Ísafold - 18.06.1904, Blaðsíða 4
160
ALFA LAYAL
bjóða þeim embættið, er það var veitt
síðan. Jafnléttur hefði sá verið á sér,
þó að tvö hefði hann bréfin borið, ann-
að til P. Br. og honum boðið þar em-
bættið fyrst, en hinum til vara, að hon-
nm frágengnum. Þá var vissan fengin.
Þá þurfti engra spádóma eftir á.
Maðurinn var ekki »þóknanlegur«.
Sú var ástæðan og önnttr ekki.
Engin leið yfir það að klóra.
Þess hefir verið áður getið hér í blað-
inu, hvert ráð var haft til að afstyra
því, að P. Br. hlyti bankastjórastöðuna,
eins og hún var ætluð honum upphaf-
lega, ætluð houum einum við hlið hins
danska yfirbankastjóra, og það eftir
santhljóða atkvæði þeirra, er því áttn að
ráða.
Fyrst var þrætt fyrir alveg, að slík
ályktun hefði nokkurn tíma gerð verið.
En nú er þó hætt við það, með því að
vitnast hefir, að ályktunin var bókuð og
undirskrifuð af réttum blutaðeigendum.
Hitt vita þeir og nú, er þess þrættu í
vetur, að ályktunin var tilkynt þegar
bréflega hr. P. Br., með þeim formála,
að jafnskjótt sem honum bærist það
bréf í hendur og hann gengi að boðinu,
þá væri hattn þar með ráðinn banka-
stjóri. Það, sem nú er þrætt fyrir, er
ráðið, sem haft var til þess, að bréfið
bærist ekki f hendur þeim, sem það átti
að fara til. En þeir vara sig ekki á
því, að það er e i n n i g sannanlegt.
Það komst aldrei lengra en í hendur
ráðgjafanum, sem nú er, hr. H. H., og
þá var staddur hér í bænum. Hann
fór með það aftur til Khafnar.
Þetta var ráðið.
Og það e r sannanlegt.
Þar er öll þrætni gagnslaus.
Sami reykurinn og hitt anitað er það,
sem málgagnið hermir ttm I í k u r fyrir,
að hr. P. Br. fái bratt mikilsvert og
virðulegt embætti. Þetta »mikilsverða og
virðulega embætti« er nú fyrst og fremst
enn sama sem í tuuglinu, setn kallað
er. Og í annan stað fær hann það því
að eins, e f það fæðist eiuhvern tíma, að
hann vilji það. En óhætt mun veraað
hafa það eftir, að svo er ekki. Og það
v e i t ráðgjafinn. »Ltkurnar« eru smíð-
ar, sem hafðar voru meðal anttarra ráða
til þess að fá bankastofnunarmennina
ofan af síttu fyrra áformi. Ráðabreytti-
ina, sem þá var gerð og bakaði bank-
armm 2000 kr. kostnaðarauka að þarf-
lausu, sætti hlutaðeigandi (P. Br.) sig
því að eins við, að aunað barst honttnt
aldrei í hendur.
Ráðið það hreif, þetta að hefta bréfið
á miðri leið, svo viðfeldið sem það er.
Svona e r þessi saga rétt sögð, hvort
sem hún líkar vel eða illa.
Af prestskosningu
á Stokkseyri í fyrra dag hefir hingað
borist, að langflest atkvæði hafi hlotið
S t e f á n prestur M. Jónsson á
Auðkúlu, eða 131; Zoph. prófastur
Halldórsson 36, og Jónas próf. Jónas-
son 7.
Kosning mun vera lögmæt.
Meft póstgufuskipi Lanra (Aas-
berg), sem lagfti á atað til útlanda i gær-
kveldi, sigldi til Khafnar frú M. Lnnd
(lyfsala), frú Sigriftur Rafnsdóttir, frk.
Lanfey Vilhjálmsdóttir, Þorvaldnr Pálsson
læknaskólakandidat, A. Svenningsen direktör
frá Khöfn og einbverir fleiri ferftamenn út-
lendir; enn fremnr fáeinir Ameriknfarar af
Mýrnnum.
Skipafregn. Hér kom I gær seglskip
Ærö (215, Christensen) frá Álaborg með
sementsfarm til kanpm. Jes Zimsen.
er bezta og algengasta skihinda
i heirai
i
Hvernig Hlutabankinn fer á stað.
Margur spyr um, hver kjör nýi
bankinn veiti viðskiftamönnum sínunt,
hvort þau muDÍ vera betri eða verri
en hjá gamla bankanum.
Ekki leyfir lsafold sér neitt um það
að dæma að svo stöddu. það er ekki
gott að hafa glöggva hugmynd um
það með&n reynslan er sama sem
engin.
Um vaxtakjör við Dýja bankann er
það kunmjgt orðið almenningi, að hann
hefir ekki útlánsvextina óhreyfanlega
og jafna við hvern sem er um að eiga,
hvort sem er viðskiftasmár- eða -stór,
traustur eða miður traustur, og hvern-
ig sem á stendur, heldur lætur þá
leika yfirleitt á 4x/2—5 af hundraði;
hefir þá ekki hærri en ð þó.
Innlánsvextir eru hjá honum fyrst
um sinn 3—3V2 af hundraði. |>að fer
eftir samningi við hvern innlánsmann.
Fyrir fé á hlaupareikning greiðir
haun 1—U/2 af hundraði eftir atvik-
um.
Svo eru reikningslánin, sem lýst
hefir verið í ísafold nokkuð rækilega
fyrir skömmu.
Ekki lánar bankinn til langs tíma í
senn, en áskilur þar í móti enga af-
borgun, og mun Iofa láni að standa ó-
hreyfðu svo lengi sem vera vill, ef
staðið er í skilum með vexti og trygg-
ing gengur ekki úr sér. |>ess vegna
kemur ekki til mála um líðun á af-
borgunum né um nýja undirskrift á-
byrgðarmanna, ef lengdur er lánstím-
inn. Upphafleg undirskrift þeirra er
látin duga.
Vextir greiðast fyrir fram fyrir að
eins 1 missiri.
Mælt er, að aðsókn hafi verið mikil
að bankanum þessa 12 daga, sem hann
hefir verið opinn. f>eir láta ekkert uppi
um það, bankamennirnir. það þykir
ekki hlýða þar.
Og úrlausn fá þeir sem fasteignir
eiga að bjóða að veði, alveg eins og
aðrir. Bankinn hefir einhver ráð með
það, án þess að óhlýðnast beint
bankaráðs banninu.
Viðskiftakjör Landsbankans eru al-
menningi áður kunn til hlítar, og er
þeirra því látið ógetið hér. það er
sjálfsagt, að ef þau þykja síðri að
einbverju leyti, þá er það eitt land-
ráða-atferlið af ísafold, að vera að
bera fréttir af hinum bankauum. En
þe8s kyns landráð eru svo sem engtn
nýlunda fyrir henni. jþarna gat hún
ekki þagað um það um daginn, er
starfsmenn nýja bankans létu hrjóta
sér af vörum, að ekki þætti hlýða að
láta innleysanlega seðla fyrir óinnleys-
anlega. það var sýnilega til þess gert,
að minna fólk á, alveg upp úr þurru,
að Landsbankaseðlarnir eru óinnleys-
anlegir, en út á seðla nýja bankans
svarað gulli hve nær sem krafist er.
|>að hafði slegið miklum felmti að
Landsbankastjóranum þá. Hann var
nærri búinn að týna alveg banka-
lyklunum. Honum hughægðist ekki
fyr en hinu bankinn aumkaðist yfir
hann og fór að hafa við hann blíð-
mæli.
Kostur er það taliun á nýja bank-
anum, að hann er opinn til allra við-
skifta töluvert lengur en gamli bank-
inn, sem hefir þó miklum og tafsöm-
um sparisjóðsstörfum að gegna um-
fram. Eiukum kemur almencingi vel,
að geta komist í hann á kvöldin, bæði
ferðamönnum og öðrum.
En eitthvað mun mega að honum
finna fyrir því. Ekki munn hann lifa
svo öllum líki, fremur en aðrar mann-
legar stofnanir.
Ekki messaft á morgun i Frlkirkj-
iinni.
Ensi» siðdegisguð8þjónusta i dómbirkj-
unni á morgun.
Bezta og ódýrasta
í bænum fæst
í verzlun
Björns Kristjánssonar.
Vpfturathufranir
i Reykjavik, eftir Sigríði Björnsdóttur.
1904 júní Loftvog millim. Hiti (C.) Átt <3 O) ox c “i cr 8 c* Skymagnl Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld 11 8 769,0 9,8 NW 1 10
2 767,3 9,8 NW 1 10
9 765,1 8,7 NW 1 8
Sd.12 8 761,8 9,9 E 1 9
2 759,3 11,7 SsE 1 9
9 756,4,10,2 E 1 9
Mdl3.8 752,6'12,5 NE 1 7 1,5
2 746,4;13,7 NE 1 10
9 741,4 10,2 NE 2 10
Þdl4. 8 740,3 10,9 NE 2 10 6,2
2 740,3 11,0 ENE 1 10
9 741,2 9,7 NE 2 10
Mdlð.8 746,0 10,8 NE 1 10 7,8
2 743,1 13,6 0 9
9 743,7 11,2 0 4
Fd 16.8 745,3 9,1 0 7
2 744,7 11,3 N W 1 4
9 746,5 8,1 N 1 7
Fd 17.8 751,7 4,7 0 1
2 750,3 10,6 NW 1 4
9 750,7 9,7 0 9
Stjórnarvalda-augl. (ágrip).
Skiftaráðandinn i Reykjavík kallar eftir
skuldakröfum i þrotabú kaupm. Þorkels
Valdimars Ottesens með 12 mán. fyrirvara
frá 7. þ. m.
Skiftaráðandi i Isafjarðarsýslu sömul. i
dánarbú Hjalta Sveinssonar i Súðavík með
6 mánaða fyrirvnra frá 17. þ. mán.
Á eftir fundi Búnaðarfélags íslands,
sem haldinn verður f Iðnaðarmanna-
húsinu 22. þ. m., verða sýndar Alfa-
Laval-skilvindur.
John Palmér
Ingenieur
frá Aktiebolaget Separator í Stokk-
hólmi, Svíþjóð.
Alfa-Laval- skilvindur eru
seldar í verzlun
Gunnars Einarssonar.
Ritföng
alls konar, hvergi ódýrari, en í bóka-
og pappírsverzlun ísafoldarprentsmiðju.
Uppboðsau^lýsing
Eöstudaginn 24. þ. m. kl. 11 f. hád.
verður opinbert uppboð haldið fyrir
norðan sölubúð Ásgeirs Sigurðssonar í
Hafnarstræti nr. 10 og þar selt mikið
af timbri, svo sem panel, gólfborðum,
trjám o. m. fl., tilheyrandi Hansen
skip8tjóra á Galeas »Vesta« frá Man-
dal. —
Söluskilmálar verða birtir á uppboðs-
staðnum.
Bæjarfógetinn í Rvík, 18. júní 1904.
Halldór Danielsson.
Silfurbrjóstnæla fundin; vitja má i
afgreiðslu ísafoldar.
Fjármark Sigmundar Sveinssonar á
Brúsastöðum i Þingvallasveit er: bvatt
hægra, biti fr. sýlt vinstra.
CRAWFOR DS
Ijúffengu
BI8CUITS (smákökur)
tilbúin af CRAWFORD & SONS,
Edinburgh og London,
stofnað 1813.
Einkasali fyrir ísland og Færeyjar.
F. Hjorth & Co.
Kjobenhavn. K.
Bezt kaup
Skófatnadi
í
Aðalstræti 10.
SíálsRofíurnar
góðu, fást ávalt í verzlun
Björns Kristjánssonar.
Zeolínblekiö góða
aftur komið f afgreiðslu ísafoldar.
EIMREIÐIN.
Fjölbreyttasta tímarit á islenzku.
Ritgerðir, myndir, sögur, kvæði.
OG
úr silki, ull og silki, ull og bómull.
Vandað lírval—mjög ódýrt.
í verzlun G. Zoegra.
Samkvæmt ráðstöfun skiftafund-
ar 4. þ. m. í þrotabúi þorkels Valdi-
mars Ottesens kaupmanns eru hús-
eignir búsins nr. 1 við Laugaveg og
nr. 6 við Ingólfsstræti til sölu. Hús-
ið nr. 1 við Laugaveg er einlyft íbúð-
arhús með sölubúð í austurendanum;
alls er það x 12 ál. að stærð; því
fylgja ýms geymsluhús og er hið
stærsta þeirra 16 x 12 ál. og uæsta 12
x 12 ál. Ennfremur fylgir stór trjá-
garður og önnur óbygð lóð.
Húsið nr. 6 í Ingólfsstræti er ein-
lyft íbúðarhús með sölubúð í norður-
enda, alls 2IXHF/2 ál. að stærð; því
fylgir lítil óbygð lóð.
Um kaupin ber að semja við und-
irritaðan skiftaráðanda búsins fyrir
lok júlímánaðar næstkomandi.
Skiftaráðandinn f Rvík, 4. júní 1904.
Halldór Daníelsson.
Ritstjóri Bjftrn Jónsson.
“ Isafoldarprentsmiftja