Ísafold - 20.04.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.04.1904, Blaðsíða 2
Pálmasunnudagsorustan Frábært hreystiverk. Heimeblaðið Times í Lundúnum hefir eitt fyrir sig gufuskip á vakki þar nærri, er tfðinda er von í viður- eign Eússa og Japana austur í Gula- hafi og þar í grend. þess er áðurgetið, aðJapanar gerðu enn tilraun aðfaranótt pálmasunnu- dags að sökkva skipum, fullum af grjóti, í hafnarmynnið á Port Arthur, til þess að byrgja þar inni herskipa- flota Rússa og teppa alla umferð; og fer um það tvennum sögum, hvort það hafi tekist til hlítar eða ekki. Hitt er víst, að Japönum tókst að sökkva skipunum, 4 gufuskipum, en ekki öll- um þar sem þeir höfðu ætlað sér, enda hefðu þau þurft að vera fleiri, ef duga skyldi til þess að loka alveg hafnar- mynninu. Fyrnefndur tíðinda-tobbi frá Times lýsir vandlega aðförum Japana í þetta sinn, og fullyrðir, að framganga þeirra sé eitthvert hið mesta hreystiverk, er sögur herma, fyr eða síðar. Hann var þar nærri staddur á hleypiskútu sinni og loftritaði það er gerðist yfir um sundið, Petsjílíflóamynnið, til Wei- ha-wei, hafnarborgarinnar, er Bretar eiga þar, með landspildu umhverfis, gegnt Port Arthur eða því sem næst. þegar það var hljóðbært um flotann japanska, að í ráði væri að gera nýja tilraun til þess að teppa hafnarmynn- ið við Port Arthur, gáfu sig fram liðs- foringjar þeir, er stýrt höfðu fyrri at- Iögunni í sama skyni, 24. febr., og báðu yfirforingjann, Togo aðmírál, að lofa sér að fara nú aftur. Hann veitti þeim það. þeir voru látnir fara út í gufuskip- in 4, er sökkva átti, hinir sömu liðs- foringjar og vélstjórar, sem í fyrra skiftið, en hásetar og kyndarar teknir úr hóp þeirra hinna mörgu, er buðust til fararinnar. Herskipaflotinn veitti gufuskipunum föruneyti þar til er eftir var 2J/2 vika sjávar inn að Port Arthur. pá tóku við tundurbátar og tundurskeiðadólgar, og fylgdu grjótbyrðingunum það sem eftir var. þetta var seint um kveld. Tungl- skin var framan af, en gerði kolniða- myrkur um miðnættið. Það var rjóma- logn og sjórinn spegilfagur. Kögunar- ljósi sá bregða fyrir við og við frá Golden Hill (Gullhæð; svo heitir eitt höfuðvirkið við Port Arthur), og varp- aði rafgeislaflóðið sór í boga um þá slóð, er atlögu var von af Japana hálfu. þeir vissu það, fyrirliðarnir japönsku, að ljósrákina hlyti þá og þegar að bera þar yfir, er þeir voru staddir. En á því reið mest, að kom- ast sem allranæst landi áður. þeir voru hálfa viku sjávar frá hafn- armynninu, er útvérði Rússa tók til að gruna, að eitthvað væri þar á ferð. Kögunarljósið sveiflaðist ótt og títt fram og aftur. þá heyrist skot úr fallbyssu. Það var herblástur Rússa. f»á höfðu þeir komið auga á Japana. Að vörmu spori voru Japanar stadd- ir í miðri stórskocadrífu Rússa, bæði frá virkjunum á landi og varðskipum þeirra utan við höfnina. Sjórinn var í löðri alt umhverfis af skotunum, sem þar lentu. En Japanar létu sér hvergi bregða. f>eir gerðu hlið í tundurbáta- fylkinguna, sem var í fararbroddi, og hleyptu þar grjótbyrðingunum á und- an. f»eir stóðu þar við stýri, fyrirlið- arnir, og höfðu augun hver á þeim bletti í hafnarmynninu, er hans skipi var ætlað að komast á og sökkva þar. En hásetar stóðu hjá bjargfleytunum, viðbúnir að hleypa þeim á flot. f>ann veg var haldið í horfi með ærnum hraða, beint inn í opið, eldfnæsandi viti öskrandi fallbyssukjafta og hvín- andi sprengikúlna. Enn var ófarinn svo sem fjórðung- ur viku eða um 1000 faðma. Kveiki- vöndlarnir voru á takteinum, þeir S6m kveikja áttu í tundurhleðslunum, sem var ætlað að sprengja grjótbyrðingana, svo að þeir sykkju. þetta var að lið- inni óttu. Chiyo Maru hét skipið, sem undan sigldi, og stefndi beint í opið hafnar- mynnið austanvert, þótt miðað væri á það hundrað fallbyssum. f>að var kveikt í tundurvöndlinum. Háseter og vélstjórar hröðuðu sér af skipsfjöl. Nú stóðu allir á öndinni. þá heyrð- ist brestur. Skipið sprakk og sökk hér um bil 50 föðmum þaðan, sem til var ætlast, í austanverðu sundinu út af höfninni. f>á kemur Fukui Maru, næsta skip- ið. f>að hélt á bakborða Chiyo Maru og hleypti þar akkerum. Skipshöfnin rær þaðan á bjargfleytum sínum. En óðara en þær eru losnaðar frá skips- hliðinni, heyrist brestur. f>að hafði þá rússneskur tundursendill lent á Fukui Maru neðansjávar. Hún sökk samstundis einmitt þar, sem Japanar höfðu til ætlast. f>riðja skipinu komu Japanar enn fyrir slysalítið. Fjórða skipið, Yoneyama Maru, hafði hætt sér svo nærn rússnesku varðskipunum úti fyrir höfninni, að það sigldi yfir einn tundurskeiðadólg- inn þeirra. En hann hleypti í sömu svipan af fallbyssu, svo nærri, að klæð- in sviðnuðu á skipshöfninni á Yoney- ama Maru. En hvergi létu þeir sér bregða, Japanar. f>eir stýrðu svo fim- lega, að þeir skriðu fram hjá Chiyo Maru á stjórborða og því næst aftur í milli hennar og Fukui Maru. f>að var svo þröngt í sundinu. Yoneyama Maru komst inn f mitt sundið. f>ar hittir hana rússneskur tundursendill og laskaði hana til muna. Hún reik- aði til, eins og fengið hefði rothögg, og sökk síðan í botn í vestanverðu hafnarmynninu; sneri framstafni á land. Mikil drottins mildi var það og að- dáanlega vasklega gert af Japönum, að tundurskeiðadólgar þeirra náðu öll- um bjargfleytunum frá grjótbyrðing- unum soknu, með öllum skipshöfnun- um, og druknaði ekki nokkur maður. Og þó dundi á þeim látlaust stórskota- drífan frá Rússum. f>eir höfðu, Japanar, neytt þess bragðs til að hlífa grjótbyrðingunum og þeirra föruneyti, að láta tundurbáta- þvögu halda sem næst landi og egna Rússa móti sér þar, svo að þeir sintu síður hinum. f>eir héldu uppi orust- unni til þess er bjargað var hverju mannsbarni af grjótbyrðingunum. f>eir voru staddir fast inn við bafnarmynn- ið í dögun og fengu þar grandað rúss- neskum tundurskeiðaspiili, svo að hann þurfti ekki meira. Jafnskjótt sem roðaði fyrir sólu hélt allur atlöguflotinn japanski á brott út í flóa og á fund félaga sinna, megin- flotans, er lá 2^ viku undan landi og hlífði hinum á útleiðinni fyrir Rúss- um með fallbyssum sínum. Mannfallið af Japönum í orustu þessari var alveg ótrúlega lítið: 1 liðs- foringi, 1 undirforingi og 2 óbreyttir liðsmenn; sárir urðu 3 foringjar og 6 foringjaefni og hásetar. Fyrirliðinn, sem féll, var sá hinn sami sem bezt hafði gengið fram í fyrra skiftið, 24. febr., er Japanar söktu fyrsta skipinu í hafnarmynninu sama. Hann var gerður fyrir það að kommandör. Hann raknaði við sér þá, er hann ætlaði af skipsfjöl, að hann haíði gleymt sverði sína uppi á stjórnpallinum. Hann þaut þangað og náði því; en var nærri druknaður í svelgnum eftir skipið, er það sökk. Nú fór hann þrívegis niður undir þiljur til þess að hafa upp á undirfor- ingja þeim, er þangað hafði sendur verið með kveikivöndul til þess að leggja eld í sprengihleðsluna, og var þó skipið að sökkva. þegar hann kom upp í þriðja skifti við svo búið, hitti hann rússnesk sprengikúla f því bili, er hann ætlaði að henda sér útbyrðis til sunds. f?að varð hans bani. Rjómabúin. iii. 6. Deildár-rjómabúið í Mýrdal er stofnað 5. janúar 1903, og hefir því að eins starfað eitt sum- ar, og framleiddi 729072 pd. af smjöri; mest á dag 130 pd. Lengstur flutn- ingur á rjóma nál.s 3 mílur. Smjörið var mestalt selt í Leith; að eins 198^/j pd. í Reykjavík. Fyrir smjörið fekst, að meðtöldum verðlaunum úr landssjóði, 5632 kr. 65 aur. alls. En að frádregnum kostn- aði 4887 kr. 20 a. Var þessari fjár- hæð skift milli félagSmanna þannig, að 60 a. komu á hvert smjörpund, en afgangs urðu þa 512 kr. 90 a., sem á- kveðið var að verja til innkaupa næsta ár og afborgunar á láni. Flutningskostnaður til Víkur og Rvík- ur var 130 kr. 90 a. Flutningur til skips í Vestm.eyjum og Rvík 17 kr. 08 a. íshúsgeymsla 60 kr. — Af salti þurfti 430 pd., er kostaði 34 kr. 80 a.; til eldsneytis 1017 pd.;kol fyr- ir 24 kr. 64 a. Útgjaldareikningur búsins er þaunig: Húsbygging...........kr. 1827,97 Áböld (kvartil, fötur o. fl.) . — 1636,55 Rekstur búsins .... — 910,04 'kr7'437Í56 Forstöðukona búsins er Aðalbjörg Stefánsdóttir; forstöðumaður undirskrif- aður. Hvoli í Mýrdal 25. jan. 1904. Guðm Þorbjarnarson. 7. Rjómabúið áTorfastöðum. Haustið 1902 gerðu nokkrir búend- ur í Biskupstungum fólag með sér til að stofna rjómabú að Torfastöðum; tóku þeir 2000 kr. lán til þess í lands- bankanum, því að lán fekst þá eigiúr landssjóði. Hús var reist til smjör- gerðar 12x8 al. að stærð og þiljað sundur í 4 herbergi. Eru veggír og gólf úr steini, en þakið úr járni og tyrft yfir til að draga úr sólarhitan- um. Húsið kostaði um 1000 kr. Lækur er til að skaka og hnoða smjörið. Búið tók til starfa 5. júlí 1903. Félagsmenn voru 23 alls; höfðu þeir samtals 96 kýr og 1170 ær. Búið seldi alls 7814 pd. af smjöri eft- ir 70 daga. Af því voru 1390 pd. frá Skálholti einu, en búendur eru þar tveir og var smjör annars 820 pd., en hins 570 pd. 4 félagsmenn höfðu minna en 200 pd. Mest smjör á dag 160 pd. þeir Faber og Copeland seldu smjörið. Verðið var harla mis- jafnt, en að meðaltali 75—76 a. Verð- laun úr landssjóði voru 187 kr. Kostn- aður á pundi hverju var 5—6 a. er- lendis og 13 a. innanlands, þar af 572 eyrir flutningskostnaður til Reykja- víkur. Búið notaði kvartil þau, er taka rúm 100 pd.; voru þau reidd á hestum niður á þjóðveginn fyrir ofan Bitru, en flutt á vagni þaðan til Reykjavíkur; héltbúið kaupamann, er alt af var í förum, til þess að tefja eigi félagsmenn frá slætti, en þeir lögðu til hesta til skiftis. Mun ekkert rjóma- bú annað eiga jafnörðugt með flutn- ing til skips, og vantar tilfinnanlega akveg upp að Iðuferju. þegar með er talin borgun sú, er félagsmenn fengu fyrir hestana og kom nokkurn veginn jafnt niður á þá alla, fengu þeir um 61 e. fyrir hvert pund af smjöri. Félagsmenn eru nú orðnir um 33 og er ákveðið að verja 60 kr. af ó- skiftu til að létta undir með þeim, er lengst þurfa að flytja rjóma sinn,. næsta sumar. Maguús Helgason. Islendingurinn í París. Norðmaðurinn Christian Krohg, sem er nafnkendur rithöfundur og málari, og á heima í París, segist (í Yerdens Gang 29. f. mán.) hafa rekist þar á nýlega í einu húsnæðisleysingjahæli bæjarins tötrumklædd- an og horaðan íslending. Hann vissi ekki fyrst, hverrar þjóðar bann var. Ráðsmað- ur hælisins hafði sagt honum, að hann. héldi hann væri landi Krohgs. Eruð þér norskur? spyr hann. Nei, segir hinn. Hann sagði þetta nei með þannig lög- uðu hljóðfalli, að það var eins og það væri mitt á milli norsku og sænsku. Eruð þér þá sænskur? Nei, eg er . . . . Danskur líklega. Kannske þér séuð frá Borgundarhólmi. Nei. Danskur er eg að minsta kosti ekki. Það er ein þjóð enn, herra minn, er telja verður með Skandínavíuþjóðunum, Finskur þá? Það eru sumir þar Skandínavar að visu, en þjóðin ekki sem þjóð. En eg hygg, að min þjóð sé þeirra hreinust að þjóðerni og óhlönduðust. Eg er íslendingur. Og heitið? Þorgrímur Þjóðólfur Bjarnarson Tbor- grímursson. Hann var hreykinn á svip, er hann bar þetta nafn fram, og það var eins og horf- inn væri af honum eymdarhragurinn og ör- birgðarhjúpurinn. Grarmarnir, sem hann var í, voru aunars svo götóttir, að þar var engin heil brú í, og enga skó hafði hann á fótum, heldur einhverjar tjörgur, er reyrt var um snæri. Hann var að lesa i stórri bók, þegar eg kom. Hún var á grísku, sá eg var. Þið eruð, býst eg við, ánægðir orðnir.. Nú hafið þið fengið ráðgjafa út af fyrir ykkur. Og það er ekkert gagn i þvi, herra minn. Ráðgjafinn er danskur islendingmr. Viljið þið þá að ísland losist alveg við Danmörku? Kannske þið viljið láta það sameinast aftur Noregi? Nei! Vér eigum Noregi ekkert að þakka, Það var Norvegur, sem svifti oss fyrst sjálfsforræði voru og kom oss því næst nndir Danmörku. Vér viljum gjarnan vera i sambandi við Danmörku, en með jafnrétti, eins og Noregur hefir komist í við Svi- þjóð. En íslendingar voru Norðmenn að upp- hafi. Já! En einmitt það, að vér skildum við þá og vildum eigi una 'þeim kjörum, er Norðmenn létu sér lynda þá, — einmitt það sýndi, þá þegar, að vér vorum þjóð út af fyrir oss. Og svo þetta, að ala aldur sinn þarna í hólmanum úti i Atlanzhafi á jök- uleynni með eldinn i iðrum sinum. Borðið þér súpuna, meðan hún er heit, segir ráðsmaðurinn, og svo verðið þér að fara að hátta. (Þetta var meðan þeir voru að sötra i sig súpuna, þessir aumingjar. áður en þeir fóru að hátta). Hann borðaði 2—3 skeiðar og hélt sið- an áfram máli sinu. Það er ekki bágast, þetta, að oss skort- ir stjórnfrelsi, heldur hitt, hve þjóðmenn- ing hefir farið aftur hjá oss. Vér voruro einu sinni hin mesta mentaþjóð í heimi. Hnignnnin hófst undir eins og vér komumst undir Noreg. En lakara varð þó síðar, Danir sendu oss bibliur og brennivín. Þeir hefðu átt að senda oss heldur verkfræðinga. Vér höfum engan iðnað. En það eru ekki margar þjóðir, sem þar stæðu betur að vigi. Vér höfum 300 feta liáa fossa. Er vatn i þeim alt árið ? Já, eg held nú það, berra minn! Þetta eru jökulfossar. Þeir eru ekki upp á regnið komnir, eins og i öðrum löndum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.