Ísafold - 20.04.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.04.1904, Blaðsíða 3
87 Þér eigið við, eð nota megi fossana til rafmagns. Einmitt. Eða þá vindinn. Og Geysi. Island verður óefað mikil vinnuaflsupp- spretta í þjónustu iðnaðarins. En það tekur tima. En það gæti gengið miklu fljótara, ef stjórnin danska vildi sinna þvi, eða hitt, sem betra væri, að vér fengjum að stjórna oss sjálfir. Sjálfur hefir Dana- konungnr sem ná er þó verið góður við ísland. Og þegar komin er nokkur velmeguu meðal þjóðarinnar og frelsistilfinning end- urlifnuð, þá sannast það, að þá blómgast þar aftur þjóðmenning og bókmentir end- urlifna i nýjum Ijóma. Hann talaði hrifinn og sló til hendinni, svo að súpuskálin var nærri oltin um. Já, við höfum átt oss þjóðmenning. Það er það, sem gerir oss æfa. Yér erum ekki sama þjóðin og vér vorum. Vér erum fallin þjóð. En blómaöld þjóðmenningar yðar er þó fullviðurkend af visindamönnum annarra þjóða. Já, þeir mega til. Munið eftir Eddu. Hún stendur jafnfætis ölium helgum og há- leitúm spekinnar hókum, og hærra þó. En þeir eru fáir, sem hafa skilið hana og skýrt rétt. — — Hann nefnir þar til Þjóðverjann Berg- mann og Sviana Afzelius og Rydherg; enn- fremur Norðmanninn Ivar Aasen. En helztu heimspekingum Svía, þeim Svedenborg og Boström, þeim hefir ekki þótt taka því, að vera að skifta sér neitt af Eddu. Eruð þér á þvi, að íslendingar séu nú á timum með sömu þjóðareinkennum eins og hinir frægu forfeður þeirra? Yér erum ekki svo hlandaðir öðrum þjóð- um eða svo úr oss gengnir líkamlega, að vér höfum eigi framar þjóðareinkenni hins norræna þjóðkyns; en vér erum svo veiklaðir orðnir og breyttir að skaplyndi af 6 alda kvölum og ánauð og eymd, að vér erum ekki þekkjanleg sama þjóð sem þeir, er stofnBettu þjóðveldi þar úti á eldfjallaeynni og héldu þvi uppi nær 4 aldir, eða þetr, sem höfðu dirfð og áræði til að leggja víkingshátum sínum út á hvítfyssandi öld- ur Atlanzhafs, eða þeir, sem komust alla leið vestur að ströndum Vesturheims, eða þeir, sem skrásettu að minsta kosti megnið af hinni lærdómsríku og guðdómlegu Eddn... Fyrirgefið að eg tek fram i fyrir yður. En var það ekki Norðmaður, sem fann Vesturheim? Nei, það var íslendingur. Var það ekki Leifur Eiríksson? Svo segja Norðmenn, já. En Bjarni hafði komið þar áður, og hann var íslendingur. En hann var heiðingi, og þvi var það hælt niður. Veiklun þeim og vesaldóm, er vér erum nú soknir i, getum vér ekki ráðið hót á nema með því að slita hönd þau og hrjóta hlekki þá, er hafa haldið oss öldum sam- an sem herteknum mönnum i eymd og á- nauð fákænskunnar. Og það getum vér, ef vér viljum allir, Vér viljum gjarnan eiga oss konung sam- an við Dani. En viljum eiga með oss sjálf- ir í landi sjálfra vor og alstaðar utan Dan- merkur; — að öðrum kosti hættum vér að vera til svo sem þjóð. Og eg vona svo góðs af norrænum bræðr- um vorum, þar á meðal Dönum, að þeir hjálpi oss til að heimta aftur fornt lrelsi vort og verða eitt af 4 »Bandarikjum« Norðurlanda.— Fást lslendingar eingöngu við fornbók- mentir sinar og sögu ? Leggur enginn stund á annað ? Er þar t. d. enginn heimspek- ingur? , Þér gætuð eins vel spurt, hvort þar væru engir höfðingjar. Ef þér skiljið orðið heimspekingur í frummerkingu þess orðs, um þann, sem ann vísindum og vizku, þá eru þeir líklegast eins margir á íslandi eins og með öðrnm hagsælli þjóðum. Hneigðir til andlegs lifs eru jafnvel vor á meðal hjú vor og fátækir sjómenn. Hitt kvað hann vera minna um, keim- spekinga í visindalegri merkingu. Visaði i Grímnismál, Hávamál og Völuspá að fornu fari, og Njólu frá öldinni sem leið; gerði mikið úr henni. — Ráðsmaður kemur og litur á klukkuna. Hafið þér átt lengi heima hér í Paris ? Já, tuttugu ár. Langar yður ekki heim til íslands? Jú, eg vildi hafa horfið heim þangað fyrir 15 árum. Þvi hafið þér þá verið hér svonalengi? Mig skorti fé til að ferðasl heim. En var ekki sendiherrann danski fáan- legur til að senda yður heim á almennings kostnað? Það var hann, og er enn. En eg vildi ekki þiggja það. Þá hefði eg kannast við, að eg væri danskur þegn. Góðar nætur! Hann var staðinn upp og gekk út Nú sá eg aftur eymdina á honum og örbirgð- ina. Eg hafði gleymt þvi, meðan hann var að tala. Christian Krohg. Það er vandalaust á að gizka, hvaða maður þetta muni vera, og að hann heitir ekki þessu nafni, sem höf. hermir og er að reyna að gera hlægilega samanfléttað is- lenzkt heiti. En hvað hann hermir rétt eða rangt af samtalinu, er ekki auðráðið. Hann skáldar líklega sumt. En mergurinn málsins sver sig þó í ættina til manns, er allir honum eitthvað kunnugir munu þeg- ar gizka á. Yms tíðindi erlend. Bretar hafa átt nýlega aliskæða or- ustu við lið höfðingjans í Tibet í Asíu, um 3000 manna, og er mælt, að fallið hafi af þeim 4—500 manna, en örfárt af Bretum, 10—12. Rússum er afar- illa við þaS, að Bretar eru synilega að klófesta það land og sæta einmitt færi, erþeir mega ekki við snúast, Rússar. Þjóðverjar hafa átt í allan vetur í megnum skærum við Biámenn í Afríku útsunnanverðri, þar sem þeir eiga land, Damaraland, við þjóðflokk þann, er nefnist Hereróar, og hafaþar átt ymsir högg í annars garð. Þjóðverjar verið heldur liðfáir. Nú hafa þeir aukið lið sitt og jafnað nokkuð á Hereróum, stökt á flótta í síðustu orustu 3000 manna og felt marga. Þeir eru sagðir klaufar að eiga við lítt siðaðar þjóðir, Þjóðverjar; beita við þær tómri harð- neskju, i stað lempni og hóglætis, sem Bretar gera að jafnaði. Búlgarar þykja hafa róið mjög undir óeirðum í Makedoníu, og uppreistarmenn átt þar hrók í horni,, sem þeir voru. Nú hefir soldán í Miklagarði gengið að því boði þeirra, að þeir sjái um fram- kvæmd umbóta þeirra i Makedóníu, er stórveldin hafa krafist þeim til handa og Rússar og Austurríkismenti áttu að líta eftir, að ekki yrði prettast um. Þetta þykir horfa heldur til friðar en hins. Fralckar og Bretar hafa komið sór niður á líklega samningsleið um það, sem þeim hefir á milli borið um af- skifti af Egiptalandi, Marokko og fiski- veiðunum við Nýfundnaland m. fl. Frakkar hætta að amast við því, að Bretar stjórni Egiptalandi, gegn því, að Bretar skifti sér ekki af, hvernig Frakk- ar haga sér við Marokko-keisara o. s. frv. Tyrkjasoldáni þykir sór heldur misboðið, er hann er gerður fornspurð- ur um skattland sitt, Egiptaland, og mótmælir þessum aðförum. En enginn lætur sem heyri. Spánverjum sárnar og, að þeim er frá bægt að hafa hönd í bagga um Marokko. Tilræði veitti spænskur óstjórnarliði konungi sínum, Alfons XIII., í Baree- lona 7. þ. m. Þar er gripasýning um þessar mundir. Það átti að granda konungi með sprengikúlu. Hann sak- aði hvergi, en 2 menn urðu sárir, er nærri voru staddir, sumir segja til ólífis. Einn meðal afmælisgesta konungs vors síðast (8. þ. m.) var Frið'rik Vil- hjálmur keisarason, hinn elzti, frá Þjfzkalandi, og keisaraefni þar, maður lítið yfir tvítugt, mannvænlegur piltur og vel af honum látið. Hann fluttl kveðju frá föður sínum, keisaranum. Játvarður konungur og þau hjón voru ófarin heim aftur 11. þ. m. Þau voru rnjög á stjái um Kaupmannahöfn og víðar, sór og öðrum til skemtunar, skoðuðu ráðhúsið meðal annars, og brá konungur sér þar upp í lyftistúku, sem slys hefir þó af hlotist nokkrum sinn- um. Yetrarlok. Milliþinganefndirnar tvær, er al- þingi lagði undir að skipaðar yrði, i kirkjumálið og iandbúnaðarmálið, kvað nú landsstjórnin hafa útvaiið í þá, sem hér segir: Þórhall Bjarnírson lektor, Hermann Jónasson á Þingeyrum og Pétur Jónsson á Gautlöndum í landbúnaðar- nefndina, og í liina þá Ivristján Jónsson yfirdómara, Eirik Briem og Jón Helgason prestaskólakennara, enn fremur Árna pró- fast Jónsson á Skútustöðum og — Lárus nokkurn H. Bjarnason sýslumann. Þór- hallur er formaður í landbúnaðarnefndinni, og Kristján Jónsson í hinni. Vægur hefir hann verið, þessi vetur, sem nú er að kveðja oss, en rosasam- ur heldur og umhleypinga. Snjólítill og frostlitill. Sömuleiðis fremur feng- sæll til sjávar hér sunnanlands eink- um, bæði á þilskip og opin skip. Nú síðast að frétta hlaðafla í Vestmanna- eyjum; tví- og þríróið þar á dag. Druknanir. Vestur í Kollsvik yzt við Tálknafjörð sunnanverðan druknaði maður 5. þ. m., Torfi hóndi þar, kvæntur maður, mesti atorkumaður. Þetta var á heimleið úr kaupstaðarferð á Patreksfirði, i miklu brimi og kvassviðri. Maður druknaði hér i morgun við hrognkelsanetjavitjan út við Akurey. Hann hét Olafur Björnsson, nýkominn hingað austan af Seyðisfirði. Hann var við annan mann á hát, ag náðist sá með lifsmarki, enda lifnaði loks við. Það var Vigfús Guðnason, roskinn maður reyk- viskur. Thorefélagsgufuskip Jari iagði á stað héðan til Khafnar beina leið 12. þ. m. Með því sigldi frú Agústa Thomsen konsúls með son þeirra ungan og ekkjufrú Frederikke Briem Strandferðabátarnir, Hólar og Skálholt, lögðu á stað á tilteknum tima, austur og vestur, og með þeim töluvert af farþegum. Þeirra á meðal Klemens Jóns- son landritari til Akureyrar snöggva ferð. Verzlunar frelsisafmœlið. Auk verzlunarfélagsmanna, sem sagt var frá síðast að héldu rækilega hátíð verzlunarfrel8isafmælisinsl5.þ.m.,héldu ennfremur stúdentar samsæti í þess minningu í hotel Eeykjavík. þar hélt Jón Jensson yfirdómari aðalræðuna. Sömuleiðis skólapíltar flastir í Bárubúð, og með þeim nokkrir kennaranna. þar flutti Steingr. Thorsteinson yfirkennari ræðu fyrir minni Jóns Sigurðssonar. Fyrir minni verzlunarfrelsisins tal- aði skólapiltur Jón Kristjánsson. Loks hélt verzlunarkvenþjóð bæjar- ins, um 30 yngismeyjar og konur, sam- sæti út af fyrir Big á Sigríðarstöðum. Henni hefir fjölgað mjög hér í bæ síð- ustu árin. Mannslát. Mannslát varð á póstskipinu (Laura) hingað á leið um daginn, skamt undan Vestmanueyjum, 16. þ. m. Það var Valgarður Olafsson Breiðfjörð kaupmaður. Hann dó úr lungnabólgu. Kom veikur á skips- fjöl í Leith. Hann var rúmlega hálf- sextugur. Ættaður undun Jökli, en ólst upp vestur í Reykhólasveit. Hann nam hér snikkaraiðn, er hann var nokk- uð yfir tvítugt, og stundaði þá atvinnu mörg ár, þar til er hann gerðist kaup- maður hér fyrir nær 20 árum. Hann var maður óvenju-ötull, atorkumaður og fylginn sér. Hann var kvæntur Onnu Hákonssen (hattara), er lifir mann sinn. Þau hjón ólu upp bróðurdóttur hennar, Karólínu, sem gift er Guðm. lækni Hannessyni á Akureyri. ■ m ■ — ---- Hér með tilkynnist vinum og vanda- mönnum nær og fjær, að minn heitt- elskandi eiginmaður andaðist hinn 16. þ. m. á leið frá Skotlandi til Reykjavikur. Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 27. þ. m. frá heimili hins látna. Anna Breiöfjðrð. Nýmóðins hattar og úrval af mjög failegum fataefnum kom með »Laura« í klæðskerabúðina JEiverpool. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt ráðatöfun stjórnarráðs íslands verða seld á uppboði, sem haldið verður á bæjarþingsstofunni laugardaginn 23. þ. m. kl. 4 síðd. af- not af landssjóðseigninni Arnarhóli hér í bænum fardagaárið 1904—1905, þau er hér greinir: 1. Slægjur á Arnarhólstúni, að frá- skildu hinu girta svæði kringum stjórnarráðshúsið og vegarstæði 24 ál. breiðu yfir túnið frá austri til vesturs, sem bæjarstjórninni er heimilað, ef vegurinn verður lagð- ur fyr en eftir slátt. 2. Kúabeit á norðurhluta túnsins, fyr- ir norðan vírgirðinguna, sem þar er nú. Uppboðsskilmálar verða birtir á upp- boð8staðnum á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn í Reykjavík 19. apr. 1904. Halldór Daníelsson. Gellur vel hreinar og mjög ódýrar ------ 8 kr. tunnan -------- hjá c£fi. cTfiorsíeinsson. Stofa með liúsgögnum (niðri), lofther- bergi fyrir einhleypa og loftherhergi fyrir litla fjölskyldu til leigu 14. mai á Lauga- vag 49.________________________. DinoA óskast til leigu. Jú I0.IIO Ritstj. visar á. Ljó smyndasmíði getur reglusamur og laghentur ungiingur fengið að læra með góðum kjörum. Lysthafendur snúi sér til B ent s Bjarnasonar Geirseyri, pr. Patreksfjörður. rt li Ai-hariri ■ n nr I * eru til leigu frá 14. maí í húsi minu (áður hr. Guðm. Jakobssonar), Þingholtsstr. 23. D. 0 stlund. Nú fást rósaplöntur og ýmsir blómlaukar i Vinaminni. Fyrir dömurnar. Nokkrir sérlega skrautlegir hattar (Model) komu með s/s Laura. Sömuleiðis hárskraut (Coiffyr) fyrir eldri dömur. Anna Asmundsdóttir Þingholtsstræti 17. í 14- mai her~ Ui bergi með eldhusi og búri og geymsluplássi. Ritstj. vísar á.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.