Ísafold


Ísafold - 09.04.1904, Qupperneq 1

Ísafold - 09.04.1904, Qupperneq 1
'Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/s doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Dppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sá til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. Keykjavík langardafcfinn 9. apríl Í904 XXXI. árg. Jfíuá/tadá jfíw’ufO/lMi lT 0. 0. F. 854l58‘/2. tpr* Tyisvar í næstu viku kemur ísafold, og svo áfram í vor og fram eftir sumri. Fyrra blaöið í næstu viku kemur út á m á n u - daginn (11. þ. m.). * Fólkstala á íslandi 1901. Nú er ioks fyrir skemstu fullgengið frá skyrslunum um fólksfjölda hérálandi 1. nóv. 1901 Það hefir gert landshags- sk/rsinaskrifstofan danska í Kaup- ma.nnahöfn, svo sem að undanförnu. — Það e r vitanlega mikið verk og seinlegt, að endurskoða þær allar, skýrslurnar frá þeim, er fólkið hafa taiið hór, prest- um og öðrum. leiðrétta synilegar villur •og laga þær skekkjur, sem iaga má, og fá þá samkvæmni í alt saman, sem liægt er. Mannfjöldi á öllu landinu fyrtéðan dag (lfu 190!) hefir að dómi áminstr- .ar skrifstofu verið nær 781/., þús., eða 78,470. Síðast, þegar talið var þar á undan, 1890, var landsfólkið 70,927. Það hefir því fjölgað 11 árin, sem iþar liðu í miili, um 7,543, eða hátt upp í 700 manns á ári. Það er ólíkt því sem gerðist áratug- inn þar næstan á undan, 1880—1890. Landsbúum fækkaði þá uml518eða ireklega 150 ári. Hér er annars yfirlitsbrot yfir matin- fjöldaun hér á vmsum fólkstalstímum öldina sem leið : 1800 ..................... 47,240 1840 ............... 57,094 1880 ..................... 72,445 1890 ............... 70,927 Engan áratug 19. aldar fækkaði fólki hór nema þennan eina, 1880—-1890. Því ollu mest óvenjumiklar vesturfar- ir, og því næst skæðar landfarsóttir, ekki sízt mislingarnir 1882; þá dóu hér 1300 manns um venju fram. (lizkað hefr verið á eða líkindarök leidd að því, að mannfækkun af sóttum hafi íiumið þau 10 ár 2000 manna um- fram meðaital fyrir og eftir. Sömuleið- is, að vesturfarir lia.fi numið þá hátt á 6. þúsund. IJað er með öðrum orðum, að ef það hefði hvorugt verið, þá mundi landsbú- ar hafa komist 10 árum fyr hér um bii upp í þessa tölu, er þeir höfðu í alda- motin. Þeir hefðu þá verið orðnir rúm 78 þús. árið 1890. Þá er að líta á tölurnar í syslunum, nú og þrívegis á öldinni sem leið, til samanburðar, að kaupstöðum og kaup- túnum meðtöldum, öðium en Reykjavík, með því að ekki var farið að greina hina kaupstaðina frá fyr en nú í síðustu skiftin. ár 1801 1840 1890 1 901 Skuftaf.sýsla 2450 3198 3205 3106 Vestm.eyjas. 173 354 565 607 Raugárvallas. 4030 4589 4770 4366 Árnessýsla 4625 5001 6313 6394 Gbr.s.ogKj.s. 3698 4490 6254 5343 Reykjavík 307 890 3886 6682 Borgarfj.s. 1877 2155 2562 2520 S.-amtið 17160 20677 27671 29018 M/rasýsla 1478 1695 1926 1721 Snæf.n.,Hds. 3535 3557 2770 3469 Dalas/sla 1592 1829 1914 2044 Barðastr.s. 2494 2382 2890 3410 ísafj.s.og kpst. 3895 3987 6036 7275 Strandasýsla 982 1215 1574 1812 V.-amtið 13976 14665 17110 19731 Húnavatnss. 2850 3809 3774 3891 Skagafjarðars . 3146 3938 4052 4445 Eyjafj.s.,kpst, , 3366 1092 5557 6747 Þingeyjars. 3119 4164 4909 5166 Norðurmúlas 1695 2993 3832 4426 Suðurmúlas. 1928 2756 4022 5046 N.ogA.-amtið 16104 21752 26146 29721 Alt landið 47240 57094 70927 78470 Þessi var 1901 íbúatala í kaupstöðum laudsins 4, að frátöldum útsóknum þeirra: lleykjavík ...................... 6682 ísafjörður....................... 1220 Akureyri ........................ 1370 Seyðisfjörður .................... 841 Það sést á þessu yfirliti, að þó að fjólgað hafi á öllu landinu samtals þessi 11 ár milli síðustu talniuga alls um 7x/2 þiis., þá hefir stórum fækkað yfirleitt í suðurhóruðum landsins ntan kaupstað- anna, og það ekki minna en um rúml lx/2 þús. Þar af koma rúm 900 á Gullbr. og Kjósarsýslu. Það er óefað mest verk botnvörpunganna ensku. Bátaveiðin hefir lagst niður að miklu leyti vegiía ófrið- arins, er af þeim hefir staðið; netaveið- m nærri því hætt í aldarlokin. En fólkið flykst til Reykjavfkur, eða þa vesturum hafsumt. Þettamikla stökk upp á við, sem Reykjavík tók á því tímabili, um hátt upp í 3000 manns, stafar mikið þaðan. Bátaveiöin snýst upp í þilskipa- veiöi. Þilskipin eru gerð út frá Reykja- vík. Þangað dregur því fólkiö sig. Þar næst hefir fækkað í Rangarvalla- sýsln um 400 manns og í Mýrasýslu um 200. Reykjavík hefir einnig dregið að sér margt roanna þaðan. Að Arnessysla hefir haidið sér á liku reki og áður, mun stafa af því helzt, að þar helir á fyrnefndu tímabili risið upp nýtt kaup- tún, og margir þú svalað kaupstaðar sækni /sinni með því að flytja sig þang- að heldur en suður yfir fja.ll. Bæjarstjórn ReykjavíUur. Frá verkfræðingafúlagi þvi i Exeter á Eng- landi, Willey et Co., sem er að hngsa um að koma hér upp bæjarvatnsveitn, hafði bæjarstjúrnin fengið snemma i f. mán. til- mæli nm ýmsar frekari skýringar nm það mál. Til að svara því voru kosnir á fundi 12. f. mán. með formanni þeir Guðm. Björn^son og Sig. Thoroddsen, og eftir uppá- stnngu fyrnefnds félags heitið 1800 kr. til rannsóknarkostnaðar. Þá var á fnndi 17. f. mán. samþykt til- boð frá 2 lóðareigendum norðnr af hinn fyrirhugaða Vonarstræti, þeim Indriða Ein- arssyni og Kristjáni Þorgrimssyni, nm að fylla upp á 3 ára fresti strætið fram und- an lóðum sinum, bænum að kostnaðarlausu, og það sem þar er í milli, gegn þvi að eignast það svæði. Til þess að segja álit sitt um áskor- un frá Jarðræktarfélagi Reykjavikur um girðing á Fossvogi til kúabeitar voru á sama fnndi kosnir þeir Jón Magnússon, Olafur Olafsson og Þórh. Bjarnarson. Veganefnd hafði lagt til, að tekið væri 2000 kr. lán til að lengja Hverfisgötu nið- ur að læk og austur að Laugaveg. Bæj- arstjórnin fól formanni sinum að leita heim- ildar landsstjórnarinnar til að leggja Hverf- isgiitu yfir Arnarhólstún, en fól veganefnd að rannsaka að öðru leyti, hvað bæjarsjóð mundi kosta lóðarnám undir alla götuna austur að Laugavegi. Skólanefnd falið að ráða þvi, hvort Haraldur Árnason o. fl. mætti nota leik- fimishús barnaskólans til leikfimisæfinga. Samþyktar voru á sama fundi þessar 3 brunabótavirðingar: húseign Kristjáns E. Ilanssonar við Frakkastig 3925 kr.; Tryggva Matthiassonar við Laugaveg 3„10; Gisla Gislasonar við Grettisgötn 2944. Þetta gerðist helzt á síðasta fundi, i fyrra dag: Til að vera i kjöri til sáttanefndar, í stað síra Eiríks Briem, er hefir fengið lausn frá þeim starfa, voru til nefndir: sira Þórb. lektor Bjarnarson, sira Jóhann Þor- kelsson dómkirkjuprestur, sira Jón Heiga- son prestaskólakennari, og Sighv. Bjarna- son bankabókari, Eftir tillögu nefndar í þvi máli var samþykt að setja járngirðing um Ansturvöll og t.aka til þess 2000 kr. lán. Söniu nefnd falin framkvæmdin. Erindi frá Kristjáni Þorgrímssyni bæjar- fulltrúa um að banna að fylla npp undir hússtæði i Tjörninni sunnan Vonarstrætis milli Bárubúðar og Iðnaðarmannahúss var visað til nefndar i málinu um ráðstöfun fyr- ir svæðinu, þar norðan Vonarstrætis. Einnig vísað til sömu nefndar skjali um að fylla upp i Tjörnina suður af húsi H. Kr. Frið- rikssonar beitins. Frumvarpi frá byggingarnefnd nm breyt- ing á byggingarsamþyktinni og viðauka við hana var visað til nefndar i þvi máli frá 15. apríl f. á. Fela skyldi óvilhöllum mönnum að meta lóð nndir framhald af Miðstræti að Bók- hlöðustig, er taka þarf af Hirti Hjartar- syni og Ragnheiði Gnðiohnsen; sömilleiðis lóð undir Tjarnargötu frá adjunkt Geir T. Zoéga. Barónsstig var samþykt að lengja upp að Grettisgötu; það verður að mestu unnið fyrir fé, er lóðareigendur þar leggja til. Landsstjórnin liafði veitt heimild til veg- arlagningar nm a rnarhólstún, beint fram- hald Hverfísgötu alla leið niður að læk, með því skilyrði, að vegurinn verði hafð- ur 24 álna breiður og gripbeld girðing sett fram með honum beggja vegna. Bæj- ar8tjórnin gekk að þvi. t Bæjarstjórn afsalaði sér forkaupsrétt að Elsumýrarbletti, er eigendurnir, Sighv. Bjarnason og Andrés Bjarnason, ætla að selja fyrir 6000 kr. Með því að Magnús Einarsson dýra- læknir, sem er einn í nefnd þeirri, er und- irbýr heilbrigðissamþykt fyrir bæinn, er og verður fjarverandi all-lengi, var kosinn í hans stað i þá nefnd Kristján Jónsson yfirdómari. Þessar 5 brunabótavirðingar voru stað- festar: Húseign Gnðjóns Sigurðssonar við Hafn- arstræti 69,395 kr.; Sveins Gíslasonar við Hverfisgötu 6,763; GuÖmundir Brynjólfs- sonar við Grettisg. 5,888; Jóns Bjarnar- sonar við Hverfisgötu 3,533; Skúla Jóns- sonar við Grettisg. 3,154. Um ónotaðar útmœldar lóðir gerði bæjarstjórnin svofclda samþykt á síðasta fundi: 19. Mað. Allar lóðir, sem ekki eru nýttar 31. des. þ. á., en hafa þá verið útmældar fyrir 2 árum eða meir, skulu þá falla aftur til bæjarins; og þar eftir falla allar lóðarút- mælingar úr gildi jafnskjótt sem þær eru orðnar 2 ára gamlar án þess að hafa ver- ið nýttar. Undanþágu frá þessari reglu getur þó bæjarstjórn veitt eftir meðmælum l)yKKÍnSarnelI>dar, ef sérstaklega stendur á. Orðið »nýttar« í samþykt þessari skilur bæjarstjórn svo um húslóðir, að grunnur þarf að vera hlaðinn og hús reist á hon- um. Lausn frá prestskap hefir fengið eftir umsókn án eftirlauna sira Richard Torfason i Guttormshaga i Holtum. Braudakassinn. Þau eru ekki færri en tiu núna, brauðin, sem uppi standa i branðakassanum. Hér eru þau upp talin og matið aftan við, i krónum: Háls í Fnjóskadal . . . . 973 kr. Hof á Skagaströnd . . . . 907 — Hofteigur á Jökuldal . . . 967 — Holtaþing . 1077 — Lundarbrekka . 807 - Meðallandsþing .... . 688 — Sandar í Dýrafirði . . . . 1140 — Sandfell i Öræfum . . . . 857 — Stokkseyrarprestakall . . . 2479 — Þönglabakki . 1621 — Eitt af brauðum þessum, Meðallands- þing, hefir nú verið laustfull 4, ár og tvö, Lundarbrekka og Þönglabakki, full 2 ár. Mörg hinna eru frá árinu sem leið og eng- inn farinn að sækja um þau enn. Það er vist um eitt, að það rennur út; það er Stokkseyrin. Hin er hætt við að megi telja vonargripi. Óveitt prestakall. Holtaþing i Rang- árvallaprófastsdæmi (Marteinstungu, Haga, og Árbæjarsóknir). Lán úr landssjóði til húsbyggingar hvilir á prestakallinu, tekið 1897 og 1899, upp- runalega 2200 kr., nú að eftirstöðvum kr. 1596, sem endurgreiðist með 76 kr. árlega, auk vaxta. Mat kr. 1076, 81. Veitist frá næstu fardögum. Aoglýst 8. april. Umsóknarfrestur til 23. mai. Snori-i húsasmiður á Akureyri. Hún- vetningur einn, hér staddur, vill ekki kann- ast við, að Snorri Jónsson á Akureyri sé bæði ódýr húsasmiður og vandvirkur þó (sbr. ísaf. 2. þ. m.). Segir að kvennasltólahúsið á Blöndnós eft-ir bann sé ekki vandað. Það hafi gisnað svo mikið á fyrsta vetri, að varla hafi lift verið i því vegna súgs og kulda. Hafi því orðið að »drifa« það alt á næsta sumri með ærnum kostnaði úr skólasjóði og hafi þó gisnað erm veturinn eftir töluvert; enda verið krankfelt i því báða veturna og ein námsstúlkan dáið sið- ara vorið. En hann lætur þess ógetið, áminstur Húnvetningur, hvort Snorri befir útvegað sjálfur viðinn eða ekki. Hafi það ekki verið og honnum fenginn viðurinn blautur að smiða úr, verður honum alls ekki um kent, þó að liúsið hafi gisnað. Og það er meira að segja, að þó að hann hefði pant- að viðinn, þá er óvist, að hann hafi tekið eða getað tekið ábyrgð á þvi, að hann yrði þnr, er smíða þurfti úr honum; hann gat hafa vöknað í uppskipun, i hafnleysinu á Blönduós, o. s. frv. Yfirliðar á Heklu. Þessir eru nú yfirliðar á herskipinu Heklu: Yfirforingi er P. A. Grove kapteinn; honum næstur að völdum V. Jorgensen pr.lautinant; þá eru 3 pr.lautinantar aðrir: L. D. de la Cour, H. C. Gad og D. de Jonquiéres Hansen.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.