Ísafold - 30.04.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.04.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin vift áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árer. Reykjavík laugardag(inn 30. apríl 1904 25. blað. jfíaóÁu/á jf/a/ÍýfO/lMV •• 0. 0. F. 86568‘/>. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á bverjum mán. kl. 11 —1 i spltalannm. Forngripasafn opið mvd. og !d il —12. Frílœkning á gamla spitalanum (lækna- skólanum) á þriðiudögum og föstudögum W. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8‘/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 8 ^g kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj- Wdur kl. 10‘/2—12 og 4—B. Landsbankinn opinn hvern virkau dag 41. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafji opið livern virkan dag ki. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. *g ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Yesturgötu 10, opið é sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1- og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1. Landsreikninguriim 1902. ]?að er nýiokið við að semja hann. Tekjurnar hafa orðið 1 miljón 40 þús. kr. f>að er í fyrsta skifti í öllum lands- búskap vorum, sem þær hafa komist «pp í heila miljón. f>ær voru árið næsta á undan (1901) Um 850 þús. Og 10 árum þar áður (1892) námu þær 590 þús. kr. En 20 árum áður (1882) um 420 þús.; og fyrir nær 30 árum, eða fyrsta búskaparár landsins, árið 1875, — fyrsta árið, sem það átti með sig sjálft, — um 260 þús., en þar af var þá meira en þriðjungur ríkissjóðstillag svo nefnt. En n ii er þ a ð lítið meira en sem svarar þvi, er tekjurnar fara fram úr heilli miljóu. Tekjur höfðu flestar farið fram úr áætlun þetta ár (1902). Pósttekjurnar langmest þó. f>ær voru áætlaðar 35 þús. kr., en «rðu 142 þús. kr. f>að er að þakka frímerkjabreyting- unni. þessi 105 þvis, króna gróði er fyrir eid gömul frímerki, er gengu alveg úr gildi, þegar nýju frímerkin voru upp tekin. Mest hafðist annars upp úr kaffi- og syknrtollinum. f>að urðu 60 þús. kr. umfram áætlun. Sá tollur var áætlaður 195 þús. kr., en varð 255 þús. kr. f>á varð útflutningsgjald á fiski 0g tysi 24 þús. kr. drýgra en við hafði ve«ð búist. f>að var áætlað 55 þús., varð 79 þús. Berklaveikisbókin. f>ar næst urðu óvissar tekjur 19 þús. kr. meiri en áætlað hafði verið, eða 44 þús. alls í stað 25 þús. f>ví veldur brunabótagjaldið fyrir Möðru- vallaskóla, 29 þús. Loks hafa aukatekjur orðið 10 þús. rífari en við var búist, eða 40 þús. í stað 30; og aðflutningsgjald af áfeng- um drykkjum sömuleiðis 10 þús. drýgri en ráð hafði verið fyrir gert, eða 110 þús. í stað 100 þús. Enn fremur tóbakstollur 6 þús. frekari, eða 106 þús. í stað 100. Dálítið 1 æ g r i en áætlað var hafa orðið leyfisbréfagjöld fyrir sölu og veit- ingar áfengra drykkja. f>au urðu að eins 25 þús. kr., í stað 30. Og loks skorti ábúðar- og lausafjár- skatt 2 þús. upp á áætlun. Hann varð að eins 43 þús. í stað 45. Frekara nokkuð en fjárlög segja urðu og útgjöld landsBjóðs árið þetta, 1902, mest þó vegna ýmissa nýrra laga, er kostnað höfðu í för með sér og engin áætlun var til um. Slík út- gjöld uámu 57 þús. kr. Alls urðu útgjöld landssjóðs þetta ár 896 þús. kr. En sökum hins mikla tekjuauka um fram áætlun hafa þó orðið 144 þús. kr. al'gangs tekjum. Langmestu að tiltölu hefir landssjóð- ur kostað til samgangna. f>að eru fullar 270 þús. kr., eða nær þriðjungur allra gjaldanna. f>ar af hafa farið 115 þús. til vega; 81 þús. til póststjórnar og póstflutn- ings; 62 þús. til gufuskipsferða og gufubáta; og 12 þús. til vita. Til skóla og annarrar kenslu hefir verið kostað árninst ár 113 þús. Til dómara og lögregiustjórnar 77 þús. Til lækna 67 þús., og þar að auki nærri 30 þús. til holdsveikraspítalans. Til landbúnaðar 67 þús. Landshöfðingi, amtmenn og önnur umboðsstjórn hafa kostað 41 þús., og aukaþingið það ár 24 þús. kr. Til andlegu stéttarinnar kostaði lands- sjóður 24 þús. kr., auk prestaskóla og eftirlauna. Bitlingarnir svo nefndir eða fjár- veitingar til einstakra manna, aðrar en eftirlaun, námu 9 þús. kr. Konsúll. Frederik Wathne kaupmað- ur á Seyðisfirði var viðurkendur brezkur undirkonsúll þar 16. f. m. Kaþólskur prestnr. Konungsstað- festing hefir veitt verið 2. f. m. prestinum M. Meulenberg til að vera prestur hins rómversk kaþólska safnaðar í Reykjavik, Um berklaveiki sem þjóðar- mein og ráð til að útrýma henni. Verðlaunarit eftir S. A. Knopf, lækni i New- York. Islenzk þýðing með ýmsum breytingum eftir Guð- mund Björnsson lækni í Reykjavik. Grefin út á kostn. að landssjóðs. Rvik 1903. pað er bók, sem þarf að komast og á að komast inn á hvert heimili á landinu. f>ar eru lögð læknisheilræði við veiki, sem er algengast banamein manna um mestallan hinn mentaða heítn og er einmitt hér á landi stórum að ágerast. f>að eru ekki mörg ár síðan, að lækn- ar ætluðu hana vera alls eigi land- læga hér. En það er eitthvað annað nú. Hún er orðin hér voða-skæð. Algengast er, að hún legst á lung- un, og er þá kölluð tœring. f>á veiki kannast almenningur vel við hér á landi og hefir lengi gert. f>etta er verðlaunarit. f>að hlaut verðlaun alþjóðafundar í Berlín vorið 1899 um varnir gegn berklaveiki sem þjóðarmeini. Og að það sé vel íslenzk- að, má eiga alveg víst, eftir slíkan mann sem hr. G. B. f>að er með mörgum myndum, rúm- um 20: hin fyrsta t. d. af berklagerl- um í hráka, tólfhundruðföld stækkun; af ymsum hentugum hrákaílátum (ein aðalvörn gegn veikinni er gætileg með- ferð á hráka); af brjóstholi kvenna, er þá skaðræðis-heimsku aðhafast, að strengja sig með lífstykki o. þ. h.; af heilsuhælum, o. fl., o. fl. f>eir voru ekki færri en 80, lækn- arnir, sem um verðlaunin keptu, marg- ir hverir meðal heimsins frægustu lækna vitanlega. f>essi varð hlutskarp- astur. Má af því marka, að bókin muni vera fyrirtak að öllu leyti. f>að er búið að þýða hana nú á 20 tungu- mál, þar á meðal hebresku tvívegis. Landsstjórn vor hefir látið prenta af henni 6,000 eintök, einmitt til þess, að hvm kæmist »inn á hvert heimili«. Prestar útbýta henni gefins. Hún hefir verið send þeim 1 því skyni um land alt í þ. mán. Ritið kemst væntanlega í miklu fleiri manna hendur en þeirra, er blöð lesa. Að öðrum kosti væri þarft verk, að láta þau flytja margt úr því, ymsa sérstaklega merkilega kafla og einkar-nytsamlega. Dálítið mætti ef til vill gera að því við tækifæri, til þess að láta fólk engan frið hafa öðru vísi en að lesa bókina og hagnýta ræki- lega. f>að er þjóðinni mesta velferðárat- riði, sjúkum sem heilbrigðum, þ. e. ekki einungis þeim, sem fengið h a f a þessa voðaveiki og þeim, sem að þeim standa, heldur ekki síður hinum, sem eiga það eftir, en við því mega marg ir búast, mjög margir; enginn veit, hvort h a n n dregur undan eða ekki. HeJdur snjöll vörn. f>eir kvað vera að reyna að verja ráðherrann, hr. H. H., með því, að e f hann hefði ekki heykst á því, er á hólminn kom, að halda fram kenn- ingu sjálfs sín um fullkomna sérstöðu íslandsráðgjafans í ríkisráðinu og ólög- mæti þess, að óviðkomandi maður (for- sætisráðherrann danski) ritaði undir ráðherraskipunina, þ á hefði annar maður, sem þeir til nefna, dr. V. G., sjálfsagt reynst engu betri, heldur þegið óðara ráðherratignina með sömu kostum og þeim, er hr. H. H. gekk að hiklaust. f>að var einu sinni maður, sem hafði orðið það á, að fara að ófrjálsu inn í skemmu á bæ og hafa á brott þaðan tvö hangikjötskrof. En hið þriðja skildi hann eftir, af því, að hann rogaði ekki meira. En svo segir hann, þegar þetta varð uppvíst og hann komst undir manna hendur fyrir það : »f>ið látið svona! En haldið þið kannske að hann Mangi hefði ekki gert þetta líka, ef hann hefði hitt skemmuna ólæsta og mannlausa, eins og eg? Hann hefði sjálfsagt tekið þau öll þrjú, krofin, því hann er bæði miklu meiri þjófur en eg og þar að auki miklu sterkari*. En ekki voru honum látnar duga þær málsbætur. f>að er fullyrt, að sýslumaður hafi dæmt honum alveg jafnmörg vandar- bögg fyrir það. f>etta var í þá tíð, er þjófar voru hýddir. Alveg eins að sínuleyti er hætt við, að almenningur muni dæma í þessu máli. f>að þarf varla að búast við, að hann fari að sýkna hr. H. H. af öllum kær- um og kröfum út af þessari frammi- stöðu hans, þeirri er lýst var hér í blaðinu fyrra laugardag, þótt einhver honum þjónustusamur andi og haturs- maður dr. V. G. komi og s p á i því út í loftið, að h e f ð i honum staðið ráðherratignin til boða með sömu kostum, þá hefði hann sjálfsagt gengið að þeim áhorfslaust. Mannalát. Hinn 21. f. m. lézt úr lungnabólgu Ó - lafur Magnússon bóndi í London í Yestmanneyjum, hálfáttræöur. Hann var fæddur árið 1829 í Berjanesi nndir Eyja- fjöllum eystri, bjó þar lengi, og eignaðist með fyrri konu sinni Elsu Dóróteu 15 börn, er 4 lifa föðurinn. Hann fluttist til Yestmanneyja 1878, og gekk þá að eiga ekkju Unu Guðmundsdóttur i London, sem lifir hann. Ólafur heitinn var að ýmsu merkurmað- ur. Hann bjó góðu búi i Berjanesi þrátt fyrir hina miklu ómegð sina, og var síðan i Vestmanneyjum vel fjáðnr; enda var hann sistarfandi atorku- og ráðdeildarmað- ur; hann var á yngri árum heppinn skot- maðnr, rnikinn hlut æfi sinnar dugaudi og fengsamur formaður. Hann starfaði og mikið að skipa- og bátasmíðum. Hann A

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.