Ísafold


Ísafold - 26.03.1904, Qupperneq 3

Ísafold - 26.03.1904, Qupperneq 3
63 Laurentiua Engelstoft háskólakennari í Khöfn á fyrri hluta 19. aldar og mikill vin íslendinga þar. f>eir létu gera mynd af honum, og orti Sveinbj. Egilsson neðan við hana á latínu er- indi það, er þatta er upphaf að: Hos quoties spectas vultus ad sacra Camoence. En á íslenzku sneri hann sjálfur (Svb. E.) erindinu sem hér segir að npphafi: Svo oft sem þú, er til sala kemur , helgrar mentamóður frostheimum frá, eigi fjölskrúðugur, þennan svip um sér; svo oft þú seg: sá var ráðs mins bjargvættur hezti, o. s. frv. |>etta var 1829. Engelstoft landfógeti er nú maður á að gizka lítið yfir fertugt. Hann er tnætavel Iátinn, og mundu Færeyingar ekki fara með yfir honum látnum máls- háttinn : fáur harmar fúta- deyða, sem mun vera 3-400 ára gamall Og eiga við sérstaklega um einhvern illa þokkaðan konungsfógeta í þann tíð- Svo nefndust þeir, er þá voru æðstir valdsmenn í eyjunum af Dana hálfu. Hér nefndust þeir hirðstjórar í þann tíð. f>að stafar líklegast af þessu íslend- ingavinfengi afa hans, er Engelstoft landfógeti mun kunna eitthvað í ís- lenzku. Hann hafði látið fjúka orð og orð á íslenzku, sögðu mér landar þeir, er hjá honum gistu. Og furðu- vel hafði hann verið heima í því, er hér hefir gerst síðari árin í landsstjórnar- málum, einkum stjórnbótarbaráttunni; hafði sýnilega lesið að staðaldri eitt blað íslenzkt að minsta kosti. Annað heimboð gerði oss mörgum Bkipbrotsmönnum landi vor Magnús Einarsson kaupmaður, áður á Seyðis- firði. Hann á eitthvert vænsta og snotrasta húsið í þórshöfn, í Brisna- götu, og er talínn maður allvel fjáður; hefir gengið þar vel upp. Hann var úrsmiður áður og stundar þá iðn enn. Hann er Skaftfellingur að uppruna. Hann bilaði í fætí ungur af ofreynslu, og tók þá fyrir að reyna að framast, úr því að hann varð svona bagaður til líkamlegrar vinnu, kom sér til Khafnar og nam þar iðn sína, og hafði sig áfram með óvenju mikilli elju og atorku. Hann er og mesti greindar- maður. Hann er kvæntur konu hér af Akranesi, Kristjönu frá Lambhús- um. Klúbb bæjarins hafði stjórn hans opinn mestallan daginn vor vegna, geBtanna, til blaðalesturs og bóka, ef vildum. Ella að eins á kvöldin. Boðn- ir vorum vér og flestir í dansveizlu þar eitt kveldið. B. J. Svo drúplr nú Japan, sem dauður vœrl sjálfur keisarinn f>ann veg hefði mátt að orði kveða fyr- ir mörgum árum, er Nikulás Rússakéisari, sem nú er, var á ferð austur i Japan og honum 14 við bana þar af völdum þar- lends glæpamanns. Hann var þá keisara- efni; faðir hans, Alexander III., var þá enn álifi (f 1894). Honum var veitt hættulegt hanatilræði, keisaraefninu. I>að var þarlendur lög- regludáti, sem lagði til hans saxi, í höfuð- ið, og mundi það hafa • orðið hans bani, ef frændi hans og förunautur, Georg kon- ungsson frá Grikklandi, hefði ekki borið af honum höggið með karlmensku sinni og snarræði. Georg er mikill maður vexti og sterkur. Ilann er nu jarl á Krit og hefir verið mörg ár. f>á var vinfengi mikið með þeim keis- nrunum, Rússa og Japana, og féll Japans- keisara þetta tilræði þyngra en frá megi segja. En þegar keisaranum her harmur að höndum, þá drúpir öll þjóðin. Hætt er þegar öllum skemtunum. Borgalýðurinn, sem er að jafnaði glaður og fjörugur, gengur hljóður og hnipinn um strætin eða heldur sig inni. Allir vildu fegnir hæta fyrir niðingsverk það, er unnið hafði verið á hinum tigna gesti keisarans. Þeir sendu honum gjafir, hina mestu kjörgripi, er þeir áttu til i eigu sinni, snauðir menn og auðugir, voldugir og vesalir. Enn fremur hárust honum sendi- hréf og símrit úr öllum áttum, að votta honum samhrygð sina, — honum eða föður hans, keisaranum í Péturshorg. Til mín kom gamall kaupmaður, er eg hafði kynst, segir sá er þetta hermir, og hað mig að semja fyrir sig simrit á frönsku, er hann ætlaði að senda Rússakeisara, föð- ur keisaraefnisins. Eg vildi feginn gera það, en sagði hon- um eins og var, að eg væri alveg óvanur að rita i"fr-hátignum höfðingjum og treysti mér ekki til að koma svo orðum fyrir mig, sem hans hátign hæfði. Ekki kvað hann það saka; við sendum simritið sendiherra Japans í Péturshorg, og bann lagar á þvi húninginn, mælti hann. Eg spurði hann, hvort hann hefði nokkra hugmynd um, hvað slikt símrit, mundi kosta. Það vissi hann hér um hil. Það voru á annað hundrað yen eða kring um 200 kr. (1 yen = 1 kr. 86 a.) Þeir höfðu það öðru vísi, nokkrir gaml- ir óhreyttir hermenn japanskir, riddarar (samurai). Þeir sendu embættismanni þeim hávirðulegum, er hafði verið falið að gæta þess, að keisarasyni væri enginn óskundi gerður, hiturt sverð, og hréf með, þar sem skorað var á hann að láta nú sjá hug- rekki sína og hugarraun út af þessum hryggilega athurði, með þeim hætti, er góðum s a m u r a i sómdi, og heita við sjálfan sig harakiri tafarlaust, þ. e. ráða sér hana með því að rista á sér kvið- inn á hol. Tvenn er leiðin að þvi, að afplána glæpi og óhöpp, eða blíðka goðin. Önnur er sú, að greiða féhætur, en hin að inna af hendi einhverja friðþægingar- fórn, og þá helzt að fórna sjáifum sér. Einhversstaðar norður í Kanagawa var ung stúlka, vinnukona, er hét Yuko. Það segja menu að þýði valkyrja eða herdis. Hún var allra manna þyngst harmi lostin, allra þeirra 40 miljóna, er míka- dóinn (keisarinn) átti þá yfir að ráða. Hana sárlangaði til að leggja eitthvað i sölurnar. En hún átti ekkert til, nema lítilræði í sparisjóði, er hún hofði dregið saman af kaupi sinu. Hún neytti hvorki svefns né matar. »Hvað á eg að gefa til þess að létta harmi hins háa?«, þ. e. míkadóisns eða keisarans, Japanskeisara. Svona spyr hún i vökn eða svefni. Henni er svarrð af hljóði: »Sjálfa þigl« Það voru sálir framliðinna forfeðra hennar, er þetta mæltu. »En get eg það?« spyr hún forviða »Þú átt enga ættingja á lifi«, er aftur svarað, »og þú hefir engan að fórna fyrir. Yer því fórn vor. Að leggja lif sitt í sölurnar fyrir hinn háa, — það er hin mesta sæla«. »Og hvar 4 eg að geraþað?« spyr hún. »í Saikyo«, var henni svarað jafnhljótt og áður. Hún ris úr rekkju i afturelding oghneig-’ ir sig fyrir sólinni. Hún vinnur morgun- verkin sín og biður síðan leyfis að hregða sér út. Hún fær það. Hún fer í spari- fötin sín, lætur 4 sig ljómandi fallegt helti, sem hún átti, og setur upp drifhvita skó. Prúðhúin þarf hún að vera, er hún lætur lifið fyrir hinn háa, fyrir drottin Japans- manna. Síðan heldur hún suður í Saikyo. Hún sér landið liða fram hjá járnhrant- argluggunum, fjöllin hlá i fjarska og með vormorgunsmóðu yfir. Hún er komin til Saikyo um dagmál. Hún fær sér þar verustað og finnur konu, sem hafði sér að atvinnu, að koma fyrir hári 4 kvenfólki. Hnn fær henni ofurlít- inn rakhníf og hiður hana að brýna hann vel fyrir sig. Hún lítur i nýjasta höfuð- staðarfréttablað. Svipurinn er hliður og sakleysislegur, eins og á harni. En hann verður dapur, er hún les um það, hve keisarinn (Japanskeisari) sé enn harm- þrunginn. Uún tekur við hnifnum vel hrýndum og snýr aftur þangað, sem hún hafði komið sér fyrir. Þar skrifar hún tvö bréf, og er annað kveðja til bróður hennar, en hitt hæn til hinna hávirðuiegu emhættismanna í horg keisarans um að skora á hans hátign að sefa harm sinn, er hann sjái nú, að fórnað hafi verið að ó- tilkvöddu ungu lífi, þótt ómerkilegt sé, til friðþægingar fyrir óhæfu þá, er hafi fram- ið verið. Hún komst inn um hliðið á keisarahöll- inni, svo litið bar á. Hún féll þar á kné i einu garðshorninu og baðst fyrir. Þar fanst hún skömmu síðar örend. Hún hafði sálgað sér með rakhnifnum. Við hliðina á henni lágu hréfin hæði og ofurlitil pen- ingapyngja ómerkileg. Sagan um þetta flýgur á vængjum raf- magnsins til 100 borga. Stórblöðin i höf- uðborginni segja frá því. Ug himinsonurinn (þ. e. keisarinn) les það og sér og skiiur, hve þjóðin hans ann honum heitt. Og hann lætur náðugast af sér létta liinum þunga harmi. Ráðherrarnir heyra einnig söguna. Og þeir hvislast á við hásætisskörina: »Alt er breytingum undirorpið, nema hjarta þjóðarinnar; það hreytist aldrei!« Hvað er miljarð? Miljarð er sama sem það sem kallað var áður vanalega biljón. Það eru 1000 miljónir. Ritað í tölum eingöngu: 1,000,000,000. Orðið er auðtalað og auðritað. En hitt er annað mál, hve margir muni gera sér glögga og áþreifanlega hugmynd um, hver kynstur það eru, hver ógrynni fjár slikt er i peningum t. a. m. Vér skulnm hugsa oss þá fúlgu í tómum tvítug-krýningum, þ. e. 20 króna gullpen- ingum dönskum. Tæp 9 grömm eða nokkuð minna en 2 kvint vegur slíkur peningur. Eitt þúsund kr. í þeim gullpeningum verður þá nærri 90 kvint, tíu þúsund kr. 9 pd., hundrað þús. kr. 90 pd. og 1 milj. kr. 900 pd., sama sem rúmar 1) vættir eða hátt upp i 3 skpd. Ein miljón kr. í dönskum gullpeningum (20 kr.) verður því nóg á 6 hesta með 71/, fjórðungs böggum. En 1 miljarð? Það verða 900,000 pd., sama sem 2,812'/j vætlir, eða nóg á 6000 hesta með 7l/2 fjórð- ungs böggum Hugsum vér oss þessa 6000 áhurðarhesta i einnilest, og ætlum hverjum hesti 3'/a alin, þá yrði sú lest hátt upp i tvær milnr á lengd, eða likt og héðan frá Reykjavík upp að Lækjarbotnum. Það væri eiguleg lest, klyfjuð tómu gulli. Ætti að flytja sömu íúlgu á skipum, mundi þurfa til þess 5 af vænstu fiskiþil- skipum vorum, 90 smálesta hvert. Þetta var nú þyngdin á 1 miljarð í gulli. En nú skulum vér hugsa oss gullpening- um raðað hvorum við annan fiötum i eina lengju. Hver 20 kr. gullpeningur er 23 milli- metrar að þvermáli. Þá verða úr 2000 kr. i sömu gullpen- ingum 2300 millimetrar eða um 2*/„ m. lengja; úr 20,000 verða 23'/s m. og úr 200,000 kr. 233*/s m., en úr 1 miljón 1 röst og 1661/-! m., sama sem um 620 faðma. Hvað langt verður þá úr einum miljarð í 20 kr. gullpeningum? Hér um hil 15 > míiur danskar eða meir 31 þingmannaleið. Það er miklu meira en landið alt (ísland) af enda og á tvisvar sinnum, en nærri 4 sinnum eins og landið er þvert, hreiddin á því Hugsum oss tvítugkrýningunum ekki rað- að í lengju, heldur hlaðið upp í stöpul. Hvað yrði sá hár, úr 50 miljón pening- um, sem fara í 1 miljarð? Hver tvitugkrýningur er 11/3 mm. á þykt. Þá er dæmið auðreiknað. Það er l‘/s X 60 mllí- eöa um 67 milj. mm., sem er sama sem 67 rastir eða nærri 9 mílur danskar. Sú yrði hæöin á stöplinnm. Hann yrði likt og ef 36 Öræfajöklum væri dembt hverjum ofan á annan, eða þá 8 Everest-fjöll- um (Mount Everest er hæsta fjall á jörðu, 27,000 fet). Enn er að vita, hve lengi mundi vera ver- ið að t e 1 j a 1 miljarð í 20-kr.-peningum. Það eru 50 milj. peningar. Vér skulum þá ætla á, að 100 peninga megi telja á mínútunni eða 6C00 4 kl stund og 60,000 á dag, með 10 stunda vinnu. Það er sama sem 1 milj. 200 þús. kr. Þá færi til að telja 1 miljarð i gulli 833 dagar. Og séu taldir 300 dagar virk- ir á árinu, þá færi til að teija 1 miljarð í 20-kr.-peningum 2 ár og 39 vikur. Hermannaeftirlaun í Ameríku. Bandarikjastjórnin i Norður-Ameriku greiðir hermönnum sínum og skylduómög- um þeiria eftirlaun eða ellistyrk. Það er geyRÍfúlga, sem liklegt er, og þó með kynjum að því ieyti til, að styrkþegum gerir held- ur að fjölga en fækka, þvi lengra sem lið- ur frá því, er þeir hafa verið í herþjónustu og það jafnvel hvað langt sem það er. Svo er að minsta kosti um hermennina frá borgarastyrjöldinni miklu 1861—1866. Af þeim þáðu i fyrra um 730,000 eftirlauna- styrk og þar að auki um 267,U00 ekkjur og hörn slikra manna. Samtals nemur styrksfúlgan til þessa fólks alls rúmum 500 miljónum króna. En alls hafa verið goldn- ar í hermanna eftirlaunastyrk síðan borg- arastyrjöldina um 10,600 miljónir kr. — meira en lO'/j miljarð, það er hér um hil þrisvar sinnum annað eins og herkostnaðarfúlgan annálaða, er Þjóðverjar lögðn á Frakka eftir ófriðinn 1870—71, eða Búaófriðurinn kost- aði Breta (250 miljónir pd. sterl.). Miklum býsnum sætir það, hve lifseigir hernaðar-eftirlaunamenn eru i Bandaríkjun- um. Til dæmis að taka eru enn greidd þar 5 mönnum eftirlaun frá frelsisstyrjöldinni við Breta, sem lauk 1783 eða fyrir 120 árum. Ennfremur 116 eftirlaun frá ófriðnum við Breta 1812. Og 4736 eftirlaun frá ófriði við Indíana, sem lauk fyrir 60 árum, og 13,874 eftirlaun frá ófriðnum við Mexico 1846. Loks fá 18,400 hermenn frá ófriðnum við Spán- verja 1899 eftirlaunastyrk, auk 6600 ekkna eftir þá, sem féllu þá. Og þó eiga að lögum þeir einir tilkall til hernaðar eftirlaunastyrks, sem ekki geta haft oían af fyrir sér annars vegar. Auk þessa rúml. 10’/a miljarðs kr., sem Bandarikjamenn hafa goldið í eftirlaunastyrk frá ófriðnum 1861—1865 og fyr er getið, hafa farið 3-l5 miljónir í emhætlislaun handa þeim, er hafa haft á hendi stjórn og út- hlutan eftirlaunafjárins. — Eins og það er talið liðka fyrir endur- kosningu, ef þingmaður kemur með eitt- hvað í vasanum handa kjördæminu í fjár- lögunum, eins þykir staðreynt þar i Ame- riku, að þingmenn fái þvi liðugra kjörfylgi, sem þeim tekst að hafa út meiri hermanna- eftirlaunastyrkinn I kjördæmið. Tíðarfar. Hér er nú rosatið. En frostlaus alveg. Bezta hláka i dag. Herskip Hekla var væntanlegt þessa daga, en er ókomið enn. Mannslát. Fyrir fám dögum’ (21. þ. m.) andaðist að heimili sínu Meðalfelli { Kjós ungfrú Þorbjörg Jakobsdóttir, 30 ára að aldri, dóttir síra Jabobs sál. Gruðmnnds- sonar á Sauðafelli, Hún var nokkur ár i Ameriku og komjþaðan með hrjósttæringu, sem þjáði hana 3 siðustu árin. Hún yar efnileg stúika, stilt og vel mentuð. Messað verður í Frikirkjunni 4 morg- un, á vanalegum tima. Síðdegisguðsþjónusta i dómkirkj- unni á morgun (J. H.).

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.