Ísafold - 14.07.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.07.1904, Blaðsíða 1
Kertrar út ýmist einn sinni eöa tvisv. í vikn. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við úramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík miðvikudaginn 14. júlí 1904 47. blað. Jfta/UfO/iMv roTo. F. 867229 Augnlœkning ökeypis 1. og 3. þrd. á bverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opið mánud., mvd. og Id. 11-12. Hlutabankinn opinn kl. 10—!i og K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstndags- og í-íunnudagskveldi kl. 8'/„ siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 0 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- **ndur kl. 10'/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn bvern virkan dag :kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12-3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. og ld. kl 12—1. Nátturugripasafn, i Vesturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Móofnar og móvélar. Eftir héraðsl. Guðm. Björnsson. Síðan grein mín »Illa notuð auðæfi* kotn út í ísafold, 30. marz þ. á., hafa mjög margir sveitamenn átt tal við mig um mó og notkun hans til elds- Beyti8. Og allir hafa þeir talið þá ‘tillögu mjög mikilsverða, að fenginn sé maður vel að sér í öllu þvi, er að -mó lýtur, til þesa að leiðbeina bænd- um, leita að mó fyrir þá og kenna þeim að verka hann með þeim hætti, er nú tíðkast í öðrum löndum. f688 vegna veit eg að það mun öll- um gleðiefni, að ungur og efnilegur niaður, Ásgeir Torfason verkfræðingur, iefir nú tekið þetta mál að sér. Ætl- &r hann að kynna sér sem bezt alla meðferð á mó í öðrum löndum og er þegar farinn til þess. Hann á fyrir höndum mikið verk- efni: að kenna landsmönnum að hag- nýta aér á réttan hátt hin óþrotlegu auðæfi, sem felast í mómýrunúm. það er af og frá, að honum endist aldur til þesa að rannsaka helminginn af öllum mómýrum á íslandi; en upphaf- ið er til alls fyrst. Eg er ekki húsasmiður, en af því bð eg er læknir, hefi eg koraið á mjög hiörg sveitaheimili sunnanlanda á öll- útn tímum árs, og það er mér fullljóst, að 4 Suðurlandi verða aldrei reist í- kúðarhús, er eéu hlý, þur og loftgóð, °ema að hafður sé ofn í þeim. Á Norðurlandi sá eg í æsku minni marga s^eitabæi á vetrardag. þeir voru yfir- leitt miklu rakaminni en bæir sunn- anlands; en kalt var í baðstofunum, °g Því hlýrri , sem þær voru, þeim mun óhreinna var loftið. Veturinn 1881—82 las eg undir skóla hjá Hjörleifi prófasti Einarssyni á Undirfelli, ásamt Guðm. Hannessyni, dú lækni á Akureyri, og Einari þórð- arsyni nú presti á Desjarmýri. Við höfðum til íbúðar herbergi í suðurenda baðstofunnar; hún var ný og vel gerð; en svo var kuldinn mikill, að súðina hélaði lengi vetrar, hendurnar á okk- ur voru þrútnar af frostbólgu og hálf- ir dagarnir fóru í áflog til að verjast hrolli. |>etta var frostaveturinn mikla. En fyr er líka kalt en frjósi. Eina hugsanlega bótin við þessum þjóðarvandræðum er mórinn. Mór er til miklu víðara en menn vita og mórinn getur orðið ágætt elds- neyti, ef hann er rétt verkaður. En hvernig sem mórinn er verkað- ur, þá kemur hann aldrei að fullu gagni sem eldsneyti í þeim eldfærum, sem ætluð eru kolum. það er af því, að mór er miklu fyr- irferðarmeiri en kol í hlutfalli við hita- gildið. Eldstórnar í móofnum og móvélum þurfa að vera miklu stærri en í kola- ofnum og kolavélum. jpað hefir síra Eiríkur Briem sagt mór, að þegar hann var prestur í Steinnesi, lét hann gera handa sér eldavél f Danmörku, krafðist þess að eldholið væri miklu stærra en alment gerist. Vélin kom, varð dýr, en mesta þing; var brent í henni mó, torfuskækl- um og hvers konar ruali, er brunnið gat, og gaf alt góðan hita, af því að eldholið var nógu stórt, svo að mikið komst í það í einu. það er ekki langt síðan að eg var sóttur upp í sveit til að hjálpa konu í barnsnauð. Eg fekk kvenmanui fæð- ingartangirnar og bað hana sjóða þær, ein8 og siður er til. En tíminn leið, og mig fór að lengja eftir töngunum, fer fram og sé stúlk- una vera að bora ofurlitlum mómola inn í eldinn, en enga suðu í pottinum. Eldstóin í eldavélinni var svo lítil, að ekki komust í hana nema 3 eða 4 hnefaköglar í einu. Eldavélar eru nú til í mörgum sveitum á hverjum bæ; en alt eru það kolavélar. Ofnar eru til í stöku stað, en alstað- ar eru það kolaofnar, sem koma að litlu liði, ef mó er brent. í öðrum löndum hafa menn undan- farin ár tekið til að smíða mó-ofna og móvélar. Danskir móofnar frá E e c k í Kaup- mannahöfn eru taldir einna beztir. Guðm. bóndi Magnússon í Elliða- koti hefir mörg ár haft Recks-ofn í ibúðarhúsi sínu (timburhúsi) og brent mó í honum. Hann segir ofninn vera mesta þing. f>að er líklega eini mó- ofninn, sem til er á íslandi. Nú hefir Ágúst kaupm. Flygenring í Hafnarfirði flutt hingað Recks ofna og hefir þá til sölu. Sömuleiðis hefir hlutafélagið Reck fyrir tilmæli hans látið smíða móvélar, sem erujárnvarð- ar á allar hliðar og því sjálfstæðar (fritstaaende), svo að hvergi þarf að hlaða mvirstein að þeim. jþessar vélar hefir hann einnig til sölu. þær kosta 60 kr. Ofnarnir eru misdýrir eftir stærð og iögun: Lögnn Nr. Verð kr. Rúmfet sem ofninn hitar m æ B © ^ D Í2. 5* 09 kalt hús hlýtt hús 13 A 37 600 1000 41 öívalir*'| 13 B 39 600 1000 47 13 C 45 600 1000 55 Fer- 16 B 44 800 1200 48 18 B 48 900 1400 48 24 B 58 1000 1900 49 25 A 66 1500 2400 60 Hér er tilgreint útsöluverð í Kaup- mannahöfn, en hr. Flygering býðst til að selja ofnana hér fyrir sama verð, sbr. auglýsingu slðar f blaðinu. Recks-ofnar hafa fengið meðmæli landbúnaðarráðaneytisins og skógrækt- arfélagsins í Danmörku, og hlotið hvar- vetna mikið hrós. í flestum kolaofnum fer megnið af hitanum — helmingur eða meir — til ónýtis út um reykháfinn. í Recks ofnum kemur eldsneytið, mórinn, að svo góðum notum, að ekki fer út um reykháfinn meir en l/w hitanum, ef ofninn er vel hirtur. Nú er kostur á að reyna þessi eld- færi. Af ófriðinum. Haft er eftir frönskum blöðum, aö kannast hafi verið við í skeyti frá Pót- ursborg, að Japanar hafi í sjóorustunni við Port Arthur daginn fyrir Jónsmessu, sem getið var í Isafold 6. þ. m., sökt fyrir Rússum höfuðorustudrekanum Se- vastopol, en Peresviet, sams konar dreki, hafi rekið á land, og brynsnekkjan Diana skemst svo, að ekki verði við hana gert. Þar næst segir svo í skýrslu frá Togo aðmirál til keisarans í Tokio, aS aðfaranótt mánudags næsta á eftir, 27. f. m., hafi hann sökt enn einu skipi fyrir Rússum í hafnarmynninu við Port Arthur, »varðskipi, líku höfuðorustu- dreka«, og sömuleiðis hafi þá sokkiS þar nærri einn rússneskur tundurbátadólgur. Flotadeildin rússneska frá Vladivo- stock hefir enn glezt við Japana í Kóreu- sundi. Kamimura aðmiráll ætlaði að hremma hana, og hafði nærri dregiö hana uppi, var ekki nema rúm 1 míla dönsk í milli. Það var um kveld eftir dagsetur og í þoku. Rússar slöktu ljósin á skipum sínum og létu myrkrið gæta sín. Síðu8tu vikuna í júnímáuuði skilaði Koruki hershöfðingja það áfram í Mand- sjúríu, að hann náði 3 fjallsköröum af Rússum. Hafði þar oröið töluvert mann- fa.ll. En ekki hefir þar orðið tíðinda síðan, og er mælt, að hvorugir geti hreyft sig fyrir vatnagangi; nýbyrjuð þar rigningatíö. Frásögur um aðsókn Japana að Port Arthur landmegin mjög ógreinilegar og óáreiðanlegar. Fréttir ná til þriðjudags í fyrri viku, 5. þ. m. (Scotsman). Nýtt voðaslys á sjó. Danskt vesturfaraskip sokkið. Druknað 637 manns. En bjargaðist 128, eftir miklar hörmnngar. All-langt vestur af Skotlandi, 40— 50 mílur sjávar út af Suðureyjum, er ofurlítill klettur í hafi, líkastur til að sjá eins og skip á siglingn, og heitir Rockall. Blindsker eru noklcur út af honum og heitir eitt Elínarrif (Helens Reef), 3 mílur enskar suöur af klettinum eða f úr danskri mílu (viku sjávar). Þar barst á stóru gufuskipi dönsku þriðju- dag næst eftir Jónsmessu, 28. f. m. Það hét Norge og var á ferð vestur um haf með hátt á 8. hundraö manns. Það lagði á stað frá Khöfn 2 dögum fyrir Jónsmessu og kom við í Christi- aníu og Christianssand í Norvegi; hólt þaðan Jónsmessumorgun. Skipshöfn var um 70 manns, og farþegar nær 700 flest vesturfarar, danskir, norskir, sænsk- ir, finskir og pólskir. Þoka var og rigning, er skipinubarst á. ÞaS rakst á fyrnefnt blindsker og sökk á lítilli stundu, hér um bil 20 mínútum. Þetta var skömmu fyrir dagmál, og lágu farþegar flestir í rúmum sínum. Þeir ruddust upp á þilfar fáklæddir, karlar og konur, börn (um 200 að sögn) og gamalmenni, alt í þvögu. Bjargbátunum var hleypt á flot, 6 af 8 að tölu alls. Þeii mundu hafa tek- ið 200 manns, ef notast hefði að þeim. En það var ekki. Geysistórt gat hafði komið á skipið að framan, er það rakst á skerið, og sökk það á svipstundu, er af því bar aftur, á mörg hundruð faðma djúpi. Mannsöfnuður þessi hinn mikli rak upp ógurlegt angistarvein, er hann sá fyrir sér opinn dauðann, og ruddist að bátunum. Skipstjóri og aörir fyrirliðar sýndu af sór mikla stillingu og röggsemi. Fyrsta bátinn, hlaöinn kvenfólki mestmegnis, braut í spón við skipshlið ina og druknuðu allir, sem í honum voru, eða því nær allir. Um annan bátinn fór á sömu leið. Fjórir bátarnir komust frá skipinu heilu og höldnu, nær drekkhlaðir af fólki. Einum þeirra bjargaði morgunum eft- ir botnvörpungur, er var á heimleið hóðan frá íslandi, Salvia, frá Grimsby, með 27 manns, og kom með þá þang- að sunnudaginn eftir. Fyrra mánudag, á 7. degi eftir slys- ið, heimtust 2 hinar bátshafnirnar úr helju, til Stornoway í Suðureyjum, Annari hafði skozkt gufuskip, Cer- vona, frá Dundee, bjargað þá daginn áður. Yoru í þeim bát 32 manns lifandi og 1 barn dautt. Þeir höfðu flækst eða hrakist 300 mílur enskar áður þeim yrði bjargaö. Næringarlausir höfðu þeir verið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.