Ísafold - 14.05.1904, Side 2

Ísafold - 14.05.1904, Side 2
118 snekkjur á vakki nærri véttvangi, er dagur rann, og tóku þá Eússar til að gefa sig alla við þeim. f>oka var á landi, en sæmilega bjart til sjávarins úti fyrir Port Arthur; inn til flóans var dimt að sjá í norður og austur, úti fyrirTalienvan. |>ar leynd- ist Togo með meginflotann. f>að var ys á Rússum, vegna skot- hríðarinnar um nóttina. Makaroff sér, að Japanar eru liðfáir úti fyrir. Hann hugsar sér til hreyfings og leggur út 3 höfuðorustuskipum sínum og 3 bryn- snekkjum. f>ar við bættist bryndrek- iun Bajan fyrir utan hafnarmynnið; hann hafði barist um morguninn við tundurskeiðadólga Japana. Makaroff var sjálfur á einu höfuð- orustuskipínu, Petropaulowsk; það var aðmírálsskip hans. f>egar Japanar sáu, að Bússar voru komnir út fyrir tundurduflasviðið og að þá hafði hvergi sakað, lögðu þeir sfn- um skipum til hafs, bryndrekunum, brynsnekkjunum og tundurskeiðadólg- unum. f>eir fóru mikinn, og Rússar drógu ekki af sér heldur. f>eir skutu á eftir Japönum sem hraðast á löngu færi. Japanar sendu þeim kveðju í móti við og við, til málamyndar. f>á er Japanar höfðu gint Rússa á eftir sér nærri 4 vikur sjávar, loftrit- uðu þeir Togo aðmíráli, hvar komið væri. Hann var þá því miður stadd- ur um 7V2 viku sjávar burtu, og var að svamla þar í þoku og stórrigningu. Hann bregður þó við jafnharðan og stefmr í leið fyrir Rússa með ærnum hraða. En þá tekur að hvessa og léttir þokunni. f>að varð Rússum að happi. Makaraff sér reykinn frá meginflotan- um Japana og skilur nú bragð þeirra. Hann snýr við jafnharðan og hraðar áér sem mest hann má til Port Arthur. En Japanar hertu skriðið á eftir ekki miður. »Og dró arnsúg í flugnumi, hefði þar mátt segja, eða því líkt eitthvað, ekki síður en um f>jaza jötun, er hann elti Loka forðum. Rússar höfðu ekki látið ginnast nógu langt undan landi. f>eir fengu forðað sér í skotskjól við landvirkin áður en Japanar drægi þá uppi eða kæmist í nýtilegt skotfæri við þá. f>á verður sviplegur atburður. Aðmírálsskipið rússneska, Petropaul- ovsk, reikar yfir á stjórnborða fram- anhalt og sökkur á skömmu bragði. f>að hafði rekist á eitt tundurduflið frá Koryo Maru. Sú gildran þeirra Japana hafði hrifið. Rússum varð svo felmt við þetta voðaslys, að flotafylking þeirra riðlað ist öll. f>eir sáust skjóta af skipum sínum framundan sér í sjóinn, eins og út í bláinn, til þess að reyna að eyða heljarvélum þeim, er þar kynnu enn að leyDast. f>etta var klukkan rétt 10V2 árdegis. f>egar skip Rússa, þau er eftir voru, höfðu hreinsað þann veg fyrir sér leið- ina, þræddu þau hvert eftir öðru inn á höfnina, í skjóli skothríðar frá virkj- unum á Gullhæð, sem er rétt austan við hafnarmynnið. f>ar var enn þoku- slæðingur og hlífði þeim nokkuð. f>au voru öll komin inn á hádegi. Nú er þar til að taka, er fyr var frá horfið, um viðureign tundurbáta- flotans japanska og Rússa um nóttÍDa. f>aðan sér til ferðar rússnesks tundur- skeiðadólgs, er stefndi til Port Arthur, og var að sjá að kæmi norðan frá Dalny. Dalny er rússneskur bær austan á skagatánni, sem Port Arthur Stendur á, rúma þingmannaleið þaðan. f>eir stefna þegar í leið fyrir hann, Japanar, og skjóta hann í kaf á 10 mínútum. Meðan þeir voru að reyna að bjarga skipshöfninni þeirri, sjá þeir hvar skríður út úr þokunni rússneskur bryndreki geysimikill, með 4 reykháf- um, og för í með honum annar tundur- skeiðadólgur rússneskur. f>eir stefndu og til Port Arthur. Tundurdólgurinn lagði á tíótta og fekk forðað sér. En bryndrekann gátu Japanar ekki við ráðið þar. f>að var Bajan, sem fyr segir frá. Hann hélt leiðar sinnar, unz fyrir honum verður brynsnekkju- flotadeild JapaDa vestar betur. f>ar tekst orusta. En í því bili kemur Makaroff út af höfninni með megin- flotann. f>á slæst Bajan þar í för, eftir bendingu frá Makaroff. Ekki sakaði Japana hót í þessari viðureign annað en það, að 2 menn urðu lítils háttar sárir á tundurdólg- um þeirra. Skömmu eftir hádegi lét Togo aðmír- áll undan síga til hafs. En hann gerði aðra tilraun að ginna Rússa út morg- uninn eftir (14. apríl). f>að tókst þó ekki. Og enn kom hann þriðja daginn, lð. apríl, í námunda við Port Arthur með allan flotann. f>á voru þeir í fyrsta skifti í bardaga, nýju bryndrekarnir 2, er Argentínaríki seldi Japönum í vet- ur og þá voru nýsmíðaðir í Genua. f>eir heita Kasaga og Nisshin. f>eir höfðu svo hraða ferð austur, að þeir komust það á 36 dögum, frá Genua austur í Japan. En það þykir annars fullhart farið á 54 dögum. f>eim var nú falið að skjóta á sjálfa Port Arthur úr leynivog langt þaðan, Pigeon Bay. f>eir gerðu það tvær stundir samfleytt og þóttu ganga vel fram. Frá falli Makaroffs aðmíráls segir svo amerískur tíðindamaður, er stadd- ur var í Port Arthur: Eg stóð á Gullhæð og horfði á í kíki, er flotinn rússneski með Petropaulowsk í broddi fylkingar elti smáskipaflota- deild Japana alla leið í hvarf lengst úti í flóa. Eg beið þess órór, að rússneski flot- inn kæmi aftur í Ijósmál. Einni stundu síðar sé eg, hvar mikill skipafloti kem- ur af hafi utan og stefnir inn á leið. Skipin voru svo mörg og reykjarmökk- urinn svo mikill, að skip Japana hlutu þar að vera komin líka. f>au þokuð- ust nær og nær, og fæ eg þá talið ekki færri en 14 vígdreka japanska að baki rússneska flotanum. En með því að ekki dró það saman með hon- um og skipum Japana, að tök væri á að skiftast við almenmlegum skot- kveðjum, námu Japanar staðar 18 rastir undan landi (sama sem tæpa 2a/2 viku sjávar). Rússneski flotinn hélt nú beint inn eftir í fylkingu og Petropaulowsk á undan. Eg veitti því vandlega eftirtekt, forustuskipinu, þessu heljar-ferlíki, er sjórinn hvítfyssaði undan langar leið- ar og stefndi fallbyssukjöftunum beint í móti fjandmönnum sínum. f>egar það var komið á móts við Rafljóss- klett, austur af Gullhæð, voru tund- urbátarnir komnir inn í sjálft hafnar- mynnið. f>á er alt í einu engu líkara en að báknið svimi. f>að riðar til. Og upp skýtur hvítum strók nærri kinn- ungnum á stjórnborða. f>ví næst heyr- ist eins og tvöfaldur hvellur, dimmur og þungur. Aðmírálsskipið huldist alt f gulmórauðum reykjarmekki. *f>eir hleypa af albyrðis!« kallar stórskyti, er stóð við hliðina á mér. — Að hleypa af albyrðis eða senda frá sér albyrðis dembu er það kallað, er bleypt er af í einu öllum fallbyss- unum öðrum megin á skipinu, frá endi- langri skipshliðÍDni. — Eg einblíndi áfram gegnum kíkinn, orðalaus og óttasleginn. Eg sá rof úr skipi detta niður úr loftinu, stykki úr reiðanum og fram- siglunni; eg sá eld og bál-gusur. f>að sökkur, það sökkur! kallar ein- hver við hliðina á mér. f>á drynur við annar hvellur í loft- inu, og því næst hinn þriðji. Brotin flugu í allar áttir. Rekalds- drumbum og mannabúkum ægði saman. f>að var ægileg sjón. Eg áttaði mig þá fyrst á því, hvað um var að vera, er eg sá skipið taka til að hallast. Framendinn seig allur hægt niður og snarhallaðist á stjórn- borða, þar til er öldustokkurinn var horfinn. f>á hvarf framsiglan smám- saman. En enn sá á stjórnturninn. Síðan hurfu reykháfarnir. f>að var eins og þeir hlunkuðust niður í gegn- um sjóinn. Eg sá menn í sjónum, sá þá reyna að halda sér dauðahaldi við glerhálan skipsskrokkinn. En loga lagði upp hvaðanæfa. Enn heyrðist síðasti sprengingarhvellurinn. f>á var alt búið. Petropanlovsk var undir lok liðið. f>að var eins og sjórinn lykist upp, eins og Ægir opnaði giníð og svelgdi það í sig, gleypti hið mikla bákn f einum munnbita. f>ar sáust engar menjar eftir, nema einhverir smáflekar, þiljuhlerar eða þess háttar, og fáeinar mannskepnur busiandi í dauðateygj- um. Eg flýtti mér þangað sem komið var raeð á land þessa fáu, sem bjarg- að varð, og farið með þá upp í sjúkra- hús. Eg átti tal við einn, sem var lítið sár. Hann var merkjasveinn á Petropaulovsk og heitir Boekhoff. Hann sagðist hafa veríð staddur í stýrisklefanum uppi á stjórnpallinum, og verið að fletta upp í merkjabókinni. Síðasta merkið frá aðmírálnum hafði verið, að tundurbátarnir ættu að halda inn á höfnina. Petropaulovsk hægði á sér og lá nærri kyrt. f>á kemur alt í einu í það ákafur titringur. Eg heyrði voðalegan sprengingarhvell, og þá annan, og einn enn. Eg rauk fram í dyrnar á stýris- klefanum. En komst; ekki út af því, að stýrismaðurinn var þar fyrir. Eg stökk upp í gluggann og út um hann. Skipið hallaðist ákaft. Eg bjóst við þá og þegar, að því rnundi hvolfa. — Eg sá yfirmann einn liggja á stjórn- pallinum í blóði sínu. f>að var Mak- aroff aðmíráll. (Hann hefir þá ekki verið niðri í káetu, eins og fyrst fréttist). Hann Iá á grúfu. Eg hljóp þangað sem hann lá, þreif í öxlina á honum og fór að reyna að reisa hann á fætur. — Mér virtist skipið sökkva í annan endann. Spýtnabrot flugu hvaðanæfa. Eg heyrði voðaleg hrellingaróp og ó- skaplegan skruðning. Reykinn lagði upp í kafþykkum mökk og mér sýnd- ist bálið teygja sig upp á stjórnpallinn, þar sem eg stóð og var að stumra yfir aðmírálnum. Eg fleygði mér út yfir öldustokkinn og sogaðist eitthvað niður, en náði í eitthvað að halda mér í. Eg tók eftir þvi, að siglutrén féllu. Meira man eg ekki. Gamall maður hvítskeggjaður var á skipinu. Hann hafði mikið skegg og sítt. Hann var góður við hásetana. Hann hélt á bók í hendinni. Hann var annaðhvort að skrifa í hana eða draga upp myndir. f>að var hann Verestchagin — málarinn heimsfrægi. Hlu tabankinn. Hann hefir fengið sér húsnæði í hinu nýja húsi Guðjóns Sigurðssonar, gegnt pósthúsinu, í austurendanum, er veit út að Pósthússtræti og Hafn- arstræti, beint upp frá Bæjarbryggj- unni. Hann er þar ágætlega settur. Bankastjórinn, hr. E m i I S c h o u, lætur þess getið, að hann verði þar að hitta til viðtals hvern virkan dag kl. 12—3 upp frá þessu, þótt bankinn sé ekki tekinn til starfa, þangað til það verður (15. júní), til þess að gefa mönnum kost á að eiga viðtal við hann um væDtanleg viðskifti við bank- ann. Bætum iðnaðiun. Ekki verður þvf neitað, að iðnaðar- mannaflokkurinn er mjög varkár að láta til sín heyra; það er eins og fáir finni til þess, hvað hann stendur illa að vígi. En þar er margt ógjört. Naúmast verður í fám orðum sagt, hvaða tjón er fyrir ÍBlenzka iðnaðar- menn, að láta það afskiftalaust, að svo mikið af iðnaði þeim, sem hægt er að framleiða í landinu, er svo mjög keypt- frá útlöndum. Vér sitjum auðum höndum liðlangan veturinn og sjáum aðra kaupa hit.t og þetta, og oft mið- ur vel af hendi leyst. Eu meðan svo virðist, sem iðnaðarmönnum þeim, er utan fara, sé geðfeldara að panta en að vinna að því sjálfir, er ekki fram- fara von um innlendan iðnað. Um langan tíma hefir sú skoðun verið ríkjandi meðal íslendinga, að fs- lenzkir iðnaðarmenn gætu ekki búið til eins sélega iðnaðarmuni eins og hægt væri að fá frá útlöndum, og ef þörf væri á einhverju vandasamara en alment gerist, þá væri sjálfsagt að panta það. jpetta á þvf miður við rétt rök að styðjast; og jafnvel enn í dag er ástæðan til þess eflaust sú, að traust almennings á iðnaðarmönnum er ekki eins örugt og vera skyldi. Vera .má og, að það sé þeim stundum of vaxið,. oft af því, að vinnuvélar vantar, og yrði þá máske dýrara. En svo má ekki vera. Eitt er það, sem ekki mælist vel fyrir, og það er, hvernig iðn-nemar eru úr garði gerðir, þegar þeir hafa lokið námi sínu heima eftir 3—4 ár eða lengri tíma, ef þeir þá vilja leita til annarra landa til að fullkomna sig. f>á er nærri alment, t. d. f Kaupmanna- höfn, að þeir verða að v#ra 1—2 ár við nám í viðbót, hverfa þá heim aftur, og eru þá oft lítið betri en þegar þeir fóru, í stað þess að fara þá lengra og kynna sér það, sem er fegurra og betra, því námstíminn er naumast meira en und- irbúnÍDgur fyrir ókomna tímacn. Danir segja í ferðabók sinna iðnað- armanna: •Vandreaarene betyder jo for Haand- værkeren det samme som Universitetet for Studenten«, þ. e. ferðaárin eru iðnaðarmanninum hið sama Bem há- skólinn stúdentinum. Hér dylst ekki, að hið fyrsta, sem þarf að gera, er að búa hina uppvax- andi iðnaðarmenn betur úr garði, svo þeim gefist kostur á að öðlast þá þekk- ingu, sem krafist verður á komandi tíma, að þeir kunni sitt verk vel, og liggur næst að ætla, að þeír iðnmeist- arar, sem leggja undirstöðu að lífs- starfi þeirra, eigi hægast með að glæða og styrkja vilja þeirra og fá þá til að bera virðingu fyrir starfi sínu. Margt mætti benda á, sem oss vant- ar, en tfminn leyfir ekki að þessu sinni. Skal eg því að eins leyfa mér að nefna tvö atriði, sem mér virðast mestu varða. Hvorttveggja vantar oss íslendinga algjörlega. Enda er það mikill starfi að koma því vel á fót, svo að tilætl- uðum notum verði. En það er dráttlistarskóli og iðnað- arsýningar. Full sönnun er fengin fyrir því, að undirstaða alls iðnaðar er góður náms skóli. En til þess að koma honum í gott horf, þarf fyrst og frsmst töluvert

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.