Ísafold - 05.03.1904, Side 2

Ísafold - 05.03.1904, Side 2
38 armaSur Strand, seni og er með skip- inu, meö beitusíldarfarm hingað og til Vestfjarða, Frá Færeyjum kom með J)ví hingað 9 skipbrotsmenn af Scot- landi, sem fyr segir. Hugsanir bænda um einstök atriði alþingismála 1903. Eftir Vigfús Guðmundsson. IV. Smjörlíkistollux. All djarflega þykja oss fulltrúar vorir róta sandinum í augu vor, þegar þeir eegja, að vér bændurnir sjálfir viljum ekki tolla smjórlíki — með lágum tolli— af því svo margir séu komnir í rjóma- bú og fari sjálfir að brúka smjörlíki. Eg þykist mega fullyrða, að mikill meiri hluti bænda hér á helzta smjör- gerðarsvæðinu sé enn með tollinum, en að hitt séu að eins örfáar undan- tekningar, ef þær eiga sér stað. En ef smjörbúabændur færu alment að brúka smjörlíki, þá eru það reyndar beztu meðmæli með tollinum, því þá kæmi hann jafnar niður á þjóðina. Tollurinn má ekki vera svo hár, að hann geti í raun cg veru talist vernd- artollur eða dregið til muna úr að- flutningi smjörlíkisins alt i einu, en smátt og smátt ætti að útrýma því * algjörlega ogbúatil nóg viðbit í land- inu. Tollurinn gæti þá orðið drjúg tekjugrein fyrir landssjóð, 10 a. á pd. = um 20,000 kr. Skiljum vér ekki annað, en að hyggilegra væri að taka þennan toll og verja honum á ein- hvern heppilegri hátt, t. d. gegn ránum botnvörpunga, sem er jafnmikil skömm og skaði fyrir þjóðina að horfa á og hjálpa ekkert; teljum líklegt að það gæti orðið stór hagur, einmitt fyrir sjómenn- ina og kaupstaðabúana sjálfa, sem eru æstastir móti tollinum. Tollurinn gæti máske um leið orðið ofurlítil hjálp fyrir þá bændur, sem ekki geta náð til smjörbúa, og enga aðstoð fá við smjörgerð sína. J>ó ekki yrði á þann hátt að hækka smjörið innlenda til neinna muna, þá mundi þó verða mögulegt að selja það, án stórra af- falla eða eftirgangsmuna, og væri það strax nokkur hvöt fyrir menn, til þess að vanda það betur en nú gerist. |>að er sorgleg sjón, að sjá bændur í kaupstöðum flækjast með smjör sitt og aðra vöru, eftir dagleiða ferðalög, oft með bezta bitann frá svöngum munnum, — búð úr búð, þegar komið er að því að taka lögtaki af þeim pen- ingaskuldir, og geta ekkert fengið fyr- ir það, nema dýra og oft lélega út- lenda vöru, af því flestar búðir eru fullar með v a t n og o 1 í u, — eins og mikilsháttar mentamaður hefir leyft sér að nefna smjörlíkið á alþ. — og alls konar léttmeti, er drepið getur landbúnaðinn. Áríðandi er að laga þetta. Að auka og bæta framleiðsluna af landinu, það er vegurinn til sjálfstæði og velmeg- unar fyrir a 11 a þjóðina. Hitt er niðurlæging og eyðilegging hvers þjóð- félags, að vanrækja afurðir lands síns og eigin framleiðslu, uppsprettu hag- sældarinnar, en vilja í stað þess kaupa alla hluti, æta jafnt og óæta, af öðr- um þjóðum fyrir óunna verðlága vöru, og láta margt með öllu ónotað. Beita svo og rýja þjóðina inn að skyrtunni, og láta hana svo loks taka lán fyrir skyrtu sína. Stóru þjóðirnar skilja þetta betur, og láta ekki heldur sitja við orðin tóm. jjær horfa ekki í að lögleiða fullkomna verndartolla, til að búa sem bezt að sínum gæðum. Allir, sem vilja, hljóta að sjá það og skilja, að Blíkir tollar koma ekki jafnar eða réttlátar niður á þessar þjóðir innbyrðis, heldur en þeir mundu gera hér. Bitlingar. Vér erum vanir því, bændurnir, að vinna fyrir lítil laun, láta lítið eftir oss og fara sparlega með flesta hluti. |>að er því von að oss verði brigzlað með ástæðum um smásálarskap og of- sjónir í fjármálum. Bændum svíður líka fátt eins sárt, og að sjá fé þjóð- arinnar varið til hárra launa fyrir lít- ið ómak eða ekkert ómak, sem er al- ment álit bænda um eftirlaun, launa- bætur og ýmislega bitlinga til ein- stakra manna. Miklu af slíku fé er árlega á glæ kastað, því er varið til makinda og munaðarlífis, og sézt oft- asc lítið eftir af því hjá þiggjendum eða þjóðinni. Bændur hata líka oft þá menn, sem gerast talsmenn slíkra fjárveitinga, og fyrirlíta barlóminn um •litla þóknun« og »mikið ómak», sem vanalega verður því sárari, sem laun- in eru hærri og ómakið minna. Ann- ars gera bændur mikinn mun á því, sem stundum gengur undir nafninu *biclingar«. f>eir telja ekki eftir verð- laun fyrir unnin frægðarverk, eða til einstakra framúrskarandi ágætismanna, ekki heldur styrkveitingar til nytsamra félaga eða praktiskra framkvæmda, þó einstakir menn eigi í hlut, ef þeir eru sniðnir eftir tímatöfum og tilkoBtnaði, og veittir þektum dugnaðar og hæfi- leikamönnum. þegar slíkir styrkir aftur á móti eru hafðir jafn háir og árslaun embæctismanna, eins og nú virðist orðið hæst móðins, jafnvel fyr- ir ýmislegt, er ekki getur talist nema ígrip með annari atvinnu, eða fyrir eina ferð út á landið, nokkurra daga töf frá annari atvinnu, þá eru þeiraf- arilla þokkaðir. Ekki sízt er illa þokk- að, þegar stórfé er bætt við embættis- menn með háum launum, er alþýðu sýnist sæmileg borgun, þó dálítið ó- mak fylgdi emb., dálítil! »lystitúr« upp í landið, án sérstaks endurgjalds í hundruðum eða þús. kr. Svo er að sjá, sem þingið hafi í huga að láta æðsta flokk embættismanna og sér- staka gæðinga hafa svo mikið fé, er þeim sjálfum sýnist fyrir hvert viðvik, er embættunum tilheyrir, »ferðapen- inga«, »skrifstofufé«, »þóknun fyrir kostn- að« o. s. frv., en launin sjálf bara fyrir það, að bera embættisnafnið og embættisskrúðann. Ekki er betur þokkaður húsgangs- hugsunarhátturinn, sem nú er mjög að færast í vöxt og þingið er byrjað að ala upp hjá ungum mönnum, þeim mönnum, er á beztu starfsárum nenna ekki að stunda nokkra ærlega atvinnu eða þykjast upp úr því vaxnir; þykj- ast ekki einu sinni geta ort vísu eða skrifað kver, nema fyrir nokkur hundr. eða þús. kr. úr landssjóði fyr- irfram, því síður »lærc að verða skáld« — eins og menn hafa kallað einn þarfabitling síðasta þings. Séu ritverk slíkra manna eða önn- ur störf ekki þess verð, að þeir geti lifað sæmilegu lífi af andvirði þeirra, þegar þau eru fullgeró, með annari atvinnu, þá verða þau að hafa sér- staka þýðing fyrir þjóðina, til þess að vera styrkhæf, og til þess að aðrir séu ekki hafðir út undan, þegar einum er gefið. Vilji þjóðin ekki borga þess konar verk einu sinni, er ekki von að hún vilji tvíborga þau eða margborga. Gangi þingið inn á langt þessa braut, fær það einhvern tíma keyptan »kött- inn í seknum«; fé landsins verður þá dregið frá atvinnuvegunum, og fólkið frá störfunum. í stað atorkusamra manna, með göfugum hugsunarhætti, er vilja sjálfir vinna eitthvað sér til frægðar og þjóðinni til sóma, alast upp dáðlausir slæpingar, sem mest hugsa um það, að »mata krókinn* af annara sveita. |>á verður dugnaður og kjarkur þjóðarinnar drepinn og fjárhagslegt ólán leitt yfir hana. Eintómt bóknám og engin störf hafa að minni hyggju átt mestan þáttinn í því, að mynda þessa dáðleysisstefnu hjá þjóðinni á síðustu öld. þingið getur nú ekkert annað betur gert en stuðla til þess, að ala upp sannmentaða, duglega, kjark- góða og göfuga kynslóð. Áfengisskatturinn. þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að áfengissölu hefði verið lok- ið í Arnessýslu um síðastl. áramót og jafnframt látin í ljós gleði yfir því, að þar með væri hinum leiða áfengis- skatti létt af Arnes- og Rangárvalla- sýslum. þ>etta er og sannarlegt gleði- efni, eigi að eins öllum bindindismönn um og bindindisvinum, heldur og öllum þeim, sem ekki láta sér algerlega standa á sama, hvernig þjóðin fer með efni sín, hvort hún ver þeim með skynsemi, sér til frama og farsældar, eða sóar þeim í óþarfa, fleygir þeim í sjóinn, eða gerir það sem er þessa verst, kaupir fyrir þau áfengi. Hann er gkkert smáræði áfengistoll- urinn, bæði beinlínis og óbeinlínis. Óbeini skatturinn verður eigi með töl- um talinn, hann er blátt áfram ómet- anlegur, svo sem þegar mestu efnis- raenn, gæddir framúrskarandi hæfileik- um, andlegum og líkamlegum, sökkva sér niður í áfengisnautn, drekkja öll- um hæfileikunum og verða að einskis- nýtum ræflum. Um beina skattinn aftur á móti, áfengisandvirðið, fræða verzlunarskýrslurnar oss, og að því er Árnessýslu snertir, sést það af nýprent- aðri skýrslu fyrir árið 1901, að það ár hafa fluzt áfengir drykkir til Stokks- eyrar og Eyrarbakka fyrir 2 5,0 00 k r ó n u r. þetta er þungur skattur, sem hlýtur að koma einhverstaðar illa niður og gera mörgum manni, er brúk- ar fé sitt á þenna hátt, óhægra fyrir að eignast eitthvað annað nauðsyn- legra, eða ef til vill híð nauðsynleg- asta, til þess að honum og heimili hans geti Jiðið vel eða að minsta kosti þolanlega. þetta ættu þeir að hafa hugfast, sem enn halda áfram áfengisverzlun- inni. að þeir eru að leggja þungan skatt á einstaklingana og þjóðina, skatt, sem margur geldur saklaus. En þeim mun, því miður, flestum verða að líta fremur í budduna sína, og sjá: »þar er enn þá meira rúm!« Þilskipaflotinn er að leggja út þessa dagana, 3. og 4. þ. m., og allflest skipin farin; að eins fá eftir af þeim, er ganga eiga á vertíðinni; en þau eru, því miður alt of mörg, sem eiga að fá algerða hvíld í þetta sinn, eitthvað 12—-16 skip alls, og er það eigi lítil afturför frá því, sem áður hefir verið, og hnekkir fyrir atvinnu manna hér, eins og nærri má fara um, þar sem nál. 20 manns eru á hverju skipi, en sjávarútvegurinn veitir auk þess talsverða atvinnu á landi, auk viðskiftanna til útgerðar- innar. Mannalát. Fröken Christiane Thomsen andaðist hér í bænum 3. þ. m. — Hún var systir frk. Marie Sophie Tbomsen, sem lézt 26. f. m., eins og getið var um í síðasta blaði, og að eins ári eldri, fædd 16. okt. 1832. Marie var fædd 4. nóvbr. 1833. Jarðarför þeirra systra fer fram fimtudaginn 10. þ. m. kl. llJ/2 há húsi þeirra í Grjótagötu. f>á er enn fremur nýdáinn úr lungna- bólgu F r i ð s t e i n n G. J ónsson,. tengdasonur Hannesar pósts, frá konu og 7 börnum. Hinn 15. sept. siðastl. andaðist á heimili sinu hér i Ólafsvik konan Karólína Sig- urðardóttir 38 ára að aldri. Hún var gift verzlunarmanni Lárusi Lárussyni og eign- nðnst þau 4 börn. Karólina sálnga var með merkustu kon- um þessa héraðs. og er því sárt saknað af mjög mörgum. Þ. Þ. Eeikfélag- Reykjavíkur. Aldrei hefir aðsóknin að félagi þessu eða leikum þess veriö meiri en í vetur; mátt heita húsfyllir á hverju kvöldi í þau 25 kvöld, sem leikið hefir verið, enda hefir félagið aldrei átt fremur aðsókn skilið en einmitt nú. Það hefir eigi að eins sýnt ágæt leikrit (t. d. Gjaldþrotið o. fl.) heldur hefir það í vetur átt kost á að nota alla beztu leikkraftana, sem hér eru til og félagið má með engu móti án vera, ef vel á að fara, meðan ekki vekjast upp spá- n/ir kraftar, sem hæpið er fyrst um sinn, en af þessum beztu kröftum fé- lagsins hafði frú Stefanía Guðmunds- dóttir og þeir Árni Eiríksson og Jón. Jónsson sagnfræðingur að miklu eða mestu leyti hvílt sig síðastliðinn vetur, en þau taka yfirleitt öðrum leikendum liór fram, enn sem komið er, og leika þó margir aðir mjög vel og enn aðrir óaðfinnanlega. Að öllu samanlögðu mun því óhætt að fullyrða, að sjaldan hafi hér verið leikið eins vel og nú, en aldrei betur. Þetta hafa áhorfendur fundið og launað eins og vert er. Hið sama er að segja um útbúning allan á leiksviðinu, að hann er í mjög góðu lagi, eftir því sem stærð þess og aðrar kringumstæður leyfa, svo og búningur leikenda og útbúningur yfirleitt; þó verður að gera frá því eina undantekn- ingu, að því er snertir höfuðbúnað karl- manna, hár og skegg, að honum er sumstaðar talsvert ábótavant. Félagið er auðsjáanlega ekki nógu auðugt af þeim munum og þarf því nauðsynlega að bæta úr þeirri þörf síðarmeir, til þess að alt samsvari vel hvað öðru, leikur, leiksvið, búningar og útbúning- ur allur. Þegar alt þetta er komið í svo gott lag, sem frekast eru föng á hér, þá er enginn efi ú því, að félagið getur staðið á eigin fótum, komist af styrklaust, og það væri óneitanlega mikill ávinningur fyrir það. Á morgun ætlar félagið að öllu for- fallalausu að syna í fyrsta sinn n/jan leik, sem heitir Ámbáttin. Þarf eigi að efast um að félágið leysi þar hlutverk sitt vel af hendi, eitis og að undanförnu,. svo leikurinn verði bæði því og áhorf- enduntim til ánægju. Titlar og krossar. Þess kynssæmd einhverja hafa þeir allir hlotið (27. jan.),. hinir fráfarandi embættismenn út af stjórn- arumskiftunum: landshöfðingi M. Stephen- gen gerðnr stórkross af dbr., landshöfðingja- ritari Jón Magnússon riddari, A. Dybdahl deildarstjóri kommandör af dbr. 1. stigs, og Ólafur Halldórsson skrifstofustjóri feng- ið konferenzráðsnafnbót. Og loks hinn fráfarandi ráðgjafi Alberti 31. jan. kommand. af dbr. 2. stigs. Samtimis (27. jan.) voru tveir úr hvorum stjórnbótarflokkanna islenzku sæmdir ridd- arakrossi dannebrogsorðunnar: úr Framsókn- arflokknum þeir dr. Valtýr Guðmundsson háskúlakennari og Björn Jónsson ritstjóri, en úr hinum þeir bæjarfógetarnir Hannes Hafstein og Klemens Jónsson. Loks hlutu samtimis bankamennirnir svonefndu sams konar sæmd: annar, Alex- ander Warburg, gerður riddari af dbr., og hinn, Ludvig Arntzen hæstaréttarmálfærslu- maður dannebrogsmaður, með þvi að hanr var riddari áður.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.