Ísafold - 29.10.1904, Page 1

Ísafold - 29.10.1904, Page 1
Kemur út ýmist einn sinni eða tvisv. í vikn. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa l1/, doll.; borgist fyrir miöjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viÖ áramót, ógild nema komin sé tii útgefanda fyrir 1. október ogkanp- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8, XXXI. árgr. Reykjavík laugardagrinn 29. október 1904 JúidJadi JfíáAýalMv íl. 0. 0. F. 8611487, Augnlœkning ókeypie 1. og 3. þrd. i kverjnm mán. kl. 2—3 i spltalanum. Forngripasafn opið á mvd. og ld 11 —12. Hlutabankinn opinn kl .10—3 og 6‘/a—lllt. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á bverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju fÖBtudags- og .'sunnudagskveldi kl. 81/, siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjnm helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jsndur kl. 10‘/,—12 og 4—6.’ Landsbankinn opinn hvern virkan dag >kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafit opið bvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. x>g ld. kl. 12—1. Tannlœkning ókeypis í Pósthnsstræti 14b I. og 6. mánud. hverB mán. kl. 11 — 1. leiðis, nema sá hlutinn, er situr um Port Arthur; það mun vera samtals hátt upp í hálfa miljón manna. Segir svo, eða á þá leið, að Eússum verði því að eins nokkurrar undan- komu auðið, að Japana breBti þrótt eða liðsafla til að reka flóttann nógu fljótt. Setuliðið í Mukden átti að hafa haft sig á brott þaðan norður í Char- bin (eða Harbin). Búist nú við á hverri stundu, að Japanar mundu vinna Port Arthur. |>eir höfðu nú unnið útvirkin öll og um- kringt sjálfa borgina alveg. Flotaleifar Bússa þar á höfninni höfðu og fengið mikinn skell af stór- skotum frá umsátarher Japana. Lárus skiítir búi. kapp á að fá keypta húseign dánar- búsins fyrir 7000 kr., þótt í hana hefði verið boðið frá annari hálfu 8000 kr. þegar ísafold skýrði frá þessum landsyfirréttardómi, í blaðinu 24. ág- úst, hafði hún haft þau orð í fyrir- sögninni, að Lárus væri nú dæmdur sannuraðsök um fjárdrátt- artilraun, og á einum stað í grein- inni stóð, að í stað þess, sem skylda hans hafi verið að hlynna að dán arbúinu eftir mætti, þá hafi hann litið á s í n a hagsmuni og reynt til að hafa af búinu sér í hag 1000 kr. |>etta þolir ekki maðurinn. Máltólin hans, nsannsöglinnar mál- gögn«, kváðu hafa sagt svo frá mála- lokunum í yfirrétti, að hann hafi unn- ið þar glæsilegan sigur. Gufub. Reykjavík fer npp i Borg- arnes 10. og 19. nóv., 6. og 15. des.; kemur við i Akranesi i hverri ferð. Suður (til Keflavíkur o. s. frv.) fer hún 4., .23. og 28. nóvbr., og 20. des. *3T- Fer alt af kl. 8 árdegis Af ófriðinum. Japanar unnið enn frægan sigur. Mesta og mannskæðasta orustan. Stórorusta hófst fyrra miðvikudag 12. þ. m., skamt suður frá Mukden (í Mandsjúríu), og stóð þann dag all- an og þrjá daga hina næstu, fimtudag, föstudag og iaugardag. Lengra nær eigi síðasta frétt, — ensk blöð frá 16. þ. m. Kuropatkin hafði nú ætlað að snúa vörn í sókn, stefnt liði sínu suður á leið og hugðist að vinna aftur Líaó- yang. Létu Eússar heldur mikið yfir, að nú mundi lækka rostinn í Japönum. Kuropatkin færi ekki að sækja á, nema hann vissi sig hafa í öllum þumlum við Japana. Enda sagði hann svo Bjálfur, að nú væri hann liðfleiri; en svo hefði aldrei fyr verið. En hér fór á alt aðra leið. Vígvöllur var ærið víður, 6—7 míl- ur danskar eða meira. f>ar var komið að kveldi hins þriðja dags, 15. þ. m., að Eússar höfðu orð- ið að hopa á hæl hvarvetna, með geysi- miklu mannfalli og látið fjölda fall- byssna. Svo skýrir Kuropatkin sjálfur frá í hraðskeyti til húsbónda síns, keisarans í Pétursborg, Mannfall einnig mikið af Japönum. Fullyrðir ein frétt, að tala fallinna manna og óvígra muni nema 80,000 samtals af hvorumtveggja. Onnur saga er það, að í einni stór- deild Eússa, er í voru 70,000 manna, hafi enginn verið ósár. Eússar mist hér um bil alt stórskotalið sitt. Síð- ustu fréttir voru þær, að þeir hefðu mist meira en 120 fallbyssur. Kuropatkin hershöfðingi talinn sjálf- ur í hættu staddur og jafnvel fengið sár. Hann átti að hafa verið orðinn króaður af frá meginhernum með mikla sveit manna. þarna hefir barist allur landher Eússaí Mandsjúríu, og Japana sömu- Ný staðfesting á atferli hans þar. Honum Iíkaði það afarilla, Snæfell- ingavaldsmanninum, að ísafold sagði eins og var frá hrakförurn hans f yfir- rétti í meiðyrðamáli því, er hann var svo óhygginn að höfða á sínum tfma á hendur Einari ritstjóra Hjörleifssyni út af frásögn hans í ísafold fyrir nokkrum árum um atferli téðs yfir- valds sem skiftaráðanda í dánarbúi fyrirrennara hans í embættinu, Sigurð- ar sýslumanns Jónssonar, sér í lagi um afskifti hans á sölu húseignar búsins í Stykkishólmi. Maðurinn vildi ná í hana handa sjálfum sér með góðu verði, en átci þar örðugt aðstöðu, með því að hann var umráðandi búsins og bar því fyrst og fremst að líta á þess hag, en ekki sinn. þeim er miklu trúað fyrir, sýslu- mönnum, þar sem er meðferð eftir- látinna fjármuna sýslubúa, ómyndugra og myndugra, og reynir þar sérstak- lega á trúmensku þeirra og samvizku- semi í embættisrekstri. |>að sjá því allir, hve afarháskalegt er, ef þar ber mikið út af. þess kyns ávirðingar eru þvf flest- um öðrum fremur til þess fallnar, að svifta þá embættismenn trausti hvoru- tveggja, þeirra sem þeir eru settir yfir, og hinna ekki síður, er yfir þá eru skipaðir og líta eiga eftir, að þeir geri skyldu sína. það mun fágætt um nokkra heiðvirða og samvizkusama stjórn, að það sé ekki hennar fyrsta verk, er slíkt kemst upp, að láta þann veg brotlega embættismenn fá vega- bréf burt úr embættinu, »á gráum pappír«. J>ví hafðí nú verið lýsfc lauslega í á- minstri ísafoldargrein, með nafni E. H. ritstjóra undir, hver ráð Snæfell- ingayfirvaldið hafði haft til þess að koma sínum vilja fram um húseignina, og þe88 getið meðal annars, að nán- asti yfirmaður hans, amtmaður, hefði farið þar um þeim orðum, að Lárus sýslumaður hefði róið að því öllum árum, að búið misti 1000 kr., í stað þess að líta á þess hagsmuni. J>á miður fögru lýsing hafði nú landsyfirréttur staðfest með dómi 22. ágúst þ. á. Hann segir þar með- al annars nægilega sannað með fram- komnum gögnum, að Lárus hafi Iagt |>ví bagalegri var þessi snoppungur. Yera má og, að yfirboðurum manns- ins hafi verið nóg boðið með Iands- yfirréttardómnum og fundist nú vera brýn þörf tíðkanlegs ihreinsunarmeð- als«, hvort heldur væri með áfrýjun dómsins til hæstaréttar, eða þá nýrri lögsókn í héraði út af fyrtéðri birting hans. Málshöfðun var boðuð með miklu glamri, eða þó heldur tvær málshöfð- anir en ein, út af sama tilefni, og prentófrelsis-skriðdýrin lömdu halan- um af ánægju yfir, að nú yrði jafnað ósleitulega á ritstjóra ísafoldar fyrir þann stórglæp, að snúa e k k i við dómsúrslitum landsyfirréttarins, svo að þau yrðu hetjunni þeirra til ein- tómrar frægðar og vegsemdar. Het- jan var hér sjálf stödd í þann mund, í kirkjumálanefndinni. — Slífeir afreks- menn eru »til allra hluta nytsamir«, komast líklegast í hempu, áður lýkur.— Hann flutti s j á 1 f u r málin hér fyrir gestarétti, þótt annríkt ætti, sigri hrós- andi fyrir fram eftir hvert réttarhald. Uppskeran varð sú nú fyrir fám dögum, að ritstjóri ísafoldar var a 1- sýknaður í báðum málunum. Annað málið var út af smáklausu í Isafold 27. ágúst, þar sem minst er aftur dómsins (»Mundu þess vera mörg dæmi«), og gefið í skyn, að þess muni naumast mörg dæmi um hinn mentaða heim, að maður sé látinn halda embætti eftir það er réttlættur væri með dómi sá áburður á hann, að hann hefði sem skiftaráðandi róið að því öllum árum, að dánarbú, er hann hefði undir höndum, misti 1000 kr., og það honum sjálfum í hag, m. m. Maðurinn vildi nú fá þau um- mæli dæmd dauð og ómerk, og ritstjóra ísafoldar dæmdan í fangelsi — ekki minna! — eða sektir, auk málskostn- aðar. En héraðsdómurinn segir fyr- nefnd ummæli verða að teljast r é 11- 1 æ 11 með yfirréttardómnum. Tvö voru málin höfð til þess, að reyna að baka stefnda tvöfaldan máls- kostnað, ef málið félli é bann, en að 70. blað. því var vitanlega að vfsu gengið fyrir fram. En þessi er árangurinn: Staðfest með dómi sú frásögn ísa- foldar, að »Lárus hafi verið dæmdur sannur að sök um fjárdráttar- t i 1 r a u n«; staðfest með nýjum dómi, að Lárus hafi, i stað þess að hlynna eftir mætti að tilnefndu dánarbúi, er hann hafði til meðferðar, litið á s í n a hagstmuni og reynt til að hafa af búinu sér i hag 1000 kr.; og Ioks staðfest með dómi, að ekki sé hægt að hafa neitt á því eftir svofeldum atvikum, þótt talað sé um, að slfkt mundi vera látið varða embættismissi víðast um hinn siðaða heim. Hvaða upphefðarviðurkenning mundi n ú manninum ætluð fyrir þ e s s a útreið? Enn út aí kosningarkærnnni. Yfirkjörstjórninni hér og kjörstjórn 1. kjördeildar hefir verið veittur kost- ur á að láta uppi álit sitt um kosn- ingarkæru yfirdómara Jóns Jenssonar, er birt var hér í blaðinu 21. f. m. Yfirkjörstjórnin hefir gert það mik- ið hógværlega, en hin miður, og hefir samt þótt við eiga að birta álitsskjal sifcfc á prenti. |>að er furðu-hvatvís- legt og mengað margvíslegu ranghermi og ónotum til kæranda, sem hafði farið með alveg rétt mál og gert það mjög stillilega. Jón Jensson hefir nú svarað aftur svo, sem hér fer á eftir.jog mun nú lík- lega fáum þykja undirkjörstjórnin hafa öfundsverðan málstað, þeirra er þetta svar lesa^ og þar með fylgjandi 2 vottorð: Eg hef fengið hjá stjórnarráðinu tækifæri til að kynna mér álitsskjölin um kosningarkæru mína, sem bæjar- fógetinn og kjörstjórn 1. kjördeildar hafa samið, og leyfi eg mér, útaf þeim, að taka það fram, sem á eftir fer. Álitsskjal bæjarfógetans er aðallega vörn fyrir afskiftum bæjarstjórnarinn- ar af undirbúningi kosningarinnar, og get eg leitt þá vörn hjá mér að mestu leyti. f>að stendur fast þrátt fyrir hana, að bæjarstjórnin skifti ekki bænum í kjördeildir (o: undirkjördæmi), þótt hún nef ndi flokkana, sem hún skifti kjósendum í, kjördeildir, og skipaði undirkjörstjórn- ir (lagalaust) fyrir hvern kjósenda- flokkinn. Eeglum laganna um kjör- deildir mátti því eigi beica við þessa kjósendaflokkun bæjarstjórnarinnar; sérstaklega mátti eigí neita mönnum úr einum flokkinum um aðgang að at- kvæðagreiðslu, meðan menn úr hinura flokkunum höfðu hann. fannig skildi og yfirkjörstjórnin skiftinguna, sem gjörð var. þar sem því er haldið fram, að það geti samrýmst kosningalögunum (9.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.