Ísafold - 30.07.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.07.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eÖa -tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa l‘/s doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sá til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík laugardaginn 30. júlí 1904 50. folad. I. 0. 0. F. 86859 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spitalannm. Forngripasafn opið mánnd., mvd. og ld. U—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjnm degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fnndir á hverju föstndags- og Eunnudagskveldi kl. 8'/2 síðd. Landakotskirkja. Gnðsþjónusta kl. 9 ng kl. 8 á hverjum helgnm degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj- ■endnr kl. 10‘/3—12 og 4—6. Land.sbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtnd. og ld. kl 12—1. Ndttúrugripashfn, í Yesturgötu 10, opið i sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypisiPóstbússtræti 14b 1. og 3. mánnd. hvers mán. ki. 11—1. Af ófriðinum. Fyrra sunnudag, 17. þ. m., stóö all- mikill bardagi með Kússum og Japön- um í Motien-skarði í Mandsjúríu. Það er í fjöllum þeim, er Japanar eiga yfir að^ sækja á leiðinni til Líaó-Yang, meg- instöðva Kuropatkins. Rússar höfðu hrokkið þaðan undan Japönum snemma í mánuðinum, og ætluðu að vinna skarðið aftur, en unnu ekki á og mistu um 2000 manna, að Japanar segja. Af Japönum eiga að hafa fallið eða sárir orðið 300 manna. Þetta er hin 4. meiri háttar landorusta í þessum ófriði, og hafa Japanar reynst þar jafnsnjallir sem fyr, en líklega í fyrsta skifti, sem þeir hafa verið fá- liðaðri en Rússar. Hinar orusturnar er sú við Yaluelfi 1. maí, við Nan-tsjan eða Kin-tsjá 25. maí, við Telissú 15. maí og svo þessi í Motienskarði 17. júlí. Það er Kuroki hershöfðingi, sem unnið hefir fyrstu og síðustu orustuna, en Oku hinar tvær, suður á Líaótungskaga. Ensk blöð dást enn mjög að hreysti og herkænsku Japana, í þessari síðustu orustu. Kuroki hafi styrt bardaganum af mestu snild. Hann vilti sjón fyrir Rússum um, hvar Japanar höfðu meg- instyrk sinn, og veitti þeim atgöngu þar, er sízt höfðu þeir við búist og þeir hófðu ekki fallbyssur sínar viðlátnar. Hann átti nú örskamt eftir vestur að Líaó-Yang, þar sem Kuropatkin situr. Aðrar sveitir af liði Kuroki sunnar betur höfðu barist dagana á eftir, í hinni vikunni, við Rússa þar, og veitt betur. En af því eru óljósar fréttir. Suður á Líaó-tungskaga sækir Oku hershöfðingi norður eftir áleiðis til Lí- aó-Yang með nokkuð af sínu liði; hitt sækir að Port Arthur landmegin. Hann vann þar af Rússum borgina Kaiping norðan til á skaganum 8. þ. m., eftir allharða orustu. Rússar hörfuðu undan norður á leið. Fám dögum síðar vann Oku af Rúss- um aðra borg þar nærri, sem heitir Inkov, og er hafnarbær frá Níu-tsvang, við botninn á Líaótungflóa. Miðja vegu milli þeirra Oku og Kur- oki sækir Nodzu hershöfðingi fram í móti Kuropatkin með 3. herinn Japana. Vita menn ógjörla, hvað honum vinst. Stórrigningar þar í Mandsjúríu tefja för fyrir Japönum. Þeim miðar því seint áfram, enda fara að öllu gætilega. Mælt er, að stjórnin heima í Péturs- borg só tekin að verða smeyk um Kur- opatkin, að Japönum takist að koma honum í úlfakreppu, eða sitja fyrir hon- um, ef haun ræður af að halda undan norður í Múkden. Suður við Port Arthur skríður ekki til skarar að svo komnu. Japanar sækja borgina bæði af sjó og landi. Talað um harða atlögu að henni 11. þ. m. Þar lamaðist einn bryndreki Rússa, Novik. En á landi eiga Rússar að hafa mist þann dag 1000 manna. Fám dögum áður, 8. þ. m., lögðu 4 tundurbátar japatiskir að höfninni í Port Arthur. Rússum tókst að skjóta 2 þeirra í kaf, en 2 komust undan, annar skemdur þó. Japanar mistu 8. þ. m. eina bryn- snekkju sína, Kajmos, í Talienvanflóa, úti fyrir Dalny; hún rakst á tundurdufl og sökk. Fátt manna druknaði (16). Flotadeild Rússa í Vladivostock var enn horfin þaðan í fyrri viku og vissi enginn hvert. En grunur á, að hún hefði nú haldið austur fyrir Japan og stefnt þar suður með landi, til sjálfs höfuðstaðar Japana og keisaraseturs, Tokio. Þar hafði heyrst eigi alifjarri skothríð mikil fyrra föstudag og þótti líklegast, að þar mundu strandvirki Japana tekin til að skjótast á við her- skip Rússa, þessa flotadeild. Það er djarft í ráðist af Rússum, ef þetta er satt. Snemma í mánuðinum lögðu 3 skip rússnesk af sjálfboðaliðsherflota svo nefndum í Svartahafi suður þaðan um Sæviðarsund og áleiðis austur um Suez- skurð út í Rauðahaf. Þar tóku þau ensktgufuskip, farmskip mikið, er heit- ir Malacca, og var á leið austur í Yoko- hama í Japan, og hafði innanborðs mik- ið af skotfærum. Rússar töldu víst, að þau væri ætluð Japönum, og ætti því engan rétt á sér að alþjóðalögum; þau banna hlutlausum ríkjum að miðla slíku þeim, sem í ófriði eiga. En Bretar kváðu farminn ætlaðan herskipaflota þeirra sjálfra í Kyrrahafi. Rússar skip- uðu Malacca sínum mönnum og sneru því aftur á leið, til Sebastopol við Svartahaf; þar skyldi heyja yfir því skipstökudóm. Þess þarf ekki að geta, að Bretar mundu eigi láta sér þetta vel líka. Gengu hörð skeyti og tíð út af því milli Lundúna og Pétursborgar. Stappaði nærri um eitt skifti, að Bret- ar mundu láta herskip sín í Miðjarðar- hafi fara og hremma Malacca þar úr klóm Rússa. En horfur á því síðast (fyrra laugardag), að Rússar mundu slaka til, sleppa skipiuu og bjóða bæt- ur fyrir. Um. það eru gamlir samningar með stórveldum álfunnar, frá því eftir Krímstríðið, að eigi megi nokkurt út- lent'herskip (þ. e. ekki tyrkneskt) fara um Sæviðarsund að þeim fornspurðum. Rússar höfðu hór beitt þeim brögðum, að láta fyrnefnd 3 sjálfboðaliðsherskip hafa á sór kaupfarsgervi. En er út kom í Miðjarðarhaf, brugðu þau upp gunnfána og fóru þá eigi dult með framar, að þau höfðu fallbyssur nógar innanborðs og annan vígbúnað. Skip þessi 3 heita Orel, Smolensk og St. Petersborg. Slík »herskip« segja Bret- ar (og aðrir) að eigi engan rétt á sér, og hóta að fara með þau eins og vík- ingaskip, ef annað eins verði oftar leikið. Þessi sömu skip tóku og um sama leyti þýzkt farmgufuskip í Rauðahafi, Scandia, frá gufuskipa.fólagi í Hamborg. Þóttust hafa fundið þar forboðinn varn- ing, ætlaðan Japansmönnum. Löglegt er það, ef sakborningur verður sannur að sök fyrir skiptökudómi. Ella liggja við fullar skaðabætur. Svo fór um enskt gufuskip, er Cheltenham heitirog Rússar tóku austur í Japanshafi eða þar um slóðir 8. þ. mán. og fóku með til Vladivostock. Það hafði meðferðis járnbrautarteina o. fl., er var ætlað Japönum. Það dæmdi skiptökudómur þar forboðinn varning í hernaði og gerði upptækan. Smolensk, eitt af fyrnefndum sjálf- boðaliðsherskipum Rússa, tók og fyrra mánudag (18.) þyzkt póstgufuskip Prinz Heinrich, í Suez-skurði, og gerði þar upptækt mikið af póstsendingum, er fara áttu austur í Japan. Suðuriuúlasýslukosningin sú í fyrra, ein af fleirum meingöll- uðum, er meiri hluta sköpuðu á þingi þá, sællar minningar, hefir nú verið rannsökuð af rannsóknardómara (sýslu- manninum í Norðurmúlasýslu?) og sú orðið niðurstaðan, eftir því sem segir frá í Norðurl., að sá sem talinn var rétt kjörinn með 1 atkvæðis mun og látinn hafa sæti á þinginu 1903, Gutt- ormur Vigfússon, hefir fengið 5 lögleg- um atkvæðum f æ r r a en sá, er þá var látinn hafa beðið lægra hlut, Axel V. Tulinius sýslumaður. »Að sjálfsögðu ber því að telja Axel V. Tulinius 2. þingmann Sunnmýlinga það sem eftir er af þessu kjörtímabili«, segir Nl. En það mun þó vera sjálfsagt í þeirra einna augum, sem ætlast til að lög og rétturráði skilmálalaust úrslitum svona máls sem annarra yfirleitt. En hvernig fór í fyrra um Stranda- sýslukosninguna ? Hafði þar ekki verið framið sæmi- lega skýlaust lagabrot? Og hvað gerði meiri hluti þingsins úr því? Misfellurnar á kosningunni í fyrra í Suðurmúlasýslu, sem uppvíst hefir orðið um, eru þær, a ð kosið hefir verið eftir eintómum ógildumkjörskrám, nema einni, þ. e. eftir kjörskrám þeim úr öllum hreppum sýslunnar, sem gengu ekki í gildi fyr en nær mánuði eftir kjördag, og a ð auk þess var kosið eftir nokkurum kjörskrám, sem voru allar ólöglegar, sumar búnar til sjálfan kjörfundardaginn! |>ó var höfð um leið hliðsjón á hin- um réttu, gildu kjörskrám, og þeir látnir kjósa, sem þar stóðu umfram þá, er vor á hinum kjörskránum. Eftir gildu kjörskránum fskk Tul- inius sýslumaður 98 atkv. og Gutt- ormur 97. En af atkvæðum Guttorms voru 4 ólögleg, og hafði hann því að réttu lagi að eins 93 atkv., en Tulin- ius 98. En séu talin atkvæðin, sem greidd voru bæði eftir hinum gildu kjörskrám og þeim, sem ekki voru gengnar í gildi, heldur áttu að gilda næstu ár á eftir, en öll ólögleg atkvæði dregin frá, þá kemur það fram, að atkvæða- munurinn er 11. Tulinius hefir þá fengið 112, en Guttormur 101. Mælt er, að Guttormi hafi verið kent það ráð, ef hann treysti eigi fyllilega þinginu, þ. e. meiri hlutanum, til að löghelga kosningu sína áfram jafnt sem áður fyrir þessa smá- g a 11 a, að leggja nú niður þingmensku og eiga undir, að sér lánist að krækja í kjör við aukakosningu þá, er þá yrði látin fram fara. En bæði er nú nokk- ur tvísýna á því, og hitt þó lakara, að sá getur trauðla lagt niður kosn- ingu, sem aldrei hefir kosningu hlotið. Enginn getur fargað því frá sér, sem hann hefir aldrei átt. Eina ráðið til að fá nýja kosningu fyrirskipaða í Suðurmúlasýslu virðist vera það, að ninn löglega kjörni þing- maður, A. V. Tulinius sýslumaður, leggi niður þingmensku. Líklega þarf fyrir hvorugu ráð að gera. Meiri hlutinn, sem nú ræður lögum og lofum á alþingi, verður að vera sjálfum sér samkvæmur. Hann lét í fyrra hinn löglega kosna þingmann í Strandasýslu sitja heima, en ólöglega kosinn mann skipa sæti hans á þingi. Hvað er eðlilegra en að gera ráð fyrir, að alveg eins þurfi hann að fara með þetta kjördæmi: láta hinn ólög- lega kjörna flokksmann sinn, Guttorm Vigfússon, sitja áfram á þingi, en þann vera kyrran heima, sem nú reyn- ist hafa verið löglega kosinn? Björnsons fyrirlestrarnir er ráðgert að fluttir verði hér í ISn- aðarmannahúsinu í næstu viku áliðinni eða kringum helgina þá. Fyrirlestra- maður, O. P. M o n r a d prestur, sem hér kom í gær meði Tryggva kongi, er kvefaður nokkuð svo eftir ferðina. Síra O. P. Monrad er í ætt við D. G. Monrad biskup heit., höfund hins á- gæta rits »Úr heimi bænarinnar«, er flestir kannast við. Hann var og meðal helztu stjórnskörunga Dana um og eftir miðja öldina sem leið. Cally Monrad heitir dóttir síra O. P. Monrads, einhver ágætasta söngmær, sem nú er uppi á Norðurlöndum; hefir getið sér stórmikla frægð á skömmum tíma. En faðir hans var háskólakenn- ari í heimspeki í Kristjaníu, — dáinn fyrir nokkrum árum. Það eru gáfu- menn miklir, þeir ættmenn, og gefnir mjög fyrir listir og visindi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.