Ísafold


Ísafold - 11.05.1904, Qupperneq 3

Ísafold - 11.05.1904, Qupperneq 3
115 Sveitarpistlar. I. Ásahreppur. Mentun unglinga. Mentuiiaraðferð unglinga þarf hér eins og víðar breytingar við og reglu- bundnara fyrirkornulag en verið hefir. En spurningin er, á hvern hátt fyrir- komulagið er hentugast. Eg er sam- þykkur stefnu síðasta alþingis, og eins anda hr. G. F. í *Lýðmentuni, um það, að barnaskólar í sveitum með beimavistum séu mikils til of kostn- aðarsamir, og að næst liggi að að- byllast endurbætta umgangskenslu. Hér í Ásahreppi mundi að minni ætlan hyggilegast að hafa 4 kenalu- 8taði (skóla) sinn í hverri kirkjusókn (8Óknirnar eru þrjár heilar og 16 bú- endur úr hinni fjórðu) og tvo kenn- ara, sem kendu á tveimur kenslustöð- unum hvor, að kenslan bvrjaði l.okt óber og væri til vertíðar, eða 20 vik- ur. Nytu börnin þá 10 vikna kenslu. Að kenslan standi ekki yfir um ver- tíðina skiftir miklu um kostnaðinn. Hún mundi þá verða vinsælli og fram- kvæmanlegri. Svona fáir kenslustaðir geta þó því að eins verið, að þeim börnum, sem langt eiga til þeirra, sé komið fyrir nálægt þeim með ódýru móti, t. d. fyr- ir 35 a. á dag, eins og hér hefir oft verið. Mun þá ekki lakara að koma börnunum fyrir en að hafa þau heima. Undirstöðuna að allri mentun þurfa heimilin að leggja, og vanda hana sem bezt að kristindómsfræðslunni. Ef næsta alþingi styddi að svona lagaðri mentun unglinga í sveitum, mundi hún taka drjúgum framförum. Jarðrœkt og vatnaágangur. Túnræktinni miðar hér helzt til lít- ið áfram, enda er hún sumstaðar ann- mörkum bundin. Víða byggist út- færsla túnanna á uppþurkun mýranna, Sero sum8taðar kostar mikið að ræsa fram. Ætti ræktun landsins að taka veru- legum framförum, þá þyrfti að hvetja menn betur en gert er til þess að færa út túnin og bæta þau. Engjaræktin er hér að sínu leyti meiri en túnaræktin. Slægjur eru hér víða í betra lagi, en í miklum hluta af hreppnum liggja þær undir stórum áföllum af vötnunum (þ. e. Markarfljóti, þverá og Rangám). Far- vegur vatnanna er orðinn svo hár, að litlar líkur eru til að vötnin haldist í honum lengur, þó að verið sé að hlaða fyrir þau með þeirri vinnu og pening- um, sem hægt er að fá til þess. Er því spurningin unj, hvar þau gera minstan skaða fyrir utan farveginn. I fyrra vetur brutu vötnin sig aust- urávið um Valalækinn, sem ekkitókst að stífla — og eyddu mörg býli í Vesturlandeyjum. Nú í vetur brutu þau sig aftur austur á við, nokkuð ofar, rétt hjá Fróðholti, og gerðu sér þar stóran ós, er líkist Valalækjarósn- um. f>essi Fróðholtsós hálfeyddi og aleyddi nokkur býli, helzt á Bakka- bæjunum. Vatnið úr honum rennur svo í Valalækjarvatnið. Færu vötnin ekki þannig austur á við úr farvegi sínum, mundu þau leita vestur á við og sækja á Safa- “ýri, |>ykkvabæjarengjar, Háfshverfis- eugjar og víðar, og ennfremur spilla Oddahverfisengjum. Er því vert að athuga vel, hvað gera skal, og álíta nákvæmlega, hvort ekki á betur við, hvernig sem á stendur, að rétta þeim, sem fyrir tjóninu hafa orðið, hjálpar- hönd á annan hátt en þann, að glíma við ósana, sem eins má búast við að Verði árangurslítið hvort sem er. Búpeningurinn. Meðferð búpeningsins hefir að mun batnað á síðustu árum hér í kring, svo að hún getur nú talist í góðu lagi. Fénaðarskoðun horfellislaganna ætti því að fara að verða óþörf á hverj ári, en nægja t. d. fimta hvert ár. En fjölgun búpenings gengur ekki greiðlega. Einyrkir bændur, sem margir eru, geta lítið fjölgað skepnum. þar sem ekki er vetrarbeit, hljóta þeir að sætta sig við mjög smáan bú- skap. þennan vet.ur hefir borið í lang- mesta lagi á veikindum í búpeningi, sérstaklega í kúm. Veikin í þeim hefir verið með ýmsu móti. Auk doðasóttar, sem mikil brögð eru að, hefir veikin mest lýst sér í meinsend í hálsinum, sem dregið hefir til dauða, með magnleysi í öllum skrokknum nokkra daga, svo að þær hafa ekki getað staðið, en hefir þó oftast batn- að pftur, —og með spillingu í beinun- um. Beinin hafa verið mjög frauð- kend og meyr. Kýrnar hafa bein- brotnað, svo þeim hefir ekki verið líft. T. d. gengu svo í sundur mjaðmirnar á einni kúnni um burðinn, að önnur mjöðmin var í 4 pörtum.en hin í 5 pörtum, er hún var skorin. Kemur þetta ef til vill af vöntun steinefna og kalkefna í fóðrið, sem beínin nærast af, því það ber mest á því þar, sem stör er gefin. Við veikindunum erum vér ráðalitl- ir, því lítið er um dýralækna, og hitt þó lakara, að ekki er til nýtt, lítið og handhægt rit um helztu veikindi í búpeningi og ráð við þeim. Úr því þyrfti Landsbúnaðarfélagið að bæta eða alþingi, svo fljótt sem hægt er. Sjávaraflinn. Ásahreppur liggur að sjó. Fyrír 20 árum var allmikið útræði í honum. þá gengu hér 7 skip á vetrarvertíð- inni og öfluðu oft vel. Nii er úti með það. Árið 1896 endaði útræðið. þ>á gekk hér eitt skip og fekk einn fisk á skip alla vertíðina. •Farsæll er sveitabúskapur, en svik- ull sjávarafli* hér eins og víðar; er því viðurlitamikið fyrir þjóð og þing, að svifta sveitabændur jafnrétti til yfirráða í þjóðfélaginu, eins og alt stefnir að nú á síöustu árum, svo að bændur eiga það undir náð, að geta komið fram sfnum áhugamálum. Naum- ast er þetta vegurinn til þess, að byggja og rækta landið. Bæti kjördæmaskifcingin ekki úr misfellum þeim, sem orðnar eru á þessu, þá er réttur sveitanna fyrir borð borinn, og framtíðarvon landsins mest bygð á sjávaraflanum. Omagarnir og útgjöldin. Síðastliðið ár voru útgjöldin úr sveit- arsjóði Ásahrepps nær 4000 kr. Fá- tækraframfærið hefir þó mikið lækkað á síðustu árum, en önnur útgjöld fara hækkandi, t. d. hefir alt gjaldið til sýslusjóðsins hækkað meira en til helrainga á síðasta áratug. Nú hafa komið kröfur til hreppsins úr öðrum landsfjórðungum, og ekkert er hægt að vita um þær fyr en þær dynja yfir, og því síður hægt að synda fyrir þær. Væri d v a 1 a r h r e p p u r i n n framfærsluhrep pu r hvers manns, þá kæmu ekki þessar kröfur úr öllum áttum. f>á væri oft hægra fyrir hvern hrepp að hjálpa þurfalingum sínum, sem ein- göngu væru innanhrepps, á annan hátt en með sveitarstyrk. f>á væri ekki fátækraflutningurinn. |>á væru fátæklingar ekki hálf-tæld- ir til að taka sveitarlán eða reknir burtu. þá minkaði rekistefnan og mála- vastrið út úr ómögunum. þá kæmu hrekkjóttar sveitarscjórnir ekki við neinum brögðum til að losa sig við ómagana og koma þeim á aðra hreppa, sem ekki vilja beita þeirri aðferð. Og þá eru líkur til að fátækir ráð- leysingjar héldu betur utan um efni sín, og flökkuðn minna og nytu meiri mannúðar. Hver maður ætti þá að vera þar sem hann vill og getur komið sér fyr- ir, og sektir lagðar við, ef hrepps- nefndin hindrar það. En þeir, sem ekki geta komið sér fyrir, ættu hrepp þar, sem þeir áttu lögheimili síðast. Sá sem tekur utanhreppsmannn ætti að annast um, að hann kæmist ekki á hreppinn fyrsta árið. Sýslusjóðsgjaldinu gengur hér að hækka, þótt síðasta alþingi bætti ekki á það með því neyðarúrræði, að bæta úr hinum mikla tekjuhalla landssjóðs á þann hátt, að færa nokkuð af út- gjöldum hans yfir á sýslusjóðina, eins og kom fram í umræðum sumra þing manna um viðhald landssjóðsvegauna. Auk þess hvað þstta væri ósanngjarnt við hafnlausu sýslurnar, væri það ekki sæmandi aðferð. Hitt væri afsakan- legt, þó syslunum væri gert að skyldu að leggja fram ákveðinn hluta, eða viðhald, til þeirra vega, sem hér eftir væru lagðir, ef það væri fyrir fram borið undir þær og þær vildu gauga að því sjálfar. Sig. Guðmundsson. Framfarafélagsmaðurlnn, sem fór að 6egja frá því um daginn hér í blaðinu, er gerðist á fundinum, sem bankastjórinn ætlaðist til aðbyggi sóknarnefndinni bana- ráð, segir, að hann (Tr. G.) hafi fengið fult kúgildi eða meira af viðstöddum vinum sinum eða bóngóðum fylgisfiskum til að votta i einhverju blaði (stjórnar-gagninu?), að bankastjórinn bafi engan leynifund haldið eftir á og að þar bafi aldrei verið stnngið upp á bankamönnum þeim 6, sem þar voru nefndir. En hann segir þetta verndar- engla-kúgildi ekkert geta um það vitað, hvort bankastjórinn bafi nokkurn leynifund hald- ið eða ekki. Þeir geti í hæsta lagi sagst hafa ekki á slíkan fund komið sjálfir. Þar að auki segist hann aldrei hafa full- yrt, að þessir 5 hankamenn hafi verið til nefndir i sóknarnefnd. Hann hafi sagst hafa heyrt það, en tekið fram berum orð- um, að hann vildi ekki ábyrgjast það. Að öðru leyti segir hann, að kúgildið beri alls ekki á móti þvi, sem hafi ver- ið mergnr málsins í frásögunni um að- alfundinn, þann í sjálfu Framfarafélaginu: a ð bankastjórinn hafi stungið upp á fri- kirkjumönnum í sóknarnefndina, meira að segja 8afnaðarfulltrúum úr fríkirkjunni,og að hlegið hafi verið að því af fundarmönnum, og loks, a ð hann hafi flúið úr f undarstjóra- sæti undan hlátrinum. Hann segir, að sér hafi dottið i hug að safna undirskriftum i móti frá öðrum fundarmönnum, svona rétt af rælni. En hann hafi séð það í hendi sér, að það gæti dregið eftir sér óþægilegan dilk, er sér kynni að verða kent um. Ekki þyrfti annað en að einhver i hópnum ætti ein- hvern í ætt sinni, sem kynni að þurfa á láni að halda í bankanum þessar 3—4 vikur, sem eftir eru þangað til hlutabank- inn kemur,þótt ekki væri nema 50—60 kr.,og ef bænarskjalinu væri þá hent frá sér og sagt: »þér fáið enga peninga«, þótt stórefnamað- ur ábyrgðist, eða að hann yrði yfirheyrður rækilega um, hvað hann ætlaði að gera við peningana, þá yrði sér ef til vill um kent, og það segist hann ekki vilja vinna til. Hlutabankaútbúin. J>au á að reisa 3 í sumar: á ísa- firði, Akureyri og Seyðisfirði, byrja öll 1. sept. Fyrir ísafjarðarbúinu stendur H e 1 g i Sveinsson verzlunarmaður, fyrir því á Akureyri þorvaldur kaupm. Davíðsson líklega, og fyrir Seyð- isfjarðarbúinu Eyólfur Jónsson klæðsali. Gjaldkeri verður á Seyðisfirðí Lárus S. Tómasson bóksali og á Akureyri Schiöth póstafgreiðslumaður. Yms tíðindi erlend. Hin fyrirhugaða, mikla gripasýn- i n g í St. Louis í Ameríku bófst fyrra laugardag, 30. f. mán., og á að standa 7 mánuði fulla, að sunnudögum frá- skildum — henni er þá lokað. Hún er haldin í minning þess, að stjórn Bandaríkjanna keypti ríkið Louisiana, sem nú er og St. Louis er höfuðborg í, af Napóleoni mikla fyrir 100 árum. það er hin langmesta sýning, er nokkurn tíma hefir haldin verið. Sýningar8væðið er helmingi stærra en það í Chicago fyrir 9 árum. þar eru 14 höfuðsýningarhallir. Að undir- búningi sýningarinnar, húsagerð m. m., hefir verið unnið 5 ár samfleytt af 30 þús. verkmanna að jafnaði. Kostnað- ur 180 milj. kr. Roosevelt forseti opnaði sýninguna heiman frá sér í Hviiahúsi í Washing- ton með því að drepa fingri á lítinn hnapp. þ>á fór alt í hreyfingu á sýn- ingarsvæðinu, óraveg í burt. Svo er mikill kyngikaftur rafmagnsins. Játvarður konungur og Alexandra drotning brugðu sér tii írlands skömmu eftir heimkomuna frá Khöfn. f>eim var fagnað þar forkunnarvel hvar- vetna, og fóru þó víða um land. f>ar eru mikil umskifti orðin á hugarþeli landslýðsins í garð konungs og hans manna. f>að bar til í miðjurn f. mán. (15.), að keisarahöllin í Söul í Kóreu brann til ösku. f>að hafði verið af manna völdum. Keisari var þar ekki stadd- ur og hans fólk. Ríkisþinginu í Khöfn var slitið 23. þ. m., að óloknu hýðiugarfrumvarpi Alberti, en þess vegna helzt hafði þó þinginu verið haldið áfram eftir pásk- ana. f>að kostaði ríkissjóð 50—60 þús. kr. f>jófurinn Johannes Pedersen, sá er stolið hafði eða svikið út samtals nær */4 milj. kr. frá Sameinaða gufuskipa- félaginu, á mörgum árum, hefir verið dæmdur í 5 ára betrunarhússvinnu. Skriðuhlaup hafa orðið að bana nær 100 manna á 2 stöðum í Sviss og á Ítalíu. Landskjálftar urðu á Balkansskaga hingað og þangað um páskaleytið. — f>á hrundu um hús 1500 í Saloniki (þessaloníku) og hlutu 25 menn bana, en 40 meiddust. Látin er nýlega í París ísabella Spánardrotning, er áður var, rekin þar frá ríkjum 1868. Hiin varð tæplega hálf áttræð. Samuel Smiles hinn enski, er samið hefir ritið Sparsemin og fleiri góðar bækur þess kyns, er nýlega dáinn, langt yfir nírætt (f. 1811)t Sömuleiðis einn hinu frægasti læknir Breta, Henry Thompson. Maura heitir forsætisráðherra Spán- verja. Hann var á ferð nýlega í Barcelona. f>ar er sýning. f>á gekk maður að honum og lagði hann rýt- ing. Ekki varð það mikið sár. Mað- urinn var höndlaður þegar. Hann er óstjórnarliði og heitir Artal. Hana bíður nú dóms. Upp komust nýlega samsærisráð af Búa hálfu nokkurra í Transvaal til uppreisnar gegn Bretum. Bretum tekst ekki enn að ganga í milli hols og höfuðs á uppreisnarhern- um í Somalilandi.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.