Ísafold - 30.03.1904, Page 1

Ísafold - 30.03.1904, Page 1
Xemur út ýinist einn sinni eða tvisv. i vikn. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/, doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til ntgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austxirstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík miðvikudaginn 30. marz 1904 17. blað. i. 0. 0. F. 854l8‘/2. I. E. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á bverjum mán. kl. 11—1 í spitalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld ll —12. Frilœkning á gamla spitalanum (lækna- ekólanum) á þriðiudögum og föstudögum kl. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. ..Almennir fnndir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8*/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 8 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10*/2—12 og 4—6. Land.sbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið bvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud, og ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypisiPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Illa notuð auðæfi Mór til eldsneytis Héraðslæknir Guðm. Björnsson rit- aði í haust í þetta blað fyrirtaks hug- vekju um það mál, um að mórinn æ 11 i að verða og g æ t i orðið lands- ins aðal eldsneyti, eða eina eldsneyti, í stað kola og taðs. Mómýrarnar hér á landi hafa að geyma, kvað hann, nóg eldsneyti handa allri þjóðinni í þúsund ár, eða jafnvel miklu meira en það. Hann skoraði á landsmenn að hætta að brenna fegursta skrúði jarðarinnar, skóginum og kjarrinu, hætta að brenna áburðinum, sem er undirstaða jarð- ræktarinnar, en nota móinn, það elds- neyti, sem alstaðar er til og orðið getur bæði gott og ódýrt, ef rétt er með farið. Hann leiddi loks rök að því, að þó að kolin hefði fram undir það helm- ingi meira hitamagn en mór, þá væri verðmunurinn þar í milli svo mikill, að helmingi ódýrara yrði að brenna mó en kolum. Og mó mætti nota fyrirstöðulaust í ofna, í eldavólar, und- ir gufuvólar, í járnbrautar-eimreiðir, o. s. frv., til hvers sem vera skal, nóma i gufuskip vegna fyrirferðarinn- ar; mórinn er sem sé 3—4 sinnum fyrirferðarmeiri en jafngildi hans af kolum, og því þurfa eldhólf f móofnum o. s. frv. að vera stærri en í kolaofn- um; en svo hefir mórinn hins vegar þann kost, að eldfærin endast betur, brenna ekki eins fljótt sundur. Bn vinna þarf öðruvísi að mónum en hér tíðkast, ef koma skal að fullu haldi. Hafa aðra aðferð til að stinga hann upp, helzt vélar-afl. Hnoða hann síðan, með gufuvél, til þess að hann verði allur jafn að gæðum, þorni fljót- ara og molni síður. Og loks hafa hentugri aðferð og áhöld til að þurka hann. J>etta er farið að gera erlendis. Mesta kapp lagt á nú orðið hér á NorðurlÖndum að bæta svo meðferð á mónum og öll vinnubrögð að henni, að hann komi í stað kola til alls elds- neytis á landi. Síðan hr. G. B. ritaði þessa ágætu grein, hefir hann: 1., skrifað hr. cand. polyt. Ásgeiri Torfasyni í Khöfn og skorað á hann, að taka að sér að rannsaka móinn íslenzka og gerast siðan forstöðumað- ur nauðsynlegra framkvæmda til um- bótar meðferðinni á mónum og almennri hagnýting hans til eldsneytis. Hr. Á. T. hefir tekið vel í þetta, en kveðst ekki geta gefið ákveðið svar fyr en síðar. 2. þ>ar næst hefir hr. G. B. gerst félag8maður í hinni dönsku »Mose- industriforening», til þess að geta kvabbað á það félag um ýmsar skýrsl- ur og fræðslu, er að þessu máli lýtur. Hann sendi í vetur aðalframkvæmd- armanni félagsins, Rahbek riddarahöf- uðsmanni, nokkur sýnishorn af mó héðan, til athugunar og rannsókna, með þeim árangri, er síðar segir. 3. Loks hefir hr. G. B. gert ráð- stafanir til þess, að hór verði í sum- ar og eftirleiðis hafðir á boðstólum móofnar og eldavélar fyrir mó. Hr. G. B. hafði fengið cand. pharm. Bahbek hér í bænum til þess að ná sér í sýnishorn af mó hér í kringum Reykjavík, á 5 stöðum: 1) í Rauðar ármýri, 2) við Arnarneslæk, 3) við Fossvogslæk, 4) úti á Melum og 5) í Rauðarárholti. f>etta var sent fyr- nefndum Rahbek í Sparkær á Jót landi. |>á hafði í annan stað stjórn Lands- búnaðarfélagsins látið taka 3 sýnis- horri úr Kringlumýri, misdjúpt, og Bendi hr. Ásgeir Torfasyni. Nákvæm skýrsla um rannsóknir á þessu öllu saman frá ýmsu sjónarmiði er í fyrsta hefti fyrnefnds Mómýra- félags Dana (Meddelelse Nr. 1 fra Moseindustri-Foreningen, Januar 1904). f>ar segir höf., hr. Rahbek í Spar- kær, að verulega góður sé mórinn ekki á neinum fyrnefndum stað, eftir því sem marka má af þessum sýnishorn- Um. f>að só ekki kallaður beztu teg- undar mór eða fyrsta flokks, ef hann hafi minna en 4000 hitaeiningar gagn- legs eldsneytis. Bn f bezta mónum héðan, úr einum stað í Kringlumýri, reyndist vera ekki nema 3155 slíkar einingar; þar næst 2925, einnig það- an. Lakaitur var mórinn úr Rauðar- árholti, ekki nema 1174. Lakast segir hann sé það, hve mik- ið sé af ösku í mónum, frá 24—61 af hndr.; en þar, í Danmörku, þyki ekki mór boðleg verzlunarvara, ef meira sé í honum af ösku en 15%. Til heim- ilisþarfa sé þó notaður á Jótlandi mór með 50% ösku í. Og hitt sé ekkert efamál, að þar sem kaupa verði ella eldsneyti að dýrum dómum, eða hafa verði f eldinn eitthvað það, er miklu arðsamara sé að nota til annars, þar sé svona mór, sem send hafi verið af sýnÍ8horn til Danmerkur, ekki ein- ungis vel notandi til eldsneytis, held- ur beinlínis mikilsvirði að hafa hann. Hr. Ásgeir Torfason gizkar á, að hin mikla aska í íslenzka mónum muni vera eldfjallaaska. |>ar næst talar höf. um, hvernig móofnar eigi að vera lagaðir, og segir loks fyrir um, hvernig bezt sé að hafa sýnishorn af mó, ef sér verði send þau fleiri: öll jafnstór, svo sem 1 pottur (liter); hvert sýnishorn sé vegið, þegar það er tekið; hvert sýn- ishorn skuli búa um í 3—4 lögum af pappír og rita utan á nr., dýpt og þyngd; og raða öllum sýnishornum þétt niður f trékassa. Merkja skal með blýant, en greinilega, og senda í bréfi með skrá yfir sýnishornin með því sem á þau er ritað. Hér er áþreifanlega um stórmikið framfaramál að tefla, er gefa skyldi hinn mesta gaum. Af ófriðinum. Engin stórtfðindi frá því er síðast spurðist, 8. þ. m. Japanar haldið áfram atsókninni að Port Arthur, og eins hinu, að koma her á land í Kóreu og feta sig þar norður eftir til móts við Rússa, sem komnir voru snemma í þ. m. suður yfir Yaluelfi, landamerkjaána milli Kóreu og Mandsjúriu. Bn fundum þeirra ekki borið saman þar enn, svo sannspurst hafi. Sjóorusta varð við Port Arthur að- faranótt 11. þ. m. Rússar biðu lægra hlut að vanda og hörfuðu umlan inn á höfnina. Japanar söktu fyrir þeim einu skipi, vænni tundurskeið. Lézt meiri hluti skipshafnar; nokkrum björg- uðu Japanar. Eitt skip Japana lest- ist. Morguninn eftir tóku Japauar til að skjóta á bæinn sjálfan, Port Arthur. J>ar urðu allmiklar skemdir. Hús hrundu eða brunnu til kaldra kola og mannfall varð nokkurt. |>að var tal- að fyrst, að Rússar hefðu haft sig á brott úr borginni eftir þessa skothríð. En ekki mun neitt hæft í því. Svo er sagt, að 3 gufuskip norsk væri stödd í Port Arthur um þessar mundir, Brand, Argo og Sejerstad. |>au komu nokkuru síðar suður í Shanghai. Áður en þau lögðu á stað, hafði aðmíráll Rússa í Port Arthur stefnt skipstjórunum á sinn fund og látið þá vinna þess eið, að segja eng- um manni frá þvf, er þar hafði gerst og þeir verið sjónarvottar að. En há setarnir voru engum svarlögum bundn- ir. f>eir sögðu svo frá, að Argo hefði legið rétt við hliðina á Retwisan, or- ustudrekanum mikla, er laskaðist í fyrstu atlögu Japana, aðfaranótt 9. febr., en kvað nú vera búið að gera við, og hefði japönsk sprengikúla lent á þilfarinu á Retwisan og orðið 19 raanna að bana, liðsforingjum og ó- breyttum liðsmönnum. Onnur sprengi- kúla lenti í þvögu áhorfenda á landi og banaði 25. Rússnesk brynsnekkja, er lá nærri Retwisan, fekk skot í sjó- máls stað og þar féllu átta tfigir manns. f>að er Rússum mikill hnekkir, að Japanar hafa sópað þeim alveg burt frá ströndum Kóreu, svo að þeir geta enga fyrirstöðu veitt landgöngu þar af Japana hálfu. Vita menn ógjörla, hve fjölmennur her Japana er orðinn þar. Sumir segja 150 þús. Tungúsar hafa gert uppreisn í Mandsjúríu og koma Rússum þar í opna skjöldu. f>eir eru sagðir 20—30 þúsundir þar með vopnum. Kfnverjar hafa liðsafnað norður við landamæri Mandsjúríu og kalla það gert til landvarnar. En Rússum þykir það ískyggilegt og gruna þá um bandalag við Japana. Rússar eru þó hvergi hræddir hjörs í þrá. Yfirhershöfðingi þeirra hinn nýi, Kuropatkin hermálaráðherra, er áður var, lagði á stað austur frá Pét- ursborg 11. þ. m. Keisarinn hét á hann, að létta eigi sinni ferð fyr en í Tokio og láta gunnfána Rússa blakta þar yfir keisarahöllinni (Japanskeisara). Haft var eftir Kuropatkin, að hann ætl- aði sér að vera búinn að koma Japönum fyrir kattarnef áður en liðinn væri júlímánuður; hann mundi ganga fyrst milli bols og höfuðs á þeim í Mand- sjúnu og taka sér því næst skemti- göngu um eyjarnar heima hjá þeim, áður en friður yrði saminn í Tokio. — Ekki vantar gorgeirinn ! Japanar hafa sett Ito markgreifa til landsstjórnar yfir Kóreu. Hann er talinn þeirra mestur stjórnskörungur. Hann er höfundur að stjórnarskrá þeirra. f>að er til marks um áhuga lands- lýðsins í Japan á ófriðinum og brenn- audi þjóðrækni, að 450 miljón yen hef- ir safnast í frjálsum gjöfum til þess að standa straum af hernaðinum. f>að eru um 840 miljónir (1 yen = l kr. 86 a.). Fréttir þessar ná til 18. þ. mán. Ráðherrann var væntanlegur heim aftur hingað frá Khöfn núna heldur fyrir mánaða- mótiu en eftir, með Thore-félagsskip- inu, þessu sem koma á í stað Scot- lands. En það gat enga farþega tek- ið, og ætlaði ráðherrann því að taka sér far með Skálholti, sem leggur á stað á morgun frá Khöfn. f>essa er hér getið til þess, að eng- inn 8kuli undrast um hann eða fara að ímynda sér, að hann hafi orðið uppnuminn. f>að er alt annað um sendihréf, þó að þ a u geti orðið það, alveg upp úr þurru, og farið loftförum gegnum geim- inn. Slíks gerast dæmi um þau, svo sem kunnugt er, ef einhverjum kemur mið- lungi vel, að þau berist alla leið, í heudur réttum viðtakanda,— að þau fá sviplega í sig kast á einhverjum á- fangastaðnum, eins konar afturkast, og þjóta sjónhending loft og Jög til sama lands aftur, svona af sjálfum sér, eðaþáeinhverjum fitonsanda-krafti,

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.