Ísafold - 11.06.1904, Síða 1

Ísafold - 11.06.1904, Síða 1
Xemur út ýmist einu sinni eöa tvisy. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */, doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ðgild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaösins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík laugardagfinn li. júní 1904 38. blað. MuáÁu/ó jfía/iýbLllib 4 0. 0. F. 866-49 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. 4 bverjum mán. kl. 11—1 í spitalanum. Forngripasafn opið mánud., mvd. og Id. U -12. Frilœkning á gamla spitalannm (lækna- skólanum) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11 — 12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- •in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og •aunnudagskveldi kl. 8’/s síðd. Landakotskirkja. Guðsbjónusta kl. 9 •og kl. 8 á hverjum helgum degi. Landákotsspitáli opinn fyrir sjákravitj- '@ndnr kl. 10*/2—12 og 4—6. Landsbanlcinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafit opið hvern virkan dag ki. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnid opið 4 þrd., fimtud. >og ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Veaturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b I. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Önnur valdsmannsfyri rmynd. f>að er Stykkishólms-valdstnaðurinn. f>að er ekki ný bóla, að nauðsyn ber til að ininnast á embættisafrek hans lítils háttar. Eitt hið nýjasta er það, sem felst í eftirfarandi bréfi, sem hefir þótt vara- fflinna að hafa notarialiter staðfest. Ekki mundi sparað ella, að rengja það afdráttarlaust eða þræta fyrir. Snæfellsness- og Hnappadalssýsla. Stykkishólmi 13. april 1904. Amtmaðurinn hefir með bréfi, dags. 11. f- m , beðið mig að tjá hreppsnefndinni, að hann geti ekki veitt nefndinni umbeðna gjafsókn í væntanlegu máli móti séra Arna Þórarinssyni 4 Rauðamel út af giftingu Magnúsar nokkurs Eyólfssonar, fyr en skilriki liggi fyrir um það, að árangurs- laus sáttatilraun hafi farið fram. Jafnframt því að skýra yður, hr. odd- viti, frá þessu til birtingar fyrir hrepps- nefndinni, ávita eg yður hér með harðlega fyrir þá þverúð og óhiýðni, sem þér hafið sýntmeð þvl aðbera þessamálaleitun ogaðra til beint undir amtmannt [þannig!], þótt þér hafið verið margaðvaraður og víttur fyrir slikt áður, enda verður nú hafin saka- öálsrannsókn gegn yður og nefndinni fyrir athæfið. Ldrus H. Bjarnason. Til oddvitans í Neshreppi innan Ennis. * * * Að eftirrit þetta sé orð fyrir orð sam- fdjóða frumritinu, vottast hér með eftir nakvæman samanburð. Notarius publicus í Reykjavik ll.maíl904. Halldór Danielsson. Goldið 12 __ tólf — aurar H. n. Oddvitinn í Neshreppi innan Ennis,' ðá er þannig er ^varpaður, er vjnur yfirvaldams, síra Helgi Árnason, er hafði þá nýlega fengið það dæmt í allháa meiðyrðasekt. Glæpurinn, sem hann hefir drýgt, er sá, að hann hefir sótt til amt- manns um gjafsókn fram hjá sýslu- manni. Naerri má geta, hvort slíkt muni vera með glæpum talið í nokkurs lands lögum. Rétt boðleið með slík erindi er auðvitað gegnum hendur hins óæðra yfirvalds, til þess að það geti lagt með beiðninni eða móti. Sé farið fram hjá því, er afleiðingin sú fyrst og fremst, að beiðnin er send því til umsagnar. það veldur töf og kemur þar með í koll sækjanda sjálfum. Annað er það, að ekki eru öll yfir- völd þeirri geðprýði gædd, að þau styggist ekki heldur við en hitt, ef fram hjá þeim er farið, eða þótt ekki sé gerð nema að eins tilraun til þess, Seint munu þau kannast við það með sjálfum sér, að nokkur maður hafi á- stæðu til annars en að bera ótak- markað traust til óhlutdrægni þeirra, hver sem í hlut á. Fyrir þvf er óhyggilegt að fara svona að, hvernig sem á er litið, auk þess 8em það er það sem kallað er »formleysa«. En það munu allir fara nærri um, að mikið hljóti að vera þar í milli og glæpsamlegs verknaðar, eða þess at- hæfis, er geri sakamálsrannsókn rétt- mæta. Nú segir svo í almennum hegning- arlögum vorum, frá 1869, 131. gr.: »Ef að embættismaður kemur til leiðar, ályktar eða heldur áfrarn saka- málsrannsókn á móti manni, sem hann veit að er sýkn saka, þá varðar það émbættismissi og fangelsi ekki vægara en 3 mánaða einföldu fang- elsi, eða betrunarhúsvinnu, ef miklar sakir eru«. Framanskráð embættisbréf er nú tvímælalaus tilkynning um ályktaða sakamálsrannsókn á móti manni, sem yfirvaldið veit að er saklaus. »Verður nú hafin sakamálsrann- sókn«, stendur þar skýrum orðum. það er hvorki hótun né ráðagerð, heldur er þar bláct áfram skýrt frá, að fullráðið sé og ályktað að gera þetta, þ. e. byrja sakamálsrannsókn. þar stendur ekki: »f>ér megið búast við, að« o. s. frv. |>á hefði það verið að eins hótun eða því um líkt. Hér er svo glögt að orði komist, að þeir einir geta út úr því snúið, sem láta í lögskýringum sínum »e f t i r til- lögum« þýða sama sem »m ó t i tillög- um«. Jafnskýlaust er hitt, að maðurinn, áminst yfirvald, veit mjög vel, að sá sem hann ritar þessa tilkvnningu, þessa ályktun, er alveg saklaus, — saklaus af því, að hafa framið nokk- uð það í þeirri grein, er hér um ræð- ir, er beitt verði við sakamálsrann- sókn. Embættismissir er það, sem við liggur skilmálalaust, og svo þ a r a ð a u k i 3 mánaða einfalt fangelsi í minsta lagi. Hér virði8t enginn vafi geta að kom- ist, n e m a ef vera skyldi um það, sem e k k i skal ráð fyrir gert: hvort almenu landslög ná til »þingsins herrai eða ekki. f> a ð er ekki tiltökumál og þarf ekki að benda neitt f þá átt, þó að yfirvald þetta komist svo að orði um yfirmann sinn, að hann hafi »b e ð i ð sig að tjá« o. s. frv. f>að þýðir ekki annað en að hann, bréfritarinn, getur alls ekki hugsaðsér, að nokkur maður fari öðru vísi en bónarveg að sér, auðmjúklegan bónarveg, jafnt yfir- menn sem undirgefnir. Auðvitað hef- ir amtmaður lagt beint fyrir sýslu- mann, að gera þetta, þ. e. s k i p a ð honum það. En það m á ekki segj- ast, ekki svo aðrir heyri eða lesi. Mikil- menskan þolir ekki þ a ð. Misling-ar. f>eir höfðu borist í vor til Hesteyr arfjarðar í Jökulfjörðum með Norð- mönnum, er þar hafa hvalastöð. En þar tókst héraðslækni Jóni f>orvalds- syni að stemma stigu fyrir þeim. En nú í fyrra dag kom herskipið Hekla með þau ótíðindi vestan að, að sóttin hafi komið upp nýlega við Alftafjarð- arhvalastöðina, borist þangað með veikum Norðmanni, og færst þaðan út býsna-fljótt þar um fjörðinn, og það- an inn til Seyðisfjarðar og Hestfjarð- ar og út í kaupstað á ísafirði. Landsstjórnin hefir fvrirskipað þeg- ar, að sóttkvía skuli Norður-ísafjarð- arsýslu og ísafjarðarkaupstað; »eru því allar samgöngur við hana« (sýsluna) •bannaðar, þangað til öðru vísi verður ákveðið, og má enginn fara burtu af binu sóttkvíaða svæði, nema með sér- stöku leyfi héraðslæknis og að viðhöfð- um þeim varúðarreglum, sem honum þykir þörf á vera«. f>ví næst er lögreglustjórum og héraðs- læknum utan hins sóttkvíaða svæðis boðið að láta hata í sóttvarnarhaldi alla þá, er hafa haft nýlega samgöng- ur við hið sóttkvíaða svæði eða náin mök við fólk þaðan. Með þessa skipun ráðgjafans fór herskipið vestur í gær; og er það harla mikilsverður greiði. Nokkur von ætti að vera um, að hefta megi för vogests þessa um landið, úr því að svona fljótt er við brugðið. f>ar að auki fóru þeir með herskip- inu vestur, landritari Klemens Jóns- son og landlæknir J. Jónassen, til frekari afskifta af þessu máli. Landritarinn er úrskurðargreiður röskleikamaður, og er all-líklegt, að hann láti eitthvað undan sér ganga. En hitt er síður skiljanlegt, hvað landlæknirinn hefir átt að gera í þessa ferð, allra helzt ef hann, sem kunn- ugir fullyrða, auk annars hefir þá úr- eltu, sorglegu skaðræðis-skoðun, að bezt væri að hafa mislinga landlæga hér, eða réttara sagt: betra af tvennu illu. f>á má eins búast við, að afskifti hans af þessum mislingum núna verði til lítils góðs. Fæstum mun og úr minni iiðin framganga hans í skarlats- sóttinni hérna um árið. Og heldur slælega gekk honum að stöðva mis- lingana hér í Reykjavík fyrir 22 árum. f>á komu þeir fyrst upp hér, eins og kunnugt er, fluttust héðan um land alt hór um bil, og lögðu í gröfina um eða yfir ll/2 þús. manna, auk alls þess voðatjóns, sem þeir gerðu að öðru leyti, í verkfalli og heilsubilun m. fl. Hér er því meira en lítið í húfi, ef illa fer og ekki tskst að stemma stigu fyrir sóttinni, heldur berist hún um land alt einmitt um hæsta bjargræð- istímann og leggi í rúmið hvert manns- barn 21 árs og þaðan af yngra, en í gröfina 1000 eða meira. f>að h e f i r hepnast að hefta mis- linga hér hvað eftir annað hin síðari árin. Góð lög þess efnis skortir oss eigi nú orðið; svo er hamingjunni fyr- ir að þakka. Hitt er eftir að vita, hvort allir þeir, sem lögunum eiga að beita, eru því nægilega vel vaxnir, eða alþýða reynist nú svo hlýðin lögum þeim og fyrirskipunum, sem vera þarf, ef vel á að fara og takast á að forða landi og lýð við hér aðsteðjandi stór- kostlegu böli. Margt fer öðruYisi en ætlað Yar. f>eir sem mestu réðu um stjórnar- breytinguna, sögðu með berum orðum, að hún mundi ekki kosta einn eyri meira en gamla stjórnin, því niður- lagning gömlu embættanna og kostnað- ur við þau nýju mundi falla í faðma. En hvernig fer? Stórfé kostar hún fram yfir það sem gamla stjórnin kostaði. f>etta er þó Bök sér, ef hið nýja stjórn- arfyrirkomulag í heild sinni ber heilla- ríka ávexti fyrir landið. En þegar þingið sjálft, sem hefir æðstu umsjón um hag og velíerð lands- manna, verður uppvíst að því, að gjöra eigi einungis axasköft og illa hugsaðar ráðsályktanir, heldur og að láta fjöl- margt bráðnauðsynlegt ógjört og af- skiftalaust, þá er ekki von að vel fari. Samtímis sem það t. d. semur og samþykkir gaddavírsfrumhlaupið, þ. e. lögin um að girða með járni öll tún landsins fyrir }/2 miljón kr., þá maðk- ar og rignir niður töður og héybirgðir manna með allri norður- og austur- strönd landsins frá Horni til Horns, svo að stórneyð er fyrirsjáanleg, án þess að þar sé höfð nokkur hin minsta fyrirhyggja til viðbjargar af þingsins hálfu. Átti gaddavírinn að bjarga mönnum úr þessum vandræðum ? Hefði ekki verið nær að stofna korn- forðabúr, á hentugum stöðum, og ráða með því bót á vandræðum þeim, sem leiddi af óhagstæðri veðráttu? Sama þing samþykkir að veita alt að 10,000 kr., til að fá fólk aunars- staðar frá til að setjast hér að, og var tilgangurinn góður. Eu hvað verður svo í framkvæmd- inni? f>að, að einn flokksstjóri meiri hlut- ans og af honum kjörinn ráðherra víð aðalpeningastoínun landsins, — hann fer frá ráðstefnuborðinu því norður og austur um land, þar sem vorharðindi og bjargarleysi kreppa mest að fólki, og smalar því saman til Ameríku. Og á meðan hrópa bændur og sjómenn á meiri vinnukraft, meira fólk. Samtímis því, að 3000 franskir fiskimenn og miklu fleiri Englendingar ausa upp miljónum króna við Vest- manneyjar og í Faxaflóa og víðar, sverfur hungrið að fjölda manna í öðrum héruðum landsins og skepnur detta niður hungurmorða.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.