Ísafold - 11.05.1904, Qupperneq 2
114
hvað'hér var um að tefla. En hvað
sem því líður, þá má telja víst, að af
hálfu þings eða stjórnar verður ekkert
gert í þá átt fyrst um sinn.
Ymislegt það, er hér hefi eg nefnt,
er og þess eðlis, að einstöku mönnum
er ekki um megn að reyna það.
Mér væri kært, ef einhverir áhuga-
menn, sem vilja reyna eitthvað nýtt,
sneru sér til mín, áður en þeirbyggja,
og mun eg þá, eftir því sem tími og
ástæður leyfa frekast, benda þeim á,
hvað mér þykir tiltækilegast, og reyna
að leiðbeina þeim; það er áríðandi að
þeir sem leita til mín, láti mér þegar
í té sem rækilegasta vitneskju um,
hvernig til hagar hjá þeim, sérstak-
lega um ristu, mótak, grjót, sand og önn-
ur efni, sem þar eru til, svo og, hvað
stórt þeir vilja byggja og hvaða fyrir-
komulag þeir hugsa sér helzt.
Mér er engu minni ánægja að leið-
beina þeim, sem vilja byggja úr torfi
með einhverri nýbreytni, en þeim sem
kynnu að vilja byggja úr steini (t. d.
steyptum steinum, sjá Búnaðarrit 1903,
4. hefti); en auðvitað mega þeir ekki
gleyma því, að því meiru fé sem hægt
er að verja til húsagerðarinnar, því
betri getur bún orðið. Sömuleiðis vil
eg biðja þá, sem hafa reynt eitthvað
nýtt, eða vita til að það hafi verið
reynt, að láta mér í té vitneskju um
það og hvernig það hafi gefist.
Meðalaldur húsa hér á landi er
hörmulega stuttur í mörgum héruðum,
sumstaðar 8—15 ár, sumstaðar 20 ár
eða nokkuð þar yfir. Afleiðingin er
sú, að alt af verður að vera að byggja.
Sú vinna, sem bændur ættu að nota
til að bæta jarðir sínar, fer í að ditta
að hrörlegum kofum og byggja þá upp
að nýju, og eins fé það, er nota ætti
til að auka bústofn sinn, eftir því sem
býlin batna.
Eg vona, að bændum sé það ljóst,
að brýna nauðsyn ber til þess að bæta
úr þe8su ástandi. En eg vona og, að
lesendum mínum hafi skilist á því sem
eg hef drepið á hér að framan, að ekki
er við því að búast, að bót verði ráð-
in á því í einni svipan, eða að fund-
inn verði einn lausnarsteinn, t. d.
nýtt byggingarefni, sem leysi alt í einu
úr öllum vanda. Bannsóknirnar og
tilraunirnar hljóta að standa yfir lang-
an tíma; sá maður, sem hefir starf
þetta með höndum, verður að stjórna
tilraununum, meta árangurinn af
hverju einu og notagildi þess, og gera
það heyrum kunnugt.
En jafnframt þessu verður að hefja
annað starf. Húsagerð er vandaverk.
En ekki er svo að sjá, að almenningi
hafi verið það ljóst. jþað liggur við,
að hér sé hver bóndi sínsbæjar smið-
ur, þótt ekkert hafi að því numið, og
líku máli er að gegna um kaupstað-
arhús allvíðast. Eg vona að eg geri
engum manni rangt til, þó að eg segi
þetta; íslenzkir trésmiðir kunna yfir-
leitt lítið að húsagerð, hversu góð-
ir smiðir sem þeir eru og hagleiks-
menn. f>að er sitt hvað, að kunna vel
að beita smiðatólum, og að kunna til
húsagerðar, eða að segja fyrir því
verki, ef í lagi á að vera og viðunan-
legt að öllu.
það tvent er eins ólíkt og að stýra
skipi í stórsjó, eða að vísa leið fram
hjá skerjum og inn á höfn.
Einn maður getur með engu móti
komist yfir að leiðbeina öllum, sem
byggja vilja; almenningur, eða þá all-
margir menn, verða því að læra sem
fyrst frumatriðin, almennar byggingar-
reglur, og sérstaklega íslenzkar bygg-
ingarreglur jafnóðum og þær verða til;
það verða að vera til taks menn í
hverju héraði, sem kunna þetta og
geta leiðbeint hinum. Hér verður með
öðrum orðum að taka upp kenslu í
húsagerð. Slík tilsögn hefir verið ófá-
anleg á voru landi til þessa.
Og hverir eiga að læra?
f>að eiga smiðirnir að gera; þeir eru
hvort sem er meira eða minna við
alla húsagerð riðnir; þeir hafa verklega
kunnáttu, sem er að vísu ónóg, en á-
gæt undirstaða undir fullkomnari þekk-
ingu á almennum byggingarreglum, og
þeir eru sjálfkjörnir til þess að verða
húsameistarar þjóðarinnar.
þetta var eitt af því, sem vakti fyr-
ir mér í vor, þegar eg fór þess á leit
við Iðnaðarmannafélagið f Beykjavík,
að það stuðlaði að því, að alþingi veitti
fé til þess að koma á iðnvirknis-
skóla eða iðnskóla í Beykjavík. Iðn-
aðarmannafélagið tók málinu prýðilega,
og alþingi veitti féð orðalaust. Skól-
inn tekur til starfa næsta haust, vænt-
anlega 1. október, og ein af aðalnáms-
greinunum verður húsgerðarfræðin.
Væntanlega verður síðar gerð nákvæm-
ari grein fyrir því, hvaða starf þessi
skóli ætlar sér, og hvert menn eiga
að snúa sér til þeSs að fá inntöku í
hann, hvað langur námstíminn verð-
ur o. s. frv.; en í þessu sambandi vil
eg að eins taka það fram, að það er
ósk mín og von, að einhverir smiðir
ofan úr sveitum finni hvöt hjá sér til
þess að sækja skólann. þeir sem eru
fullorðnir, þurfa ekki að láta sér
þykja neinn vansa að því, að setjast
á fullorðinsárum við að læra það,
sem þeir hafa hvergi átt kost á að
nema á æskuárum, og þeir sem eru
ungir, ættu að láta sér þykja sóma að
þvf, að nema það sem fyrirrennarar
þeirra hafa ekki kunnað. Og allir
munu þeir hafa gagn af því, því að
sá fær bezta atvinnu, sem er bezt að
sér í sinni grein.
Strandasýslu miðri 10. apríl: Vetur-
inn, sem nú er bráðum á enda, hefir verið
einn hinn bezti, sem hér kemur, enda kom
það i gúðar þarfir.
Bændur voru hér miður vel undir hann
húnir eftir hið versta sumar, sem komið
hefir siðan 18^2, máske að undanteknu
sumrinu 1886. Þetta sumar (1903) var
nefnil. svo ákaflega misjafnt, t. d. í Stein-
grim8firði gott meðalsumar, en i öðrum
sveitum sýslunnar svo frámunalega afleitt.
Félagslíf er hér dauft að vanda, og
andlegar hreyfingar ekki merkjanlegar.
En nú er líka nýja stjórnin farin að ýta
við okkur.
Hún hefir skrifað sýslunefndinni og vill
fá að beyra álit hennar um framfaramál
sýslunnar, og vita, hver séu helztu áhuga-
mál sýsluhúa. í>að er góðra gjalda vert,
ef hugur fylgir máli. En þess get eg til,
að vandleitað verði að áhugamálum hér.
Skaftafellssýslu (öræfum) 10. apríl:
Héðan er að vanda fátt að frétta.
Veturinn, sem nú er að enda, helir
verið hinn bezti, sem komið hefir hér í
20 ár; aldrei komið svo mikiil snjór, að
þúfnafyllir hafi orðið, eða þurft að taka
snjóreku frá húsdyrum.
Skepnuhöld eru alstaðar góð, og hey-
birgðir líka, þó að beyskapur yrði enda-
sleppur i haust vegna rigninga.
Beilbrigði manna almenn.
Snemma á góu kom afli hér að landi
og vel fiskreka vart á fjörur; en vegna
gæftaleysis var ekki vel hægt að nota hann,
þar sem útræði er. Samt aflaðist dálítið i
sveitunum hér eystra. Einn hátur á Mýr-
um hafði eitt sinn 43 í hlut af þorski.
Mikið líkar oss tíræfingum vel við prest-
inn, sem hér þjónar í bili, síra Magnús
Björnsson á Prestsbakka. Hann er maður
mjög samvizkusamur, dugandi, góður mað-
ur og brjóstgóður við hágstadda.
Hlutabankinn
er nú ákveðið að taki loks til starfa
15. júní. Ekki víst að seðlarnir komi
fyr en 10. júní. En eftir þeim verður
að bíða.
Yms manntals-atriði.
f>ess er getið í Manntalinu frá hag-
fræðisskrifstofunni i Khöfn, að síðasta
áratug aldarinnar siðustu (eða 11 ár
alls) hafi fæðsc hér að meðaltali á ári
934 fleiri en dáið hati.
ámanntaIsstaðnum,þ.e.voruferðamenn.
f>ar næst 213 danskir, og helmingur
(101) þeirra á ferð. Og 33 færeyskir;
7 þeirra á ferð hér.
Ellefu árum áður voru útlendingar
hér á landi 269, nær helmingur (128)
danskir og rúmur þriðjungur (96)
norskir.
Heímili fara hór smækkandi. f>að
voru 1880 sem svarar 72/6 manns í
heimili að meðaltali á öllu landinu,
en nú ekki nema 6%. Smæst eru
heimilin í kaupstöðunum fjórum: ekki
nema 5 manns þar í heimili að með-
altali.
K o n u r eru fleiri en karl-
a r í hverju landi, en munurinn þó
óvíða meiri en hér, eða ef til vill
hvergi. Hann er nokkuð að kenna slys-
förum: þær eru miklu tíðari körlum
en konum. f>að sést greinilega á því,
að piltbörn á 1. ári voru (1901) fleiri
en stúlkubörn, sem sé 508 af 1000;
stúlkubörn þá 492.
Munurinn hér milli karla og kvenna
á öllum aldri var 1901 sá, að karl-
kyns voru 479 hverra 1000 lands-
manna, en kvenkyns 521.
Fyrir 100 árum (1801) var sá mun-
ur enn meiri. f>á var tala karla að
eins 456 af 1000, en kvenna 544.
Siysfarir hafa þá líklega verið enn
meiri en nú gerist, þótt miklar séu.
Kynferðis-munurinn er í Danmörku
sá, að þar eru konur 513 af þúsundi
hverju, og karlmenn 487. f>að þykir
allmikill munur, þótt miklu minni sé
en hér.
Hér er yfirlit yfir, hve margir karl-
menn hafa lífi týnt hér á landi af
slysförum 1895—1902, þ. e. 8 ár
samfleytt hin síðustu, er skýrslur ná
til:
1896 ... 50
1896 ... 46
1897 ... 136
1898 ... 82
1899 ... 66
1900 ... 97
1901 ... 91
1902 ... 32
Af konum hafa þessi sömu 8 ár far-
ist hér alls 36, þar af 16 eitt árið
(1901), en 7 mest og 1 minst.
Utan þjóðkirkju, þ. e. annarar t r ú-
a r en þjóðkirkjan, voru manntalsárið
(1901) 159 manns alls, þar af 104
karlar og 55 konur.
Meira en þriðjungur þeirra eða 61
alls hafði talið sig utan við öll trúar-
félög, flest karlmenn, en þó 12 konur.
Af hinum 98 voru voru 36 únítarar
og 27 rómversk kaþólskir; 6 aðventist-
ar, 5 mormónar, 2 baptistar o. s. frv.
Af kaþólska fólkinu voru 19 konur og
8 karlar að eins; ella víðast fleiri karl-
ar sértrúaðir en konur.
Ellefu árum áður (1890) voru ekki
nema 27 manns annarrar trúar en
þjóðkirkjan, þar af 12 fríhyggjumenn,
8 mormónar og 3 kaþólskir.
Blindir er talið að hér hafi verið á-
minst ár alls 255, þar af 169 karlar
og 86 konur.
Daufbumbir 66.
Hálfvitar 84.
Geðveikir 133, þar af 97 konur;
geðveiki þeim mikla mun tíðari í kon-
um en körlum.
Holdsveikir 94, þar af 60
karlmenn. En holdsveikratalan sú er
sjálfsagt of lág. Héraðslæknum caldist
sama ár (1901) 133, og dr. Ehlers
prófessor heldur þá hafa verið enn
fleiri.
Af landsins 78V2 þús. íbúum voru
sem svarar 2/s þós. eða 658 fæddir er-
lendis, þar af að eins 126 konur. Af
þessum útlendingum voru lang-
flestir norskir, eða alls 360, en marg-
ir þeirra þó að eina um sinn staddir
það eru ekki margir af oss Beyk-
víkingum, sem hér eru fæddir og upp-
aldir, ekki nema rúm 2000. Hinir
eru tvöfalt fleiri eða um 4000. En
500—600, sem voru hér að eins stadd-
ir, er manntalið var tekið síðast.
f>að er Rvipað hlutfall á Akureyri:
956 aðkomnir; hinir 316 + 98. Sömu-
leiðis á Seyðisfirði: 521 aðkomnir, hinir
258 + 62. En á ísafirði er ekki nema-
liðlega annarhvor maður aðkominn.
Um atvin nubrögð landsbúa er
það að segja, að rúmir % (78%) eða
þrír af hverjum fjórum lifa á land-
búnaði og fiskiveiðum. Ilt er að greina
þar í milli, með því að margir hafa
hvorutveggja sér til framfæris. Ségir
svo í skýrslunum, að 40,000 eða 51%
muni lifa á sveitabúskap eingöngu;
9000 eða 11% eingöngu á fiskiveiðum,.
og 12,000 eða 16% á hvorutveggja
jöfnum höndum.
Fyrir 100 árum (1801) lifðu svo fáir
Iandsmenn á fiskiveiðum, að skýrslur
segja — að nema mundi % af hundr-
aði (%%). Nú liggur við, að 4. hver
maður geri það, og hefir þá talan fimt-
ugfaldast tiltölulega. það er ekki smá-
ræðis-breyting.
Búmir 5 af hundraði er talið að Iifi
hér á handverki og iðnaði. J>eir eru
í Danmörku meira en 4. hluti lands-
búa eða 28%.
Verzluu og samgöngur hafa sér að
atvinnu 4 af hundraði, eða 25. hver
maður; en í Danmörku 15 af hundraði
eða meira en 8. hver maður. f>ar af
átti þriðjungur heima f Beykjavík;.
en fyrir 20 árum að eins sjöttungur.
þeim, sem lifa á landbúnaði og fiski-
yeiðum, hefir farið það fækkandi á
síðari tímum, sem hér segír:
f>eir voru 1880 85%
— — 1890 ................ 82%
— — 1901 78%
Um 3 af hundraði eða 3% fram-
fleyttust á ólíkamlegri atvinnu, og átti
5. hver þeirra heima í Beykjavík.
Loks koma þeir, er lifðu á eigum
sínum (eignamenn, eftirlaunamenn,
próventumenn m. m.). f>eir voru lið-
ugt 2 af hundraði. Sú tala er líklega
hvergi eins lág um hinn mentaða heim.
Sveitarstyrk höfðu (sveitarómag-
ar) 3 af hundraði. f eir voru meira eu
4% af hundraði fyrir 100 árum (1801)
og 20 árum fyrir aldarlokin síðustu
voru þeir nærri 3x/2 af hundraði.
f>etta hefir þeim þó fækkað.
f>að urðu annars furðumiklar sveifl-
ur á þeirri tölu á öldinni. Hún var
t. d. 1860 ekki nema 27/10 af hundr-
aði; en 1870 meira en 5% af hundr-
aði.
Starfsmenn við hlutabankann.
Kunnugt er áður, að framkvæmdar-
stjóri erEmil Schou og gæzlu-
stjórar Páll Briem amtmaður og
Sighvatur Bjarnason Lands-
bankabókari. Framkvæmdarstjóri hef-
ir 8000 króna árskaup, P. Br. 2000
og Sighvatur 4000. Launamunurinn
þeirra í milli er á því bygður, að
Sighvati er ætluð þeim mun meiri
vinna. En jöfn völd hafa þeir al-
veg, gæzlustjórarnir báðir.
Gjaldkeri er ráðinn þórður J,
Thoroddsen héraðslæknir (2500),
ritari cand. juris Hannes Thor-
steinson (1800), bókari kand.
Sveinn Hallgrímsson (1800)
og assistent kand. Jens B. Waage
(1200).