Ísafold - 19.03.1904, Page 1

Ísafold - 19.03.1904, Page 1
Keinur út ýmist einu ginni eÖa tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l’/a doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viö áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reybjavík laugardaginn 19. marz 1904 I 0. 0. F. 8532581/,,. Augnlcekning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 i spitalanum. Forrigripasafn opið vnvd. og ld. 11 —Í2. Frllœkning á gamla spítalanum (lækna- • skólannm) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11 — 12. K, F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverium degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á bverju föstndags- og gunnudagskveldi kl. 8'/2 siðd. Landalcotskirkja. öuðsþjónusta kl. 9 ng kl. 6 á hverjum helgnm degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10*/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafu opið bvern virkan dag 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ®g ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b 1. og 3. mánnd. hvers mán. k). 11—1. ©. (Bstlunó prédikar í Goodtemplarahúsinu á sunnu- dag kl. 6V2 síðd. Síld til beitu, góöa og vel frysta, geta menn lengiö hjá Islandsk Handels & Fiskeri- kompagni, Patreksfirði. Fyrir þilskip, sem stunda veiðar vestra, er styzta og hægasta innsigling á Patreksfjörð. P. A. Ólafsson. Lítil ádrepa um túngirðing'alögin, eftir I»oriák Guðmundsson f. alþingisraann. Enn þá hefir alþing sýnt ah elski sína móður hlýtt: þah hefir hana þyrnikrýnt og þungum gacldasvipum hýtt (>Norðurl. ) J>etta ár, 1904, verður lengi talið nnerkisviðburðaár í sögu landsíns, sér- staklega þó 1. febrúar, þegar stjórn- arskrárbreytingin gekk í gildi. En það er anuað mál, sem líka ger- ir þennan dag öðrum fremur á árinu minnisstæðan. það eru túngirðingalögin, sem líklega fremur af tilviljun en getspeki löggjaf- anna öðluðust einnig gildi þennan dag. Um stjórnarskrána er ekki neitt að segja. það er útkljáð mál um óákveðinn tíma. Hér er búið að sá. Nú er að hafa gát á uppskerunni. Stjórnarskráin var fullrædd, ef ekki um of. En það er öðru máli að gegna um túngirðingalögin. |>au hafa ekki neinn stuðning af þjóðarálitinn, eða reynslu einstakra manna víðs vegar um land á kostum og ókostum gaddavírsins, sem þó virð- ist hefði verið öldungis nauðsynlegt. Nei. þau rísa upp eins og gjörn- ingaveður í þjóðsögam og koma yfir þjóðina henni að óvörum að öllu leyti. f>að er nú annaðhvort, að tala í tíma eða þegja síðar. Unginn er að vísu orðinn fleygur í hreiðrinu. En hann mun liggja í dái fram á vorið. f>að eru nú þegar farnar að heyrast raddir frá þjóðinDÍ og fremur á móti en með. f>að er sjálfsagt, að túngirðingar eru mikils virði fyrir landbúnaðinn. En enginn efi getur á því leikið, að það er grjótið, sem hér á að skipa öndvegi til allra girðinga, þar sem unt er að ná því með þolaolegum kostn- aði, bæði vegna endingarinnar og þeirra afarmiklu áhrifa, sem skjólið hefir á grasvöxtinn; og því næst ann- að innlent efni, stunga og skurðir. En hór er ekki grjótið aðalumtals- efnið. Lögin nefDa ekki slíkar girð- ingar, þó undarlegt sé. það er því einungis gaddavírinn, sem hér getur orðið umtalsefni, með kost- um og ókostum. Eg skal þá fyrst minnast á kostina, og svo ókostina, frá mínu sjónarmiði. Pyrsti kosturinn er, að túnin geta á engan nú þektan hátt fengið eins fljótt girðingar. En um endinguna er fyrir litlu að gangast. Annar kosturinn er sá, að gaddavír- inn vinnur það gagn, sem allar girð- ingar gera, að hann v§r grasráni, með- an hann stendur uppi. En það mun nú verða stórbrestasamt; og ekki veit- ir hann skjól. f>á er þriðji kosturinn sá, að vísu, að gaddavirinn sparar vinnu þá, sem geng- ur til vörzlu, þar sem girðingar vanta. En þar vinnur hann upp síd gæði. Eg mun minnast á það síðar. Um ókostina er margt að segja. I Stærsti ókosturinn er fjáreyðslan, borin saman við endingarleysið. f>að er stórt fyrir þetta land, að taka 500,000 kr. lán. Um þetta væri samt ekki neitt að segja, ef fénu skyldi verja til áreiðan- legra framfarafyrirtækja, er lykju um leið upp atvinnuskúffu fyrir þjóðinni. Nei. Hér fer nú að breikka vegur- inn. f>að á að verja fénu til óendanlega forgengilegs fyrirtækis, og svo fjarri því að veita landsins börnum atvinnu, að féð á að nota til að taka brauð- ið frá börnunum og fleygja því í út- leDda auðkýfinga og útlend gróðafélög. fví að þessar girðingar drepa niður innlendan dugnað í að koma upp girð- ingum úr grjóti, því efni, sem landið veitir hverjum þeim, sem getur til þess náð, og endist meðan landið stendj ur. Og er þó ekki nóg með það. Einstakir jarðeigendur eiga að leggja i/4 til móts við lánið, og það á líka að fara út úr landinu. Og með þessum lögum er því föst- um fyrirmælum bundið, að ísland skuli um aldur og æfi vera sölutorg fyrir endingarlausan, sviplausan galla- grip, sem verða mundi mörgum mönn- um og skepnum að meini. jpegar það er alt tekið í eina heild, sem bændur verða fram að leggja auk lánsins, þá mundi vísc mega gera fyr- ir það laglegan og langan túngarðs- spotta á hverri jörðu. það er flutningskostnaður, máttar- stólpar, grindur í hlið, að koma vírn- um fyrir og stórum hækkað sýslugjald, og x/4 af vírverðinu, ef jörðin er bænda- eign. þegar girðingin er fullgerð eftir lög- unum, þá eru bændur komnir undir ævarandi lögreglueftirlit. Eftirlitið á að ganga jafnt yfir alla, og svo lögtak, hvenær sem ekki er staðið í skilum með afborgun, viðhald og endurreisn. Vér skulum gera ráð fyrir, að vírinn endist 15 ár, þó með töluverðu viðhaldi, og þá þarf að gera hann upp af nýju. Eu þá eru eftir 26 ár að afborga. Enginn skyldi trúa þeim spádóm, að taða aukist svo mikið, að þetta bæri sig vel og verði auk þess til að koma búnaðinum upp. Sumir halda, að þetta sé girnilegt fyrir prestana og leiguliða kirkjujarða og þjóðjarða. |>á er að skoða fyrst, hvern veg þetta verður fyrir prestana. Plest prestssetrin hafa stór tún, og fleiri munu ógirt en girt. Fjöldi prestakallanna eiga að bera stórlán, sem tekin hafa verið til húsa- gerðar o. fl. Nú verða að vísu lánin fullborguð á sínum tíma. En samt liggur hér á þungur skattur: viðhaldskostnaður, ofanálag síhækkandi, og loks endur- reisn húsanna; þar ofan á tekur prest- ur gaddavírslán til að girða sitt stóra tún. Nú mundi það oft vilja til, að það lenti á sama prestinum, að svaraþungu ofanálagi á staðarhúsin og gaddavír- inn. Einnig getur fallið á sama manninn að endurreisa hvorttveggja. Nú má ætla, að fáir muni svo efn- um búnir, að geta fullnægt þessu. þeir verða að taka nýtt lán, og binda þannig eftirmönnum sínum þær byrð- ar, er flestum mundu of vaxnar eða jafnvel enginn vildi upp taka. það lögmál nær til presta sem ann- arra, að »að jörðu skaltu aftur verða«, og þetta kunna prestar manna bezt; og þegar búið er að tala þessi orð yfir þeim, hvernig mundi þá alloftast verða hið efnalega ástand ekkjunnar, þegar hún er búin að útbella tárum yfir moldum manns síns? Hún stæði ef til vill uppi með barnahóp, félaus, meðfram af völdum gaddavírsins. Eg minnist þess nú, sem hinn hygni og gætni maður, prófastur Sæmundur sál. Jónsson í Hraungerði, sagði við mig, þegar búið var að reisa stórhýs- ið í Gaulverjarbæ : »Ef Gaulverjabær hefði verið í rúst- um, eins og hann var, þá hefði eg aggjað Olaf son minn á að sækja. En nú, þegar búið er að Ieggja þessa byrði á hann, dettur mér það ekki í hug«. Hvað mundi hann hafa sagt, ef gaddavírskvöðin hefði líka hvílt á brauð- inu^ Eg hefi nú sagt prestunum mína skoðun á málinu. Eg skal því næst í fám orðum minnast á, hver muni 14. blað. raunin á verða fyrir bændum, ef þeir festa 8ig í netinu. það er að sumu leyti sama fyrir bændurna og prestana. Ef þeir taka lánið, þá er þar með lögð meínleg kvöð á jörðina, hver sem hana á. Jarðir munu byggjast ver nýtum mönnum, og jafnvel sumar ekki; bændaeignir ekki seljast, nema með afföllum, og um leið missa þaar sitt fulla veðgildi. Bankarnir munu vilja fá að vitai, hvort gaddavírslán hvíla á jörðinni. Ábúðarskattur hvílir á öllum jörðum og hann er allþungur á þeim hundraðamörgu, og þær hafa fle8tar stór tún. Hafi þær ekki tíundarfrelsi, þá þarf að svara tíund í 3 staði. Svo á að bæta gaddavírsskattinum við. Hvað þungur hann verður, er ekki unt að segja sem stendur. f>að er komið undir stærð túnsins og svo hinni árlegu áætlun stjórnarinnar, abr. 8. gr. Eg get ekki ætlað, að þessi skattur geri landbúnað fýsilegri en hann er. Eg ætla miklu fremur, að hér með sé, ef lögin ná festu um land alt að meira eða minna leyti, fundið rothögg- ið á hann. Eg ætla nú að vænta svo mikill- ar hygni af sjálfseignarbændum, að þeir taki ekki þetta lán, og eigendur einstakra jarða hvorki hvetji sé styrki landseta sína til að taka það. En það er eitfc merkilegt, að leigu- liði getur beitt lögum þessum sem þvingunarlögum á landsdrottin og lagt þessa kvöð á jörð hans hvað sem hann segir, og látið svo landsdrottin borga brúsann. f>að getur meir að segja að borið, að lögtak verði að gera í jörðinni; landsdrottinn eigi ekki annað. |>að er vitaskuld, að fyrst verður Ieiguliði rúinn inn að skinni. f>að má taka einu kÚDa úr fjósinu, og þær fáu kindur, sem til eru, jafnmargar börn- unum. Ekki munu stórum batna kjör ekk- nanna og hinna föðurlausu fyrir þessi lög. Eg hefði kunnað því betur og tal- ið það hyggilegra, að eÍDhver mann- úðarlög hefðu fylgt stjórnarskránni og átt sama löghelgunardag og hún. |>að er ekki hugarburður einn eða með öllu ástæðulaust, að telja gadda- vírinn hættulegan, því það hefir lög- gjafarvaldið viðnrkent með 16. gr. lag- anna. En það er efni, sem ekki verð- ur fullrætt í fám orðum. Eg skal þó drepa á fátt eifcfc, til að sýna þá hlið málsins. f>að er þá fyrst, að sauðfénaður þyrfti sífelt eftirlic, bæði vor og vetur, einkum þar sem vírinn væri frá velli. Hver umhyggjusöm móðir mundi jafn- an hafa þungar áhyggjnr, ef böruin færu út á túnið að leika sér, og því ekki þora annað en láta mann fylgjaþeim. Hitt segir sig sjálft, að ekki mætti láta hund gelta, ef einhver skepna kemst inn um hlið, og jafnvel ekki fyrir utan, ef kindur og kýr eru þar. Eg geri ráð fyrir, að góðum fjár- mönnum verði ekki um sel þennan. Með þessu lagi étur gaddavírinn

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.