Ísafold - 03.08.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.08.1904, Blaðsíða 1
Ttenrar út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */, doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. AfgreiÖslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík miðvikudaginn 3. ágúst 1904 51. blað. JtuáfadiJiaApiAMv I. 0. 0. F. 86859 Augnlœkning ókeypis 1. oir 3. þrd. á hverjnm rnán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opið mánud., mvd. og ld. H —12. Hlutabankinn opinn k). 10—l! og •«7*-77 2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverjn föstudags- og ^innnudagskveldi kl. 87s siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 0 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- •endur kl. 107*—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 4tl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag «. 12-3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ag ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. fjóðhátíð Reykjavikur. Veður mj'ög blítt hér í gær, höfuð- skilyrðið fyrir, að vel takist þjóðhátíð- arhaldið. Bigning engin, og eólskin með köflum. Tilhögun venjuleg. Fyrst kappreið- ar á Melunum og því næst hjólaferð. Skrúðganga um bæinn með hljóðfæra- elætti og upp á Landakotstún, um hádegisbil. f>ar laglegt hlið inn um að ganga, blómum prýtt og veifum. Eæðupallur á miðjum velli, þar ssm hæst var, skrýddur blómsveigum og merkisblæjum, með tjaldhimni yfir framanvert. Mikið af tjöldum um túnið víðsvegar. Og óspart um margs konar veifur og merki alt umhverfis. Danspallur stór og mikill á einum stað. Glímuvöllur í landnorðurhorni túnsins afgirtur, vel rúmgóður. f>ar var mikill sægur áhorfenda umhverfis sfð- ari bluta dags, meðan glímurnar stóðu, og auk þess krökt af ungviði upp um reiða Stýrimannaskólans þar rétt hjá. Formaður þjóðhátíðarnefndarinnar, Kristján þorgrímsson kaupmaður og bæjarfulltrúi, setti þjóðhátíðina með nokkrum orðum. Sungið á eftir Ó guð vors lands, af fjölmennum söng- flokk, er Brynjólfur f>orláksson stýrði. f>ar næst mælti Indriði Einarsson revisor fyrir minni konungs. f>á var leikið á lúðra: Kong Christian o. s. frv. f>á mælti Björn Jónsson ritstjóri fyrir minni íslands, en söngflokkurinn flutti á eftir kvæðið fyrra, sem hér er prentað síðar, eftir Guðm. Guðmunds- son. Eftir það var miðdagsverðarhlé. Kl. 4 var tekið til aftur. f>á mælti héraðsl. Guðm. Björnsson fyrir minni Beykjavíkur, en Böngflokk- urinn hafði yfir hitt kvæðið eftir Guðm. Guðmundsson. Loks talaði Guðm. Finnbogason cand. mag. fyrir minni íslendinga er- lendis. Eftir það söngur og lúðraþytur öðru hvoru, og dansað og leikið sér fram á nótt. Búðir allar og vinnustofur lokaðar. Að eins annar af áfengisveitinga- mönnum bæjarins hafði veitingatjald á hátíðarsvæðinu, eftir leyfi lögreglustjóra. En þess gætti lítið innan um hins vegar veitingar, í mörgum tjöldum, og bar ekkert á drykkjuskap. Fjölmenni með mesta móti. Að- komnir utanbæjarmenn þó ífærralagi, einkum úr næstu sveitum. Nokkur strjálingur lengra að. Þjóðhátíðarkvæöin. ÍSLAND. Lag: Hvað er svo glatt. Þitt nafn i söng og sögn’ um eilífð bljómar og sendir heiðljós yfir Norðurlönd. Þin frægðarstjarna fagurskærast ljómar, þó fátæk 8*’rt og víða ber þin strönd. En hýr í dölum þinum veit ég viða að vaka blóm við þýðan lækjarnið. Og ljúflingarnir langspil upp til hlíða i logni knýja’ og sumarnætur frið. Eg trúi þvi, að lindir gulls og gæða, sem geymir þú, nú opnast muni skjótt. Eg trúi þvi, að sárin sem þig blæða og sveið þig i, þau grói máske fljótt. Eg trúi’ og veit, að framsókn, dáð og frelsi til frama og sigurs niðja þina ber. Eg trúi’ og veit, að sérhvert haft og helsi mun höggvið verða karlmannlega’ af þér. Sjá, friðarbogann blika’ i miðjum hlíðum og bjartur annar hátt of fjöllum skin! Vér gleymum því, í ströngu þótt vér stríðum, ef strauma frelsis leiðum vér til þín. Vort föðurland, um eilifð auðna’ og gengi þig örttram vefji, foldin hjartakærst! Vér hrópum glaðir: ísland lifi lengi og ljómi stjarna þess sem allra skcerst! Guðm. Guðmundsson. REYKJAVÍK. Lag: Þú bláfjallageimur I dag koma börnin þin, drotning vors lands, sem dáðríka von i brjóstmiL ala, úr bláliljum, rósum þau knýta þér kranz | : og kveða !jóð um þig á grænum bala : | Og dísir frá Ingólfstíð birtast og blítt þér brosa nú við svo undur-glaðar. Þær dansandi syngja: »sjá, alt er orðið nýtt, og alt af hækkar sæmd vors höfuðstaðar! Vér munum þau, holtin þin, hrjóstrug og ber, og hreysin, sem áður fyrr hér stóðu; á ljósgrænu túnin nú bjarma sinn ber hin bjarta sól og húsin nýju góðu«. Svo tökum vér undir og óskum þéss heitt, að aldrei þér verði neitt að grandi, en framför þin geti til farsældar leitt og frelsi’ og manndáð eflt i voru landi. Ef sundrungin fær ekki’ að festa á þér hramm og fósturbörn þin í sundur skilja, þá veit eg þú brýtur þér brautina fram með brandi hertum, trú og ást og vilja. Þín kóróna gnæfi við gullfjölluð ský og geislana yfir landið breiði, og menningarstraumarnir æðum þér i með afli sterku þrótt í börn þin leiði! Guðm. Guðmundsson. Heiðurssamsæti héldu Bangæingar 11. f. mán. frá farandi sýslumanni sínum, M a g n ú s i Torfasyni, »í virðingar- og þakk- lætisskyni fyrir veru hans og fram- komu«, um 30 manns; mundu hafa fleiri verið miklu, ef ekki hefðu bænd- ur verið vant við látnir yfirleitt, með því að lestir stóðu sem hæst yfir. Kvæði var honum flutt eftir Bjarna Jónsson cand. mag. og ritstjóra frá Vogi, og margar ræður, en hann þakk aði fyrir fögrum og hlýjum orðum. það kom fram í ræðunum, að hr. M. T. hefir reynst sýslubúum röggsamt yfirvald og nýtur og dugandi framfara- maður, ekki sfzt í landbúnaði; bjó og sjálfur fyrirmyndarbúi í Árbæ. Vin- sældir hans og traust sýslubúa höfðu farið vaxandi ár frá ári. Bindindisfyrirlestur sira N. Dalhoffs. f>að var fyrirtaks-hugvekja, svo sem við mátti búast. f>ar fór saman á- heyrilegt orðfæri og skörulegt, skipu- Ieg meðferð málsins, röksnild og hóg- værð. Allmargir áheyrendur að vísu, en hefðu átt að vera miklu fleiri. f>etta var laugardagskveld (30. f. m.) og fjöldi bæjarmanna farinn á stað í sunnudagshelgarskemtiferðalag. Fyrir- lesturinn auk þess heldur laklega aug- lýstur. Bæðum. kvaðst vera hingað kominn öllu fremur til að fræðast en að fræða. Vér íslendingar værum miklu lengra komnir í bindindismálinu en Danir. Hann vonaði þó, að eitthvað kynni að mega græða á því sem hann hefði fram að bera, með því að það stydd- ist við býsna-langa reynslu og víðtæka. Mintist á hina miklu milliþinganefnd í Danmörku, úr báðum þingdeildum, sem hann er faðir að og nú situr í á rökstólum og er ætlað að koma fram með tillögur um, hvað gera skal til að hnekkja hinu mikla áfengisböli þar í laudi, sem miklu meiri brögð mundu vera að en hér hefði nokk- urn tíma verið. Hann kvaðst hafa grætt rnikið á því, að vera á nokkr- um alheimsfundum, þar sem færustu menn úröllum heims áttum hefðu bor- ið saman ráð sín um baráttuna gegn áfengisófögnuðinum og lýst áreiðanlega vísindalegum árangri af rannsóknum um sannarlegt eðli áfengisins og áhrif þess á líkama mannsins. f>ar hefði verið á síðasta fundinum, í Brim- um, saman komnir meira en 1000 manna, bæði héðan úr álfu og Vest- urheimi. Fyrir nær 30 árum kvaðst hann hafa verið prestur við vitfirringaspítalann hjá Hróarskeldu (Bistrup), þar sem eru að staðaldri á annað þúsund sjúkl- ingar, sambæjarmenn hans frá Khöfn, og hefði farið hryllingur um sig þá, er hann heyrði lækna þar fullyrða, að 4. hver maður meðal allra þeirra aumingja ætti það voða mótlæti, vit- firringuna, upp á áfengið. f>að hefði orðið til þess, að hann hefði farið að kynna sér málið rækilega og hefjast handa í móti þessum ófögnuði. Sem dæmi þess, hve heimskan og misskilningurinn á áfengismálinu hefði verið gífurlegur fyrrum, gat hann um enskt lífsábyrgðarfélag á öldinni sem leið, er hefði afsagt að vátryggja bindindismenn vegna þess, að þeir menn hlytu að missa heilsu og verða skammlífari en aðrir, er höfnuðu »lífs- ins vatni« og n9yttu aldrei nokkurs á- fengs drykkjar. En það varð til þess, að tekið var til að stofna sérstaklega lífsábyrgðarsjóði fyrir bindindismenn, og varð 8i\ reyndin á með tímanum, að nú vátryggja yms lífsábyrgðarfélög bindindismenn með betri kjörum en aðra, með þvf að sæmilega fullkomn- ar landshagsskýrslur um það atriði segja bindindismenn verða yfirleitt 8—10 árum langlífari en aðra. f>að er með öðrum orðum, að þar sem haldið hefði verið áður, að bind- indi stytti lífið, væri nú full reynsla fyrir því, og hún býsnalöng, að það lengdilífið til muna. Annað fullsannað atriði um áhrif á- fengis væri það, að það væri ekki styrkjandi, heldur deyfandi, drægi úr mætti manns, líkamlegum og andleg- um. f>etta hefði sannað verið með beinum tilraunum. Ekki þyrfti nema J/2 staup til þess, að það kæmi í ljós. Andmælendur Matti Helenius hins finska, er skrásetti fyrir 2 árum vís- indalegt rit um áfengi og varð doktor fyrir við Khafnarháskóla, hefðu kann- ast við það þá afdráttarlaust, að á- fengi gerði það tvent, þótt neytt væri í hófi, sem svo er kallað: 1, að draga úr mætti manns; 2, að stytta lífið. Frá kristilegu sjónarmiði væri það náungans kærleiki, sem knýja ætti menn til bindindis. Hófsmaðurinn á að neyta sér um það vegna bróður síns, sem kann sér ekki hóf. Ekki til neins að segja við hann: m i g sakar ekki, þótt eg hafi áfengi um hönd, og því gerieg það; en þ ú mátt það ekki, af því að þú þolir það ekki; heldur hrifi það eitt við hann að segja: ger þú það mér til sam- lætis, að hætta að neyta áfengis; við skulu hætta því báðir. En allir menn eru bræður vorir, og því nær skyldan til þeirra allra. f>ess vegna sagði Páll postuli: ef eg með nautninni hneyksla bróður minn, skal eg aldrei að eilífu kjöt eta. Euginn vafi væri á því, að þjóðfé- laginu væri bæði skylt og heimilt að skerast í leik og banna alla áfengis- nautn, er því stæði svo mikið ilt af henni. Hvernig gæti það meðal ann- ars gert sér að góðu, að kosta stórfé til uppeldiS og mentunar hinnar upp- vaxandi kynslóðar, í því trausti, að hún endurgyldi þann kostnað ásamt vöxtum með nytsamlegri iðju, en láta þó viðgangast, að hún gerði sig ófæra til þess þegar í upphafi vertíðar? Vér erum frjálsir, fullveðja menn, færir um að gæta vor sjálfir og viljum ekki láta vera að leggja á oss neitt lagahaft; það á að eins við börn og ófullveðja unglinga í hæstalagi.—f>essu algenga, borginmannlega svari þeirra, er ekki mætti heyra nefnd neiii af- skifti af löggjafarvaldsins hálfu af á- fengisnautninni, vildi ræðum. svara með þeirri spurningu, hvers vegna þeim hinum sömu þætti þó sjálfsagt að hafa rið meðfram brúm, er lagðar væri yfirhættuleg vatnsföll? f>ví segðu þeir ekki þá: vér erum fullveðja menn og færir um að gæta vor sjálf- ir við því að detta í ána, þó að ekk- ert rið sé við brúna? Leiðin til að fá áfengisnautninni út-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.