Ísafold - 30.03.1904, Side 2

Ísafold - 30.03.1904, Side 2
66 þó að engin manns-hönd snerti við þeim. Hugsanir bænda um einstök atriði alþingismála 1903 Eftir Vigfús Guðmundsson. Fjárlaganefnd og vegamál Dálítill kuldahrollur fór um oss Sunnlendinga, er vér fréttum, að í fjár- laganefnd neðri deildar væru kosnir Norðlendingar einir að ætt, og flestir að búaetu, Vér bjuggumst við nokkr- um hnekkj f vegavexti vorum. Eng- um, sem án hlutdrægni lítur á tillögur nefndarinnar og fjárveitingar síðastá alþingis til samgöngubóta, getur bland- ast hugur um það, að vér vorum ekki óskabörnin í þettasinn. Sunnlending- ar hafa nú líka lengi verið óskabörn- in, mun verða svarað, eins og oft hef- ir heyrst. En er gott að sanna þetta? Ekki veit eg til að það hafi verið gert á fullnægjandi hátt hingað til, enda er ekki auðvelt að gera það. Til þess þarf nákvæman samanburð á fjárveit- ingum, mannfjölda, vegalengdum og erfiðleikum o. fl., yfir öll árin, síðan þingi fekk fjárveitingarvald. Að telja ekkert eða taka með í reikninginn nema krónur þær, sem gengið hafa til vega og brúa, er stórkostleg hlut- drægni. þrátt fyrir hina miklu og góðu vegi og ágætu brýr, sem vér höfum sann- arlega ástæðu til að vera mjög þakk- látir fyrir, eiga margar sveitir i þess- um 2 sýslum, Árness- og Rangárv., yfir óbrúuð vatnsföll að sækja, og x/2—ll/2 dagleið yfir lélega vegi og veg- leysur, til að geta komist á landssjóðs- veginn. Og loks, þegar á vegina kem- ur, eru þó eftir l/2—2 dagleiðir til verzl- unarstaðanna, eftir lífsnauðsynjum manna. Ovíða á landinn mun nú orðið lengra fyrir einstaka bændur að ná til verzlunarstaða eða samgangna á sjó en nú er fvrir heilar sveitir að ná til veganna hér um slóðir. Hér í yztu sveitunum eru því að vonum vegamálin ineiri áhugamál hjá almenn- ingi en nokkur mál önnur, og héraðs- búar hafa lagt á sig og á þá hafa líka verið lögð svo þung gjöld til vega og brúa, að ekki er fært við það að bæta í beinum sköttum. Aftur mund- um vér ekki telja eftir oss tolla á munaðar og óþarfavöru, ef þá yrði meira ágengt. Hvað bætti nú þingið í sumar úr vegleysunum hér um slóðir? Ekkert? Jú, líkt fór það með oss og smá börn, sem væru að biðja um brauð. I stað brauðs rak það upp í oss rúsínu, svo vér skyldum þegja. Rúsínan er falleg, þegar hún kemur á pappírinn, 6000 kr., en þó Hklega ekki meir en l/s af því fé, sem þarf til að brúa eina sprænu. Líklegt er að þinginu hafi verið Ijósfc, að vér mund- um ekki geta melt þessa rúsínu. Eða er það ekki eins dæmi í sögu alþing- is, að hérað —, sem pínt er undir vegabyrði, — eigi að leggja fram 2/g móti landssjóði til brúagerða. Lít- ilþægir þykja oss þingmenn vorir, að geta þegið slíkt. Viðhald vega. Ejárlaganefnd neðri deildar vildi koma viðhaldi allra flutningabrauta, er í sveitum liggja, á sýeluvegasjóðina. Hefði þetca óefað náð samþykki deild- arinnar, ef 3 af þingmönnum hérað- anna (allir nema ldsh. M. St.), sem aðalbrautirnar liggja um, hefðu ekki barist drengilega móti þessu og fært málið í nokkuð aðgengilegra horf, eft- ir því sem þeir máttu við koma fyrir ofurefli nefndarinnar og annarra þdm. Efri deild tók svo við og feldi frumv. Mega bændur vera henni þakklátir fyrir velvildarhuginn til þeirra. Slíkt hrós verður þó alt of sjaldan sagtum þessa háttv. deild, fram yfir hina. Hvað er þá athugavert við þetta mál? Margt og mikið, sem háttv. andmælendur hafa tekið fram og lesa má í alþ.tíð., svo ekki er þörf að end- urtaka það alt hér. Að eins vildi eg bæta því við um Árnessýslu, að allar tekjur sýsluvegasjóðsins 1902 voru kr. 1672,17. Af þessum tekjum greiðast landssjóði 720 kr. í vexti og afborgun af lánum til vega á mestu ófærum. Afgangurinn, kr. 952.17,verð- ur að skiftast milli 15 hreppa, sem flestir eru víðlendir og vegþurfandi, og meir en helmingur þeirra alveg veg- laus á sýeluvegum. Kr. 63.48 eiga þá að fullnægja öllum kröfum til sam- göngubóta á sýsluvegum hvers hrepps til jafnaðar, en fer náttúrlega til að- gjörða á verstu ófærum, sem fljótt verða aftur jafn ófærar, sökum þess, hve féð er lítið og verður að dreifast víða. Ekkert nýtt er hægt að gera teljandi, hve mikið sem við liggur. Nú fækkar stöðugt verkfærum karl- mönnum, svo tekjurnar minka — um 87,50 kr. tvö árin næstu á undan. Hvernig á nú sjóður þessi að bæta við sig viðhaldi á 6 mílna löngum akbrautum? og hve mikið fé þarf til þess? Talið er, að það hafi venð 1000 kr. á hverja rnílu síðustu árin, og væri eftir því alt 6000 kr. á ári. En fjárlaganefndin telur óhætt að færa það niður í 600—700 kr. á mílu, eða alls 3600—4200 kr. á ári. Jafnvel þótt ekki væri nema helmingur af þessu fé, eins og marðist af gegnum neðri deild, hvar á að taka það? Tvö róð eru til þess, segja þeir, sem skáka því af sér á aðra, og eins þeir, sem eru viss- ir að geta ekki komist í »mát«. 1. Veita heimild til að hækka sýslu- vegagjaldið alt að 3 kr. á verkfæra menn — sem efri deild lækkaði þó í kr. 2,25 — og sjá bændur líklega ekki mikið eftir því. Nægði þó eígi minna en þreföld til fimföld hækkun á nú- veraudi vegagjaldi bænda, til að geta að eins haldið við flutningabrautum að öllu leyti. 2. Taka féð úr sýslusjóðum. Er þá fjárhagur sýslusjóðanna hér betri en landssjóðs? Beinar tekjur sýslusjóðs Árnessýslu voru árið 1902 um 5096 kr. þar af ganga kr. 632.73 tíl Ölfus- árbrúar, 1000 kr. til aðgerða á lend- ing við Stokkseyri og þorlákshöfn, kr. 2089.24 í jafuaðarsjóð og 1135 kr. í laun yfirsetukvenna (sem eftir megin- reglu launalaganna, eftir afskiftum þingsins af launahæðinni o. fl. sanngjörnum ástæðum ættu að greið- ast af landssjóði), og önnur útgjöld aukast svo mjög, að leyfi hefir þurft til að mega jafna niður svo miklum gjöldum á bændur og héraðsbúa. Hér þyrfti því næstum að tvöfalda gjalda- byrði bænda til sýslusjóðs, ef alt við- hald akbrautanna bættist við. Plestir bændur eiga nú full-erfitt með að losna við beinu skattana, er ávalt fjölga og ávalt aukast til ýmissa þarfa og óþarfa, þó ekki væru sumir tvöfaldaðir alt í einu. Ef þingið tekur þessa stefnu, sem fram kom í sumar, að bæta miklu við beina skatta og skuldagildru bænda, þá er auðsæ afleiðingin : Bændur •losna upp« og jarðirnar verða mann- lausar (með járnteina-ábúendum, heyrð- ist mér einhver segja), Oss furðar á því, að foringinn mikli og frjálslyndir bændur, er s/nt hafa áhuga á landbúnaðinum og einlæga velvild til bænda, skuli vera fylgjandi þessari stefnu. Hugsun þeirra getur þó ekki verið sú, að kyrkja landbún- aðinn í hjarta landsins. Nei, bara jöfnuður, segja þeir. Er það þá jöfn- uður, þegar aðrar sýslur landsins fá mikið af sínum brýnustu vörum og mannflutningum heim til sín á kostn- að landssjóðs, og flestar á fleiri staði en einn, að þær sýslur, sem verða að sækja alt slíkt yfir aðrar sýslur þver- ar og endilangar, þær eiga að gjalda meira en íbúarnir fá risið undir, bein- línis fyrir þaðog af því, sem áður var búið að gefa þeim skilyrðis- laust í jafnaðarskyni ? Vér viljum leggja hart á oss til að geta fengið nýja vegi, þar sem brýn- astar eru þarfirnar, bezt notin fyrir margar sveitir og Iífsskilyrði fyrir mörg rjómabú. En eigi ekki einungis að gera alla nýja viðbót ómögulega, held- ur líka eyðileggja þá vegi, sem komn- ir eru, þá er oss nauðugur einn kost- ur: að leita annarra ráða en búa undir slíkri afturhaldssemi og ókjör- um. Auðvelt er að auka tekjur landssjóðs svo lítið sjái á efnahag manna og létt komi niður á aðra en þá, er eyða eig- um sínum hvort sem er fyrir munað- arvöru og annan óþarfa, en tekjur sýslusjóðanna verða ekki auknar nema á gagnstæðan hátt; þeir níðast mest á hinum sparsömustu, níða og rýra eign þjóðarinnar, eins og flestir beinir skattar gera yfirleitt. þó þessi byrði, viðhald veganna, sé óbærileg fyrir einstöku sýsiur, er hún engan veginn óbæríleg fyrir landssjóð- inn. Gæti líka verið mikið minni en verið hefir með góðu eftirliti. Eftir- litið þarf að fela ákveðnum mönnum sem allra fyrst. Væri kostnaðarlítið t. d. fyrir brúarverði, að segja til hvar bilar, og engum er eins hægt að vita, hvað vegunum líður. þeir ættu einnig að sjá um aðgerð á smáskemd- um þ e g a r er þeirra verður vart, en láta aðgerðina ekki bíða þess, að enginn skepna komist yfir og tjónið margfaldist. Á þennan hátt vildum vér verja brúargæzlukostnaðinum til að létta stórlega undir með landssjóónura, held- ur en til að horfa stundum á brýrnar á daginn, þegar aðrir gætu eins vel séð brot, ef þau ættu sér stað og skemdu brýrnar minstu ögn, og segja mundu menn til þeirra, ef sektir væru háar, er sjónarvottar nytu. þörf og skynsamleg brúargæzla er ein- ungis sú, að Iáta mannvirkjafræðing skoða brýrnar nákvæmlega einu sinni á ári eða oftar, ef þörf krefur, til að segja fyrir með málning og annað, er laga þarf. I fjármálastefnu alþingis virðast oss tvær meginreglur allóviðfeldin: a ð ausa rniklu af almannafé í einstaka menn, og a ð smeygja gjöldum af fjölmenni yfir á fámenni. það er þessi síðari hugsun, er vill koma viðhaldi landsveganna á héraða- sjóðina. Alveg sama hugsun væri það, sami »jöfnuður« og réttlæti, að koma viðhaldi sýsluveganna á sjóði hrepp- anna og hreppaveganna á einstaka bændur. Láta þá bændur eina kosta viðhald aðalhreppsvegarins, sem þurfa oftast að nota hann allan, eiga lengst og örðugast með alla aðdrætti. Ætli þessir bændur vildu ekki losa sig við tvent í einu: erfiðleikana og kostnaðinn, ef svona væri farið að? Borgar það sig fyrir hreppsbænd- ur, að létta litlum viðhaldskostnaði á fjölda þeirra með því móti að fækka bændum sveitarinnar, eyðileggja nokk- ur bú og nokkrar jarðir, oft blómleg bú og farsælar jarðir? þetta var að- alstefna neðri deildar í vegamálunum í sumar. Er hún rétt ? Er hún hyggileg ? Ýms tíðindi erlend Dreyfus málinu er nú það komið á- leiðis, eða endurskoðun dómsins frá 1899, að ógildingarrétturinn í París hefir fyrirskipað, að málið skuli upp tekið af nýju; og er talið víst, að þá verði hann loks alsýknaður. Uppreisnab-róstur á Spáni, í borg- inni Valladolid og víðar, helzt út úr útboði stjórnarinnar vegna ófriðarins austur frá. Af Pingi Dana helzt að frétta snarpa rimmu út af hýðingarfrumvarpi Alberti dómsmálaráðherra. Hann vilf láta beita þeirri hegningu við alræmda óþokka, er ráðast á saklausa menn með barsraíðum eða nauðga konum. En margir mæla þar fastlega f móti. Dómskipunarréttarbótin vonargrip- ur ennáþingi. Ilorfa margir í kostn- að, 2—3 miljónir, og eru andvígir kvið- dómum, en þeir eru eitt höfuðatriði í þeirri réttarbót, eftir 55 ára gömlu stjórnarBkrárfyrirheiti. Dáinn er í Khöfn Johan Otto- sen, fyrrum skólastjóri og þingmað- ur, afbragðs-kenslubókahöfundur í sagnfræði, hálffimtugur að aldri. William Harcourt, sá er lengi hafði forustu fyrir framsóknarflokkn- um á þÍDgi Breta og þykir verið hafa lengi einhver mestur þingskörungur þeirrar handar, annar en Gladstone, meðan hans naut við, hefir nú lýst því, að hann bjóði sig eigi til þings framar. Hann er og hniginn mjög á efra aldur. Hann var talinn einu sinni sjálfkjörinn eftirmaður Gladston- es í yfirráðherrasæti. þá hlaut Rose- bery þá tign og völd, maður reikull í ráði og lítt til slíks fær sökum van- skörungsskapar, sem og raun bar vitni. það var ættgöfgin, er hann hóf helzt til vegs og valda. f>að er andvígisliði stjórnarinnar mikill huekkir, að missa W. H. af þingi. þeir eiga sér engan hans jafnoka. Campbell-Bannerman, er forustu hefir nú fyrir framsóknar- mönnum, er enginn atkvæðamaður á við hinn. Eru þær líkar? II milj. króna arfur. Ung stúlka fátæk i borginni Oakland í Kalíforniu á von á 11 miljón krúna arfi, ef hún reynist að hlntdrægnislausum dómi lik móður sinni í sjón, þegar hún var ung; en hún er nú dauð fyrir löngu. Svo stendur á þessum arfi, að fyrir 40 árum kyntist móðir stúlkunnar þessarar ungum gullnema, sem leizt ákaflega vel á hana, en henni ekki á hann, með því hann var fátækur þá, og gekk hún siðan að eiga annan mann, er hét William Redford.. Þeirra dóttir er stúlkan, sem hér segir frá og heitir Agnes Redford. Móðir hennar dó 1892. Þá var hún 4 ára, og er nú 16. Gullneminn, sern fyr um getur, varð síð- an vellauðugur náma-eigandi og fiuttist norður í Kanada. Hann gerði erfðaskrá sina fyrir 2 árum og gerði þar hina ungu mey, Agnes Redford, að einka-erfingja sin- um. flann hafði aldrei séð haua, en hafði þann skildaga fyrir erfðarétti hennar, að hún væri lík móður sinni, þegar hún var ung. Hann fól vin sinum einum, er hafði verið gullnemi á yngri árum, einsoghann, og mundi vel eftir móður stúlkunnar, að sjá um að erfðaskránni væri komið ifram- kvæmd, og skyldi hann einnig skera úr, hvort þær mæðgur væri likar. Siðan deyr hann núna í vetur. Nú hafa verið gerðar fjölmargar ljós- myndir af stúlkunni og sendar norður til karlsins i Kanada, og er nú heðið eftir úr- skurði hans með óþreyju.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.