Ísafold - 14.07.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.07.1904, Blaðsíða 3
187 3. |>að segir ham ókost á skilvind um, að kúlan sé etór. |>ær skilvindur séu varasamar, eem snúast 10,000 snúninga ít mÍDÚtu eða meira. Hæfi- legur 8núning3hraði 6é þá 5,000 til 9 þús. í mesta iagi. Spólan eigi ekki að vera skrúfuð föst við kúluna; hætt við að hún bogni þá eða skemmist, þegar vélin er hreinsuð; það kosti dýra viðgerð, 25—50 kr. Ejómann, sem kemur úr skilvindunni, á að láta standa hór um bil 12 stund ir, þ. e. rjómann frá morgunmálinu til kvelds, kveldrjómann næturlangt. Bezt að geyma hann í leirkrukku. En hafa má til þess vel hreina tunnu. Vel má láta rjómann safnast fyrir 3—4 daga. En einum sólarhring áður en hann er strokkaður á að hita hann upp í 18 stig C. og hræra vel í honum, og er hann þá hæfilsga súr, þegar á að fara að strokka. Smjörið verður bæði drýgra og bragðbetra, ef rjóminn er látinn aúrna. Gott smjör fæst að vísu líka úr ósúrum rjóma, en það er mik- ið viktartap. Lakaat verður amjörið úr hálfsúrnm rjóma, og þar að auki minna. Hitamælir alveg ómiaaandi við smjörtilbúning. Annars verður alt á reiki. Rjóminn á að vera á vetrura 16—18 stig C., þegar byrjað er að strokka, og 12—15 stig á sumri. Hr. P. getur sagt til fyrir fram, hve lang- an tíma rjóminn er að fullstrokkast, 9, 12, 16, 19 mínútur. það mun fara eftir þyktinni og snúningshraðanum. Varast verður að strokka þangað til, að smjörið fer í kekki. |>að á að vera á stærð við laxhrogn, þegar hætt er. Hleypt er ánum af strokknum um tappa niður úr botninum og siðan helt í strokkinn jafnmiklu af köldu vatni í staðinn. Smjörinu er hnoðað innan um það og BÍað frá, þegar búið er. Hæfilegt salt í smjörið er 3^2—4°/0, þ. e. 3V2—4 kvint í pundið. þrem til fjórum stundum eftir að saltað er á að hnoða smjörið aftur, svo að allur 8altpækill fari úr þvi, og láta það þá undir eins niður í gott og hentugt tré- ílát. Aldrei skyldi láta loft komast að smjörinu til muna. þá er því hætt við að þrána. Strokk hafði hr. P. einnig til sýnis með nýrri gerð, sem er kallaður Sekel- strokkur. Hann virðist vera mjög hentugur og þar eftir handhægur, laufiétt að snúa honum. Margur hefir sér á vörum málshátt- inn: það er lakur kaupmaður sem last- ar sína vöru, og vill láta alt, sem hr. P. segir, vera vanalegt prangara-skrum, sem ekkert sé að marka. það tel eg sjálfsagt, að manninum aé ant um að koma hér út aem flest- um skilvindum frá verksmiðju sinni. En ekki fæ eg mig til að vera að leggja honum það til ámælis, eða gera hann ómerkari mann fyrir það. því skyldi fremur eiga að hallmæla honum fyrir það en öðrum kaupmönnum, eða oss bændum fyrir það, þótt vér viljum selja sem mest af smjörinu okkar, eða 8auðum eða hrossum, ef vér höfum það á boðstólum? Mér finst það allr- ar virðingar vert, með hvílíkri alúð hann kemur mönnum í skilning um það verklega, meö því að láta skil- vinduna vinua sjálfa fyrir augunum á þeim og síðan strokkinn, hve stórkost- lega yfirburði sú meðferð á mjólkinni hefir, og eins hitt, hve vélog vandlega hann kennir að hirða skilvinduna, taka hana sundur og setja saman aft- ur m. fl. Mér finst og alt bera með sér, að hann tali af fullkominni ein- lægni °g hreinskilni, og að alúðin og áhuginn luti ekki síður aó þyí, að sannfæra menn um, hve stórkostlegra framfara og fjárgróða von oss sé af góðri meðferð mjólkurinnar og réttri smjörgerðaraðferð, heldur en hinu, að koma út skilvindum sínum. það leyn- ir sór og ekki, að hann er fjarri því að vera ótíndur prangari, heldur er hann mjög vel mentaður maður, hefir farið víða um heim og kynt sér alt sem lýtur að hans iðn. Hann kvað vera bæði verkfræðingur og mjólkur- meðferðar-ráðunautur í sínu landi. Agricola. Reiðhjólin. Þau eru orðin furðu- algeng hér í hæ. Það fullyrða sumir, að þau 8kifti hnndruðum. Ungir og gamlir, karlar og konur fara hér á hjólum nú orð- ið alveg eins og í stórborgum erlendis. Pærra kvenfólk þó að tiltölu en þar ger- ist, að svo komnu. Og færri rosknir meDn sjálfsagt líka. Mest eru það unglingspilt- ar. Einnig nokkrir smásveinar. Það eru bæði lærðir menn og leikir, stúdent- ar osr kandídatar, þar með einnig stöku embæt.ismenu, og búðarmenn, iðnaðar- menn 0. fl. Hálf tylft kvenna er mælt að eigi sér reiðhjól hér í bæ, og að dálitið fleiri kunni þær á þau. Það eru alt ungar stúlkur, heldri stúlkur, sem kallað er. Meira er ekki um að vera þar. Þetta er mjög svo nýlega tilkomið. Það er nú fyrst að verða tízka hér, að kvenfólk fari á hjólum. Yel væri það gert málsins vegna, að hjólamenn og konur vendu sig af hinum herfilegu dönsKuslettu-högumælum, er hér tiðkast enn um þessa nýung, hjólaferð og alt það sem þar að lýtur. S u k k u 11 heita reiðhjólin hjá þeim, og að s u k 1 a að fara á hjólum, og hjólamað- ur suklari. Pyr má nú vera óskapnaður. Fyr má nú vera misþyrming á tungu vorji. Það er eins og orðhagur hjólamaður einn hefir bent Isafold á, að enginn hlutur er einfaldari og jafnframt sjálfsagðari en hvernig þetta á að orða á islenzku alt saman, og það á beztu íslenzku, alveg vafn- ingalausri og tilgerðarlausri. Þar getur ekki heitið að þurfi að halda á neinum nýgerving. Það er mikill kostur, því oft takast þeir misjafnlega. — Hér hafa tíðkaðar verið lengi tvær i- þróttir, sem eru bæði mjög skyldar og mjög likar hjólaferðum. Það er skautaferð og skiðaferð. traldurinn er þá allur sá, að hafa alt hið sama orðalag um þessa nýju list og hinar, þ. e. að sinu leyti. Þá verður alveg eins vel viðeigandi og sjálfsagt að segja að fara á hjólum eins og að fara á skautum eða skiðum; h j ó 1 a- m a ð u r eins sjálfsagður og skautamaður eða skiðamaður; reiðhjól, eða h j ó 1 að eins, i fleirtölu, eins vel við eigandi og skiði eða skautar, sem er haft hvorttveggja eingöngu i fleirtölu, þegar talað er um ferðalag með þeim áhöldum. Venja sig á að nafa orðið reiðhjól eða h j ó 1 ekki i eintölu, heldar i f 1 e i r- t ö 1 u jafnan, er talað er um það ferðatól, alveg eins og um skiði og skauta. Hjólin (reiðhjólin) eru og tvö, eins og skautar og skiði eru tvö. Það má ekki og á ekki að skifta sér af þvi, þó að algenga útlenda heitið á reiðhjólunum sé eintölu-orð (Cycle). Engin minsta nauðsyn að vera að apa það eftir. Hjólin min, segir þá hjólamaðurinn, en ekki hjólið mitt, — alveg eins og skautamað- urinn segir skautarnir minir og skíðamað- urinn skiðin min, en ekki skautinn minn eða skiðið mitt, nema hann eigi heint við annan skautann eða annað skíðið. Þegar hjólamenn og aðrir eru búnir að venja sig á hin réttu heiti, sem hér befir verið hent á, kunna þeir allir jafnilla við að segja hjólhestur, (sem mar.ir gera nú og er anðvitað skárra þó en sukkull), eins og t. d. ef tekið væri upp á að segja skið- ishestur fyrir skíði. Hins þarf ekki að geta, að þá mundi enginn maður fást til að taka sér í munn annað eins afskræmi og sukkull, suklari og að sukla. Mestur auðmaður í lieimi. Það er Rússakeisari. Hann er langmest- ur auðmaður i heimi. Rockefeller, oliukongurinn svo nefndur i New York, er ekki nema bjargálnamaður i samanbur i við Niku.ás II. Rann veit alls ekki aura sinna tal, Rússa- keisari Og það veit enginn, að þeir full- yrða, sem helzt geta nm borið. Hanu gaf í vor úr s:álís sin vasa, sem kall- að er, rúmar 400 milj. kr. í herkostnaðar- sjóðinn, samskotasjóð til stuðnings eða létt- Í8 hinum óskaplega tilkostnaði, er ófriður- inn við Japan hefir í för meö sér. Það er sjálfsagt sannmæii, að enginn einn maður hefir nokkurn tima gefið ann- að eins til nokkurs fyrirtækis, eða neitt likt þvi. En þá var tilrætt um, að miklu hefði þar verið af að taka, og eins hitt^ að ekai væri auðhlaupið að þvi að telja það fram. Um 40 milj. kr. er árskaup keisarans úr rikissjóði eða af ríkiseignum. En það segja menn að hrökkva muni hvergi nærri fyiir kostnaði þeim, er hann verður að hafa, og mundi hann komast í þrot, ef hann væri ekki svo loðinn um lófana, sem hann er sjálfur. Það er reiðÍDnar ókjör, sem fara 1 il risnu hjá höfðingja yfir heimsins fyrirferð- armesta og að sumu leyti voldugasta ríki. Skömmu áður en ófriðurinn hófst í vetur við Japan, hélt keisarinn danzveizlu í Vetrarhöllinni i Péturshorg, sem kostaði rúmar 8 milj. kr. Kirkjunni, ríkiskirkjunni rússnesku, gef- ur keisarinn 10 milj. kr. á ári. En þar i móti kemur þó nokkurt fé, er rennur í sjóð keisara frá kirkjunni eða fyiir hennar milligöngu. Persakonungur einn á meira gimsteina- safn en Rússakeisari. Svo er sagt, að þegar Nikulás keisari var krýndur, fyrir nokkrum árum, þá hafi þeir kepst um það, lýðskylduoöfð- ingjar hans 'veir hinir helztu, hvor meira fengi i hann rutt af gjöfum. Það voru þeir emirinn yfir Bocbara og kaninn i Kiva. Þær gjafir er mælt að numið hati 10 milj. kr. Eií auk þess barst honum þá að gjöf ó- grynni fjár i kjörgripum og gersimum frá öðrum höfðingjum og helzta stórmenni rík- isins. Enn er þess að geta, að dánargjafir hlotn- ast Rússakeisara fleiri og meiri en nokkr- um þjóðhöfðingja öðrum. En ekki er sið- ur að þiggja þær nema svo sé, að enginn sé gerður afskifta, sá cr nokkurt sanngirn- istilkall á til arfs eftir þann, er dánargjöf hefir ánafnað keisaranum. Það er rann- sakað vandlega, og reynist svo vera, skipar keisari að skila honum eða þeim arfinum tafarlaust. Og þó að keisari þiggi féð, þá ver hann því aldrei til hagsmuna sjálfum sér, heldur ánafnar það einhverrigóðgjörða- stofnun eða kirkjulegu nytsemdarfyrirtæki. Þegar síðast gekk hallæri í Bessarabiu, á sunnanverðu Rússlandi, gaf keisariþang- að sem svarar 10 milj. kr. Sumir segja, að ekki hafi það komið til skila nærri alt, heldur lent í vasa emhættismanna þeirra, er þar höfðu milligöngu. En ekki er það hnnum að kenna, keisaranum. Oft gefur hann öðrum en sínumþegnum. Hannlegg ur til dæmis í sumskotasjóð handa Indum i Asiu, þegar þar gengur hallæri, og eins gaf hann drjúga fúlgu Blámönnum i eynni Martinique, eftir eldgosið mikla þar i hitt eð fyrra. Það er haft eftir embættismanni við hirð keisarans, er spurður var um það nýlega, að árstekjur hans mundu vera alls og alls heldur fyrir ofan en neðan 200 milj. kr., að ótöldum ógrynnum gulls og gers ma, er hann á geymd í kjallara- hvelfingunum undir höllinni í Peter- hoff, í kastalanum i Kronstadt og viðar. Tekið er til þess, hve keisarinn eyði litlu handa sjá fum sér, eða i sig og á, sem kallað er. Hann er hófsmaður i mat og drykk, og fötin, sem hann gengur i, þegar hann þarf ekki að hafa neitt við, eru ekk 100 kr. virði. Sama er að segja um drotninguna. Engin kona i heimi á meiri skartgripi eða dýrari, en hún her þá örsjaldan, ekki nema þegar mest skal við hafa. Yeitt brauð Háls i Fnjóskadal hefir ráðgjafinn veitt 7. júli sira Asmundi Oisla- syni á Bergstöðum. Með póstgufusk. Ceres fór 9. þ. m. áleiðis til Khafnar Knud Zimsen verk- fræðingur með konu sina veika, frú Bríet Bjgrnhéðinsdóttir, ingenieur Petersen frá Khöfn (annar vatnsveitumaðurinn) 0. fl. Póstgufuskip Lanra, kapt. Aasberg, koui i gærkveldi, frá Khöfn og Skotlandi o. s. frv. Sex eða átta ferðamenn komu með því, enskir og þýzkir, og 3 ísl. stú- dentar frá Khófn: Geir Zoéga, Guðm. Jóhanusson og Guðm. Lúter Hanuesson. Ennfremur frá Vestmanneyjum héraðsl. Þorsteinn Jónsson. Yest nuiiiney.juin 1. júlí. Mestur var hiti i m. imán. 27. 12,9°, minstur aðfara- nótt • -7-1"; urkoma 148 millim.;en i júní- mán. mestur hiti þann 16: 16,2°/, minstur aðfaranótt 28.: 4,2°. Maimánuður var all- ur fremú kaldur, stöðugar austanáttir og mjög mikil úrkoma alian siðari hluta mán- aðarins, somuleiðis voru austa.iáttir mjög tiðar og þerrilaust allan fyrri hluta júní- mán. Vorvertídin var mii.lu aflamiuni en undanfarnar vertíðir. Síld fekst litið af, og margir urðu varhluta af henni. Allur fjö dinn hafði því mjög rýran vorafla. Fáeinir formenn fengu frá 4—500 að öllu samtöldu. Langa er hér því þetta ár tals- vert minni en fyrirfarandi ár. Verðlag á fiski er hér þannignú: þorsk- ur nr. 1 60 kr., en 40 nr. 2 og langa 50, smáfiskur 45, ýsa 40. Viðarfarmurinn af hinu strandaða skipi Christiau varð með góðu ve ð sakir sam- taka; skrokkurinn sjálfur, sem var i flökum, mun alls og alls hafa komist milli 70 og 80 kr., stærsta flakið á 29 kr. Veikindi hafa hér talsverð gengið alt til þessa, einkum ljngnabólga. Af henni veiktust 8 í umliði.um mánuði; þar af hefir einn dáið, Jón Þorsteinsson, fyr hóndi á Hvoli í Mýrdal, 53 ára. Slysið inlkla með Norge. Laura flutti þá frótt í gærkveldi, að að 4. bátnum frá Norge bjargaði 6. þ. mán., fyrra miðvikudag, norskt kaup- skip, Olga Pauline (kapt. Danielsen) frá Stafangri, sem var á ferð frá Dysart til Seyðisfjarðar, líklega með kolafarm. Það var einhversstaðar milli Skotlands og Færeyja og fór Olga með skipshöfn- ina til Þórshafnar. Það var 19 manns alls. Þá hafa bjargast alls 147, en druknað 618. Skipafregn. Gufuskip Isafold (Jensen) kom sunnud.kveld 10. þ. mán. frá Skotlandi og hafði komið við i Vík og Vestmanneyj- um. Hún kom með kolafarm og steinoliu til J. P. T. Bryde. Þú kom i fyrrakveld gufuskip Carlotta (371, Odland) fra Trooa með kol 0. fl. til verzl. Edinborg. Af ófriðinum Til laugardags ná fréttirnar með Laura í gærkveldi. Japanar mistu 1 brynsnekkju fyrra þriðjudag í flóanum við Dalny. Hún rakst á rússneskt tundurdufl og sökk. Annað ekki sannfrézt sögulegt vikuna sem leið. Rússnesk lausafrótt, að flotadeildin frá Vladivostock hafi sökt 1 bryndreka fyrir Japönum og 2 tuudurbátum hjá Gensan. b eraftið öen Seóste. H’Steenseir JXargaríne

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.