Ísafold - 18.06.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.06.1904, Blaðsíða 2
158 stórkaupmanni Al. Warburg, þá væri það sama sem að launa honum það ódæði með svo og svo miklum föst- um árstekjum, ef farið væri að stofna slíka umboðsdeild. En þar til liggur það einfalda svar, að hvorki mun Warburg sá vera launaþurfi, með þvf að hann mun vera maður auðugur vel og hafa nóg annað að gera, né heldur ætti bankaráðinu að þurfa að verða skotaskuld úr að bægja honum frá stöðunni, ef þ v í þætti það máli skifta, og áskilja hana hverjum þeim manni öðrum, er því sýndist. J>ar með væri siglt íyrir það sker. Misling'ahug'vekja Eftir héraðslækni Guðm. Björnsson. VI. f>að er almenningsálit, að sóttvarnir gegn mislingum séu afar-erfiðar, og enda óvinnandi verk að stöðva þá, ef þeir eru komnir á gang. Undirbúningstími veikinnar er 10 dagar; en það þýðir, að 10 dagar líða frá því að sóttkveikjan kemur í líkam- ann þar til er v e i k i n byrjar. |>etta er bagalegt; á svo löngum tíma geta menn komist langar leiðir frá þeim stað, er þeir fengu sóttkveikjuna, og óáfvitandi borið sjúkdóminn með sér, eða réttara 3agt: í sér. Oft er líka veikin svo væg, að menn fara allra ferða sinna. Sjúklingarnir geta sýkt aðra frá því, er kvefið byrjar, og þar til er hreistrun er lokið, en henni er ávalt lokið þá er 3 vikur eru liðnar frá byrjun kvefsins. Veikin er mjög næm; hver sá fær að jafnaði mislinga, er náin mök á við mislingaveikan mann, ef hann hef- ir ekki haft þá áður. f>etta er líka bagalegt. En svo koma kostirnir. Mislingar eru mörgum kostum bún- ir fram yfir flestar aðrar algengar far- sóttir, þá er um sóttvörn er að ræða. f>eir eru afarfljótir á ferðinni, ljúka sér af í hverri sveit á stuttum tíma, einum eða tveimur mánuðum, en á hverju heimili á3—ávikum. Ef sveit eða heimili er sóttkvíað, þá þarf sótt- kvíunin aldrei að standa langan tíma. J>að er mikill kostur. f>að mun óhætt að fullyrða, að heil- brigðir menn bera naumast nokkru sinni sóttkveikjuna með sér í fötum sínum eða farangri; það er að minsta kosti mjög sjaldgæft. f>etta er meiri kosturinn. Mislingasóttkveikjan er mjög skamm- líf. Sóttkveikjur margra algengra far- sótta, t. d. taugaveiki, barnaveiki, skarlatssóttar, geta lifað mánuðum sam- an í húsum og fötum, í allskonar ó- hreinindum; þess vegna þarf að sótt- hreinsa vandlega þau heimili, þarsem þessar sóttir hafa gengið, ef stöðva á sóttina. Sótthreinsun er það, að drepa sótt- kveikjur. Mislingasóttkveikjan deyr svo fljótt, er hún kemur út úr mannslíkamanum, að ekki er þörf á nákvæmri sótt- hreinsun. f>rem vikum eftir að síðasta mann- eskja veikist á heimili, skal baða þá, er veikina hafa fengið. íbúðarher- bergi (baðstofu) sjúklinganna skal þvo úr heitu vatni og grænsápu, hafa síð- an glugga opna nokkra daga. Eatn- að skal þvo, en viðra það, er eigi verður þvegið. Ef þetta er gert, þá er öllu óhætt. f>etta er mesti kosturinn. Af þessum ástæðum er það, satt að segja, mjög auðvelt, að verja misling- um á land, eða stöðva þá, ef þeir eru komnir á land. Hvert einstakt hérað getur varið sig af sjálfsdáðum; það getur hver ein- stök sveit; hvert einstakt heimili get- ur það — ef ekki skortir vit og vilja. Dæmin eru deginum ljósari. Árið 1868 komu mislingar á land norður á Langanesi úr frönsku fiski- skipi. f>eim var vel tekið, ekkert gert til að stöðva þá, enda fóru þeir á stuttum tíma yfir Norður-Múlasýslu og Norður-f>ingeyjarsýalu. Um árs- byrjun 1869 fluttust þeir í ein- hverri flökkukind á tvo bæi í Eyja- firði, en þar í héraðinu voru til heil- brigðisnefndir, sem J. P. Hafstein amtmaður hafði komið á fót. f>ær tóku á móti misiingunum og kváðuþá niður; sjúku heimilin voru sóttkvíuð, veikin færðist ekki út, Eyjafjarðar- sýslu og fúngeyjarsýslu var borgið. f>etta getur alþýða, ef hún vill. Ekki var sótthreinsað í þá daga, og þó tókst að stöðva veikina; kemur það heim við það, sem áður er sagt. Árið 1869 gengu mislingarnir suður á bóginn austanlands og voru í árs- byrjun 1870 komnir vestur í Eljóts- hverfi í Vestur-Skaftafellssýslu. Lengra komust þeir ekki; en ókunnugt er mér um það, hvort þar hefir verið beitt nokkrum vörnum. f>egar stóru mislingarnir gengu 1882, tókst einstökum heimilum í Eyjafjarð- arsýslu og fúngeyjarsýslu að verja sig. Illugastaðasókn í Fnjóskadal slapp alveg; BÓknarmenn héldu uppi sótt- vörn með frjálsum samtökum. Ekki er mér kunnugt um, hverir voru upp- hafsmeun að þeirri sóttvörn. f>á um sumarið, 1882, kom auka- póstur úr Axarfirði með mislinga að Laxárdal í f>istilfirði. f>aðan barst veikin von bráðara að Hvammi í sömu sveit. J>á var síra Guttormur Vigfús- son prestur að Svalbarði í fústilfirði. Hófust þeir handa, hann og Ólafur hreppstjóri Jónsson á Kúðá, skáru upp herör gegn sóttinni, skoruðu á mis- lingaheimilin tvö og eitt heimili til, sem grunað var, Gunnarsstaði, að eiga ekki mök við aðra bæi og láta engan koma inn tii sín, meðan á sóttinni stæði; 8ömdu þeir áskorun og létu ganga um alla sóknina, skoruðu á menn að varast samgöngur við sótt- arheimilin í sókninni og gæta sín gegn öðrum sveitum. Prestur feldi niður messur á Svalbarði 7 vikur. Aðþeim tíma liðnum var sóttin um garð geng- in í héraðinu. 011 Svalbarðssókn slapp, nema þau tvö heímili, er fyr voru nefnd. Hvergi var sótthreinsað. Engu var til kostað. Sögumaður minn er presturinn sjálf- ur, síra Guttormur. f>essi dæmi eru deginum ljósari. f>að er auðsætt, að alþýða manna getur variðsig mislingum, ef hún vill, með frjálsum samtökum. Varnir gegn mislingum eru lögboðn- ar hér á landi (lög 31. jan. 1896 um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúk- dóma). Læknum og lögreglustjórum er ætlað að stýra vörninni undir um- sjón og eftir nánari fyrirskipan land- læknis og stjórnarinnar. En mislingarnir geta flogið út úr greipum allra lækna og lögreglustjóra, og virt öll háyfirvöld vettugi, ef al- þýðan snýst í lið með þeim og vill ekki sinna sóttvörnunum. f>jóðin öll er meiri máttar en yfir- völdin ein. Alt er komið undir alþýðu manna. Ef alþýðan tær rétta vitneskju um útbreiðsluhætti misliuganna og fullan vilja á að varjast þeim, þá er sigur- inn vís. f>á kemur aldrei að því, að sóttin fari f einum sprett yfir alt landið. Sóttin sækir að alþýðunni, og alþýð- an verður að verja sig. Hún á mikla aðstoð vísa þar sem eru sóttvarnarlögin, læknar og lög- reglustjórar, landlæknir og landstjórn. Að því leyti stendur hún betur að vígi nú en áður, þá er mislingar hafa gengið. Útlendar sóttir eru einu óvinirnir, sem berja á þjóð vora. Sóttvarnarkostnaðurinn er herkostn- aður þjóðarinnar. Baráttunni gegn útlendum farsótt- um er að mörgu leyti líkt háttað og baráttu gegn útlendum óvinaher. Ef ekki tekst að verja óvinunum landgöngu, þá er að velja sér vígi og veita viðnám. Pjallgarðar, stórár og aðrar torfærur eru ágætar stöðvar til varnar, jafnt gegn aðkomusóttum, sem óvinaher. f>að er ekki drengilegt, að kasta frá sór vopnunum og flýja, þó að aðsókn- in sé hörð. En fulldrengilegt er það, að láta undan síga, ef illa gengur, og Ieita sér vígis á betri stað. Margur óvinaher er ósigrandi. Allar farsóttir eru sigrandi. Ef ekki tekst að bjarga öllu landinu, eða mestum hluta þess, þá verður hver að verja síua sveit, sitt heimili, og það mun alstaðar takast, æ 11 i alstaðar að geta tekist, þar sem ekki er því þéttbýlla. Ef ekki tekst að stöðva mislingana í Norður-Isafjarðarsýslu, ef þeír ryðja sér braut áfram í aðrar sveitir vestra — lítið á landslagið; á Vesturlandi eru víða háir fjallgarðar og langt á milli sveita, og skikinn allur, Vestur- landsþríhyrnan, hangir á mjóu eiði við meginlandið. Sóttvörn á landi er svo auðveld, sem orðið getur. Nú kann einhver að segja, að óhlut- vandir menn geti stolist yfir varnar- mörU á landi móti vilja allrar alþýðu. Og það er hverju orði sannara. f>að mun víðast vera afar-örðugt, að hafa svo strangan vörð. En hver vill vera óhlutvandur mað- ur í þessari baráttu ? f>að er dauðasök, að drepa e i n n mann af ásettu ráði. Hvérs er sá maklegur, sem stelst með næman sjúkdóm yfir sett mörk, móti skipun yfirvalda, móti alþýðu- vilja og verður valdur að dauða fólks, ef til vill svo hundruðum Bkiftir? Eg spyr ekki um dóm hegningar- laganna. Eg spyr um dóm alþýðunnar. Eg spyr sérhvern viti borinn mann á öllu landinu. f>á kann einhver að segja, að þó að sóttvörnin takist á landi, þá fari skip, t. d. fiskiskip, með sóttina úr einu héraði í annað. En það virðist auðsætt, að skip á sjó er miklu hægra að varast en ó- hlutvandan mann á landi. Loks má segja, að mér komi þetta ekki við, mér beri ekki að tala til allrar þjóðarinnar, leggja henni ráð og vísa henni á leið í þessu vandamáli. f> a ð er sjálfsagt satt og rétt; eg mun því líka orðalaust sætta raig við hvern þann dóm, sem alþýða manna leggur á þetta atferli mitt. fað eitt hef eg mér til afsök- unar, að æ 11 a n mín var að á- varpa héraðsbúa í lieykjavíkurhéraði, þó að öðru vísi hafi nú til tekist. f> e i r koma mér við, og til þeirra einna sný eg nú máli mínu. VII. (Síðasti kafli). 31. dag desembermánaðar 1881 var manntal í Beykjavikarsókn 3271. Um vorið 1882 hefir vafalaust margt manna fluzt inn í sóknina, til Beykja- víkur, því að 31. desember 1882 var manntalið 3534. f>að er óhætt að gera ráð fyrir, að um 3500 manns hafi verið í sókninni um sumarið, þegar mislingarnir komu. f>ar af hafa þá samkvæmt venjuleg- um aldurshlutföllum hér á landi 65% eða um 2275 verið innan 35 ára og fengið mislinga. Árið 1881 dóu í sókninni 67 mann- eskjur. f>að er meðal-manndauði, eft- ir því sem hér gerist. Árin 1891—1900 dóu árlega að með- altali 18.9 af hverri þúsund lands- manna. Árið 1882, mislinga-árið, dóu í sókn- inni 212 manneskjur. Munurinn er 14 5. Og það er engum efa bundið, að flestöll þessi 145 mannslát hafa verið mislingunum að kenna. Hér í sókninni hafa því dáið 6 af hverju hundraði, þeirra sem misling- ana fengu. Og þó eru ótaldir allir þeir, sem dóu siðar af afleiðingum mislinganna. f>annig gengu mislingarnir í Beykja- vík 1882, og ekki veit eg neina ástæðu til að ætla, að þeir verði vægari, ef þeir koma hingað í sumar. f>ess munu allir óska og vona, að svo yrði. En ósk og von er engin vissa. Beynsl- an er ólygnust. Hér í Beykjavík eru nú um 8000 manns. J>ar af eru 46% eða um 3680 inn- an 22 ára. Ef mislingarnir koma til Beykjavíkur í sumar og haga sér á sama hátt og síðast, þá má bærinn eíga von á því, að missayfir 2(^0 mannsígröf- ina af þeirra völdum; 6% a f 3680 er 22 0. Hvað á að gera? Beykjavík er ver sett til sóttvarnar en nokkurt annað hérað á landinu. Hér er mest þéttbýlið. Hingað streym- ir ferðafólk úr öllum áttum á sjó og landi. Ef sóttin kerr8t inn í bæinn, er lítt hugsanlegt, að hún verði stöðvuð. En reynandi er það, og reyna verð- ur það, þar sem um svo mikla hættu er að tefla. Og umfram alt verður að reyna að verja bæinn í heild sinni í lengstu lög. Eg býst við, að sóttvarnarnefndin láti ekki sitt eftir liggja. í henni eru bæjarfógeti, bóraðslæknir og einn mað- ur úr bæjarstjórn, nú Jón Magnússon skrifstofustjóri. En mest er komið undir alþýðu manna, eins hér sem annarsstaðar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.