi er hætt við að heykist
eða hætti við hálfgert verk.
Stórkostlegir borgarbrunar.
Álasund i Norvegi
og
Baltimore í Ameríku.
Aðfaranótt 23. jan. brann borgin Ála-
sund í Norvegi nær öll til kaldra kola,
eða 800 hús af 900 alls.
Um 12000 manna húsnæðislausir.
Manntjón lítið sem ekkert.
Skaðinn metinn fullar 20 miljónir.
Hjálp skjót og mikil úr öllum áttum.
Vilhjálmur keisari þar fyrstur og
fremstur utanríkis. Gaf sjalfur stórfé
(11—12 þús. kr.), sendi sjálfur á stað
herskip með vistir og fatnað og fekk
önnur gufuskip send á stað frá Þýzka-
landi í sömu erindum.
Danir sömuleiðis mjög greiðir til
hjálpar og örlátir.
Samskotin orðin um 1 milj. 300 þús.
kr. 18. f. mán., þar af þriðjungurinn
innanlands (í Norvegi), en 2/3 utanríkis.
Svo er sagt, að 7 árin síðustu hafi
brunnið 7 tiroburhúsabæir norskir, og
brunabótafélög kostað það 16 milj. kr.
Nú á að banna með lögum að hafa
hús í bæjum úr öðru en steini.
Enn stórkostlegri varð bruninn í
Baltimore 9. f. mán. Þar er skaðinn
metinn um hálfan miljarð í kr., þ. e.
500 milj. kr. Það hafði verið allur
miðkafli borgarinnar.
Manntjón er ekki getið um þar
heldur.
Stjórnarumskiftin.
Hinn 31. jan. skipaði konungur vor
bæjarfógeta Hannes Hafstein, r. af
dbr., ráðherra íslands frá 1. f. mán.,
um leið og hann veitti P. A. Alberti
lausn frá íslandsráðgjafaembættinu —
en dómsmálaráðherra er hann áfram.
þetta var tilkynt báðum deildum
ríkisþingsins daginn éftir.
Lausu frá embætti
hafa hlotið 27. jan., vegna stjórn-
breytingarinnar, landshöfðingi Magnús
Stephensen, landshöfðingjaritari Jón
Magnússon, deildarstjóri A.. Dybdahl i
Khöfn og skrifstofustjóri Ólafur Hall-
dórsson sama staðar allir í náð og
með biðlaunum.
Ennfremur 31. s. mán. P. A. Alberti
íslandsráðgjafi eftir umsókn og náðar-
samlega.
Skipafregn.
Hingað kom í morgun frá Haugesund
í Norvegi gufuskip Y i k i n g, um 200
smál., skipstjóri L. Apeland, en útgerð-