Ísafold - 22.10.1904, Síða 2

Ísafold - 22.10.1904, Síða 2
274 f>að sem hér er sagt um gerð brú- arinnar m. m., er haft eftir Sig. Thor- oddsen landsverkfræðing í Norðurl. 1. þ. mán. Um ntrýmmg íjarklaöans. Hann ritar svo um það mál, sem hér fer á eftir, hinn góðkunni, ötuli fram- kvæmdarstjóri i því, hr. O. Myklestad, i Norðurl. 1. þ. m.: Síðari hluta þessa sumars hefi eg dvalist hér á Akureyri, og nú um rétt- irnar hefi eg notað tækifærið til þess að rannsaka fé bæði í þingeyjarsýslu og í Eyjafirði. Mér er ánægja að því, að geta skýrt frá því, að þar sem eg hefi rannsakað féð, hefi eg hvergi orð- ið var við fjárkláða, og engar skýrsl- ur hafa enn þá til mín komið um það, að féð væri grunað um kiáða á svæði því, er baðað var á síðastliðinn vetur. Engu að síður vil eg brýna það alvar- lega fyrir mönnum á þessu svæði, að þeir rannsaki fé sitt oft á næstkom- andi vetri, og ef þeir verða varir við kláða í fé sínu, eða fá nokkurn grun um kláða í því, að þeir þá tilkynni það tafarlaust hlutaðeigandi hreppstjóra, er þá gerir ráðstafanir eftir reglum þeim, er honum eru settar. Ráðgert er, að eg fari héðan af Akureyri um 24. okt., og verða þá með mér 2 vanir aðstoðarmenn, en hinn þriðja sendi eg í miðjum októ- bermánuði sjóveg til ísafjarðar. Baðanir á fé eiga að byrja í Skaga- firði vestan Héraðsvatna nálægt 27. október. Snemma í nóvembermán. vona eg að eg geti verið kominn í Húna- vatnssýslu og þaðan er förinni heit- ið í Strandasýslu. Verði undirbúningur góður, vona eg að hægt verði að koma böðunum á á öllu Suður- og Vesturlandi á næst- komandi vetri, enda er þess hin mesta þörf, því með því sparast mikið fé; þá verður hægt að komast hjá því að skipa verði á komandi sumri, sem mundi kosta ærið fé, án þess þó að veita fulla tryggingu fyrir því, að baðað og óbaðað fé gangi ekki sam- an á afréttum. En þá verð eg líka að brýna fyrir mönnum, hve áríðandi það er, að hver einasta kind verði böðuð. Ef út af því er brugðið, getur það valdið því, að allar lækningatilraunirnar verði til ónýtis. Hreppsnefndirnar vil eg biðja þess, að leggja kapp á, að flutuingur á tóbaki og kötlum gangi sem allra greiðast að auðið er, eftir reglum þeim sem um það eru settar. Eg fulltreysti því, að sýslumennirnir í Suður- og Veeturamtinu veiti mér hina sömu aðstoð og sýni mér hina sömu velvild, sem þeir hafa gert, Býslumennirnir í Norður- og Austur- amtinu. Akureyri 28. september 1904. O. Myklestad. |>að er stórmikið fagnaðarefni, ef svo reynist, sem góðar horfur virðast vera á, að kláðalaust só orðið á öllu þvi svæði, þar sem baðað var í fyrra, en það er austur- og norðurhelmingur landsins, frá Skeiðará að Héraðsvötn- um í Skagafirði. Sá mikli og mörgum óvænti árangur ætti að vera almenn- ingi f hinum landsfjórðungunum ærin hvöt til þess að vera nú vel öruggur og löghlýðinn við fyrirskipaðar ráðstaf- anir til útrýmingar kláðanum þar, með ötulli forgöngu framkvæmdarstjórans, sem það stórvirki liggur eftir áður, að útrýma kláðanum í Norvegi, nú fyrir 10 árum, er þá var talið ókleift þar, eins og hér. Sú hin harða hrið, sem nú er gerð að honum og til er kostað ógrynni fjár, eftir því sem hér gerist, má alls ekki verða árangurslaus fyrir naiua handvömm, vaurækslu eða pretti af almennings hálfu. þar verða a 11 i r að leggjast á eitt. Fólki er og sýni- lega að fara fram hér á landi í slík- um efnum. það sýna meðal annars varnirnar gegn mislingunum í suruar. Fyrir 10—20 árum mundu þær ekki hafa tekist neitt í þann veg eins vel og þær hafa þó lánast í sumar. Ýms tíöindi erlend. Norskur maður meiri háttar, Adolf Beck að nafni, varð fyrir þeim stóró- skunda í Lundúnum fyrir mörgum ár- um, að lögreglumenn viltust á honum og illræmdum stórþjóf, er hann var líkur í sjón, drógu hann fyrir dóm og fengu hann dæmdan í margra ára hegningarvist. Honum var slept úr betrunarhúsi í fyrra, eftir T1/^ dvöl þar. Skömmu síðar var honum snar- að inn aftur fyrir megnan þjófnaðar- grun, og lá við, að hann fengi nýjan dóm hálfu verri. En þá komst hinn rétti sökudólgur undir manna hendur og meðgekk hvorttveggja, hinn nýja þjófn- að og að auki þann, er Norðmaðurinn hafði verið dæmdur fyrir í fyrra skift- ið. Sá hét John Smith, efi hafði rang- nefnt sig ýmislega. Stjórnin enska ætlaði að láta Norðmanninn hafa þess ar hrakfarir bótalaust. En er hneyksl- ið varð heyrum kunnugt og gert að blaðairáli, bauð hún honum 36 þús. króna skaðabætur. En það þótti tals- mönnum hans enskum smánarboð. Enda gat hann leict rökk að því, að atvinnutjónið fyrir hann eitt hefði numið tffalt meira. Hann hafði verið býsnavel efnaður. þeir vildu ekki heyra minna nefnt en rúma l/2 milj. kr. og fóru fram á, að fjár þess væri aflað með almennum samskotum, til þess að reka af Bretum þjóðarhneisu. Hann þóði því ekki 36 þúsundirnar, enda bauðst blað það í Lundúnum, er mál hans flutti helzt, að gjalda honum það fé frá sér, ef hin leiðin brygðist. Hann fer þar að auki fram á, að hinn rangi dómur sé ónýttur. Hann hefir sótt fund konungs síns, Oscars II., í þeim erindum. Efni hans höfðu gengið alveg til þurðar, og móður sína hafði hann mist með- aD hann var í betrunarhúsi, af harmi yfir óláni sonar síns. Um það leyti er Eystrasaltsfloti Rússa ætlaði að leggja á stað austur í Kyrrahaf fyrir nokkrum vikum, sást japanskur maður á ferð 1 Daumörku, og lagðist grunur á, að sá ætti að njósna um för flotans m. m. þar út um sundin. Stjórnin danska taldi það eina hlutleysisskyldu sína út af ófriði Rússa og Japana, að hafa gát á manni þessum, og kom þar, að lög- regla var látin höndla hann, norður á Skaga. En brátt vitnaðist það, að maðurinD var alveg saklaus. Hann var úr sendiherrasveit Japana í Berlin, og hafði brugðið sér skemtiferð norð- ur til Danmerkur í sumarleyfinu. Hann heitir Taki-Kava, og er barón. |>etta frumhlaup var virt stjórninni til vanza og talað um heldur mikla og kátbroslega stimamýkt við Rússa af hennar hendi. Danir gengu á þing fyrsta máuu- dag í þ. m., eÍD8 og lög standa til. Ekki var búist við neinni riðlun á ráðaneytinu, sem spáð var um í sum- ar. En þó talið af sumum sízt for- takandi, að svo færi, ef Alberti vekti upp aftur hýðingarfrumvarpið, er uppi dagaði fyrir honum í vor í landsþing- inu og dauðvona var þó þar. Danskir héraðsdómarar höfðu tjáð sig því hlynta á málfundi þeirra i milli í Khöfn í sumar. J>að talur Alberti meira í varið en fræðisetningar bók vitringa. f>eir gera sig blíða heldur og tala frjálslyndislega nokkuð svo, hinir nýju valdamenn á Rússlandi, þeir Obolenski landshöfðingi á Finnlandi og Sviatopol- Mirski fursti, eftirmaður Plehve inn- anríkÍ8ráðgjafa hins vegna, hvort sem það er af lífhræðslu eða öðru skárra. En fáir trúa því, að dúfa komi úr hrafnseggi, þar sera er jafn-rótgróin harðstjórnartízka og einræðis sem með Rússum. Pétur vesalingur Serbakonungur tók það til bragðs snemma í f. mán., að láta vígjast undir helga kórónu í dóm- kirkjunni í Belgrad. Ekki létu stór- veldin sendiherra sina vera þar við- stadda. fíöfðingjar þeirra eru ekki sátt- ir orðnir enn við hann á víg fyrireDnara hans, Alexander8 konungs, og þeirra drotnÍDgar hans í fyrra; þeir gruna Pétur um að hafa venð þar í vitorði. f>að bætti og eigi úr skák fyrir hon- um, er hann sæmdi morðingjana heið- ursmerkjum þann dag, er hann var krýndur. Bretar haida nú heim á leið leið- angursliði sfnu í Tibet. f>eir hafa þröngvað stjórninni þar, í Lhassa, til að heita að greiða 9 milj. kr. í her- kostnað á 3 árum og að amast ekki við vöruflutningum milli Tibets og Ind- lands, auk þess sem Tibetsmenn haida þeim markað á 3 stöðum þar í landi. f>eir hafa og heitið Bretum að farga ekki né leigja neitt af landinu að þeim fornspurðum, né að leyfa erlend- um ríkjum að leggja þar járnbrautir eða fregnsíma. Kínverjakeisara er á- skilinn Btaðfestingarréttur að samningi þessum; en ekki er búist við, að það muni fyrir standa. — Heldur þykir Rússum þetta súrt í broti, en þeir eiga nú við öðru að snúast. Herbert Bismarck, eldri sonur rík- iskanzlarans mikla, er dóinn, hálfsext- ugur. Hann var fursti að nafnbót, ein8 og faðir hans, en enginn maður á við hann að neinu leyti, þótt líkur væri honura í sjón. Hann var í mík ils háttar embættum meðau faðir hans hélt völdum, en hvarf úr sögunni um leið og hanD. Hann bjó á Friedericks- rube, höfðÍDgjasetri föður sías. Son á hann 10 vetra. En við búi tekur Friedericksruhe mágur Herberts, Rantzau greifi; hann á einkadóttur Bismarcks gamla; hún heitir María. Herbert Bismarck dó úr krabbameini í maganum. f>að varð og banamein bróður hans, Vilhjálms, og móður þeirra. Stórmikil var viðhöfnin við útför prófessors Niels R. FinseDS í Khöfu 29. f. mán. og fjölmenni eitthvert hið mesta, er þar gerist. Hann var jarð- aður frá veglegustu kirkjunni þar, Marmarakirkjunni. f>ar voru við- staddir 2 konungar og 2 drotningar : Kristján níundi og Georg Grikkjakon- ungur, Dagmar Rússadrotning og Alex- andra Englandsdrotning, og margt stórmenni annað af ymsum þjóðum. Veglegustu kranzarnir á kistunni voru frá þeim Vilhjálmi keisara og Krist- jáni konungi. Kranzinn frá Vilhjálmi keisara var gerður beint eftir hans fyrirsögn. Einn kranzinn var frá Ját- varði konungi. Af hendi Vilhjálms keisara var við útförina sendiherra hans, prinzinn af Reuss. Frá íslend- ingum í Khöfn var silfurpálmi á kist unni, og blómsveigur frá Bókmenta- félaginu. En frá íslenzku stjórninni enginc sæmdarvottur. Tekið var til að safna fé í Dan- mörku til minnisvarða eftir prófessor' Finsen. Heimskulegt óðagot. Nokkrir bráðólmir stjórnarfylgifiskar,. sem aldrei hafa frið í sínum beinum öðru vísi en að vera að nudda sér upp við ráðgjafann, hafa gerst frum- kvöðlar að því, að halda honum heið- urssamsæti fyrir það afrek hans, að hann hefir undirskrifað ritsímasaipn- inginn margumrædda 26. f. mán., svo tvískiftar skoðanir sem um það eru, hvort það geti afrek heitið eða ekki, auk þess sem ritsíminn er fuilkominn vonargripur, hvað sem því «afreki« líður, meðan vér eigum það undir högg að sækja, hvernig alþingi snýst í málið; en af því er meðal annars ætlast til, að það hafi gagngerð sann- færingarskifti frá því í fyrra. Smalamenskan í þetta samsæti hefir nú staðið heila viku, og ekki af sér dregið. En heimtur rýrar fremur. Sumir þó látið tilleiðast helzt til þess, að forðast ámæli um ókurteisi við ráðgjafann, þeir er hefðu annars kosið miklu heldur að láta alla fagnaðar- viðhöfn bíða þangað til er væri þó hálf fætt höfuðið á þessu fyrirtæki að minsta kosti. Með þe8su óðagoti gera stjórnar- menu það að flokksmóli, og er slíkt harla óviturlegt bragð. J>að væri heilræði fyrir ráðgjafann sjálfan, að halda dálítið aftur af sín- um mönnum, þegar þeir fá í sig jafn- ótímabærar daðurshviður við hann eins og þessi er. Bæjai-stjórn Reykjavíkur lauk í fyrra dag við heilbrigðissamþyktiua, er fer siðan til landsstjórnarinnar til staðfest- ingar. Eftir tiilögum fátækranefndar var 27 kvenmönnum og 3 karlmönnura úthlutað styrk úr alþýðustyrktarsjóði. Gísla Guðmundssyni við Hverfisgötu veittur byggingarfrestur til fardaga 1906 gegn því, að bærinn fengi ókeypis nauð- synlega ræmu af lóð hans undir breikkun á þeirri götu. Synjað var Þoreteini Rögnvaldssyni um sams konar frest. Veitt voru Guðmundi Jakobssyui trésmið skifti á lóð, sem hann á austan Bárustigs fyrir lóð, er bærinn á vestan sama stigs, gegn 50 a. gjaldi fyrir feralin hverja af stærðarniL.1 lóðanna. Veganefnd var veitt heimild til að fjölga ljóskerum í bænum eftir því sem efni eru til og bráð nauðsyn krefur. Afsalað forkaupsrétti að erfðafestulandi Jóbanns Þorbjarnarsonar á Bráðræðisholti,- er hann selur fyrir 320 kr. Guðmundi Jakobssyni synjað um viðbót við erfðafestuland bans sunnan i Eskihlíð. Talsimahlutafélagi Reykjavikur veitt lieim- ild til að grafa fyrir stólpum við götur bæjarins og í landi hans með eftirliti vega- nefndar og þvi skilyrði, að félagið taki þá i burt aftur á sinn kostnað, ef bæjar- stjórn telur nauðsynlegt. Erindi frá E. Pfaff vélmeistara um raf- magnsstöð við Laugarnar svarað á þá leið,. að bann verði að leggja fyrir bæjarstjórn. náavæma lýsing á, hvernig hann hugsi sér að koma vélunum fyrir, skilagrein fyrir,. hve mikinn kraft hann geti framleitt, og hve dýrt hann hugsi sér að selja hæjar- mönnum rafmagnið. Fjárhagsnefnd falið að ihuga, hvað gera skuli við Grfirisey, þar sem landfógeti Á. Thorsteinsson hafði tilkynt, að samningi hans við bæinn um afnot hennar væri nú lokið, með því að hann hefði lagt niður embætt- ið. Gunnlaugi Péturssyni veitt lausn frá fá- tækrafulltrúastarfi eftir beiðni hans, og kosnir í hans stað þeir Ólafur Péturssont

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.