Ísafold - 27.04.1904, Síða 1

Ísafold - 27.04.1904, Síða 1
Kemur út ýmist einn sinni eöa tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 ll, doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Koykjavík miðvikudaginn 27. april 1904 24. blaö. MuóÁuló jJtaAýa/lMv <4. 0. 0. F. 864298‘/2. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11-1 i spit.alanum. Forngripasafn opið mvd. og ld 11 —12. Frílœkning á gamla spitalanum (lækna- ^skólanum) a þriðjuilögum og föstudögum >.kl. 11 — 12. A. F- U. M. Lestrar- og skrifstofa op- án á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og ^nnnudagskveldi kl. 8'/2 síðd. Landakotskirkja. Gruðsþjónnsta kl. 9 '■>? kl. h á hverjum helgnm degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- «endur kl. t0‘/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag K 2. Rankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Land.sbókasafn opið hvern virkan dag vfc!. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ,og ld. kl 12-1. Náttúrugripasafn, i Veotnrgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b !. og d. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Ritsímamálið. Einhver ný hreyfing er mælt að muni vera á því máli nú at nyju, helzt þann veg, að landsstjórn vor hin nýja sé i einhverju samnings-makki við Ritsímafélagið norræna í Khöfn, sem vill fyrir hvern mun afla sér orðstírs fyrir að koma sæsíma hingað til lands, —svona einhvern tíma fyrir eilífðina lík- lega. Biðin eftir því er nú orðin sæmilega döng. Vonandi er, að landsstjórn vor fari ekki að hjálpa henni til að lengja hana enn von og úr viti. Dönum er yfirleitt ákaflega illa við, .að aðrir en þeir komi á hraðskeytasam- bandi hér við land. Þeim finst það vera hálfgerð minkun, og auk þess ekki trútt um, að þeir séu hræddir um, að það mundi losa helzt til mikið um tengslin vor við þá. Þau séu ekki of traust uudir. Verzlunin íslenzka ef til vill á förum til Englands eða jafnvel Þýzka- lands, og þar fram eftir götum. Það er kunnugt, að danskt félag, anu- að en Ititsímafélagið norræna, sótti nm í fyrra leyfi til að koma á loftritunar- sambandi hingað til lands. Það sótti um það til fjármálaráðherr- ans danska, Chr. Hage. Hann dró það lengi á svarinu. En loks kvað það hafa komið í vetur, og orðið þá n e i, blábert nei. Það segja menn muni vera fyrir innblástur Ritsíraafélagsins. Við það hætti hitt fólagið öllum tök- .um og leystist sundur. Nú hefir Marconi-félagið í Lundúnum ritað í vetur, 19. febr., ráðherra vorum hinum nýja um málið, eftir hans und- irlagi sjálfs eða tilmælum, og sent hon- um ýms skilríki fyrir því meðal annars, að því hafi tekist að koma áreiðanleg- um loftskeytum meira en helmingi lengri leið en milli Skotlands og íslands, og það rnilli skips og lands, sem þó sé miklu örðugra en milli lands og lands. Meðal annars hafi enskir sjóliðsforingj- ar verið vottar að því í haust, að slík skeyti voru send daglega frá Englandi ,a eftir enskum stórorustudreka, Duncan, á leið þaðan snður í Gíbraltar við Njörvasund, og tókst mætavel, síðast alla leið þangað suður, yfir Spán þver- an. Ráðherrann hafði engu svarað félag- inu, er síðast fréttist. En t a 1 a ð er hitt, að hann só nú í einliverju samn- ingamakki við Ritsímafólagið danska (mikla og norræna), og ætti það þá lík- legast að vera um sæsímalagning hing- að, með gamla laginu. Tryggilegra hefir það verið talið að vísu, og er ef til vill að svo komnu, og að sumu leyti. Þó mun botuvörpu- dráttur geta grandað hér sæsíma, og þá auðvitað eldgos neðan sjávar á þeirri leið. En Það er líka geysimunur á kostn. aðinum. Og ekki megum vór íslend- ingar við því, að hafa hann meiri en þörf er á. Hór þyrfti því sattnarlega að gætasín og rasa eigi fyrir ráð fram. Sízt hent- ar oss að gangast fyrir því einu eða aðallega, að D a n i r fái að svala hé- gómadýrð sinui eða afbrýði. Vór þykj- umst ekki vera þeim neitt nærgöngul- ir, þótt vér segjum, að vér eigum þeim og litla þakkarskuld að gjalda í þ v í máli. Það er lítill efi á því, að einu gildir hvaða ríki anuað sem vér hefðum verið í samkynja sambandi við hór í álfu eða Vesturheimi, þá mundi það hafa komið oss í hraðskeytatengsli við sig og önnur lönd fyrir margt löngu. Liandbánaðarverkfræðing vanan vilja Skagfirðingar fá hingað til lands um lengri eða skemmri tíma, helzt frá Svíþjóð, og að honum verði meðal annars falið á hendur að rann- saka nákvæmlega öll skilyrði fyrir því, að eylendið í Skagafirði verði tekið til algerðrar ræktunar með vatnsveiting- um. þetta vilja þeir láta landsstjórn- ina hlutast til um í samráði við Landa- búnaðarfélagið. Bæktunarfélag Norðurlands kvað nú vera svo fjölment, að nemi 8—900 manns. það heldur aðalfund í sumar á Sauðárkrók 3. og 4. júlí. Kaupmaðar nokkur í Gautaborg, Movitz Fraenkel, sendi því nýlega 300 kr. að gjöf. »Kaupmenn á Norðurlöndum hafa verið hinir beztu styrktarmenn ræktunarfélaganna þar, af því þeir sjá, hversu stórkostlega mikilvæg ræktunin er fyrir velmegun þjóðarinnar«. »Eg er sannfærður um«, segir hr. Fraenkel í bréfi því, er fylgdi gjöfinni, til Sigurðar skólastjóra á Hólum, »að jarðræktin á íslandi getur borgað sig alveg eina vel og norðan til í Svíþjóð og Noregi fyrir norðan heimskautsbaug, en þar hafa menn haft mjög góðan hagnað af jarðræktinni, sérstaklega síð- an er þeir tóku að leggja verulega stund á kvikfjárrækt. Og með því að ísland liggur ekki svo norðarlega, þá mætti jafnvel búast við því, að árang- urinn yrði þar enn betri. Tilraunir á ræktunarblettum eru mjög gagnlegar, því að þegar alþýða manna sér, hvern- ig á að bera á blettina og rækta þá, tekur hún sér þetta til fyrirmyndar. það hefi eg séð á mörgum stöðum*. (Nl.). Af ófriðinum Rússar fengið eitt stóráfall enn, hið mesta frá upphafi ófriðarins. Y estmanneyingur náði nýlega í enskt blað frá 15. þ. m. hjá botnvörpung og sendi hingað með gufusk. Isafold. Þar i eru þessi stórtiðindi af ófriðinum. Japanar hafa 13. þ. m. gert uýja at- lögu aö Port Arthur. Þar sprakk aðmírálsskip rússneska flotans, Petropaulovsk, með yfiraðmírál þeirra, Makaroff, og öðrum aðmírál, Molas. Skipið sökk þegar og týndist nær öll skipshöfnin. Japanskur tundursendill stórskemdi annað höfuðorustuskip Rússa, Pobieda. Alls hafa nú Rússar mist ð höfuðor- ustuskip sín af 7 í Kyrrahafsflotanum. Þeir eiga nú að eins 2 eftir óskemd. En Japanar 6. Rússar hafa enn fremur mist alls 11—12 herskip minni eða þau orðið óvíg, og þau mörg allstór þó, 5—8 þús. smálestir. En Japanar ekkert skip mist enn, frá upphafi ófriðarins. Rússar eiga eftir þar eystra ofan sjávar eða óskemdar að eins 7—8 brynsnekkjur og 10 tundurbáta, |auk þessara 2 fyrnefndu stórorustudreka. En Japanar hafa enn á að skipa 24 brynsnekkjum og 25 tundurbátum, auk fyrnefndra 6 stórorustudreka. Brynsnekkjur eru allstór herskip, frá 3—8 þús. smálestir að jafnaði. Petropaulovsk var nær 11 þús. smál. og Pobieda um 12,700 smálestir. Það var japanskur tundurbátur, sem grandaði Pobieda. En tvennum sögum fer um hitt, hvað Petropaulovsk hafi orðið að meini, hvort heldur tundursendill frá Japönum eða rússnesk neðansj ávar-sprengivél. Aðmírálarnir voru báðir niðri í káet- um sínum og druknuðu þar eða köfnuðu. Einn bræðrungur Nikulásar keisara, Cyrill stórfursti Valdimarsson, maður rúmlega hálfþrítugur, var meðal liðsfor- ingja á Petropaulovsk. Hann var stadd- ur uppi á stjórnpallinum, er skipið sökk. Hann sogaðist niður með því alldjúpt, en tókst að hafa sig upp með sundtök- um og fekk borgið sór á sundi, náði loks í þiljuhlemm á floti og flaut á honum þar til er hann náðist. Hann var meiddur til muna á fótum og hafði brunasár í andliti. Sumar fregnir segja, að Rússar hafi mist enn fremur í þessari orustu einn tundurbát sinn, Bestrachni; hann hafi sokkið, og að eins 4 menn bjargast af skipshöfninni, um 90 manns alls. Svo er að sjá, sem Makaroff hafi verið á leið út af höfninni í Port Arthur með flota sinn og ætlað að leggja til orustu við Japana í rúmsjó. Hann hafði verið mesti hreystimaður. Japanar voru svo göfug'.yndir, að láta í ljósi samhrygð sína yfir falli hans. Skipshöfn á Petropaulovsk mun hafa verið um 700. Þar af er mælt að bjarg- ast hafi 13 alls. Skipshöfn á Pobieda mun hafa öll bjargast. Skipið virðist ekki hafa sokkið, heldur stórskemst að eins og orðið óvígt. Makaroff tók við yfirforustu Kyrra- hafsflotans rússneska snemma í f. mán. Þótti þá bregða töluvert við til meiri framtakssemi og vasklegri framgöngu af Rússa hálfu. Það hafði komið alveg flatt upp á Japana, er Rússar lögðu út í móti þeim af höfninni í Port Arthur, þá er Japanar róðu þar til atlögu aðfara- nótt hins 22. f. mán. Japönum fór þá ekki að verða um sel, og hurfu loks frá við svo búið. Alexander keisari II. hafði kallað Makaroff »Englendinginn«, af því að hann var mesti líkamsíþróttamaður, eins og þeir. Sundmaður hafði hann verið með afburðum, og gekk ríkt eftir við undirmenu sína, að þeir temdu sér þá list. Hann hafði og verið maður óvenjufrjáls- lyndur, eftir því sem þar gerist, á Rúss- landi. Hann á að hafa sagt einhvern tíma við Alexander keisara III., að sama væri að ætla sér að stjórna Rússlandi með kúgunarráðum, eins og að reka tappa í fallbyssu og hleypa af henni síðan: af hvorutveggja leiddi sprenging og ann- að ekki. »Það er guðs vilji!« mælti Nikulás keisari, er honum bárust þessi tíðindi hin nýjustu austan, er nú hafa hermd verið. »Guðs vegir eru órannsakanlegir. Verði hans vilji!« Hann lét kalla fyrir sig heimilisprest sinn og flytja þegar bænagerð fyrir sál aðmírálsins (Makaroffs) og hans manna.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.