Ísafold - 17.08.1904, Page 1

Ísafold - 17.08.1904, Page 1
Xemur út ýmist einn sinni eða tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l’/j doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viO áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstræti 8. XXXI. árg. Reykjavík miðvikudaginn 17. á§fúst 1904 54. blað. jfíuóJadí jfíaAýastMv I. 0. 0. F. 868199 Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á bverjnm mán. kl. 11—1 i spltalannm. Forngripasafn opið mánud., mvd. og ld. 11-12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og «67*-7*/,. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á liverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og .sunnudagskveldi kl. 872 siðd. Landakotskirkja. öuðsþjónusta ki. 9 !)g kl. 6 á hverjum heigum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- •sndur kl. 1072—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag »kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12-3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. og ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Yesturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisi Pósthússt.ræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Björnsons-fyrirlestrarnir. Hr. Monrad hefir nú lokið fyrirlestr- um sínum um hinn mikla skáldjötunn Norðmanna. Fyrsta fyrirlestursins hefir þegar verið getið hér í blaðinu. Annað kveldið talaði hr. Monrad um afskifti Björnsons af stjórn- málum. Gat hann þess, að fyrst framan af hefðu margir álitið hann lítt fastan í rásinni, enda yrði því ekki neitað, að hann hefði tekið yms- ar sveiflur í pólitikinni. En rétt skoð- að, hefði hann ávalt verið meginregl- um sínum trúr og jafnan barist sem hetja fyrir því, sem hann áleit sannast og réttast, hver sem í hlut átti; hann hefði jafnan metið sannleikann meir en flokksfylgi. Sérstaklega hugnæm var lýsing hans á afskiftum Björnsons af hinu mikla deilumáli þeirra Norð- manna og Svía (konsúlamálinu, fánan- um o. s. frv.). J>að, sem Björnson hefði barist fyrir í þessu máli, væri jafnrétti Norðmanna og Svía; hann TÍldi ekki að Norðmenn væru í neinu undirlægjur Svía, heldur væru jafnrétt- háir þeim. En enginn kynni betur að meta Svía en einmitt hann, og eng- um væri annara um, að samband þeirra héldist, en honum. En sam- bandið ætti að vera hreint, því að hverri þjóð riði á því að hafa 8 ó m a- tilfinning s'jálfstæðis síns ómeidda. jþriðja kveldið talaði hann um afskifti B. af almennum mannfélagsmálum (Björnson som social sikkelse). Kvað hr. Monrad Björnson jafnan hafa gert sér far um með skáld- ritum sínum, einkum hinum síðari, að benda á hina rotnu staði í félags- lífinu; það mætti segja um þá báða, Ibsen og Björnson, að þeir hefðu leit- að uppi h i n a r f ú n u þ i 1 j u r í hí- býlum mannanna; og vægðarlaust hefðu þeir flett ofan af rotnuninni; þeir hefðu viljað kenna mönnum að rífa fúnu þiljurnar burt, og setja nýjar f staðinn. |>eir hefðu gert það hvor á sinn hátt; Ibsen væri kaldari og al- heimslegri, Björnson heitari og norsk- ari. Björnson hefði viljað auka sið- ferðisþrek þjóðarinnar, kenna mönnum að ivera í sau n lei k a>. Hinn eini sanni og tryggi grundvöllur þjóð- félagslífsins væri siðsamt og gott heim- ilislíf, þar sem kærleikurinn væri að skoðun B. hið ríkjandi afl. Og þjóð- anna í milli ættu strfðin að hætta; engin barátta ætti að eiga sér stað þeirra á milli nema kepnin. Sýndi hann fram á, að Björnson hefði kveð- ið allra skálda fegurst um heimilið og heimilislífið og endaði þennan fyrir- lestur með því að lesa upp tvö af kvæðum hans, máli sínu til sönnunar. Má geta þess, að síra Mourad er ágætis upplesari; var það nýnæmi fyrir íslend- inga að heyra kvæði flutt á þann hátt, þvi að örfáir íslendingar kunna þá list að »le8a upp«; en sú list er ein- hver hin fegursta list, og er sorglegt til þess að vita, að hún skuli ekki tíðkuð hér á landi. F j ó r ð a k v e I d i ð, og hið siðasta, talaði hr. Monrad um Björnson s e m m a n n . Lýsti hann útliti hans og persónu, mælsku hanB, lundarfari hans og trúrækni, heimili hans og heimilislífi, gestrisni hans og gjafmildi, o. s. frv. Sagði hann ymsar skrítlur af honum, er tilheyrendum augsýnilega þótti gaman að. Meðal annars benti hann á, hversu siðferðislega hreinu lífi Björnson hefði lifað alla æfi og hve fagurt hjúskaparlíf hans hefði jafn an verið. Hann hefði ekki aðeins látið sér nægja að auðga anda sinn alla æfi, heldur hefði hann frá æsku hugsað um að stæla og herða líkamann, enda iðkaði hann enn líkamsæfingar og tæki sér daglega kalt steypibað undir fossi á búgarði sínum (Aulestad), — og það jafnt vetur sem sumar. Búhöldur væri hann hinn bezti og hefði meðal annars komið upp ágætu kúakyni. Lofaði hann mjög, hve ágætur heim- ilisfaðir hann væri og hjúum sínum góður — það er að segja þeim, sem nentu að vinna; hinum væri bezt að hypja sig sem fyrst burtu af heimili hans. Mun óhætt að segja, að hr. Mon- rad hafi leitast við að sýna tilheyr- endum sínum, að Björnson er eigi að- eins skáld, heldur fyrirmyndar- maður í flestum greinum. Allir hafa fyrirlestrar þessir verið fluttir af miklu fjöri; er síra P. O. Monrad mælskur mjög og hefir frá- bæra þekkingu á efni sínu, enda sýnir öll meðferð hans á því, að hann er hámentaður maður og hefir víðan sjón- deildarhring, enda mjög frjálslyndur. Hefir það verið sönn ánægja að hlýða á fyrirlestrana alla. |>ótt hr. Monrad sé einkar-vel að sér í fagurfræði, þá hefir hann gert lítið að því að kveða upp fagurfræðis- lega dóma um skáldskap Björnsons. Hitt hefir verið aðalatriðið, að sýna tilheyrendunum fram á, hvaða hug- sjónir vaka fyrir skáldinu, hvernig hann lítur á mennina og lífið, hvað honum þykir að þjóðfélaginu og lífi mannanna, og hvernig hann vildi bæta það. Og jafnframt hefir hann gert grein fyrir, hvernig hann hafi með skáldskap sínum og allri starfsemi sinni gripið á margvíslegan hátt inn í líf þjóðar sinnar, enda muni enginn núlifandi maður hafa haft meiri áhrif á Norðmenn en einmitt Björnstjerne Björnson. I öllum fyrirlestrunum hefir kent mikillar hlýju til skáldsins, enda er enginn efi á því, að hr. Monrad ann mjög þe8sum skáldkonungi þjóðar sinnar. Vonandi hefir honum þá líka tek- ist að glæða kærleika tilheyrendanna til skáldsins, enda hefir hann oftar en einu sinni getið þess, að engir — að Norðmönnum undanskildum — hefðu eins mikil skilyrði til að skilja Björnson, eins og vér íslendingar, því að B. hefði öllu framar lagt kapp á að endurvekja hinn forna norræna anda og væri sjálfur persónugerving hans. |>ví miður hafa alt of fáir sótt fyr- irlestra þessa, enda er fólk hér óvant þvf að hlýða á fyrilestra um hásum- arið, og svo annað: hér vill fólk fá þess háttar fæðu gefins. Óskandi væri, að fyrirlestrar hr. P. O. Monrads yrðu þýddir á íslenzku og prentaðir, því að mörgum íslend- ingum mundi þykja fýsilegt að lesa þá. Ekkert útlent skáld mun alþýða á íslandi þekkja betur en Björnstjerne Björnson og mundi því slík lýsing á honum verða kærkominn gestur á mörgum heimilum; auk þess geta slík- ir fyrirlestrar haft stórkostlega vekj- andi áhrif á fólkið. Síra P. O. Monrad á hinar beztu þakkir skildar af oss Islendingum fyr- ir það, að hann hefir viljað ferðast svo langa leið til þess að fræða oss um hið ágæta skáld þjóðar sinnar — og norskasta Norðmann- i n n, eins og hann að orði komst í fyrsta fyrirlestrinum. Ferð um Holland. Eftir Thora Friðriksson. I. Þegar frakkneski rithöfundurinn Jules Verne samdi skáldsögu sína: Ferð í kringum jörðina á 80 dögum, fanst mönnum mikið til um ímyndunarafl hans. Eu eigi leið hálf öld áður en atnerísk stúlka leysti þessa ferð af hendi í raun og veru, og síðan hefir hún far- in verið á eun styttri tíma. Það s/nist heldur eigi svo mikill vandi, þegar vanalegu ferðafólki tekst að hafa nasaþef af 3 löndum á 8 klukku- stundum. Svo var fyrir okkur. Við fórum frá París kl. 8 um morguninn, vorum komnar að landamærum Frakk- lands um 11, þutum í gegnum Belgíu á 3 stundum og vorum komnar til Rotterdam í Hollandi kl. 4. Belgía er að landslagi mjög lík Norð- ur-Frakklandi og mundi engum detta í hug, að til annars lands væri komið, ef eigi hefði tollþjónarnir í Feignies gert okkur viðvart. Þeir voru mjög hrædd- ir um, að við værum að lauma kven- hóttum inn í landið, úr því við komum frá París, og urðum við að sverja og sárt við leggja, að í fórum okkar væru einungis höfuðföt ætluð okkur sjálfum. í Rozendaal, á landamærum Belgíu og Hollands, voru tollþjónarnir eigi eins nærgöngulir og spurulir, og kom sér það vel, því nú dugði frakkneskan okkur eigi lengur, og hollenzku gáturn við ekki talað. Samt skildi eg mikið af orðum og kom þar danskan mér að betra haldi cn þyzkan, enda er Hollendingum nauða- illa við, að talað sé um skyldleika þeirra og Þjóðverja. Mér kom það undarlega fyrir, með því að Þjóðverjar tala ávalt um hollenzkuna sem væri hún þ/zk máll/zka. Þetta er auðvitað eigi rétt, þótt hollenzka tungan eigi óneitanlega ætt sína að rekja til forn-lágþ/zku, sem þekkist nú eigi lengur. Við vorum eigi komnar langt frá Rozendaal, er sveitarbragurinn breyttist og auðséð var á öllu, að þetta var Holland eða Niðurlönd, sem þeir svo nefna, og gat eigi verið annað; svo ein- kennilega lágt var landið og svo fult af skurðum og vindmylnum. Fyrsti áfangastaðurinn var Rotterdam, næst-stærsti bær Niðurlanda og ef til vill stærstur eftir nokkur ár, með því að verziun eykst þar ár frá ári og dregur töluvert mátt úr Amsterdam. Rotterdam stendur við N i e n \v e-M a a s (ekki þá Maas, er kemur frá Frakklandi), en ótal síki liggja frá ánni um allan bæinn. Eftir þeim fara skipin, stór og smá, og leggjast fyrir framan hin stóru geymsluhús, er liggja alveg að vatninu. Uppskipun er þar dálítið auðveldari en í Reykjavík, enda eru nú í Rotterdam aðalforðabúr vörubirgða þeirra, er Hol- lendingar fá frá nvlendum sínum (kaffi, sykur, tóbak o. s. frv.). Verzlun og siglingar varpa einkennilegum blæ yfir borgina, og siglutopparnir sjást þar al- staðar innan um kirkjuturna og húsþök. Þegar komið er yfir járnbrú, er liggur yfir Maas, og er mjög rnikil og rammger, reunur járnbrautin áfram eftir háum flóðgarði, og aðaljárnbrautarstöðin liggur miklu hærra en strætin um- hverfis. Beint á móti járnbrautarstöðinni er kaupmannahöllin (B e u r s), mikið stór- h/si úr sandsteini, en beint þar fyrir norðan er stórt torg (Groote-Markt) og á því standmynd úr málmblending af Erasmus Rotterodamus lærdómsmanninum mikla (1467—1536). Meðan sambæingar hans hugsa eigi um annað en gull og gróða, stendur hanu þarna, spekingurinn mikli, og minnir þá á, aö til séu æðri hvatir og að eigi lifi maðurinn á einu saman brauði. Nyrzt i borginni er önnur járubraut- arstöð (Delftsche Poort) og liggur hún hjá borgarhliðinu með því nafni, sem er hið eina, er uppi stendur af hinum fornu víggirðingum. Frá þeirri stöð fórum við seint um kvöld og staðnæmd- umst eigi fyr en í Alkmaar. Þangað var ferðinni heitið. Alkmaar stendur í fylkinu Norður- Hollandi, við hinn mikla skurð, er graf- inn var (1819—1825) frá Amsterdam alt til norðurodda Hollands, en miklu minna gagn gerir nú en áður, fyrir 1874; þá var skurðurinn grafinn þvert utn landið frá Amsterdam út í Englands-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.