Ísafold - 03.08.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.08.1904, Blaðsíða 2
202 rýmt væri að skapa sem öflugasta almenniagsálit fyrir því. Bn hver er þessi almenningur, sem almennings- álitið skapar? það er eg og þú. f>ví fleiri sem tekst að sannfæra hver annan og þvi fljótara sem það gerist, því fyr akapast slíkt almenningsálit. þetta er að eins úrtíningságrip af fyrirlestrinum, en miklu slept. Fyrir miniii íslands. Stutt þjódhátíðarræðuágrip. Af hverju oss þykir vænt um landið. Af því að það er svo fagurt og frítt, segja sumir. Aðrir: af því, að það er hið mesta söguland í heimi, ljómar alt í sögu, frá upphafi bygðar þess, í þjóð- sögum þar, sem sönnum sögum sleppir. Enn aðrir: af því að landið eða þjóðin, sem það byggir, á svo fagra tungu og auðuga, með þeim yfirburðum yfir öll önnur lifandi tungumál hins mentaða heims, að það hefir haldist sama sem óbreytt alla þá tíð, sem landið hefði verið bygt, meira en 1000 ár, haldið sér óspilt og samræmt, eitt mál um land alt, sama mál á vörum alþ/ðu og lærðra manna, í ræðu og riti. Enn aðr- ir nefndu það til, að þessi þjóð væri að tiltölu allra þjóða auðugust af fögr- um ljóðum, er spryttu nærri því eins og grasið á jörðinni, kynslóð eftir kynslöð. Fyrir flestum ætti þetta alt saman tek- ið og fleira þó sinn þátt í því, að oss þætti öllum vænt um landið okkar. En til væri annars konar hvatir til þess, að þjóð léti sér þykja vænt um land, — um land það, sem hún bygði. Þær'kæmi fram, þegar þjóð gæti farið að segja með sanni: landið er eftir mig; mér þykir vænt um það af því, að það er eftir mig, af því að eg hefi skapað það, þ. e. skapað það upp. Vitanlega mætti ekki misskilja slíka setning svo, að dregið væri fyrir það neitt úr verki skaparans og honum ekki gefin öll d/rðin eins fyrir það. Sannleikurinn væri sá, að skaparinn sjálfur ætlaðist einmitt til, að mannkynið, jarðarbyggj- ar, ættu sinn þátt í að skapa landið með sér, gera það sem hagfeldast þeim til á- búðar. Með þeim rétta skilningi hneyksl- aðist enginn á því, er haft væri eftir Hollendingum: Guð hefir skapað allan heiminn,nema Holland; það höfum vér skapað sjálfir. Vitaskuld ætti slíkt við um það land öllum öðrum löndum framar, af sérstaklegum, alkunnum á- stæðum. Móðurfold og fóstru vora nefndum vér landið jafnan, í sundurlausu máli og samföstu. En hitt mætti og til sanns vegar færast, að kalla þjóðina móður landsins og fóstru. Það lofaði fóstrið, ef vel væri af að láta, en ella ekki. Vænt þætti hverri móður um fagurt barn og vel af guði gefið; en hitt væri sannreynt, að þá væri móðurástin jafn- aðarlega staðbezt og veigamest, er móð- irin hefði óvenjumikið á sig lagt fyrir barnið sitt. Enginn efi á því, að flestum oss þyk- ir nú þegar vænna um landið en áður, síðan er það fór að taka stakkaskiftum fyrir það, sem vér höfum að því unnið, t. d. síðan er vér fórum að leggja um það almennilega vegi, brúa ár, og um- fram alt: bæta jarðveginn Þess væri dæmi um önnur lönd, að þar hefði jafnvel loftslag tekið breytingum til batnaðar fyrir atverknað mannshandar- innar. Af því mætti roarka, hve stór- um gæði lands, hagsæld þess og jafn- vel fegurð færi eftir því, hvernig með það væri farið. Til skamms tíma hefði mikill hlutur þjóðarinuar gengið frenmr í trú en skoð- un um það, að lattd vort gæti orðið verulegt »farsældar frón og hagsældar«. Nú væri svo komið, að þar gengjum vér eigi frantar í trú, heldur skoðun. Nú væri það orðið oss áþreifanlegt, jafnt vantt'úuðum sem ttúuðum. Oss hefði lengi tamt verið, að tala mikið um baráttu vora við náttúruna og hennar óblíðu öfl. En til væri og önnur hlið á því máli, sú, að líta á iðju vora ekki síður svo sem samvinnu við hana, ánægjulega og ávaxtarsama samvinnu við það náttúruafl, sem feg- urst er og máttugast í allri náttúr- unni, sólina blessaða, ímynd skaparans sjálfs og vinnandi það í s/nilegu ríki náttúrunnar, sem hann ynni sjálfur beint í ós/nilegu, andlegu ríku sínu. Að velta við steini, snúa við sverði jarðar, rista fram fúafen, — það og ann- að því um líkt væri samvinna við sólina, þótt í litlum mæli væri, í því fólgin aðallega, að r/ma burt því, sem tálm- aði henni að komast að og lífga alt og frjóvga með ylgeislum sínum, hvort heldur er hún skini, í heiði á græna grund, eins og nú, eða hún lyfti fyrir oss vatninu upp í loftið, upp á hæstu fjallatinda, og léti það streyma niður til vor, en vér þyrftum ekki annað en greiða því veg þangað sem oss hentaði bezt. Þjóðminningarhátíðir ' væri nokkurs konar áning í áfangastað, þar sem vér hrestum oss og endurnærðum undir næsta áfanga, endurnærðum meðal ann- ans á tölum og ljóðum, gerðum heit- strengingar, hátt og í hljóði, fult eins oft og fult eins rækilega í hljóði. Fyrir nær hálfri öld var eitt fegursta og frjósamasta landið hér í álfu, Ítalía, að vinna það, sem vér höfum að vísu al- drei gert og aldrei þurft að gera bein- línis: að brjóta af sér með vopuum hræðilega harðstjórnarhlekki, og draga þjóðina saman x eina heild í því skyni, að endurskapa landið og koma því aftur í sinn forna blóma, eftir margra alda órækt. Þá var það einn fagran vormorgun, er bæjarmenn vöknuðu í einni helztu borg- inni þar, Neapel, að þeim syndist hafa snjóað um nóttina, s/ndist strætin öll vera hulin lausamjöll. Það voru ein- tómir hvítir pappírssneplar, með einu örlitlu orði á letruðu, orðinu j á. Þetta já, hljóðlegt, og hátt kveðið þó, eða skyrt að minsta kosti,— það var já við því, að bæjarmenn vildu af öllum huga sínum og öllu hjarta sínu sameining þjóðarinnar í eina heild og þar með fylgjandi endursköpun landsins. Það þyddi heita og öfluga heitstrenging frá inst.u hjartans rótum þjóðarinnar um að vilja vinna af öllum mætti að end- urreisn, að endursköpun lands og 1/ðs. Já segjum vér og í hjörtum vorum í þeirri hinni sömu höfuðmerkingu, er vér tökum undir upphátt vora venju- lega þjóðminningardagsósk: Blómgist og blessist ísland ! B. J. Landsbúnaöarfélagið. Fyrri hluta mánaðarins sem leið hafa fundir verið haldnir að tilhlutun Landsbúnaðarfélagsins í Skagafirði og Eyjafirði til þeas að ræða um stofnun rjómabúa og nautgriparæktarfélaga. Fundarstaðirnir voru við Steinataða- laug og að Stóru-Ökrum í Skagafirði, og í Eyjafirði í þinghúsi Svarfdæla, á Möðruvöllum í Hörgárdal og á Grund í Eyjafirði. Nefndir voru kosnar á öllum þesaum fundum til að vinna að 8tofnun rjómabúa og nauigriparæktar- félaga. En að öðru leyti gerðist það helzt á fundunum, að ráðunautar Landsbún- aðarfélagsins, þeir Guðjón Guðmunds- son og Sigurður Sigurðsson, fluttu þar ræður hvor um sitfc mál. Formaður félagsins, lektor f>órh. Bjarnarson, var og viðstaddur, og tók þátt í umræðum á flestum fundunum. Guðjón Guðmundsson flutti sérstak- lega á Möðruvallafundinum •fróðlegan og skipulegan fyrirlestur um kynbæt- ur búpenings«. Sigurður Sigurðsson talaði og á þeim fundi sérstaklega um mjaltir, og skýrði frá, að Landsbúnaðarfélagið ætlaði að setja á stofn mjaltaskóla í öllum sýsl- um Norðlendingafjórðungs, þar á með- al á Möðruvöllum í Hörgárdal. (Eftir Nl.). Prestafundur Norðlendinga eða Prestafélags hins forna Hólastiftis var haldinn á Sauðár- krók dagana. 2.—4. þ. m. |>ar voru 18 prestar og prófastar saman komnir úr 4 prófastsdæmum hinum næstu og ennfremur lektor f>órh. Bjarnarson. f>eir fluttu fyrirlestur þar, Jónas prófa8tur Jónasson frá Hrafnagili um opinberun guðs; Hjörleifur prófastur Einarsson um Jónas spámann og enn- fremur um ferminguna og hina fyratu altarisgöngu; og loks síra Björn Jónsson á Miklabæ: Jesús Kristur á heimilun- um. Töluverðar umræður spunnust út af fyrirlestrum þessum sumum einkum um fermiuguna og hina fyrstu altaris- göngu (Hjörl. próf. Ein.), og var stungið upp á breytingu á spurningum til ferm- ingarbarna. Að síðustu fóru fram kristilegar samræður meðal fundarmanna um yms efni. Formaður félagsins var endur- kosinn Zophonías prófastur í Viðvík og varaformaður kosinn síra Hálfdan Guð- jónsson á Breiðabólstað, með því að Davíð próf. Guðmundsson baðst und- an endurkosningu. Um sjúkrahjúkrun og aðra hjúkrunarstarfsemi flytur síra N . D a 1 h o f f frá Kaupmannahöfn fyr- irlestur í kveld í Iðnaðarmannahúsinu kl. 8^, og er aðgangur ókeypis. Þeir, sem til hans heyrðu um daginn þar, og eitis í dómkirkjunni á sunnu- daginn, munu lúka upp einum munni um það, að hann fari ekki með neitt léttmeti eða hégóma. Af mlslinguin fréttist með pósti um daginn rtorðan úr Húnavatnssyslu í privat-bréfi, að þeir hefðu gert þar vart við sig á 2 bæjum, borist með unglingspiltum vestan frá Djúpi, er gerðu sér það til fremdar, að stelast eða ljúga sig gegtium sóttvörðinn. En laudstjórninni engin tilkynning send af s/slumanni eða hér- aðslækni. Fyrirl. um Björnson hefir hr. O. P. M o n r a d prestur afráðið að fresta þangað til í næstu viku, með þvt nú um helgina verður hér löngu fyrir fram ráðgerður sam- söngur, sem fyrirl. mundi ella koma í bága við. Hafís segir ferðamaður að norðan n/kominn, að Skálholt hafi hitt fyrir einhversstað- ar um daginn norður í leið. Svo er og haft eftir n/komnum fiskiskutum, að sést hafi hafís örskamt frá Horni. Höfuðstaður íslands Þjóðhátiðarræða eftir héraðsl. Guðm. Björnsson. Vór horfum í dag móti sól og sumri. Þegar farntenn hreppa hörð veður milli landa, er það jafnan fyrsta verkið þegar upp lyftir og til sóiar sér, að mæla hæð sólar til að vita, hvort skip- ið er á réttri leið og hvað því hefir miðað. Til þess höldum vór þjóðhátið, að vór viljum taka oss hvíld eftir árs erf- iði, viljum gá til sólar og gæta þess, hvert oss hefir miðað -— hvort heldur »afturábak ellegar nokkuð á leið«. Hvert hefir þá oss Reykvíkingum miðað á liðna árinu ? Bærinn hefir stækkað. Fólkinu hefir fjölgað. Allir atvinnuvegir hafa staðið í blóma.. Yms mikils verð iðnaðarfyrirtæki hafa hlaupið af stokkuuum: Iðuun, Mjöln- ir, Völundur. En stærsta sporið er þó fyrirætlanin um vatnsveitu í bæinn. Þar hafa bæjarbúar sannað, að þá brestur hvorki hug nó áræði, þótt við erfitt sé að stríða. Það er ekki bæjarstjórnin ein, og því síður nokkur einstakur maður, sem komið hefir þessu nauðsynja-máli af eigin ramleik út úr margra ára um- talsdeyfð inn á framkvæmdarbrautina. Það eru bæjarbúar í heild sinni, sem heiðurinn eigá. Þeir hafa með jákvæðum sínum hrundið málinu af stað og þar með s/nt, að þeir trúa svo örugt á framtíð bæjarins, aðþeim vex ekki í augum jafn bráðnauðsynlegt fyxúrtæki, enda þótt það só svo kostn- aðarsamt, að það mundi talið stórfyrir- tæki, þó að alt landið ætti í hlut. Eg hefi heyrt getið um stórbónda í sveit, þar sem oft urðu skiptapar. Hann fór á öll stranduppboðin og sölsaði alt undir sig. Einu sinni var hotium brugð- ið um samvizkuleysi, en karl svaraði sem svo: Eg hefi aldi-ei samkvizkuna með mér á uppboð. Það var nú hans siður. Vor siður er sá — og hann er góð- ur — að hafa aldrei pólitík með á þjóð- hátíðir. En það getur naumast spilt þessum góða sið, þó að þess sé minst hór í dag, að Reykjavíkurbær hefir á þessu ári átt þeirri heill að fagna, að verða aðsetur æðstu stjórnar landsins. Aður var þingið hér einsamalt, en æðsta stjórnin sat í öðru landi og hafði þar setið um margar og erfiðar aldir. Nú er þessi æðsta stjórn, sem næst gengur konunginum, loksins komin heim. Nú — nú í fyrsta sinn getum vér fagnað því með fullum rétti, að Reykja- vík er höfuðstaður íslands. Hann faðir minn hafði einu sinni vinmxmann, sem var ungur og hraust- ur, en heldur seinn í snúningum. Einu sinni var pilturinn sendur gangandi til næsta bæjar í br/num erindum og hon- um sagt að fl/ta sér. Fl/ta mór, svaraði strákur, eg skal f 1 / t a mér, en ekki h 1 e y p eg. Hann var sveitamaður og það erum vér líka flestir að ætt og uppruna. En það dylst ekki, að bæjalífið hleyp- ir fjöri í fólk. Eg spurði n/lega sveitamann, sem ekki hafði komið hingað í mörg ár, á hverju hanu sæi mestan mun hér í bænum. A því var svarið, »livað fólkið gengur miklu hraðara um göturn- ar, en það gerði áður«. Þetta e r satt. Vér göngum hraðara en áður, og alt gengur hraðara en áður, svo hratt, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.