Ísafold - 17.09.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.09.1904, Blaðsíða 2
242 og eérstaklegum kostum hans, en ekki hægt að koma þeim báðum að, ekki hægt að gera tvo tengdasyni að einni dótturinni. f>að voru einkum þrenn hlunnindi, er stjórnarliðið hafði upp úr því, að gera hr. G. B. að sínu þingmannsefni, °g þyngst gerðu hins vegar undir fæti þeim, er í móti spyrndu. f>að fyrst, að hann er læknir, mikið góður læknir mikils meiri hluta kjós- anda. f>að annað, að hann er bindindis- maður, einn hinn bezti templar í bæn- um. Og loks það hið þriðja, að ymsir ötulir stuðningsmenn han3 eru jafn- framt fríkirkjuforstjórar hér. En hér eru á að gizka 200—300 kjósendur fríkirkjumenn, og munar þvi meira en lítið um þá. En það er að segja bæði um templ- ara og fríkirkjumenn, sem aðra sér- flokkamenn, að þeirra sérmál er fyrir þeim þyngra á metum yfirleitt en nokk- urt mál annað, stórt eða smátt. f>að er aldrei nema minni hluti þeirra, og hann oft smár, sem skipar sérmálinu til sætis að eins m e ð a 1 velferðar- mála landsíns, en ekki langt fyrir o f- a n þau öll hin. Slíkt er ekki til- tökumál, og fráleitt meiri brögð að því hér en annarsstaðar. f>að er og eðli- legt og einskis sérstaklegs ámælis vert, þó að fríkirkjumenn t. a. m., þeir er hafa ekki sérstaklegan áhuga á lands- málum yfirleitt eða hafa lítt kynt sér stórmálin svo nefnd, fylgi þá sömu leiðtogum í afskiftum af þeim, og þá sérstaklega í kosningum, sem í þeirra sérmáli, kirkju- og safnaðarmálinu, eða að traustið á þeim nái einnig út fyrir það svið. — f>88s skal sérstaklega getið í því sambandi, að um prest frí- kirkjusafnaðarins hér, gamlan og trygg- an Framsóknarflokksmann, er það að segja, að hvorki er hann meðal leið- toga safnaðarins í veraldlegum málum né hefir hann gefið sig hót við afskift- um af þessari kosningu. Hann hefir hvorki sózt eftir fylgi við sig í því máli meðal sinna sóknarbarna né þau veitt honum það hins vegar. f>ar hef- ir hvor farið sína leið, hann og söfn- uðurinn yfirleitt. Enda alls ekki svo að skilja, að söfnuðurinn hafi a 11 u r verið þar á einu bandi. fað er að eins allur þorrinn, og hann mun hafa einna mestan baggamuninn riðið í kosningunni, að öðru jöfnu. f>að eru því býsna sundurleit öfl, og þau stjórnarliðinu allfjarstæð að sumu leyti, er ráðið hafa úrslitum þessarar kosningar stjórninni í vil, en mótflokk- urinn að því skapi samstæður, og hann s v o öflugur þó, að margur mundi í stjórnarinnar sporum taka sér í munn orð Pyrrhusar kongs: vinni eg slíkan sigur annað sinn, þá er úti um mig. Hafskipabryggja. Bæjarstjórn Beykjavíkur hafði til meðferðar á fundi sínum 1. þ. mán. tilboð frá þeim Vaughan og Dymond Newcastle en Tyne (hinum sömu og smíðuðu Olfusárbrúna) um að gera hér hafskipabryggju, er kosta mundi 180,000 kr., og væri 800 fet á lengd, á sama stað og bæjarbryggjan er nú. Málinu var frestað til þess að afla nánari fróðleiks frá útlöndum um hafskipabryggjur. Hrapallegt stórslys. Mánudag 5. þ. m. varð hrapallegt stórslys vestur á Patreksfirði. f>ar var nýkomin inn á skipaleguna (um kl. 2) fiskiskútan Bergþóra frá Nýja- bæ á Seltjarnarnesi, eign Guðmundar bónda Olafssonar. Skipstjóri, Sigurð- ur Guðmundsson, brá sér fyrst á land að fala þar ís til beitugeymslu. f>að gekk vel. Hann ætlaði síðan aðra ferð til lands á kænunni sömu og með honum stýrimaður og 8 hásetar. f>eg- ar kænan er að leggja á stað frá skip- inu, beiðast 3 þeirra 6, er eftir voru, leyfis að koma með yfir í aðra fiski- skútu, Gunnvöru, er var alveg nýlögst fáa faðma frá Bergþóru. f>eir fengu það. En þá hefir kænan ofhlaðist. f>ví að vörmu spori gekk sjór í hana aftan. Buddust þá skipverjar fram í, en við það sökk hún með þá alla 13, og kom ekki upp aftur fyr en löngu eftir né heldur skaut mönnunum fyr upp en þeir voru allir druknaðir. Skipstjóri á Gunnvöru íét þegar höggva bátinn þar úr tengslum og hleypa nið- ur, og henda út bjargsveigum; slysið varð þar rétt hjá. En það kom fyrir ekki, með því að ekki bólaði á nein- um manninum. Veður var hvast nokkuð á norðan, en sjólaust þó inni á höfninni. f>rír af skipverjum höfðu kunnað nokkuð til sunds. Efí hinir ósyndu hafa sjálfsagt haldið sér í þá og allir farið fyrir það eina leið. Ellefu þessara 13 voru úr Beykja- vík og tveir af Seltjarnarnesi. Beykvíkingarnir hétu: Sigurður Guð- mundsson, formaður, um þrítugt; Guðni Teitsson stýrimaður, 23 ára; Kristinn, Magnús og Sigurður f>or- steinssynir, rúml. tvítugir; Sigurður Ólafsson, 19 ára; Ólafur Guðmundsson, 22 ára; Gísli Guðmundsson, 28 ára; Guðjón Magnússon, 36 ára; Vigfús Jónasson, 27 ára; og Hafiiði Jónsson, 25 ára, nýkvæntur — hinir allir ó- kvæntir. Seltirningarnir voru: Ólafur Ólafs- son (iDgimundarsonar) frá Bygggarði, 32 ára, og Ingvar Guðmundsson frá Nýjabæ, 20 ára, báðir ókvæutir. Líkunum skaut upp síðar og rak ó land eða þau náðust hins vegar öll nema 1. f>au komu hingað á miðviku- daginn, öll 12 í einu, sitt í hverjum kassa, og voru flutt upp í líkhús. Harmasjón var það, enda blöktu merki í miðri stöng þann dag um bæ- inn allaD. Margur á um sárt að binda, þótt ekki sé húsfeðrum á bak að sjá. ManDaflatjónið einnig tilfiunanlegt fyr- ir bæjarfélagið. f>etta voru alt vask- leikamenD, í broddi lífsins. pað er hugvekjuefni að öðru leyti, þetta óskaplega slys. f>etta er engan veginn eins dæmi, að bátar séu of hlaðnir fólki af skipi og á inni á höfnum. f>að vita allir kunn ugir, að hér viðgengst alment frá- munalegt aðgæzluleysi og ókærni við slík tækifæri, einkum í góðu veðri. Hleðslunni ráða allir og enginn, og það er eins og fremd þyki að fara djarft. Stjórn og hlýðni lítið um þá sem oft- ar vor á meðal. Munið eftir slysinu á Patreksfirði! ætti nú að verða orð- tak allra þeirra, er við svona flutninga eru riðnir. f>að er ótrúlegt aDnað en að nokkuð sljákki þá í ókærninni, og að þeir, sem þykir fremd í djarffærn- inni, vakni við því, hver ábyrgð fylgir, og hún alveg að nauðsynjalausu, bæði á lífi margra manna oft og tíðum, og á tímanlegri velferð ástvina þeirra, þar á meðal ef til vill mikils fjölda munaðarleysingja. Annað íhugunarefnið er hitt, hve sundkunnáttuleysið er enn alment hér á landi, og það meðal hinnar yngri kynslóðar, jafnt sjómanna sem annarra. f>að er lítill vafi á því, að menn þess- ir allir 13 hefðu bjargast, ef þeir hefðu kunnað a 11 i r eða því nær all- ir að fleyta sér lítils hóttar. f>að er, svo sem frekast vitum vér, skyldukvöð sjóliðsmanna alstaðar um hinn mentaða heim, að kunna sund. Hermenskukvöð höfum vér eDga. En sjórinn er vor árósarher, jafnframt því sem bann er vor bjargræðislind. Hann bakar oss viðlíka manntjón margt ár að tiltölu eins og aðrar þjóðir bíða í skæðum ófriði. Væri þá fjarstæða að gera sundkunnáttu að skyldunámi og skyldukvöð að minsta kosti við alla þá, er sjó stunda að einhverju leyti? Kjösendum meinuð atkæðagreiðsla. Aðallögleysa undirkjörstjóruarinnar í 1. kjördeild hér um daginnn var sú, að hýn óhlýðnaðist (sjálfsagt óviljandi) 34. gr. kosningalaganna, sem segir: »Engum manni, sem á kjörskrá stendur, má kjörstjórnin meina að greiða atkvæða*. Hún bægði þeim frá, sem á kjör- skrá stóðu hjá henni, aðalkjörskrá kaupstaðarins, ef þeir voru á þeim stað í stafrófinu, sem hinum undir- kjörstjórnunum hafði verið ætlaður til flýtis og hægriverka við atkvæða- greiðsluna. Slík hægriverkaskifting á kjörskránni g e t u r ekki svift neinn kjósanda kosningarrétti. Enda lýsti yfirkjörstjórnin því yfir í heyranda hljóði ó fundinum í bæjarþingstofunni 12. þ. mán., er hún taldi saman atkvæðin, að ólög- legt hefði verið að hennar dómi, að vfsa slíkum kjós- endum frá. f>ar að auki hafði formaður hennar, bæjarfógetinn, gefið slíkt hið sarna í skyn ótvírætt, með því að láta hvern, sem þess beiddist, fá vottorð um, að hann hefði ekki kosið í 2. og 3. kjördeild, í því skyni að hann kæmist þar með að í 1. kjördeild. Undirkjörstjórnin (í 1. deild) lét loks tilleiðast að taka eftir á, seint og síðarmeir, við atkvæðum frá fáeinum slíkum mönnum (7), en ónýtti þau um leið sjálf með því að fara ólöglega með þau — lá,ta ekki stinga þeim niður í atkvæðakassann, heldur lét þau í um- slag út af fyrir sig og skrifaði þar utan á: »Vafasöm atkvæðú; en það er alveg utaa við lögin, með öðrum orð- um: heimildarlaust með öllu. Hún kvaðst leggja það undir úrskurð yfir- kjörstjórnar, hvort þau atkvæði skyldi talin með eða ekki. En slíkt úrskurð arvftld telur yfirkjörstjórnin sig ekki hafa, heldur að eins heimild til að taka við og telja atkvæði þau, erhin- ir lokuðu og forsigluðu atkvæðakassar frá undirkjörstjórnunum hafa að geyma. Frekari afskifti af því máli leyfa lög- in henni ekki. Og loks getur alþingi ekki skift sér af þessum atkvæðum öðru vÍ8Í en að eiga á hættu að rjúfa kosningarleyndina, með því að þessir 7 kjósendur munu vera nafngremdir í kjör- bók undirkjörstjórnarinnar, enda al- kunnugt um þá. En þótt segja megi, að á minstu standi um þessa 7 kjósendur og að ekki hefðu þeir getað breytt kosninga- úrslitum, þótt kosið hefðu allir sama megin, þá kemur annað hér til greina, sem miklu skiftir. |>að er það, að hljóðbært var orðið fullum 2 stundum fyrir kjörfundarlok í 1. deild, að kjör- stjórú þar bægði öllum frá, er ekki væri í hennar stafrófskafla, þó að þá væri lokið kosningu í hinum deildun- um báðum. það var sama sem að gera öllum viðstöddum kunnugt., að ekki væri til neins fyrir aðra að gefa sig fram þar til kosningai, né heldur að gera þeim viðvart hiugað og þang- að úti um bæ, sem heima sátu (höfðu 8uúið aftur sumir við fyrstu til- raun til að kjósa), eða voru að koma heim einhversstaðar að, úr ferð eða vinnu, og mundu hafa neytt kosning- arréttar síns, ef sannfróðir hefðu orð- ið um hið rétta. f> a ð gat skift mjög mörgum tugum manna og orsak- að alt önnur kosningarúrslit. pessir, sem vildu fá að kjósa hjá kjörstjórn 1. deildar, en voru annars- staðar í stafrófi, höfðu að sjálfsögðu vottorð um, að þeir hefðu ekki kosið í hinum deildunum. Svo var og haft í 3. deild um mann, er heima átti í 2. deild, en kom of seint þaugað. Hann fekk að kjósa í 3. deild við- stöðulaust, ein3 og rétt var og sjálf- sagt. f>eim, sem vilja verja áminsta lög- leysu, stoðar ekki að vísa í síðari kafla 34. greinar, um að þeim einum utankjörskrármönnum megi leyfa að kjósa, er sanni með vottorði sýslu- manns, að þeir standi á annari kjör- skrá í kjördæminu og hafi afsalað sér þar kosningarrétti sínum. |>að á að eins við í sveitura, og ef ætti að hafa hliðsjón á því í þessu dæmi, þá á fyrnefnt vottorð frá formanni yfirkjör- stjórnar eða hlutaðeigandi undirkjör- stjórn einmitt að veita aðgang til að kjósa annarsstaðar. Lögleysan er því auðsæ, hvernig sem á er litið. Fjarri öllu viti væri það, að væna hefðarmenn þá, er undirkjörstjórn skipuðu í 1. doild, þá L. E. Svein- björn8son háyfirdómara, þórball Bjarn- arson lektor og Sighvat Bjarnason bankastjóra, um nokkra hina minstu hlutdrægni eða vísvitandi ranglæti, þrátt fyrir áminst afbrigði frá kosningalög- unum. Hér bar og bráðan að um úrskurð og úrræði, en kosningalögin sýnilega ekki athuguð til hlítar fyrir fram, enda var þetta í fyrsta skifti, sem fara skyldi eftir þeim. Kjörstjórn getur og borið fyrir sig nokkuð ýmist lítil eða engin mótmæli af hálfu við- staddra þingmannsefna eða umboðs- manna þeirra, þó að ekki geri það at- riði samt leyst hana undan þeirri skyldu, að hlýða vandlega fyrirmælum laganna. f>að er mjög svo eðlilegt, að hinir beri það traust til kjörstjórn- arinnar, að h ú n viti gerst og at- hugi gaumgæfilega, hvað lögin fyrir- • skipa. Og þeir, sem reka í það aug- un eftir á, segja sig ekki þar með færari um að sjá það fyrir fram eða líklegri til að hafa gert það. En hvað sem því öllu líður, þá eru afbrigðin afbrigði, hvernig sem á þeim stendur, og kjósendur mega ekki gjalda þeirra, hvernig svo sem þau eru undir komin, beldur eiga fylstu heimt- ing á, að lögunum sé hlýtt. f>ar var svo mikil fyrirstaða um einn kjósanda t. d., að hann varð að gera 3 at- rennur að því, að fá að kjósa, með töluverðu millibili — hann fór héim til sín í hvert skifti, langt vestur í bæ — og fekk það loks fyrir náð í síðasta skifti, en þó svo, að atkvæði hans var gert ónýtt með því að láta það lenda í umslaginu góða með •vafasömu atkvæðunum*. Hann var 4” stafrófskafla 3. kjördeildar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.