Ísafold - 02.07.1904, Síða 2

Ísafold - 02.07.1904, Síða 2
174 sér Defndarmenn, þá munda þeir þó fara að verða hvimpnir, ef þeir heyrðu nefnda s a k a-málsrannsókn. En þeg-. ar hann síðan t i 1 k y n n i r ályktun- ina sakbornÍDgi, þetta líka lítið hreyk- inn yfir að hafa getað teymt sýslu- nefndina svona langt, þ á er orðið iréttarrannsókn« orðið hjá honum að »sakamálsrannsókn«. Hann veit, að það er þ á óhætt. Hann veit og það, sem er, að orðin þýða hið sama bæði 1 raun réttri, eins og stendur í kær- unni. En sakamálsrannsókn er bragð- meira í munni, raeira svalandi. Frá »glæp« hreppsnefndar-oddvitans og hreppsnefndarinnar var skýrt í ísafold 11. f. m. það er fjarstæða og athlægi, að tala þar um glæp, er við eigi sakamálsrannsókn. f>að getur engum efa bundið verið, að sýslumað- ur veit, að þar er hann að ofsækja saklausan mann, saklausan af öllum glæpum. Hitt veit hann líka, að 38. gr. sveit- aratjórnarlaganna, sem hann er að veifa framan í sýslunefndarmenn, veit- ir all8 enga heimild til sakamálshöfð- unar. Ekki g e t u r slík heimild fal- ist í orðunum: »skal hún (sýslunefnd- in) gera þær rácstafanir sem með þarf í þessu efni«, meðal annars vegna þess, að setningarnar, sem á eftir koma, sýna, a5 þar er verið að herða á ráðunum, sem beita má við óhlýðna hreppsnefnd. þar segir þá, að beita megi þvingunarsektum, ef nauðsyn b e r t i 1, þ. e. ef hin vægari ráð duga ekki, þau sem við er átt með setningunni á undan. En enginn maður með viti getur kallað saka- málshöfðun vægara ráð en þvingunar- sektir. Jafn-fjarstætt er og hitt, að þetta, »að koma fram ábyrgð á hend- ur hinum einstöku hreppsnefndar- mönnum við dómstólana«, geti þýtt sakamálsrannsókn og sakamálshöfðun, með því að slíkt hlaut að hafa verið tekið fram berum orðum, ef sú befði verið hugsunin. f>að er of alvarlega nærgöngult mannhelginni til þess, að heimilt geti verið að öðrum kosti. j?að sýnir og meðal annars 131. gr. hegn- ingarlaganna, er leggur embættismissi við afdráttarlaust og 3 mánaða fang- elsi að auki í minsta lagi, þótt ekki geri embættismaðurinn nema að eins »komi til leiðar eða álykti sakamáls- rannsókn móti manni, sem hann veit að er sýkn saka«. Eáðin, sem sýslunefnd hefir til að þrýsta hreppsnefnd til hlýðni, eru að sjálfsögðu að eins umboðsvaldslegs eðlis. Hún hefir ekkert dómsvald eða sakamálshöfðunarvald, ekkert vald til að skipa eða álykta sakamálsrannsókn einu sinni. |>að er því síður en svo, að hér sé nokkur minsti vafi á því, hvað sýslu- maður hefir verið að gera, er hann lætur sýslunefndina álykta sakamáls- rannsókn þá, er hér ræðir um. Og afleiðingin er auðsæ, svo framarlega sem halda á uppi lögum í landinu, en ekki traðka þeim og vettugi virða, er 8vo ræður við að horfa. Till bera hér beinin. Hér kom um daginn með Ceres landi einn vestan um haf frá Dakota, Jakob að nafni Espolin, eftir 30 ára dvöl þar vestra, og er nú rúmlega hálfátt- ræður. Hann er alkominn vestan að og ætlar til sonar síns, Jóns bónda á Hólabæ í Langadal; fór héðan norður í gær með Vestu. Hann er sonur Hákonar prescs Espolíns, síðast á Kolferjustað (f 1882), en sonarson Jóns sýslumanns Espolíns, sagnaritar- ans fræga (f 1836). Hann man afa sinn þann að eins; var á 8. ári, þegar hann dó. Honum vegnaði allvel vestra, nema fyrstu árin; þá bjó hann í Nýja-íslandi. f>eir flýðu þaðan brátt margir landar og suður í Dakota, og þótti það vera góð bústaðaskifti. Konu aína lét bann nú eftir fyrir vestan, hjá dóttur þeirra þar, sem er gift Is- lendingi í Pembina bæ. Hann vildi bera hér beinin; segist lengi hafa hugsað ser það, og vildi nú ekki draga þá ferð lengur. Veruleg heimþrá seg- ir hann sé ekki almenn meðal landa vestra. Hitt tali margur um, að gam- an væri að koma og sjá gamla land- ið, snöggva ferð. Hann er allvel ern og unglegri að sjá en aldur segir til. Honum virðist kippa nokkuð í kyn til forfeðra sinna á vöxt og yfirlit. Skögræktarfél. Reykjavíkur. f>að hélt aðalfund sinn í Iðnaðar- mannahúsinu 28. f. m. Formaður félagsins, Stgr. Thorsteins- son yfirkennari, skýrði frá gjörðum þesa umliðið félagsar. Engir nýir hlut- hafar hefðu bæzt við, en styrkurinn haldist: 150 kr. frá amtsráði, 200 kr. úr bæjarsjóði og 200 kr. frá Lands- búnaðarfélaginu. Hann gat þess, að 8000 holur befðu verið grafnar í skógræktarstöðinni síð- astl. sumar, og að nú hefði verið plant- að í þær í vor undir tilsjón hr. skóg- fræðings Flensborg. f>á hefði og við græðireitinn verið reistur skúr til skýlis fyrir verkamenn, geymslu áhalda m. m., er alt gróðrar- svæðið nyti góðs af. f>ví næst skýrði gjaldkeri, hr. lyfsali M. Lund, frá fjárhag félagsins; hagur þess væri nú sá, að félagið væri með öllu skuldlaust og ætti í sjóði um 600 kr., er það gæti varið til framkvæmda sinna á næsta félagsári. Samkværat ósk formanns skýrði því næst hr. Flensborg nánara frá, hversu unnið Íefði verið í skógræktarstöðinni og hverjar trjátegundir þar hefðu ver- ið gróðursettar í vor. Gat hann þess, að yfirleitt stæðu plönturnar vel og fremur fáar hefðu kulnað út. Hann gat þess og, að byrjað væri að leggja veg frá hliðinu að gróðrarreítnum, og mundi honum vera haldið áfram unz hann yrði fullgerður. f>á gat formaður þess, að samkvæmt félagslögunum ætti einn maður að víkja úr stjórninni á þessum fundi eftir hlutkesti. Var þá varpað hlut- kestí og kom upp hlutur hr. Flens- borg, en þá var hann endurkosinn í einu hljóði. Endurskoðarar kosnir hinir sömu og voru. Hr. Flensborg hreyfði þeirri ósk, að Skógræktarfélagið gerði skriflegan samn- ing um það við stjórn skóggræðslu- mála íslands, að hún hefði frjáls um- ráð yfir binum afmörkuðu 2 dagslátt- um í skógræktarstöðinni næstu 20 ár gegn því, að fá þær plÖDtur fyrir hálf- virði úr græðireitnum, er félagið þarf að nota og græðireiturinn getur í té látið, og að þeim samningi yrði þing- lýst. Kom þá fram tillaga um, að stjórn félagsins væri falið að gera saming við stjórn skóggræðslumála íslands í þessa átt, með þeim skilyrðum, er félags- stjórnin telur hagfeldust fyrir félagið. Sú tillaga var því næst borin undir atkvæði og samþykt í einu hljóði. Yms tidindi erlend. Enn af nýju er Tyrkir teknir til sinn- ar fyrri iðju í Armeníu: að brytja þar niður kristinn lyð hrönnum saman, karla og konur, ungbörnog gamalmenni, brenna bygð, nauðga konum o. s. t'rv. Vígin skifta mörgum þúsundum, ef ekki tug- um þúsunda. Þeir vita, Tyrkir, að nú geta Rússar ekki við smíist. En þeir hafa satt að segja haft langhelzt við- leitni á að vernda kristinn lyð í lönd- um Tyrkjasoldáns, miklu fremur en vesturríkin, þótt skötnm sje frá að segja þeim til handa, siðmenningarforkólfuti- um, er þau þykjast vera. Stigamenn í Marokko hremdu nýlega amerískan borgara í Tanger og heimta stórfé til fjörlausnar honum. Þeir vissu að Bandaríkjamenn ertt örir og fljótir að snúa sér við. Enda treystist eigi soldán annað en að heita þeim að greiða af hettdi féð. Þó varð nokkur dráttur á því, og sendu þá Bandamenn herskip til Tanger til áréttingar. Ekki var maðurinn laus orðinn þó úr klóm stiga- manna, er síðast fréttist. Yfir stendur enn Dreyftismálið á Frakklaudi. Þar er talið uppvíst orðið um að borið hafi verið fé á vitni þau, er báru í málum fyrir rétti í Rennes 1899; en þar var Dreyfus sakfeldur af nýju, svo sem kunnugt er. Fé þetta á að hafa verið tekið úr sjálfri ríkisfjár- hirzlunni, eftir ráðstöfun embrettismanna í fjármálaráðaneytinu. Þar kom dómari í yfirrótti í París, þeim er málið hefir nú til meðferðar, að manni, sem var að skafa út úr reikningsbók einhverjar fjár- greiðslur frá þeim tíma, til þess að saman bæri við framburð hans. Sá heit- ir d’ Autriche og er bókari í hermála- ráðaneytinu. Honum var snarað í varð- hald. Frakkar hóldti 7. f. m. minuingarhá- tíð mikla í Rúðu (Rouen) í Norðmandíi í mitiningu þess, að liðiu eru lOOOár síðan er þar kom Gönguhrólfur Röguvalds- son Mærajarls og gerðist þar höfðingi. Hann var forfaðir Rúðujarla og Ettglands- konttnga síðan, þeirra Vilhjálms bast- arðs og hans niðja. Mikil afmælishátíðarbrigði voru um Bretaveldi víða 3. f. m., af því að þá voru liðitt 100 ár frá fæðing Richard Cobdens, hins mikla verzlunarfrelsispostula Breta, er sérstaklega er þakkað afnánt korn- tollsins brezka 1846. Því þakka Bret- ar mjög efnaleg þjóðþrif þau, er þar efldust í landi eftir það, og yfir höfuð meginreglu þeirri um algert verzlunar- frelsi, er hann barðist fyrir og hatts samverkamenn, en nú hamast Chamber- lain í móti, og vill fá landa sína til að ganga alveg af þeirri trú, en tekst von- andi ekki. Bandamenn herða enn á skilyrðum fyrir innflutningi þangað vistferlum. Þar má nú enginn stíga fæti á land til bólfestu í Bandaríkjunum, nema hann eigi 10 dollara minst í peningum, auk farareyris þangað sem hann ætlar. Kvenfundur allsherjar var haldinn í Berlín 1 öndverðum f. m., með fullrúum frá flestum mentalöndum heirns. For- seti frú Susan B. Anthony, frá Banda- ríkjum í Norður-Ameríku, mikill kven- skörungur og kvenfrelsispostuli, nær hálfníræð að aldri. Þar var á fundin- um stofnað alhelmsfólag kvenna, eráað berjast fyrir því, að konur fá hvarvetna jafnrétti á við karlmenn um kosningar- rétt á löggjafarþing og í héraðsstjórnir. Dótturdóttir konungs vors ein, Alex- andra, dóttir Þyri prinzessu og hertog- ans af Cumberland, giftist 7. f. mán. í Meclenburg-Strelitz, Friðrik F ra:izr. bróður Alexandrínu, er á Christian Danaprinz Friðriksson konungsefnis. Dáinn er nýlega í Kaupmaunahöfn auðmaðurinn Augustin Gamél etazráð, kaffisali, nafnkunnur fyrir örlæti við norðurheirnskauts-landkönnuði, svo sem helzt þá Hovgaard, (Dijmphna) og F'rið- þjóf Nansen, er hann gekk yfir Græn- landsóbygðir þverar. Hann styrkti og einu sinni nokkuð dr. Þorv. Thoroddsen. Fjölgun niamikynHÍns á 19. öld Tölu manukynsins á öllum jarðar- hnettinum vita menn enn svo ógjörla,. að skakkar 100 miljónum af eða á um skoðanir helztu hagfræðinga í þeirri grein. Sænskur maður, er um það mál hefir ritað nýiega og Gnstav Srmd- bárg heitir, gerir heímslýð allan nú 1640 miljónir. Honum telst til, að fyrir 100 árum, f upphafi 19. aldar, muni heimsbygg- jar hafa verið um 1000 miljónir. þeim hefir þá fjölgað ákaflega öldinæ sem leið, langtum meira heldur en dæmi eru til alla heims tíð. Glegst vitum vér um mannfjölda þá í Norðurálfu, Vesturheimi og Eyálfu. Hann var í upphafi 19. aldar um 224 miljónir, en 556 miljónir í aldarlokin. Mjög nærri réttu lætur það, að Norðurálfubúar hafi verið fyrir 100 árum 187 miljónir, en 400 miljónir í aldarlokin. Fæðst höfðu á öldinni þar 1045 miljónir, en dáið 808 miljónir. Af- gangurinn verður þá 237 miljónir. Brottflutningar úr álfunni er talið að numið hafi 34 miljónum, en 10 milj- ónir fluzt inn i hana úr hinum álf- unum. Norðurálfulýður skiftist í 3 höfuð- þjóðkvíslir. þ>að eru Rómanar, Ger- manar og Slafar. Sumir kenna þær við nornirnar Urði, Verðandiog Skuld. |>að er með öðrum orðum, að hinar rómönsku þjóðir eru þjóðir hjáliðna tímans, germanskar þeirrar tíðar er yfir stendur, og slafnesku þjóðirnar höfuðkynstofn ókomna tímans. Mjög mundu þó flestir hafa verið því ósarn- dóma í upphafi 19. aldar. |>á var Verðandi sú norn, er Frakkar helg- uðu sér öllum þjóðum framar. þ>á bar mest á þeim allra þjóða. f>á réðu hugsjónir þeirra mestu í heiminum. f>á var Napoleon mikli í sem mestum. uppgangi. En nú verður ekki fyrir það þrætt, að rómönsku þjóðirnar eru teknar að síga heldur aftur úr, en Germanar láta nú mest á sér bera og ráða mestu í heiminum nú á tímum. En höfuð- kyn germanskra þjóða eru f>jóðverjar og Engilsaxar. þeirra eru þó Engil- saxar miklum mun fjölmennari. Slafneskar þjóðir þykir mörgum sem sé heimsins upprennandi kynslóð og muni eiga fyrir sér að skipa önd- vegi á ókomnum tíma. þessar 3 þjóðakynkvíslir voru álíka fjölmennar fyrir 100 árum, um 60 miljónir hver um sig. En í aldarlokin voru slafnesku þjóð- irnar orðnar 160 miljónir, hinar ger- mönsku 145, en rómanskar þjóðir ekki nema 95. Slafarnir hafa haft sig þetta fram úr hinum. Skriðið varð mest á þeim eftir 1860; það var í þann mund, er bændaánauðin var úr lögurn numin á Rússlandi. Viðkoman var það ör með Slöfum á öldinni sem leið, að fæðiugar námu 46 á þúsund að meðaltali alla öldina.. Með Germönum var meðalfæðingatal- an 35 á þúaund alla öldina, en var

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.