Ísafold


Ísafold - 01.10.1904, Qupperneq 2

Ísafold - 01.10.1904, Qupperneq 2
254 ungur sœmt hann kommandörkrossi dannebrogsoiðunnar (II). • Störf landfógetaembættisins hefir Landsbankinn tekið að sór aðallega og gegnir þeim sérstaklega V. Claessen kaupmaður frá Sauðárkrók. Heiðurssamsæti hóldu Akureyrarbúar E i n a r i rit- stjóra Hjörleifssyni að kveldi kosningardagsins 10. f. m., og tóku þátt í því 40—50 manns. AðalræSuna fyrir heiðursgestinum flutti héraðslæknir GuSm. Hannesson. Auk hans töluðu Mattías Jochumsson, Stefán Stefáusson kennari, Páll amtm. Briem o. fl. Viku áður höfðu templarar bæjarins haldið þeim hjónum skilnaðarveizlu.j (Norðurl.). Bangarvallasýsla er veitt Einari Benedikts- syni yfirréttarmálfærslumanni frá 1. þ. mán. Hann leggtir á stað austur í dag. Hann ætlar að setjast að á Helluvaði, við Rangá ytri. Bátstapi og manntjón. Bátur fórst nærri lendingu við Málm- ey á Skagafirði 25. ágúst í sumar og druknuðu 5 menn af 8, er á honum voru; 3 var bjargað af kili. Báturinn var frá Grafarós, í fiskiróðri. Formað- ur hét Þórður Baldvinsson frá Grafarós. Allir voru skipverjar þar af Höfða- ströndinni. Einn var faðir formannsins, Baldvin Gottskálksson, maður á níræð- isaldri; hitt unglingspiltar. Heklnmönnum var haldið danzveizla, yfirmönnunum, fyrra laugardagskveld, í Bárubúð. Hin nýja skólareglugerð fyrirhugaða er ókomin enu; kvað vera væntanleg með Laura í næstu viku. Þó á að haga kenslu í 1. bekk þegar eftir því sem ætlast er til í henni. Rektor og kennarar við latínuskólann hafa lagt það til, að hætt verði nú þegar við daglega vitnisburði í skólan- um. Gengið er að því vísu, að stjórn- in muni samþykkjast því. Heiðurssamsæti héldu margir Reykvíkingar G u ð- 1 a u g i sýslumanni G u ð m u n d s- s y n i í gærkveldi í Iðnaðarmannahús- inu, að skilnaði við burtför hans til Norðurlands. Þar töluðu auk heiðurs- gestsins Björn Jónsson ritstjóri, Harald- ur Níelsson cand. theol., Einar ritstjóri Hjörleifsson og stúdent Benedikt Sveins- son. Ceres biluð. Það er hætt við að Ceres seinki eitt- hvað í þessari ferð hingað. Hún hafði orðið fyrir því áfalli á Seyðisfirði um daginn hingað i leið, er hún lá þar við bryggj u ásamt Hólum, að strengur flæktist um skrúfuspaöana, er hún ætl- aði á stað, og kyrsettist hún fyrir það, en skipstjóri sendi eftir köfunarmanni suður á Fáskrúðsfjörð til þess að rann- saka, hvað að væri. Til þess var búist við að færi 2—3 dagar. En þar við bætist tími til aðgerðar, ef þess hefir við þurft. Líklegra talið þó, að svo væri ekki, eða þá sízt sem neinu næmi. Frá útlöndum hafa engin veruleg tíðindi borist þessa viku, hvorki af ófriðinum né öðru. Nær 18,000 er nú talið að Japanar hafi mist í stórorustunni við Líaó-yang, en Rússar 25,000, þar á meðal hers- höfðingja sinn einn, Mishtshenko. Þeim Viktor Emmanuel konungi á Italíu og drotning hans (Helenu) fæddist sonur 16. f. mán. Hann er beitinn Umberto, eftir afa sínum, og kallaður prinz af Piemont. Bæjarstjórn Reykjavíkur veitti á ankafundi 21. f. mán. 91 barni kauplausa kenslu i barnaskólanum í vetur, og 5ð börn- um helmings eftirgjöf á skólagjaldi Skólaneínd tilkynti, að hún befði leyft ungfrú Ingibjörgu Guðbrandsdóttur afnot leikfimishússins með tilteknum skilyrðum. Kosinn nýr maður í nefnd þá, er á að sjá um girðing Austurvallar, í fjarveru Sig. Thoroddsen. Það varð Halldór Jónsson, eftir hlutkesti milli hans og 3 bæjarfulltrúa annarra. Frfðafestulöud. Þessi erfðafestulönd veitti bæjarstjórn Reykjavikur á fundi 15. f. mán. Magnúsi Blöndal um 4 dagsláttna land norðaustan við Hafnarfjarðarveg 10 álnir frá honum upp af landi Jóh. T. Egilssonar, 50 fðm. meðfram veginnm, en austur og norður að vegi, er liggur upp eftir mýrinni, gegn 8 álna gjaldi eftir dagsláttuna. Gnðmundi Kr. Eyólfssyni nm 4 dagsl. meðfram sama vegi ofar og austar, 10 áln. frá honum, 40 fðm. meðfram veginum og áfast við land M. Bl. og norður að sama raýrarvegi, gegn 7 álna gjaldi eftir dagsl. Guðmundi Jakobssyni 10 dagsl. land sunnan Eskihlíðar, samkvæmt uppdrætti, er beiðninni fylgdi, gegn 6 álna gjaldi eftir dagsl. Ólafi Stefánssyni um 4 dagsl. i Rauðar- árdal sunnan og austan við Sigurlaugar- stíg og sunnan og vestan við erfðafestuland þeirra Hannesar Thorarensen og Jóns Jak- obssonar, gegn 8 álna gjaldi eftir dagsl. HjálpræðÍ8bernum nær */» dagsl. í við- bót við erfðafestuland hans á Melunum, gegn 5 álna eftirgj. Með Hólum komu austan að í fyrra dag fjöldi kaupafólks og ennfremur Þor- grímnr læknir Þórðarson á Borgum. Frú Thore-félagi kom 26. f. mán. gufuskip Elisabeth með ymsar vörurn frá Khöfn og Leith. Farþegi Haraldur stúdent Sigurðsson. Við Flensborííarskólann er ráðinn kennari i stað Jóhannesar Sigfússonar sira Magnús Helgason á Torfastöðum og tek- ur við þvi starfi í dag. Uppgjafaprestur sira Stefán Sephensen þjónar brauðinu fyr- ir nann í vetnr. Hann hugsar til að segja því lausu frá næstu fardögum. Fyrir Stokkseyrarbrauði hefirsíra Stefdn M. Jónsson á Auðkúlufengiðkon- ungsveitingu, eftir kosningu safnaðanna. VeðurathuKanir i Reykjavík, eftir Sigríði Björnsdóttur. 1904 I? 3-’ >- <1 ct> ox p œ w p 3 <3 3. •-t — pf 1| sept. 3 < p O QTQ ■p ET 8 c* -JQ 3 3 | Q g Ld 17.8Í742.9 10,7 E 1 9 11,0 2 743,8 11,4 E 2 10 9 743,5 10,7 NE 2 6 Sd 18.8 746,6 7,4 E 1 8 8,7 2 743,3 9,6 ESE 1 10 9 743,6 8,7 E8 1 5 Mdl9.8 753,2 7,7 8 W 1 5 6,0 2 755,5 10,6 8 1 7 9 757,3 7,2 8E 1 4 Þd 20.8 759,3 6,7 8E 1 8 6,7 2 760,0 11,0 88E 1 6 9 759,2 9,7 E 1 10 Md21.8 755,9 8,3 E 2 10 3,5 2 753,5 11,0 8E 2 10 9 754,8 9,8 8E 1 10 Ed22.8 762,2 6,6 SW 1 7 17,9 2 765,9 9,4 W8W 1 9 9 769,4 8,4 0 5 Fd23. 8 767,4 763,3 6,7 8E 2 10 2 9,9 8E 2 10 9 760,0 10,0 SE 1 10 Kálmeti, svo sem: Hvítkúl. — Rauðkúl. — Selleri. — Piparrót, — Rödbeder. — Gulrætur, fse eg nú með »LAURA« Jes Zimsen. Nýkomiö: Kolaköriur. Brauðhnífar. Ullarkambar. Steinolíumaakínur 3-kvaikj. Leirkrukkur af ýmsum atærðum o. m. fl. í verzlun ________H. P. Duus. Höfuöboekur og fleiri reikningsbækur ótrúlega ódýr- ar í bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. Viöskiftabækur (kontrabækur), margar tegundir, afar ódýrar, fást í bókverzlun ísafoldar. CyóuBlöé undir fylgiskjöl með hreppareikningum fást í bókverzlun ísafoldar prentsmiðju: (um eftirstöðvar sveitarsjóðs, um tíund af fasteign og lausafé, endurgjald fr. þurfamenn annara sveita, lagt þurfam. annara sveita, vottorð um sektir, kvittanir fyrir meðíögum o. s. frv. samtals 14 eyðubl.). Brent °§ malaö Kaffi bezt í verzlun H P. Duus. Ókeypis fæði getur vandað og þrifið skólabarn (stúlka 10—15 ára) fengið í vetur á góðu og fámennu heimili nálægt barnaskólanum. Nafn og heimili barnsins (*g helzt mynd af því) sendist í lokuðu bréfi, merktu »8kólabarn«, til ritstj. þesaa blaðs, sem allra fyrst. Nýkomið með »Vesta« í Veltu aund nr. 1 alls konar hálslíll og alt því tilheyrandi. Ullar- nærfatnaður (normal) handakörlum, kouum og börnum. Náttkjólar marg. teg. Bolhlífar. Sokkar. Hvítar og misl. milliskyrtur og margfc fl. Kristín Jónsdóttir. Stórt úrval. Lágt verð, hjá Jónatan Þorsteinssyni Laugaveg 31. Gjörið svo vel og skoðið. DNDIRSKRIFAÐUR hefir gert ráð- stafanir til að fá þá beztu sauði aem fáanlegir eru í Borgarfjarð- ar- Árnes- og Rangárvallasýslum og koœa þeir aðallega á tímabilinu frá 10.—25. október og verður þeim slátr- að í hinu nýja slátrunarhusi mínu á Móakotslóð, af beztu slátrurum þessa bæjar. Pöntunum verður tekið á móti í kjötsölubúð minni. Einnig verður slátrað fé fyrir þá er þess óska, þegar því verður við kom- ið, og keyrt heim til þeirra fyrir sann- gjarna borgun. þar verða og kvenmenn til að taka á móti slátri og þvo það, og eunfrem- ur verða sviðin höfuð og fætur fyrir þá er þess óska. Byrjað verður að slátra í alátrunar- húsinu næstk. raánudag 3. okt. Rvík 30. sept. 1904. Jón Þóröarson kaupm. Skólatöskur stórt úrval og ódýrt hjá Jónatan |>orsteinssyni. Laugaveg 31. LAMPAR áreiðanlega ódýrastir 1 verzlun G. Zoéga. mikið úrval af vel vönduðum og ódýr- um fatnaði í verzlun J. J. Lainbertsens Aðalstræti 9. Bezt kaup Skófatnaöi í Aðalstræti 10. Ábypgðapfélagid MUNDUS (danskt hlutafélag) tekur að sér:. Barnatrygging (Útborgun í lifanda lífi eptir ákveðino árafjölda; deyi barnið áður, endurborg- ast öll iðgjöld, nema hið fyrsta; deyi sá sem tryggir barnið, þarf eigi lengur að borga iðgjöld, en tryggingin gengur aamt sem áður eigi úr gildi). Lifsábyrgð. Lífrentur. LæknisYOttorð eigi nauðsynleg. F.f þess er óskað, kaupir félagió ábyrgðirnar eptir 3 ár, og veif.ir mönn- um lán út á ábyrgðarskírteini. Bonus fimta hvert ár. Aðalumboðsmaður fyrir Island: Cand. jur. Eggert Claessen. Reykjavík. E3 er aítið öen 6eóste. Nýr kutter Hákarlinn með 8 hesta steinolíuvól (Friðrikshafn- arvél), er til sölu með góðu verði, ef samið er fyrir 10. okt. næstk. Gufubáturinn GfRIM, ágætur flutn- ingabátur, er einnig til sólu. Dvergasteini við ísafjarðardjúp. P. Herlofson. Ágætt orgel, hér nm bil nýtt, til sölu nú þegar, með góðam horgunarskilmálum. Ritstj. vísar á.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.