Ísafold - 31.08.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 31.08.1904, Blaðsíða 2
226 til þeas, hve slæmt það er að vera örlít- il smáþjóð. En engir menn fá eins að kenna á því, eins og þeir, sem fást við skáldskap og ritstörf vor ámeðal. Eithöfundar verða hér flestir að búa við sult og seyru. Mörgum mun ganga erfitt að koma ritverkum sínum á prent, hvað þá held.ur að þeir fái viðunandi borgun fyrir starf sinn. f>að vantar fólkið til að kaupa ritverk þeirra. |>ess vegna verðum vér Is- lendingar að gjöra oss far um að styðja skáldin. Guðm. MagnúsHon hefir brotist á- fram, þrátt fyrir mikla fátækt, og er það mjög virðingarvert, hvað hann hefir komist. Nú hefir sjóndeildarhringur hans víkkað við utanförina og hugsjónirnar vonandi hækkað og stækkað um leið. Full ástæða er því til að ætla, að honum takist betur í næsta skifti. X. fingmálafundur Reykvíkinga. Ekki skorti þar aðsókn. Troðfult hús, Iðnaðarmannahúsið, og meira en það frá kl. 8j/2—121/.; á laugardagskveldið var, 27. þ. m. Haraldur Níelsson cand. theol. var / fundarstjóri. Þingmannsefnið G u ð ro. B j ö r n s- s o n hóraðslæknir tók fyrstur til máls. Hann sneri sér þegar að landsréttinda- málinu. Hann vildi ekki gera neitt þras út úr undirskriftarmálinu, skipun íslandsráðgjafans í vetur með undir- skrift forseetisráðgjafans danska, þótt hann viðurkendi, að hitt hefði verið spor í áttina til fyllra sjálfsforræðis. Þing- ræðismaður kvaðst hann vera eindreg- inn, og vildi fylgja hinni nýju stjórn, er nú hefðum vér fengið eftir óskoruð- um þingræðisreglum, meðan hún bryti ekkert af sér, en það hefði hún ekki gert að svo stöddu. »Heimastjórnar- mann« kvaðst hann þó bví miðnr ekki geta kallað sig, með því að hann hefði ekki verið í verki með að flytja stjórn- ina heim. Ekki kvaðst hann heldur vera með hinum flokkunum hvorugum. Hann kvað kjósendum kunnugt, að at- vinnumál bæri hann mjög fyrir brjósti. Hann kvað (í síðari ræöu) oss ekki hafa ráð á að eyða tímanum í þref um stjórnarbót og landsréttindi, eins og vér hefðum nú gert meira en 20 ár, svona fámenn og fátæk þjóð, ekki nema 80,000; annað mál, ef vér værum 800,000. Þingmannsefnið Jón Jensson yfir- dómari bar á móti því, að hinn n/i ráðgjafi (H. H.) hefði verið skipaður samkvæmt þingræðisreglunni. Skipun hans hefði fram farið ekki einungis í ósamræmi við vilja einfalds meiri hluta á þingi, heldur þvert á móti yfirl/stum vilja alls þingsins í aðalmáli þess, landsréttindamálinu, og hans sjálfs (ráðgj.) þar á meðal í fyrra. Hann hefði tekið við skipun sinni í ráðgjafastöðuna af dönsku stjórnarvaldi og ekki íslenzku, eins og þingið hefði krafist og gert að skilyrði fyrir samþykt stjórnarskrárfrumvarpsins. Þess vegna væri hann ekki í samræmi við þingið, ekki í samræmi við nokkurt eitt atkvæði þar. Kvaðst vera ein- dreginn þingræðismaður, algerlega með íslenzku þingræði og að sjálfsögðu með ráðgjafanum, að svo miklu leyti sem hann væri og yrði í samræmi við þingið. En enginn gæti verið þingræðismaður og þó ánægður með, að ráðgjafinn væri í ósamræmi við þingið. Sitt erindi á þing væri, að reyna að halda uppi landsréttindum vorum gegn ásælni danskra stjórnarvalda, og stuðla að því, að fyrirvari alþingis væri tekinn til greina. En eigi síður mundi hann láta sér ant um framfaramál bæjarins og atvinnumál landsins, eins og hann hefði gert áður á þingi. Ekki hélt hann, að oss riði minna á, að gæta landsréttinda vorra, þótt vér værum fáir og fátækir. Ekki yrðum vér efuaðri né fleiri nó voldugri fyrir það, þó að vér létum ganga á rótt vorn. Þær þjóðir, sem væri sárt um frelsi sitt og sjálfstæði, hefði aldrei verið annarra eftirbátar í atvinnumálum, held- ur venjulega mestu -framfaraþjóðir. — Að hirða ekki um sjalfstæði sitt, væri dauðamark þjóða einnig í atvinnumálum. Af því að vér værum fátækir og fá- mennir, hefðum vér ekki ráð á að verða líka vesalmeuni og skríða á hnjánum fyrir öðrum. Jón Olafsson vildi afsaka undir- skriftar-misfeliuna með því, að hún hefði gerst að ráðgjafanum (H. H.) fjarstödd- um og svona hefði það verið haft full 30 ár. [Þessi fyrirsláttur hvorutveggi marghrakinn áður: ávirðing H. H. sú, að taka við skipuninni í embættið svona gallaðri, þegar hann kom til Khafnar; og 30 ára tízkan ekki annað en blekk- ingar-tilbúningur, með því að aldrei hefir verið skipaður Islands-ráðgjafi fyr en í vetur, heldui danskur dómsmála- ráðgjafi með umboði til að sinna ís- lenzkum málum í hjáverkum. Ritstj.] — Þriðja afsökunin var sú hjá ræðum., að ef H. H. hefði neitað, mundu nógir hafa orðið til aðrir, að taka við íslands- ráðgjafastöðunni með undirskrift for- sætisráðgjafans, — ef ekki íslendiugar, þá Danir. * Einar Benedik tsson svaraði því svo, að lengi mætti fá óvandaða menn til að gera það sem rangt væri; eða hvað mundi verða úr þingræðinu, ef ekki mætti telja ráðgjafa neitt til ávirðingar, sem hægt væri að fá ein- hverja mannrolu í föðurlandi Jóns Ólafs- sonar til að gera? Oft hefði verið gert lítið úr greind ísl. kjósenda; en aldrei hefði þeim verið gert svo lágt undir höfði, sem að ætlast til, að þeir rendu niður svona heimsku. Hann skoraði á kjósenaur, að neyta frjálsræðis þess í kosuingum, sem þeir fengju tiú að njóta í fyrsta skifti. Nú þyrftu þeir ekki að óttast neitt em- bættisvald eða peningavald. Nú gæti enginti bankastjóri ógnað þeim með ó- náð sinni. Nú væri ekki hægt að hóta neinum sakamálsrattnsókn, ef hann kysi öðruvísi en höfðingjunum væri þóknan- legt. Að þar til gefttu tilefni frá G. B. benti hann á, að ef leynilegar kosning- ar væri óþarfar, þá bæri að saka þing- ið um það n/mæli og öll þing önnur um hinn mentaða heim, er þær hefðu lögleitt og hvergi þætti nein minkun að. Hann fann það að framkomu G. B., að hann verðist nær allra frétta um, hvað hann sjálfur ætlaði að gera á þingi, eti spyrði f þaula keppiuaut sinn, hitt þing- mannsefnið, hvað hann ætlaði að gera, alveg eins og hann (G. B.) væri aðeins kjósandi, en ekki frambjóðandi. Hann gat þess, út af einhverju, sent J. Ó. hafði sagt, að þingræði og varðveizla landsróttinda færi ekki æu'ðsaman; t. d. hefði Færeyingar engin sórstök lands- réttindi, ert ætti þó hlutdeild f þing- ræði sem danskir þegnar. Bæði þingmannaefnin og þeir J. Ó. og E. B. töluðu oftar en einu sinni, E. B. jafnvel 3—4 sinnum. Langmestur rómur var gerður að máli E. B. Hann talaði og af óvenjulegri, töfrandi málsnild, sem gagntók þing- heirn, og leyndi sér ekki, að stórum mun voru undirtektir fjörugri undir þeirra málstað, hans og Jóns Jenssonar, heldur en hirtna. Þá voru lagðar fyrir þingmannaefnin /msar spurningar. B. H. Bjarnason kaupmaður spurði, hvort þingmannaefnin vildu stuðla að því, a ð fyrirhugaður ritsími hingað verði lagður á land á Suðurlandi, þrátt fyrir 300,000 kr. tillag til landsíma hér, að stofnað verði í lieykjavík toll- frjáls vörubirgðahús, og a ð verzlunar- og siglingalöggjöf landsins verði tekin til rækilegrar ihugunar og endurskoð- unar. —- G. B. vildi gera sér að góðu, að ritsíminn kæmi á land á Seyðisfirði, ef trygging yrði fengin fyrir öruggu sambandi við Reykjavík, en J. Jensson vi'di hafa ritsímann til Suðurlands skil- málalaust. Hinu tvennu hétu þing- mannaefnin bæði. Björn Jónsson ritstjóri vildi heyra hvernig þingmannaefnin hugsuðu sór að rétta við hinn voðalaga tekjuhalla lands- sjóðs frá síðasta þingi. Því svaraði Jón Jensson svo, að hann vildi hallast að sparnaðarstefnu í fjármálum. G. B. kvaðst viija færa niður útgjöldin svo sem hægt væri og auka tekjurnar t. d- með tolli á sumum aðfl. vörum, svo sem vefnaðarvörum, en ekki áfengi, og faktúru-tolla vildi hann ekki. Þórður J. Thoroddsen (stórtemplar) spurði, hvQrt þingmannaefnin vildu styðja að því, að lögleitt yrði aðflutn- ingsbann gegn áfengi, láta frumvarp um það koma til umræðu og athugunar á næsta þingi og gerast flytjendur þess eða meðflytjendur; eða hvort þeir væru fremur meðmæltir vínsölubanni, eða þá hærri álögum á áfengissölu. — Jón Jensson kvaðst hærri álögum mótfallinn og fús að vera meðflytjandi aðflutnings- bannsfrumvarps. G. B. sömuleiðis mót- faliinn hærri álögum, og aðflutnings- banni væri hann með, þegar það s/ndi sig, að meiri hluti kjósenda landsius væri því hlyntur; annars taldi hann vínsölubann vænlegra sem millistig. - Hannes Hafliðason skipstjóri vildi vita, hvort þingmannaefnin vildu styðja að því, að alþingiskjördagur væri færð- ur frá 10. sept. til 10. okt., að reistur yrði viti í Vestmanneyjum, og að hert verði á landhelgislögunum og strand- gæzla gerð öflugri. — Jón Jensson var með færslu kjördags til 10. okt. í kaup- stöðum, en framboð. skyldu þó gerð þar jafnsnemma og nú. G. B. var með slíkri kjördagsfærslu um land alt. Hinum spurningunum kváðu þeir já við báðir, og tók Jón Jensson það fram, að vór ættum heimtingánægilegri strand- gæzlu af ríkisins hálfu. Pótur Jónsson blikksmiður spurði þing- mannaefnin, hvort þeir væri hlyntir góð- um iðnaðarskóla. Þeir kváðu já við því. Loks spurði Þorv. Þorvarðsson prent- ari, hvort þingmannaefnin vildu styðja að því, að alþyðu hér á landi liði betur á elliárum en nú gerist, t. d. með því móti, að landssjóður legði fram eitthvert fé til uppbótar alþyðustyrktarsjóðunura. — Því kvaðst Jón Jensson vera hlyntur og vildi láta hlynna að sjúkrasjóðunum með svipuðum hætti. G. B. vildi helzt láta a 11 a liafa eftirlaun. Kirkjusjóðurinn islenzki, hinn almenni kirkjusjóður svonefndur, var orðinn í árslok 1903 rúm51 þús. kr Þessar kirkjur áttu mest í sjóði: Húsa- víkurkirkja um 6000, Vallaneskirkja rúm 4000, Breiðabólsstaðarkirkja í Fljótshlíð 3000 rúm, Holtskirkja í Onundarfirði og Hólmakirkja í Reyðar- fyrði um 2200 livor. Ilt mál að verja Það var eftir þingmálafundinn hór á laugardaginn. Þá voru tveir stjórnarflokksmenn að tala saman, og báru sig illa yfir, hve sá flokkurinn hefði orðið afleitlega undir á fundinum og haus talsfnenn, einkum fyrir Einari Benediktssyni. »Það er von«, sögðu þeir; »þeir hafa svo ilt mál að verja, okkar menn«. Hreppstjórasamkundan snæfelska og varnarmaður hennar Samkunda þessi, er öðru nafni er nefnd sýslunefndin í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, er svo einkennilega saman sett, að það er hreinasta und- antekning, ef aðrir en eintómir hrepp- stjórar eiga þar sæti,auk sýslumanns- ins, Lárusar H. Bjarna3onar, og vara- sýslumannsius, Sæm. kaupmanns Hall- dórssonar, sem eru sjálfsagðir formenm hinnar virðulegu samkundu. Samkunda þessi hefir á síðustu ár- um getið sér tnikinn orðstír, einkum síðan hún fór að láta prenta sínar göfugu fundargerðir og veita amtsráð- inu áminningar fyrir það, að finna að því, hvernig hún hagi bókun á álykt- unum sinum, sem »hún þykist mega ráða íhlutunarlausti. Eurðu-djarft hefir amtsráðið verið. Skárra er það nú tiltækið af amts- ráði, að ætla sér að ráða yfir snæ- /elsku hreppstjórasamkundunni dýrð- legu. Vonandi verður amtsráðinu ekkt aftur á slík yfirsjón, ef það vill kom- ast hjá að eiga á hættu, að hafin verði af samkundunní róttarrannsókn eða- sakamálsrannsókn fyrir tiltækið. það þart líka naumast að gera ráð fyrir slíku glapræði af amtsráðsinu eftirleið- is, meðan við nýtur forseta þess sem nú er, því engum mun kunnugra en þeim, sem þessar línur ritar, að sam- kundan á góðan hrauk í horni, þar sem er amtmaður J. Havsteen. Eg hefi í höndum bréf frá honum, dags. 6. f. m., sem sýnir, hversu hann legg- ur sig fram að verja gerðir samkund- unnar. En af því að eg hefi í meira lagi fallið í ónáð samkundunnar og verið tilkynt af oddvita hennar, að saka- málsrannsókn yrði hafin gegn mér og amtmaður álítur tilkynningu þessa réttmæta, svo og þá ályktun samkund- unnar, að hefja réttarrannsókn gegn mér út af því, að eftirstöðvar í hrepps- reikningnum væru »óhæfilega miklarc og »of mikið af tekjum óinnReimt í lok reikning3ársins«, þá neyðist eg til að skýra almenningi frá málavöxtum, þó eg eigi þurfi að vera í vafa um, að það kunni að baka mér nýja saka- málstilkynningu. Hreppstjórasamkundan getur þess í seinustu prentuðu fundargerð sinni, að amtmaður hafi fundið að því í em- bættisbréfum til oddvita síns, að »eg hefði sýnt af mér óhlýðui og sagt ó- satt«, og af því amtmaður hefir eigi mótmælt þessum meiðandi áburði á mig, verð eg að álíta að samkundan hafi hér á sönnu að standa, þótt und- arlegt sé, enda styðst þetta álít mitt við bréf amtmanns til mín, dags. 11. marz þ. á., þar sem hanD segir, að »eg lítilsvirði stöðugt fyrirmæli sín« í því að senda sýslumanni þær mála- leitanir, er ganga eiga til amtsins. þetta bréf amtmanns er skrifað í tilefni af því, að eg hafði beðið hann um úrskurð á barnsföður til ómaga- meðlags, sem eg hafði oftar en einu sinni fengið hjá honum án þess að láta beiðnina fara um hendur sýslu- manns og hafði amtmaður aldrei fyr að því fundið, og sama dag hafði eg beðið amtmann beint eft- ir hans eigin orðum um gjaf- s ó k n í fyrirhuguðu máli hreppsnefnd- arinnar gegn síra Árna þórarinssyni. Ávítur þessar komu því hreppsnefnd- inni mjög óvænt, og ekki er eg síður forviða á þeim ummælum amtraanns, að eg hafi áður »lítilsvirt stöðugt fyr- irmæli hans«. Eg kannast meira að segja ekki við, að hann hafi nokkru 8Ínni úður fundið nokkurt tilefni til að áminna mig um, að láta málaleit- anir mínar fara um hendur sýslu- manns, en að eins tvisvar mint hrepps- nefndina á það, og skal eg leyfa mér að skýra, hve mikilvæg tilefni hafa verið til þess.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.