Ísafold - 12.03.1904, Blaðsíða 3
47
en það, að kind gæti troðist þar inn.
En færeyskt fé er stnávaxnara en
vort. Skjólkampar voru fyrir dvrun-
um hvorutveggju við vindáttinni. Vér
ráðgerðum að rífa dyrnar og víkka, ef
vér yrðum að vera þarna nætursakir, til
þess að allir kæmust inn.
Stúlkan okkar, er við nefndum svo,
skipsjómfrúin í 1. farrými, er oss hafði
líkað öllum vel við á ferðinni, með
því hún stundaði svo vel það sem hún
átti að gera, og var lipur og lagleg, —
hafði reynst engu óvaskari né hug-
minni en karlmennirnir. Hún rendi sér
til lands á seilinni næst á undan mér;
•kvenfólkið fyrstn. Holdvot var hún
neðan til og heldur klæðlítil, með ber-
ar hendur og illa skædd. Kapteinn
inn lánaði henni af sér regnkápuna
og í henni gekk hún, gyrð digru svarð-
reipi um lendar. Nú sló að henni, er
vér námurn staðar. það voru undnir
af ihenni sokkarnir, við vermdum hana
á fóturn milli handanna á okkur og
færðum hana aftur í sokka og skó.
Síðan smaug hún inn um »nálaraug-
að«, inn í fjárhúsið, og var látin
ganga þar hratt, húsið af enda og á,
sér til hita.
Vér sendum frá oss njósnara í yms-
ar áttir, tvo og tvo saman, að skygn-
ast um, ef eitthvað rofaði til. þeir
máttu ekki fara lengra en svo, að rak-
ið gætu sig aftur heim að fjárhúsinu.
Var enn nokkur óvissa um það, hvar
vér værum niður komnir, og héldu
menn hálft í hvoru, að það kynni að
vera Hestey, vestur af Straumey, og
var enginn avo fróður að vita með
VÍS8U, hvort þ a r væri mannabygð.
Fór mönnum ekki að lítast á blik-
una, ef vér værum staddir f eyðiey, í
svartabyl, þar sem hvergi sæist til
bygða. Fjárhirs gátu þar vel verið,
þótt mannlaust væri.
því léttist brúnin, er sá til manns
með stóran göngustaf í hendi og lamb-
húshettu á höfði, og við hlið sér gul-
an hund, sem flaðraði upp á okkur
með miklum fagnaðarlátum, svo sem
hefði h a n u oss úr helju heimta.
þetta var fyrsti Færeyingurinn, sem
kom í móti oss.
Stúlkan okkar þaut eins og örskot
út í móti honum.
þ>eir höfðu, framliðar vorir, verið svo
hygnir, að halda sig nærri sjó, og ætl-
uðu sér að kanna eyna alla þann veg,
ef til þyrfti að taka, með því að við
sjó hlyti bygðin að vera.
Mannabygð öll er í Færeyjum í þétt-
býlum þorpum, en ekki bær og bær á
8tangli, eins og hér gerist.
Skálavík (Skaalevig), í Sandey aust-
anverðri, var fyrsta bygðin, sem þeir
hittu fyrir, eða réttara sagt; smalamann
þaðan, sem vísaði þeim þangað. J>að-
an dreif óðara fjöldi ■ liðs á stað að
leita hinna skipbrotsmaunanna, svo og
frá Sandi, annari bygð stærri vestan
á eynni (600 manns). þeir höfðu með
sér nægar vistir, hert kjöt (skærpeköd)
og heita mjólk á flöskum; bjuggust
við að vér værum að fram komnir af
hungri, þreytu og vosbúð. En því var
raunar fjarri. Matarlausir höfðum vér
raunar verið 16—17 stundir, nema
hvað vér fengum dálítið af skonroki,
áður en vér hófum göngu vora, úr
Stóru pjáturhylki, er hafði verið fleygt
útbyrðis áður en skipið var yfirgefið
Og látið reka á land.
Eg fylgdist það sem eftir var heim
að Skálavík með ungum Færeying. Eg
atuddi mig við hann með öllum mín-
um þunga. En það var eins og hann
munaði ekkert um það. Og svo fim-
ur var hann og fótviss, að hvorki
rasaði hann sjálfur nokkurn tíraa,
hvað sem fyrir var, bratt eða hált, né
lét mig steyta fót minn við steiui.
Eg hefði svo sem ekkert komist ella.
Eg held nærri því, að þó að eg hefði
reynt að bregða fyrir hann fæti
þá hefði mér fráleitt tekist að fá hann
af fótum. það hefði líka verið miður
vel til fallið, enda vantaði hvorttveggja,
vilja og mátt.
Hann var spurull um strandið, svo
sem ekki var láandi. Eg skil, eg skil!
kvað alt af við hjá honum. En eg er
hræddur um, að hann hafi ekki skilið
nema sumt. það er yfirleitt að eins
roskið kaupstaðafólk, er dönsku skilur
í Færeyjum. Aðrir tala tóma færeysku
og skilja lítið annað. Eg held að
þetta, að hann lézt skilja alt, hafi
fremur verið sprottið af góðmannlegri
hlífð við mig, skipbrotsmanninn; að
láta mig ekki vera að tví- eða þrí-
taka það, sem eg sagði. Greind og
góðmenska voru samtvinnaðar í svip
hans.
Mannalát.
Síra 6 1 a f u r Helgason, prest-
ur að Stokkseyri og daufdumbrakenn-
ari, er sigldi til Danmerkur með póst-
skipinu 10. f. mán., varð bráðkvaddur
á leiðinni í Englandshafi 19. f. mán.
Ingibjörg Torfadóttir (skóla
stjóra í Ólafsdal), forstöðukona kvenna.
skólans á Akureyri, lézt þar 6. f. mán.
úr tæringu. Hún var mætavel að sér,
og miklum mannkostum búin og at-
gervi. Hún giftist aldrei.
Þetta er 4. barnið, sem Torfi skóla-
stjóri hefir mist uppkomið núna á ör-
fáum árum.
Frú Matthildur Magnús-
d ó 11 i r, kona þorsteins læknis Jóns-
so’nar í Vestmanneyjum, andaðist
snögglega 5. þ. m. úr slagi. Hún
var 71 árs að aldri, fædd 6. janúar
1833, gift 12. október 1865 og hafði
því lifað í ástúðlegu hjónabandi 38 ár
og nál. 5 mán. —»Matthildur sál. var
góð og ástúðleg eiginkona, móðir og
húsmóðir, sístarfandi, reglusöm, um-
hyggjusöm og sparsöm. Hún mat
ávalt annara þægindi raeira en sín;
hennar hugsun var ávalt að gera sem
mest gagn og sparaði hún enga fyrir-
höfn að greiða fyrir öðrum*.
Uppreisn á Balkansskaga.t
Síðustu dagaua hafa staðið skæðar
orustur með Tyrkjum og Albönum.
Eússar og Austurríkismenn eiga, svo
sem kunnugt er, að gæta þess, að
framkvæmd verði á réttabótum þeim,
er Tyrkir hafa lofað að gera á stjórn-
arfari í Makedoníu. Hinum ríkjunum
og fylkjunum á Balkanskaga er
miður vel við réttarbætur þessar. Svo
er þar megn rígur í milli eður og
fullur fjandskapur. Svo er um Alban-
fufylki.
Nú er Rússar hafa ærið að vinna
lengst austur í Asíu, hugsa Albanar
sér gott til glóðarinnar og reyna að
sporna við því, að réttur sé hlutur
Makedona Við Austurríkismenn eina
eru þeir hvorki hræddir né Tyrkir.
þó hafa Tyrkir ekki átt annað undir
en að senda her manns á höndur Al-
bönum. f>ar hafa orðið tvær orustur.
Féllu af Albönum 800 í annari orust-
unni, en 500 í hinni. Tyrkir mÍBtu
og margt manna.
Borist hefir hingað nýverið, að
Nikulás keisari hafi í hyggju að fá f
hendur Witte, er áður var fjármálaráð-
herra Eússa og í miklum metura hjá
keisara, alræðisvald á Rússlandi, með-
an ófriðurinn stendur.
Uppreisn kviknuð í einum stað í
Kína, Szetschwani, í miðju landi, og
háðar þar skæðar orrustur við herlið
Kíua8tjórnar.
Kungusar beitir moDgólskur þjóð-
flokkur í Mandsjúríu. þeir hafa gert
Eús8um ýmsan óskunda og Kínastjórn
orðið að senda her naanns í móti þeim.
Hlutabankinn.
Sú frétt kom með póstskipinu Ceres
í gær, að nú væri loks búið að til-
nefna bankastjórann víslenzka, er fyrir
hlutabankanum á að standa með hr.
Emil Schou; hann er yfirbankastjóri.
það er Landsbankinn, sem hefir
loks af brjóstgæðum sínum og hugul-
semi hlaupið undir bagga með keppi-'
naut sínum hlutabaDkanum og hjálp-
að honum um bókarann siun, hr.
Sighvat Bjarnason.
Eu nokkrum vikum áður höfðu
þessir sömu menn, fulltrúar peninga-
stofnana þeirra erlendis, er hafa iagt
fram stofnféð f hlutabankann, ásamt
þeim Arntzen og Warburg, ráðið hr.
Pál ajntmann Briem á Akureyri í
þetta embætti, sem hr. Sighv. B. er
nú falið, með þeim hætti, að þeir
skrifuðu honum og buðu honum það
eða báðu hann að taka það að sér,
og skyldi hann ráðinn samstundis
sem hann fengi bréfið, ef hann gengi
að því.
Og svar er ekki enn komiðfráamt-
manninum, hvorki já né nei.
Eftir kvæðinu þessu má belzt búast
við, að næsta póstskip flytji þá frétt,
að hætt sé við hr. S. B. og enn ein-
hver annar ráðinn!
Sumir segja, að íslenzku bankastjór-
arnir eigi nú að vera tveir — þeir eru
kallaðir gæzlustjórar í reglugerð bank-
ans — og þá einmítt þeir Páll Briem
og Sighv. Bjarnason, með jöfnum
völdum og launum m. m. En alt
virðist það vera enn nokkuð á reiki,
auk þe8s sem enginn kann á það að
gizka, hve lengi sú ráðsályktun stend-
ur, þó svo væri, að hæft væri í henni.
Rjóirmbú við Geirsá
í Borgarfirði er ákveðið að stofna
og tekur það til starfa á komand
vori. Stofnfundur þess var haldinn að
Deildartungu 1. þ. m., og var Sig.
Sigurðsson ráðunautur þar á fundin-
um.
I búinu eru menn úr Reykholts-
dalshreppi, Bæjarsveit, Hvítársíðu og
ennfremur uokkrir búendur úr Lundar-
reykjadal, Stafholtstungum og þverár-
hlfð. Rjómabú Bæaveitinga hverfur
inn í þetta nýja bú roeð þeim hætti,
að búið við Geirsá tekur við eignum
þess og skuldum.
Félagar búsins eru orðnir meir en
40, og kúgildatala 340 alls.
Samþykt var og á fundinum að
Deildartungu, að skora á Landsbúnað-
arfélagið, að semja og láta prenta
reglur um meðferð mjólkurinnar og
rjómans til leiðbeiningar fyrir þá, sem
rjómabúin eiga.
Embættispróíi
í lögum við Khafnarháskóla hafa
þeirlokiðf f. mán., Magnús Jóns-
son og Tómas Skúlason, báðir
með I. einkunn.
Vestmanneyjum 8. marz. í janúar
var mestur hiti 22. 8,2°, minstur aðfaranótt
15. 10°. í febrúar var mestur hiti 27.
7,9°, minstur aðfaranótt 21. -f- 7,1. í jan-
úar var úrkoma 131, i febrúar 112 milli-
metiar. Hart kuldakast var frá 11.—16.
janúar; annars umhleypingar með stormum
af ýmsnm áttum, regni, hagli og snjó. Frá
4. —18. febrúar voru þurviðri, annars regn
og haglél: fyretu 12 daga mán. biésu nær
sifeldir norðanstormar.
Á Þorra var hér taisverður fi.skur fyrir,
og aflaðist þá allvel langa og þorskur,
þegar gaf, en svo komu nær sifeldir storm-
ar fyrri helming (íóu, og nú má beita nær
fiskilaust hér umhverfis, á svæði því, sem
opín skip fara um. Aftur er sagður næg-
ur fisknr á hinum stóru miðum 4 milur
suðvestnr af Heimaey. Þar er 60 faðma
dýpi og sandbotn. Þar halda botnvörpuDg-
ar sig og hafa þar nógan fisk. Eru nú
um 40 botnvörpungar og lóðaskip ensk hér
umhverfis, enda segja þeir að mestallur
fiskiútvegnr Breta sé nú við Island, því
landar sinir vilji nú ekki lengur annan fisk
en íslenzkan, hann sé svo bragðgóður,
miklu betri en Norðursjávarfiskur, og nú
hirða þeir alls kouar fisk, sem þeir afla,
en ileygja engn. Hér er alls búið að róa
14 róðra síðan 6. febrúar, og er hæstur
hlutur orðinn um 220, nær s/4 þorskur og
langa. Alls ganga hér nú til fiskjar 28
stærri og smærri skip og bátar.
Siðan fólki fjölgaði, hefir talsvert borið
á kvefi og hósta í mörgnm manni, og nú
er lungnabólgan farin að taka sig npp aft-
ur. Sem stendnr liggja 4 í benni. Er hún
ávalt mikill vogestur, eigi sizt á vertíð,
þegar menn verða að leggja á sig stranga
vinnu ýmislega til reika, og oft i kalsa
veðri.
Thore-félagið sendir nýtt skip hingað
20. þ. m., eins og til stóð, til þess að halda
uppi áætluniuni.
Póstskipið Laura (kapt, Aasberg)
hafnaði sig hér i dag kl. 2‘/2, eftir 4 daga
ferð frá Leith. Farþegar: kaupmennirnir
Gunnar Einarsson, HelgiZoega, Jón Bjarna-
son, Vald. Ottesen, Ben. S. Þórarinsson;
slökkviliðsstjóri Mattías Mattíasson hér úr
Rvik; Finnur Þórðarson frá ísafirði; Ein-
ar Markússon frá Olafsvik; Kristján Júnas-
arson agent, 0. fl.
Síðustu ófriðarfréttir.
T i 1 7. m a r z.
Sunnudaginn var, 6. þ. mán., réðst
japönsk flotadeild í Vladivostok.
En Rússar svöruðu ekki skotusi
Japana, vegna þess, að þeir böfðu ekki
nema ónýtar byssur, miklu skamm-
drægari en fjandmenn þeirra.
Meira var ekki fréfct.
J>es8 er til getið, að atlaga Japana
að Vladivostok hafi verið til þess gerð
helzt, að bafa betra næði að skjóta
her á land í Kórea þar skamt suður
frá.
Japanar eiga og að hafa komið ber
á land á Liao-Tang-skaga, og á hann
að sækja Port Arthur laudmegin.
Setulið er í Vladivostok 7200 manns,
en vistaforðiaf skornum skamti. Sömu
svikin þar með vistabirgðir og í Porfc
Arthur.
Ein fréttin segir, að nokkru áður
hafi flotadeild rússnesk, er þar lá í
Vladivostok, æfclað að komasfc út og
suður með landi, til Port Arthur, en
Japanar hrakið hana aftur.
Landorusta sögð í nánd í Korea
norðan til og búist við henni all-skæðri
Rússum, líkt og viðureignin á sjó fyrstu
dagana.
Tíðindaritarar dást að því, hve Jap-
anir kunni vel að leyna fyrirætlunum
sínum og koma fjandmönnum sínum
alveg á óvart.
Rússur hafa auk annars þungar
áhyggur af því, hve Pólverjar eru
fceknir til að láta ótryggilega.
Látinn er Waldersee greifi, yfirhers-
höfðingi bandamannabersins héðan úr
álfu í Kína fyrir nokkrum, einna
mestur herstjórnargarpur þjóðverja
sfðan er Moltke leið.