Ísafold - 11.06.1904, Síða 2

Ísafold - 11.06.1904, Síða 2
150 Og síldin sveimar mörgum tugum miljóna saman íyrir utan landstein- ana. En þó verða útlendingar, Norð- menn, að færa landinu síld heiman frá sér, og það jafnvel þá síld, sem þeir hafa aflað við íaland, og selja hana fiskímönnum vorum í beitu. Vér höfum 36 alþingismenn og geyai- stórt stjórnarráð svo nefnt, um 20 sýslumenn og bæjarfógeta, eins marga amtsráðsmenn, um 360 hreppstjóra og sý8lunefndarmenn, og fram undir 1000 hreppsnefndarmenn; þar að auki um 140 presta og prófasta, meira en ðOO héraðsnefndar- og sóknarnefndarmenn, og ógrynnin öll af kennurum, búfræð- ingum, búnaðar-ráðunautum, milliþinga- ráðunautum, og fl. og fl. Oll þessi halarófa á að leiða þessa litlu þjóð til velmegunar í tímanlegum og andleg- um efnum. En hver er árangurinn? M. Þ Hugprýði Japana. Eftirfarandi rseðuávarp flutti japanskur sjóliðshöfðingi fyrir 70 sjálfboðaliðum, þeim sem gáfu sig fram til hins voðalega djarfræðis, að reyna að teppa hafnarmynn- ið við Port Arthur: »Börn mín góð! Eg sendi yður þang- að sem hinn skæðasti dráps-eldur fjand- manna vorra mun dynja yfir yður. Eg varpa yður, börnunum mínum, i gin fall- byssnanna. En trúið mér til þess — ætti eg sonu sjálfur, þá mundu þeir öfunda yð- nr, og óhikandi mundi eg láta þá fara með yður þessa för. Farið, farið, hörn mín! sýnið fjandmönnum vorum hugprýði þá, sem til er i landi hinnar upprennandi sól- ar [Japan]. Ef þér missið hægri hendina, þá vinnið með hinni vinstri, og ef þér missið hana einnig, þá vinnið með fótun- um. Hugsið eftir því, að þér eruð að eins sjö tigir manna, og að á sérhverjum yðar hvílir fádæma þolraun, fádæma ábyrgð. Það er ekki of seint enn — setjist sá aftur, sem finnur á sér að hann er ekki hinu mikla ætlunarverki vaxinn. Það er engin skömm að setjast aftur, en hitt er skömm. að ráðast i þetta stórræði, ef maður finn- ur á sér nokkurt minsta hik«. Þá æptu allir sjálfhoðaliðarnir fram í ræðuna: »Básai«! (tiúrra-óp Japana) af hrennandi áhuga, og er lægði háreystið, hélt forínginn áfram tölunni og mælti: »Og nú er skipun min til yðar: gangið út í dauðann, gangið út í dauðann, allir undantekningarlaust. En þess óska eg, að ekki verði dauði nokkurs yðar fjandmönn- nnum til fagnaðar, falli enginn fyrir gýg, komi dauðinn þá fyrst, er lokið er verkinu. Eg tæmi ekki skilnaðarskálina með yður í kampavíni, því ætlunarverk yðar er þess kyns, að ekki veitir af að hafa hjá sér hug- ann skýran og ijósan. En skál í tæru vatni skuluð þér drekka með mér, þér hetjur fósturjarðarinnar. Yðar skál! Og nú út i bátana, út í gröfina, sem í vændum er. Básai! hásai!« Það er kunnugt, að stórræðið hepnaðist; en helmingur fullhuganna lét lifið. Forspjallavísiudapróf leystu af hendi við prestaskólann í fyrra dag þeir Björn Stefánsson með dáv. -j-, Lárus Sig- urjónsson. með dáv., og Ólafur Þorsteins- son með dável -j-. Ólafur er læknaskóla- námsmaður; hinir prestaskóla. Gufuskip Saga (260, Ammundsen), kom í morgun frá Leith með ýmsar vörur til verzlunar Edinhorg. Straiidferðabatarnir, Hólar og Skálbolt, lögðu á stað i gær morgun héð- an umhverfis land hvor i sina átt sam- kvæmt áætlun. Fjöldi fólks fór með þeim. Þess á meðal var póstmeistarinn, líklega í umsjónarferð, augnlæknir Björn Ólafsson i augnlækningaferð, sira Eiríkur Briem skemtiferð kringum land, nokkrir af amts- ráðsmönnunum vestan, o. fl. Sæluluís á Skeiðarársandi. Konsúll D. Thomsen hór í bæ sendi eða lét senda með Hólum í gær austur í Vík smið, Svein Sveinsson trósmið, með efni í sæluhús, sem hann ætlar að láta reisa á Skeiðarársandi, skamt frá Irig- ólfshöfða, handa skipbrotsmönnum, er kynnu að verða til í þeim öræfum, þótt lífs hefðu á land komist, svo sem dæm- in eru til. Húsið á að verða 6x6 áina, og 3—4 álna hátt, með skáþaki, og er ætlasttil, að þar komist fyrir 14 manns, í þilrekkjum, eins og í skipi, með rúm- fötum. Þar á og að hafa geymt hálfs- mánaðar vistir handa svo möigum mönn- um, svo sem niðursoðin matvæli, brauð, feiti, hrísgrjón, te, sykur, salt, steinolíu, lampa, kertaljós, dálitla suðuvél, eld- húsgögn og borðáhöld, dálítinn lyfjaforða og umbúðir um sár eða meiðsli, ritfæri, saumatæki, spil, smíðatól og við, dá- litla fleytu (til þess að komast yfir á eða vatn), tjörutunnu, sem kveikja má í og arera af vita. Þetta er alt upp talið í grein í Berlingi 26. fyrra mánaðar. Þar segir og, að hafa eigi þar einnig landsuppdrátt á sínum tíma, þegar mælingum herstjórnarráðsins er lokið, og búið er að fá fulla vissu um afstöðu blettsius, þar sem sæluhúsið stendur, og loks prentaðan leiðarvísi á ýmsum málum, um það, hvort skuli stefna til að komast til bygða. Matvælin m. fl. hafði gufusk. Perwie meðferðis núna til Víkur. Þaðan á að flytja það alt og efnið í húsið austur á Skeiðarársand á hestbaki 4—5 dag- leiðir. Þarf undir það allt um 50 hesta. Svo segir og í fyrnetndri Berlings- grein, að reisa eigi merki víðsvegar með sjó fram þar um öræfin, er bendi í átt til sæluhússins. Ekki er þess getið, hvort það eigi að vera stengur eða vörður. Þetta getur sjálfsagt orðið að góðu liði, ef hepni er með, og er virðingar- vert mjög af einstokum manni og höfð- inglegt, að leggja í slíkan kostnað af sjálfs sín rammleik. Stjórnarniðupsetan °g Landsbankaseðlarnir Eitthvert fíflsku-raus og illindi kvað stjórnarniðursetan vera með í gær úr því, sem ísafold sagði frá um daginn af viðtökum þeim, er margir fengu í Hlutabankanum fyrata daginn, sem hann var opinn, þeir er þangað komu með Landsbankaseðla og vildu fá fyr- ir þá Hlutabankaseðla. þar stóð, að margir hafi fengið það svar hjá starfs- mönnum bankans, »að ekki hlýddi að láta innleysanlega seðla fyrir óinn- leysanlega*. Auðvitað hefir skepnan ekki getað lesið þetta rétt, og þá fengið út úr því alt annað en þar stendur. |>ar stóð hvergi (í ísafold), að n e i t að hefði verið að láta seðlana nýju í skiftum fyrir gamla, þ. e. Landsbanka- seðla, heldur að eins, hver u m m æ 1 i hefði verið um það höfð. Raunar v a r mörgum neitað, að minsta kosti framan af, nema þeir kæmi með gull eða silfur eða innleysanlega seðla. |>að eru nógir vottar að því. En ísa- fold lét þess samt ógetið, vegna þess, að ymsir fengu býttað seðlunum við- stöðulaust og fá enn að svo stöddu. En vitanlega er það tóm greiðvikni af Hlutabankans hálfu. Hvorki hann né neinn annar er skyldur að b ý 11 a seðlum fyrir seðla, hvort held- ur er innleysanlegir eða óinnleysan- legir. það g e r a flestir vitanlega, ef þeim er það bagalaust. J>á er það eins og hver annar smágreiði. Hér eru að svo komnu óinnleysanlegir seðlar flestum jafngóðir innleysanleg- um, og eru þeir þá auðvitað ekki að amast við þeim. En svo erumsuma, að þeir hafa alls ekki sama gagn af hvorutveggju seðlunum. Og þeim er alls ekki láandi, þótt þeir vilji þá síður, sem eru óiunleysanlegir. það er sök sér, þó að þeir séu þar að auki miklu, miklu ljótari. það á helzt ekki að vera að skifta sér af því. En hætt er við, að margir geri það nú samt. Hér er og var um daginn a ð e i n s verið að tala um skifti á þessum 2 seðlategundum, en alls ekki um lög- mælt gjaldgengi þeirra. það kemur ekki því máli við minstu vitund, og þarf alveg sérstaklegan aula- skap til þess að blanda því saman hvorutveggju. Menningarbragur Japana. Það er ekki hermentin ein,sem Japanar hafa numið af Evrópu-þjóðum; þeir hafa einnig úhuga ú því að kynna sér hókmentir þeirra og færa sér það í nyt, sem bezt er í þeirri grein. Frá því hefir Japani nokkur, Ktichi Kancko, skýrt nýlega í Harpers Weekly, og tekið þar fram, hverja rithöfunda löndum hans þykir mest um vert. Af enskum rit- höf. i óbundnu máli hafa þeir mestar mæt- ur á Carlyle og Macaulay, Stuart Mill og Herhert Spencer, en af enskum skáldum þyk- ir þeim mest varið i Shakespeare, Milton Byron og Tennyson. Kunnátta i útlendum málum er talsvert almenn. Þar er kend í hinum æðri skól- um enska, þýzka og franska, svo að mentuðum Japönum veitir ekki erfitt að lesa bækur á þessum aðaltungumálum Norðurálfunnar. En auk þess eru Japanar teknir að þýða rit merkra Evrópurithöfunda á sitt mál, og fer það óðum i vöxt; meðal þeirra rita eru leikrit eftir Shakespeare, skáldsögur eftir Goethe, Dickens, Yictor Hugo, Zola, Dostojevski, Tolstoj, Maurus Jókai, o. fl. Þá þekkja Japanar og skáld- rit Ihsens og Björnsons, og Nietzche, heim- spekinginn, og þykir þeim allmikið til hans koma, pólska skáldið Sienkiewicz o. fl. Það er hálfskoplegt, segir höf., þegar sumir eru að tala um háska þann, er Norðurálfu-siðmenningunni standi af »gula kyninu«. Það er belzt liklegt, að þjóð sem er á svona lagaðri framfarabraut, muni flæða yfir Norðurálfuna eins og Húnar og Mongólar forðum; að einhver japanskur Attila eða Tamerlan muni fara yfir löndin með háli og hrandi eða að Vllhjálm- ur ÞýzkalandskeÍBari þurfi að hervæðast með allar sinar hersveitir til að berjast við Asiu-siðleysingjana, eins og Sankti Georg við drekann. Það er kunnugt, að keÍ6arinn gerði fyrirmyndun þeirra stórtíðinda á eig- inhandar uppdrætti fyrir nokkrum árum. Eftirmæli. Hinn 17. april næstl. andaðist merkis- konan Helga Arnadóttir á Syðra- Vatni, ekkja Hjálms sál. Péturssonar, sem i mörg ár var alþingismaður fyrir Mýra- sýslu. Helga sál. var fædd 17. júlí 1832. For- eldrar hennar voru Árni Einarsson bóndi á Bjarnastöðum i Hvitársiðu og kona hans Þuriður Þorsteinsdóttir. Með foreldrum sinum fluttist hún vorið 1835 að Guðna- bakka i Stafholtstungum, og siðan, 1839, að Kalmanstungu; þar misti hún föður sinn, er druknaði 1841 í Hvitá á Bjarnavaði. Eftir það dvaldist hún hjá móður sinni til vorsins 1854, er hún fluttist að Norðtungu; þar giftist hún 10. júni s. á. Hjálmi Pét- urssyni; þar bjuggu þau 20 ár, en fluttust siðan að Hamri í Þverárhlið og bjuggu þar til vorsins 1892; þá brugðu þau búi og fluttust að Syðra-Yatni i Skagafirði til tengdasonar þeirra, Konráðs bónda Magn- ússonar og Ingibjargar dóttur þeirra; hjá þeim var hún til dauðadags, og þar and- aðist maður hennar 5. mai 1898. Af 15 börnum þeirra, sem öll eru vel gefin, lifa nú að eins 8. Helga sál. var gædd miklum og góðum hæfilegleikum bæði andlegum og likamlegum. Hún var mjög tíguleg i sjón, og meðan hún var i blóma lifsins, bótti hún bera af öðrum konum I sinu héraði, bæði að andlegri og líkam- legri atgervi. Hún hafði til að bera mikla ráðdeild og fyrirhyggju, skarua dómgreind, þrek og dugnað og áhuga i verki köllunar sinnar, og þessum góðu hæfileikum beitti hún kostgæfilega sér og öðrum til heilla. Og siðast en ekki sizt má geta þess, að hún var kona trúuð, guðhrædd og hrein- hjörtuð. Börnum sinum var hún ástrik móðir og manni sinum hin bezta eiginkona, enda elskaði hann hana og virti sakir mannkosta hennar, og taldi það sina mestu hamingju, að eiga hana að förunaut á æfi- leiðinni. Það bar ekki allsjaldan við, að hún var gleggri og fijótari en hann að sjá hvað bezt átti við, ekki síður i almennum málum en hinum. En ráðdeild hennar og fyrirhyggja, þrek og atorka hennar lýsti sér einkurn í allri hús- og bústjórn hennar, er oft lá eingöngu á hennar herðum, með- því að maður hennar var um 30 ára skeið, af samverutima þeirra hjóna meira og minna viðriðinn öll almenn mál í sínu hér- ,. aði: i sýslunefnd, hreppsnefnd, á alþingL i amtsráði og við hreppstjórn. Gegnir það mikilli furðu, hve mikln hún fekk afkastað,. ekki sízt er hún varð þar á ofan mikinn hluta æfinnar að striða við megna van- heilsu. En hún sigraði erfiðleikana, fátækt og annað, og leiddi dagsverkið til lykta með sóma. En það, sem einkum veitti henni styrk, var trúin á guð og stöðug bæn til hans, sem »veitir mátt og megn að stríða«. Hér er þvi eftir að sjá merkri og mikil- hæfri konu. S. ------ — ■ — ------- Svar tll Jóns Ingimundssonar á Brekku. Mér datt i hug, þegar eg las i Isafold svo kallaða »leiðrétting« Jóns Ingimundssonar á grein minni í ö tb). s. bl. um bæklinginn og lögtökin, að ekki væri viðvaningslegur snúninguriun. Hann er ekkert að fitla við, að hann muni ekki til þess, að hann hafi sagt við mig það, sem eg hafði eftir honum i áminstri grein. Haun segir blátt áfram, að það séu ósann- indi. Það er augljóst, að hann man eftir, að enginn heyrnarvottur var að samtali okkar, og veit því, að eg get ekki með vottum rekið þessi ósanniudi ofan í hann. Eg verð því að leiða likur aðþvi, hvort okkar muni vera trúverðugra, með því að sýna fram á það, hve sannleiksástin er rikjandi bjá honum. Hann hefir þolað dóm og sektir fyrir ósannindi sín, já meira að segja þau ósannindi, sem hann hefir boðið eið út á. Þetta eitt ætti að vera nóg. En úr þvi út í það er komið, að sýna manninn, þá ætla eg lika að birta bréfkafla frá honum til min, sem var svar upp á bréf frá mér, svo látandi: .... »Þér eyuð í bréfi yðar að minna mig á vottorðsmálin, og afleiðing- ar þeirra. Mér dettur ekki í hug að bera á móti því, að þau leiddu mikið ilt af sér. En það get eg sagt yður, að meira ilt leiddu þau orð af sér, sem bróðir yðar sira H. hafði um þá Sigurð sál. og Guðmund sál. eftir að þeir voru komnir í gröfina,. og þau órð gdfu tilefni tilvottorðsmál- anna, enda voru þaurituð undan þeim.« Þessi orð, sem Jón talar um i þessum bréffcafla, voru viðhöfð i varnarskjali H... bróður mins i kofamálinu fræga, og eru skrifuð 52 dögum eftir að vottorðin eru skrifuð. Eg hef sent Jóni útdrátt úr dómsmálabókinni hér við landsyfirrétt- inn til að sýna bonum þessi ósannindi hans Tilgangur minn með að hirta á prenti munnmæli Jóns var að eins sá, að sýna fram á, að Núpsveitungar væru ranglega nefndir höfundar þessara ritsmíða, þvi eg trúði honum til þess að þeir ættu engan þátt í þeim, heldur væri það gamli músa- gangurinn i siðferðissá þeirra. Hvað lögtaksfréttina snertir, þá vona eg að hver heiðvirður maður líti svo á, að það er enginn sómi fyrir sóknarbandsleysingj- ana i Núpasveit, að halda því á lofti og gera að blaðamáli, að þeir þrjózkist við að greiða lögboðin gjöld, svo hlutaðeigandi embættismaður þurfi aðstoð lögreglunnar til að ná þvi, sem honum ber með réttu. Pivik 25. mai 1904. Guðrún Björnsdóttir. Gufnskip Esbjerg (255, Söeberg), aukaskip frá Samein. gufuskipafélagi, kom hingað miðvikudag 8. þ. m. beintfrá Khöfn, blaðið ýmsum vörum til kaupmanna, þeim er Laura hafði ekki komist með þaðan.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.