Ísafold - 25.05.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.05.1904, Blaðsíða 3
131 jSkipshafnir alls 813 manns. Meðalafli á mann 1,018. Aflinn er töluvert meiri bæði á skip og á mann en íslenzku þilskipin hafa fengið. Skipin mnnu og vera yfirleitt 8tærri nokkuð. Og fiskurinn þar að auki vænni; ekkert af rusli eða smælki, að sagt er. Skóggræðsiumálið. Við fyrirlestur þann, erhr. skógfræð- ingur C. Flensborg flutti hér 14. þ. m. og getið var um í siðasta bl., sýndi hann skuggamyndir af skógunum hér á landi, þar á meðal myndir af ýms- um fallegum trjám i Hallormsstaðar- skógi og þóiðarstaða. Sömuleiðis myndir af ýmsum Btöðum, þar sem skógarnir eru eyddir, en landið blásið upp, svo að eftir eru berir grjótmel- arnir. Hann talaði um skógana í fornöld, og hvernig þeim hefir farið aftur alt fram á vora daga, og að því ylli vond meðferð, hugsunarlaust skógarhögg og beit. Þegar búið væri að eyða skógun- um með því lagi, græfu vötn og skriðu- föll grófir í jarðveginn, er blési síðan upp. Hann sýndi fram á, hve skógarnir væru nytsamir í hverju landi; þeir veittu mönnum smíðarefni og eldivið, væru til skjóls fyrir jurtir og dýr, og auk þess væru þeir til stórrar fegurð- ar. f>á væri ekki minna varið í ó- beina nytsemi þeirra; þeir veittu at- vinnu, og spöruðu áburðinn, með því að brenna mætti við í stað þess sem nú er brent taði. Hann.talaði um skógræktina í öðr- um iöndum, einkum í Danmörku. Hversu stórkostlegt gagn Heiðafélag- ið hefði unnið, ekki eingöngu með því að gera stór og ófrjó svæði skógi vax- in, heldur og með þvf að þetta hefði verið hið bezta róð til aukinna þjóð- þrifa; það hefði stuðlað að því, að gera þjóðina vinnusama, glaða og á- nægða. |>að sem mest væri um vert fyrir skóggræðsluraál íslendinga, væri að vernda þær skógarleifar, sem nú væru eftir, bæði til að afstýra uppblóstri á þeim svæðum, og einkum til þess, að skógarnir gætu þroskast og borið fræ, fiem svo mætti safna og nota til sán- ingar annarsstaðar á landinu. Birkið íslenzka gæti enn orðið stórt og fallegt, ef rétt væri að farið; og auk þess taldi ræðumaður víst, að fleiri viðartegundir mundu þrífast hér. Hann skýrði frá, að á Hallormsstað væru afgirtar til skóggræðslu 15 dagsláttur f skóginum og á Hálsi í Fnjóskadal 20; ennfrem- ur allstór svæði á Grund, þingvöllum og við Rauðavatn. Tré væru gróður- sett á öllum þessum stöðum, og á tveim þeirra (Hallormsstað og við Rauðavatn) væru græðireitir. í ráði væri, að 3 íslendingar færu til Danmerkur til að nema skógrækt, og væri ætlast til þess, að þeir gætu Verið umsjónarmenn við skógræktar- teiga þá, sem þegar eru stofnaðir. Ræðumaður veitti leiðbeiningu um, hvernig bezt væri að fara með skóg- arleifar, sem nú væri til hér. Nauð- synlegt væri að höggva í þeim þar, setn kjarrið væri þétt, og taka þá burt veikustu og kræklóttustu trén, svo hin stærri og veigameiri fengju betri lífsskilyrði. Eins og skaðlegt væn að höggva of mikið, eins væri hitt líka skaðlegt, að höggva ekkert. Ræðumaður hvatti að lokum alla þjóðina til að leggjast á eitt og styðja þetta velferðarmól af fremsta megni. Rkki nóg að iandssjóður legði fram fé. Aðrir yrðu íð hjálpa til, sumir með fjárframlöguoa, aðrir með vinnu: bæna- Uri sem búa á skógarjörðum, með því, að friða leifarnar, og aðrir með því að gróðursetja ný tré. Vér yrðum að leggja mikið á oss fyrir þetta mál og mættum ganga að því vakandi, að vér með því ynnum fremur gagn niðjum vorum en sjálfum oss. En það ætti sízt að letja oss. Japanar marka sig’ geirsoddi. Ekki er lengra liðið en rúmnr þriðjung- nr aldar siðan er Japanar undu af sér í einni svipan miðaldahjúp þeim, er þar var áður á þjóðfélagsskipun þeirra og stjórnar- tilhögun, en tóku til að semja sigsvo gagn- gert að siðum Norðurálfumanna, að þar er nú upp tekinn þeirra nýtízkuhragur á flest- um hlutum og þeir eru nú orðnir eitt af stórveldum heims. Þar á< or hafði staðið nær 7 aldir sam- fleytt, eða frá þvi um daga Sverris kon- ungs á Norðurlöndum, sú stjórnartilhögun, að keisarinn, mikadóinn, vai nokkurs konar skýja-skapnaður, magnlaus og valdalaus i raun réttri, en háheilög vera. Hann mátti aldrei stiga fæti á hera jörðu, og kæmi nokkur maður fyrir hans auglit, varð sá að falla flatur fram á ásjónu sina. Völdin hafði hertogi keisarans, sjógún á þeirra máli, Japana. Hann stýrðieinn ríkinu, með aðstoð lendra manna, daímíóa, nm 260 alls. Þeir sátu hver í sinni kastala- horg, víðs vegar um land, og réðu þar lögum og lofum. En vinna urðu þeir her- toganum hollustueið og rita undir hann með blóði sinu til marks um helgi eiðsins. Síðari aldirnar voru þeir látnir hafast við annað missirið á aðsetri hertogans, í höfuðstaðn- um, sem þá nefndist Yeddo, en nú heit- ir Tokio. Þar var konum þeirra og öðr- um vandamönnum oft haldið í gisling alt árið, svo að hertogi hefði eitthvað ti) þess að hálshöggva, ef rofinn væri trúnaðurinn. Þeir hertogi og lendir menn hans voru yfirmenn riddarastéttar með liku sniði og gerðist hér i álfu á miðöldum, og nefnd- U8t undirmenn þeirra samúrai. Þeir voru óbreyttir riddarar. Það var hermannastétt Japana, og réð mestu þar í landi, er timar liðu og hertogi og lendir menn lögðust í sællifi. Sérhver samúrai har jafnan 2 sverð sér við hlið. Annað var 2 álna langt, og brandurinn beinn, af stáli ger, en meðal- kaflinn svo langur, að taka mátti um tveim höndum. Sverð þessi voru svo beitt, að höggva mátti i einu höggi sundur marga eirpeninga eða járnnagla,og eggin jafngóð eftir. Hitt sverðið var mjög stutt, eins og sax, og var aldrei til annars haft en að rista sjálfan sig á kvið. Sú athöfn nefnd- ist harakiri, þ. e. kviðfista, og á rót sína að rekja til sömu hugsunar og hér var al- geng i heiðni á Norðurlöndum — að betra væri að deyja (falla) með sæmd en lifa við skömm. Að ráða sér sjálfur bana með kviðristn var sæmdarauki hverjum riddara og allri ætt hans, þess er orðið hafði eitthvað á, það er honum var ósæmd i, eba gert hafði verið á hluta hans og hann eigi fær um að hefna þess, eða honum var bani búinn af annarra völdum. Og með þvi að her- menn eru að jafnaði vandir mjög að virð- ing Binni og heldur mikillátir víðast, og svo var og er enn um Japana eigi siður ' en aðrar þjóðir, nema framar sé, þá var slíkur dauðdagi mjög svo algengur þar i landi. Ekki hræðumst eg dauða minn, var viðkvæði japanskra riddara, og var það ekkert efmæli. Það sýndu þeir þrásinnis. Hreysti þeirra og hugprýði var viðbrngð- ið. Þeir urðu eigi síður vel og karlmann- lega við dauða sinum en fornkappar vorir, svo sem Jómsvikingar eða þeirra jafnokar. Þessu svipar til þess, sem hér var kall- að í fornöld að marka sig geirsoddi. En miklu er lcviðiistan hroðalegri þó. Með þvi að henni fylgir ekki bráður bani, fær sá, er sér ræður bana þann veg, einhvern vin sinn til að höggva af höfuðið á eftir, til frekari áréttingar. Þess kváðu vera mörg dæmi, að maður hefir flutt kvæði eða rit- að erfðaskrá sina með hióði sínu, eftir að hann hafði rist sig á kvið, eða höggvið af sér böfuð sjálfur. Þar á það við, að deyjandi munnur orti óð, er oddur spjóts í hjarta stóð. Yið sveinbörn riddara var beitt ákafri uppeldis-hörku. Þeir voru sendir kornung- ir á aftökustaði á náttarþeli og látnir saikja þangað höfuð af þeim, er höggnir höfðu verið. Þeir voru og látnir vera við staddir manna aftökur, til þess að venja þá við að sjá blóð; og er þeir komu heim, voru þeir látnir borða hrísgrjón, er böfðu verið lituð blóðrauð; byði þá við þeim mat, voru þeir flengdir. Yæri þeim kalt á höndum, var þeim sagt að balda þeim niðri í vatni með klaka í; og kvörtuðu þeir um kuldaá fótum, þá að vaða snjó berfættir. Það er líkt og siður var með Spartverjum. Al- gengir leikir þeirra voru, að látast deyja, látast r>8ta sig á kvið eða höggva höfuð hver af öðrum. Vopnfimi og leikfimi var þeim kend í skólum öllu öðrn framar. Það var ein list þeirra, er fáir mundu leika aðrir en Olafur konungur Tryggva- son eða Indriði ilbreiði, að láta spýtukorn vega salt á sverðsoddi, bregða öðru sverði og höggva með þvi spýtuna áður en hún félli. Þessir samúrai höfðu það margt sér til ágætis, er prýða mundi riddarastétt i hverju l&ndi: ákafan þjóðmetnað, hreysti og hugprýði, að vera ákaflega vandur að virðingn sinni og að hlýða skilyrðislaust þeim, sem yfir þá eru settir. Gagnvart alþýðu höfðu þeir mikil rétt- indi. Þeir voru undanþegnir öllum gjöld- um. Og ef almúgamaður ávarpaði þá ekki nógu virðulega, máttu þeir höggva hann til bana. Það eru niðjar þessara riddara, sem gátu sér svo mikinn orðstír i viðureigninni við Kinverja fyrir nokkrum árum og gera það ekki siður nú móti Eússum. Þeireru Spart- verjar vorrar aldar. Eftirmæli. Kristrún húsfreyja Sveinsdóttir i Hliðs- nesi, er lézt í vetur (13. des.), var fædd á Miðfelli i Þingvallasveit 1832. Hún var komin af tápmiklu bændafólki i Árnessýslu. Hún giftist 28 ára gömul 9. okt. 1860 yng- ismanni Steindóri Sveinssyni á Óttarstöðnm. Þeirra sonur er Sveinn bóndi og stýrimað- ur á Hvassahrauni, dugandi maður til sjós og lands. Steindór varð holdsveikur og dó 1870. Kristrún sál. sýndi frábært þrek i því mótlæti.fe Hún tók á sig heimilishyrðina alla, óskifta, alla forsjá fyrir þvi, alla stjórn og rekstur búskaparins út á við. Það er i minnum haft, að hún tók formannssæti bónda sins á fiskifari heimilisins, og sótti sjó með atorku og hepni jafnvel til djúp- miða með liðléttum hásetum; eins annaðist hún verzlun og aðdrætti heimilisins. Henni þótti kippa i kyn kvenskörunganna á land- námstið. Hún giftist í annað sinn 15. nóv. 1871 yngismanni Kristjáni Jónssyni, Kristjánsson- ar, frá Skógarkoti, dugandi efnismanni; með honum lifði hún i farsælum hjúskap og bú- skap til dauðádags. Þau bjuggu fyrst 12 ár á Óttarstöðum og síðan 20 ár i Hliðs- nesi, jafnan við sæmd og góð efni, og töid ust jafnan í fremstu röð i sveit sinni fyrir margra hluta sakir. Þeim varð 3 barna auðið. Elztur er Kristinn, stýrimaður og kvongaður húsfaðir i Hafnarfirði; þá Þór- unn, húsfreyja á Bakka, og Jóna húsfreyja i Hafnarfirði, öll efnis- og atorkumenn, vel látin og í fremur góðum iifskjörum, enda voru foreidrar þeirra samtaka i, að leggja alla stund á að upp ala þau til dugnaðar og siðprýði. — Kristrún sál. var gædd mikilli atgervi til sálar og likama, kona tiguleg yfirlitum og mjög íinarðleg; hún var og einörð og hreinlunduð, trygg og staðföst. X. Skipun Landsbankabókarans. J>að er nú orðið hljóðbært, að Ó- lafur Davíðsson verzlunarstjóri sé af ráðherranum skipaður bókari við Landsbankann. Blöðin með stjórnar- innsiglið, Reykjavík og |>jóðólfur, hafa skýrt frá þessu, og má því ætla, að það sé satt. Mér hefir verið sagt það sem full- víst, — enda er það á almennings vitorði hér 1 hænum, — að tveir af bankastjórunum (gæzlustjórarnir) hafi samhuga lagt það t i 1, að einn fcil- nefndur starfsmaður bankans yrði skipaður í sýslan þessa, en að fram- kvæmdarstjórinn, Tr. G., hafi mælt með Ólafi Davíðssyni. Nú segir í 23. gr. baDkalaganna 18. september 1885: »Landshöfðingi (nú ráðherra) skipar bókara og féhirði bankans, og víkur þeim frá, h v o r t- tveggja eftir tillögum for- stjórnarinna r«. — Og í 19. gr. sömu laga segir; »1 stjórn bankans Bkal vera einn framkvæmdarstjóri . . og tveir gæzlustjórar«, og í reglugjörð bankans 8. apríl 1894, 8. gr., segir: •Bankastjórarnir útkljá í sameiningu þau málefni, sem varða bankann, en greini þá á, ræður atkvæðafjöldi*. Tillaga gæzlustjóranna um skipun bókarans var þannig 1 ö g m æ t t i 1- laga bankastjórnarinnar,og eftir hinni tilvitnuðu 23. gr. banka- laganna var skylt að taka þessa til- lögu til greina við skipun bókarans. Með veitingunni hefir eftir þessu verið gert þrent í senn: Brotin skipulagslög Landsbankans. Hrundið lögmætri tillögu bankastjórnarinnar og hún óvirt með því. T r a ð k a ð rétti manns þess, sem eftir tillögu bankastjórnarinnar átti að fá sýslanina. Andvari. TJm Stokkseyrarbrauð eru i björi Zophónías prófastur Haildórsson í Yiðvik, Jónas prófastur Jónasson á Hrafn'agili og Stefán prestur M. Jónsson á Auðkúlu. Um ísafjarðarsýslu hafa sótt þeir G-ísii ísleifsson Húnvetningasýslumaður og Magnús Torfason, sýslumaður Rangæinga. TTmsóknarfrestur er út runninn. Um Eyjafjarðarsýslu með Akureyri er mælt að sótt hafi eða sækja muni þess- ir sýslumenn: Guðlaugur Guðmundsson, Jó- hannes Jóhannesson, Lárus H. Bjarnason, Páll Einarsson. Umsóknarfrestur til 30. júni. Glasfíowbrunasamskotiu. Tólf manna nefnd, karla og kvenna, kosin af gefendum á fundi 4. mai f. á., úthlutaði gjöfunum, með nokkurri hliðsjón á skaða- skýrslum frá þeim, er fyrir tjóni höfðu orðið, um 30 manns. Það var nær 17'/2 þús. kr. eftir þeirra mati, sem var sann- gjarnt hjá sumum, en mjög hátt hjá sum- um. Nefndin leiðrétti það og jafnaði eftir mætti, og hafði það þannig leiðrétt fyrir undirstöðu við úthlutunina, ásamt öllum ástæðum hiutaðeigenda. Nefndin hélt 8 fundi alls, flesta í fyrra vor, og lauk skift- unum þá að mestu, 13. maí. Allir fengu eitthvað; minst 10 kr., mest 700 kr. (þar næst 360 kr.). En sakir 8 mánaða fjar- veru formanns lauk hún ekki alveg starfi sinu fyr en i miðjum f. mán. Hér er út- hlutunarreikningurinn, endurskoðaður af þar til kjörnum mönnum á fyrnefndum fundi gefenda 4. maí f. á. Tekjur. kr. Samskotin alls, auglýst í ísaf. . 2552,00 Gjöld. Úthlutað eftir ráðstöfun nefndarinnar . . . 2511,75 Ýmisl. kostnaður: auglýs. á samskotunum, fund- arhúsnæði, sendiferðir 40,25 2552,00 Reykjavik 14. april 1904. Björn Jónsson formaður og féhirðir. Reikning þennan ásamt fylgiskjölum hans [kvittunum allra þiggjenda, m. m.] höfum við undirritaðir endurskoðað og ekki fund- ið neitt athugavert. Albert Þórðarson. Valdemar Ottesen. Til sýnis hverjum sem vill meðal gefend- anna er reikningur þessi með fylgiskjölum á skrifstofu Isafoldar, svo og gjörðabók nefndarinnar. Mýrdalsþing eru veitt síra Jes Gisia- syni í Eyvindarhólum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.