Ísafold


Ísafold - 21.05.1904, Qupperneq 2

Ísafold - 21.05.1904, Qupperneq 2
126 Um Laxárbrúarmálið o. fl. eftir Kjartan Helgason próf. i Hvammi °g Torfa Bjamason skólastj. í Olafsdal /Skýrsla um fuud Yesturamtsráðsius 25. júlí f. á. er prentuð í Stjórnartíð. 1903 B-deild bls. 190—208. Sýslu- reikningarnir úr Dalasýslu eru þar fyrirferðarmestir. þeir höfðu legið fyr- ir fundinum þrefaldir í roðinu (fyrir árin 1900, 1901 og 1902) með allmikl um athugasemdum; sérstaklega hafði reikningurinn yfir kostnað við Laxár- brúna valdið miklum glundroða. Um hann og fleira, sem snertir reikninga Dalasýslu, hafði verið þjarkað nærri heilt ár við amtmanninn. Amtmaður þurfti þvf að gefa fundinum skýrslu til þess að greiða úr þessari reikninga- flækju. Og hann gerði það líka á Binn hátt. Skýrsla hans er tekin upp í fundargerðirnar. J>ar er sagt frá umkvörtunum þeim, sem komið hafa frá nokkurum sýslunefndarmönnum í Dalasýslu, yfir reikningsfærslu sýslu- manns þeirra. En frá því er sagt á þann hátt, að ókunnugir menn hljóta að fá alveg ranga hugmynd um málið, ef þeir lesa fundarskýrsluna eina og trúa henni. Við neyðumst því til að bæta þar við nokkrum athugasemdum, sórstaklega vegna amtsráðsfundar- mannanna, sem nauðsynlega þurfa að þekkja meira en aðra hlið málsins. I. Fyrsta kæran (18. júlí 1902) út af reikningsfærslu sýslumannsins kom til af því, að hann hafði gert sýslusjóði reikning fyrir 13 krónum fyrir hverja tunnu af sementi því, sem fór í Laxárbrúarstöplana og keypt var hjá verzluninni í Búðardal. En verzlunarstjórinn skýrði frá því, að verðið hefði verið 11 kr. Sýslumaður gerði amtmanni (og >þjóðólfi«) grein fyrir því, hverníg á þessari skekkju Btæði: Verzlunin hafði fyrst gefið sýslumanni reikninp fyrir sementinu á 13 kr. (reikningsverð), en veitt svo af- slátt eða uppbót á eftir (gegn peninga- borgun). Erá þ e s s u hefir amtrnað- ur skýrt amtsráðinu, og er svo að heyra sem honum þyki kæran hafa verið óþörf og finni ekkert athugavert við aðferð sýslumannsins að því er sementskaupin snertir. Sýslumaður blandar reikningum sýslunnar saman við sinn eiginn reikning, pantar í sam- einingu sement til Laxárbrúarinnar og fjósbyggingar heima hjá sér, setur svo á brúarreikninginn það af sementinu, sem dýrast reynist, lætur sýslunefnd- ina ekkert vita um þann afslátt, sem hann fekk, á sementsverðinu, fyr en hann hefir verið kærður. Sementið er keypt árið 1900. f> ó a ð sýslumað- ur hefði ekki það árið fengið að vita um afsláttinn, var bonum þó tilkynt bréflega af verzlunarstjóranum, hve mikla uppbót hann fengi, á ð u r en hann samdi sýslureikninginn fyrir 1901, svo að þar hefði mátt taka uppbótina til greina, ef bréfið hefir komist til skila. En þ ó a ð það hefði glatast, þá hafði þó sýslumaður fengið við- skíftareikning sinn frá verzluninni fyr- ir árið 1901 — þar sem uppbótin er tilfærð — á ð u r en bann hélt aðal- fund sýslunefndarinnar 1902. Sá fund- ur neitaði að samþykkja sýslureikning- inn 1901 vegna útgjaldanna til Lax- árbrúarinnar. |>á hefði sannarlega leg- ið beint við, að sýslumaður skýrði frá uppbótinni, svo að hún yrði tekin til greina í áætlun um tekjur og gjöld næsta árs; það hefði verið hrapalleg gleymska af honum, að muna ekki eft- ir því þ á, þegar hann var að reyna að fá sýslunefndina til að samþykkja reikningana, en henni ofbuðu útgjöld- in. Og enn þá brýnna tilefni hafði hann til að muna það skömmu síðar — á aukafundi sýslunefndarinnar, því að þann fund kallaði sýslumaður sam- an eingöngu til þess að tala um Lax- árbrúna, og sýna fram á, að hann þyrfti meira fé til hennar. Sýslunefnd in veitti þá eftir beiðni hans 700 kr. í viðbót til brúarinnar. Sú fjárveit- ing hefði ef til vill orðið einu hundr- aði minni, ef þá hefði ekki e n n g 1 e y m s t að skýra frá uppbótinni, eða hinu sanna verði sementsins. Sýslumaður rumskaði ekki, fyr en amtmaður fór að ýta við honum út af kærunni. í kærunni er þess getið, að sýslu- maður hafi talið verðið á hverri sem- entstunnu 14 kr. í reikningi þeim yfir brúarkostnaðinn, er hann sendi landshöfðingja til þess að fá útborg- aðan landssjóðsstyrkinn, sem ekki mátti vera meiri en J/3 af öllum brú- arkostnaðinum. Amtmaður segir, að þessi reikningur sé >eigi neinn reikn- ingur, heldur öllu fremur áætlun«, og ber landshöfðingja fyrir því, að það hefði engin áhrif haft á útborgun styrksins, hvort verð sementsins væri talið 11 eða 14 kr. Skjalið, sem amtmaður vill ekki kalla reikning, heldur áætlun, er á þessa leið: Beikningur yfir kostnað við brúargerð á Laxá. 64 tn. af sementi á 14 kr kr. 896 00 Vinna við brúarstöpl- ana sumarið 1900 ... — 1425 37 Vinna við brúarstöpl- ana sumarið 1901 ... — 540 001 (340 00) Viður í brýrnar ... — 1280 001 (1100 00) Járn — 425 00 Smíði — 300 00 Flutningur á efni að brúarstæðinu — 80 001 (50 00) Að fletta trjám í gólf brúnna — 54 00 5000 37 |>e8si upphæð er &ð öllu borguð. Við þetta bætist: 1. 1 tré 22 feta langt c. kr. 25 00 2. Elutningur á viðum . — 35 00 3. Eyrir járn sem skemdistc. — 25 00 4. Eyrir að endursmíða það, sem brotnaði, og koma brúnni á, c. . . . — 200 00 285 00 Skrifstofu Dalasýslu 4. des. 1901. Björn Bjarnarson. >J>essi upphæð er að öllu b o r g u ð «, segir sýslumaður í reikn- ingi þessum; en amtmaður segir: það er áætlun, og gefur með því í skyn, að ekkert geri til, þó að krítað sé lið- ugt. Satt er það, að viðbótin — 4 síðustu liðirnir — er áætlun, og hefir enginn fett fingur út í hana. En 8 fyrstu liðirnir, að upphæð kr. 5000 37, er reikningur — rangur reikningur. Verðið er of hátt á sumu, og við einn liðinn er bætt kostnaði, sem brúnni kom ekki við. Of langt mál yrði að sýna fram á það hér, hve mikið er of- reiknað, enda gætum við það ekki ná- kvæmlega; en það getum við fullviss- að amtmanninn um, að ef alt, sem of- reiknað er, væri dregið frá, þá yrði ekki eftir 5100 kr.; en það þurfti upp- hæðin að vera til þess að allur lands- sjóðsstyrkurinn (1700 kr.) fengist. í bréfi til amtsins, dags. 19. ág. 1902, gerir sýslumaður grein fyrir því, hvers vegna hann telji verðið á sem- 1 Neðri talan hefir fyrst verið skrifuð, en efri taian skrifuð ofan í hana. entinu svona hátt, 14 kr. á tunnu, 1 krónu hærra en hann telur það í sýslureikningnum. Hann segir, að því valdi pakkhúsleiga o. fl. Og á sýslu- nefndaríundi 1903 sýndi hann til sann- indamerkis kvittun fyrir pakkhúsleigu árin 1900 og 1901, að upphæð 30 kr. Sumum sýslunefndarmönnunum þótti þetta tortryggilegt, því að þeir vissu, að sementið hafði ekki í hús komið, tóku því afskrift af kvittuninni, sendu hana þeim manni, er kvittunina hafði gefið, og beiddu hann um skýringu. Kvittunin, sem sýalumaður sýndi, var þannig: Björn sýslumaður Bjarnarson hefir greitt mér í pakkhúsleigu fyrir árið 1900 20— tuttugu —kr. og fyrir árið 1901 10— tíu — krónur. Beykjavík 8. ág. 1902 Guttormur Jónsson. En skýringin, sem við fengum, var þannig: Eg undirskrifaður votta hér með að gefnu tilefni, a ð það sem sýslumað- ur Björn Bjarnarson á Sauðafelli borg- aði mér í pakkhúsleigu fyrir árin 1900 og 1901 og eg kvittaði fyrir í Beykja- vík 8. ágúst 1902, var ekki fyrir geymslu á sementi því, er brúkað var til Laxárbrúarinnar, heldur fyrir geymslu á ýmsum öðrum vörum, og a ð ekkert af sementinu var geymt í húsi því, er eg hafði umráð yfir, nema ef vera skyldi 3 eða 4 tunnur síðara árið. p. t. Beykjavík 2. júlf 1903. Guttormur Jónsson. Á síðasta sýslunefndarfundi lagði sýslumaður fram reikning yfir kostn- að við Laxárbrúna frá upphafi, en þá var pakkhúsleigukvittunin horfin úr fylgiskjölunum, og engin pakkhúsleiga talin til brúarkostnaðar. II. Eyrstu kærunni út af sýslureikning- unum 1900 svaraði amtmaður 15. sept. 1902, og gat þess í svari sínu, að >álit manna um, að hitt eða þetta hafi ver- ið of dýrt sett«, geti ekki framar kom- ið til greina, þar sem reikningarnir væru saraþyktir af amtsráði og sýslu- nefnd. Nokkrir (5) sýslunefndarmenn skrifuðu þá amtmanni aftur og færðu gild rök fyrir því, að nauðsynlegt væri að endurskoða sýslureikningana 1900 af nýju. Amtmaður lét þá undan, og sendi einum nefndarmanninum reikn- ingana með þeim ummælum, að þeir skyldu lagðir fram á næsta sýslufundi til rannsóknar, en ekbi opnaðir fyr. Eftir nokkra rekistefnu leyfði þó amt- maður loks, að reikningarnir væru end- urskoðaðir á venjulegan hátt af hinum bosna endurskoðanda sýslureikning- anna. Helztu aðfinningarnar út af reikn- ingunum fyrir árið 1900 voru fjórar, og hefir amtmaður skýrt frá þeim á amtsráðsfundinum, sagt álit sitt um þær og að nokkru leyti haldið uppi vörn fyrir reikningshaldara. Við skul- um nú minnast á þessar aðfinningar og afsakanir, hverja fyrir sig. ífyrsta lagi er fundið að þvf, að reikningarnir voru ekki löglega end- urskoðaðir. Sýslumaður hafði sjálfur valið sér endurskoðanda, annan en þann sem sýslunefndin hafði kosið. Amtmaður afsakar það með því, að >aérstaklegar kringumstæður hefðu ver- ið fyrir hendi«. En ekki getur hann um, hverjar þær voru. Kunnugir menn hér vestra þekkja þær ekki, nema ef vera skyldu þær, að sýslumanni hafi í þetta sinn verið >sérstaklega« óþægi- legt, að fá sýslureikningana rækilega endurskoðaða. Frjálslyndi er það ó- neitanlega af amtmanninum gagnvart sýslumanni, að taka ekki hart á því, þó að hann brjóti lögin og velji sér sjálfur endurskoðanda; en óþægilegar afleið- ingar g e t u r það haft fyrir sýsluna, þvf að erfitt er fyrir sýslunefndina á fundum — í litlum húsakynnum og á mjög takmörkuðum tíma — að end- urskoða reikninga rækilega, einkum þegar þeir eru jafn illa úr garði gjörð- ir og venja er um sýslureikninga Dala- sýslu. Auðséð var það í vetur sem leið, að sýslumaður Dalamanna þekkir frjálslyndi yfirmanna sinna, og kann að nota sér það. Amtsráðið skipaði svo fyrir á síðasta fundi, að sýslumað- ur skyldi semja reikning yfir allan kostnað við Laxárbrúna í einu lagi og senda hann ‘endurskoðanda fyrir 1. febrúar í vetur. Svona ófrjálslegri skipun gat sýslumaður ekki verið að hlýða, heldur lagði hann Laxárbrúar- reikninginn óendurskoðaðan fyr- ir sýslufundinn í vor — sjálfsagt í von um sama frjálslyndið sér til handa sem að undanförnu. — Geta má nærri, hvernig sýslunefnd og hreppsnefndum gengur að fá þennan sýslumann til að gegna skyldu sinni, þegar amtsráðinu með aðstoð amtmanns gengur það ekki betur en þetta. A n n a ð kæruatriðið var það, að Dalasýslu eru taldar til útgjalda árið 1900 200 kr. til skóla í BúðardaL Sýslunefndin hafði heitið þessum styrk til þess að hvetja til skólastofnunar; en varla hefir hún ætlast til, að fénu yrði eytt fyr en einhver Bkóli væri stofnaður. Nú var enginn skóli til £ sýslunni árið 1900, og ekki fyr en haustið 1901. þá var farið fram á það við sýslumann, að hann léti þetta fé af hendi rakna til skólans; en hann neitaði því (skriflega). í amtsráðs- fundargjörðunum stendur, að amtmað- ur hafi >löngu áður en kæran kom fram gjört ráðstafanir til þess að kom- ast fyrir um«, hvernig á þessu stæði. Já, amtmaður skrifaði sýslumanni 18. marz 1902 og heimtaði skilagrein fyrir þessum 200 kr„ beið svo eftir svari til 13. sept., skrifaði þá aftur og bað um svar, en fekk enga áheyrn. Frá þe8su hefir amtmaður sagt okkur sjálf- ur í embættisbréfi 28. okt. 1902 og er þá að ráðgera að skrifa sýslumanni í þriðja sinn um skólapeningana Eftir alla rekistefnuna komu peningarnir í ljós. Haustið 1902 fekk Búðardals- skólinn áhöld. Sýslumaður hafði keypfc þau þá um sumarið fyrir sýslusjóðs- tillagið, sem hann hafði trúlega geymt í vasa sínum f 2 ár. Ekki lætur amtmaður þess getið í fundarskýrslu sinni, hvað sýslumaður hafi haft sér til afsökunar í þessu efni, og við skul- um þá gjöra honum það til geðs, að þegja um það líka. í þ r i ð j a 1 a g i var sýslumaður- inn kærður fyrir það, að hann telur 55 tn. af sementi til kostnaðar við Laxárbrúna 1900, en brúkaði ekki nema 51 tn. Amtmaður segir í fund- arskýrslunni: »Um sementsnotkun- ina 1900 segjast kærendurnir hafa skilríki í höndum, en þau eru enn ekki fram komin. Sýslumaður lýsír því aftur á móti yfir, að sá maður,. sem álitið hafi, að aðeins hafi verið notuð 51 tn„ geti erigi sagt neitt um þetta með vissu«. Skilríkin, sem við höfðum í höndum, þegar við skrifuð- um amtmanni um þetta, var dagbók verkstjórans. J>að er satt, að við höfum ekki sent amtmanni hana, enda hefir hann ekki farið fram á það. Við héldum líka, að sú skylda hvíldi á reikningshaldara, að sanna, hve miklu hann hefði eytt, en að tæpast Bé heimtandi af sýslunefndinni að hún sanni, hve miklu hann hafi ekki e y 11. — Fullkomin sönnun verður það ef til vill ekki talin, sem verk- stjórinn segir um þetta; en það er þó eina sönnunin, sem til er, fyrir því,. hve mikið af sementi fór í brúarstöpl-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.