Ísafold


Ísafold - 29.10.1904, Qupperneq 2

Ísafold - 29.10.1904, Qupperneq 2
278 Leikfélag Reykjavíkur leikur á morgun. IS* Sjá götuauglýsingar og 10. gr.), að skoða kjósendaflokkun- ina sem skipun í kjördeildir, þá er það ekki rétt. Orðin í 9. gr. eru skýr. Bæjarstjórn er heímilað þar, að skifta kjördæminu í kjördeildir, en ekki kjósendunum, og kjördæmi verð- ur ekki hugsanrétt skift nema í und- irkjördæmi (o: staðmörkuð umdæmi, eins og kjördæmi er staðmarkað). Kjördeildir í laganna skilningi eru því staðmörkuð umdæmi. f>á er 10. gr. laganna ekki síður skýr. Fyrir hverja*,kjördeild á að semja sérstaka kjörskrá. Að eins ein kjörskrá var samin, af því að kjördæmið vafe óskift. |>ví var e k k i skift í kjördeildir. Eg lét þá skoðun í Ijósi í kæru minni, að kjósendaflokkun bæjarstjórn- ar og skipun 3 undirkjörstjórna til flýtis og hægriverka við kosninguna muni ekki í sjálfu sér hafa haft neína hættu í för með sér, Við nánari at- hugun leyfi eg mér að benda á það lagabrot, sem af þessari tilhögun leiddi, og alls ekki er þýðingar- lítið eða hættulaust: að kosningin gat ekki, eins og lögin fyrirskipa (18. gr.), farið fram eftir frumsaminni kjörskrá nema á einum staðnum af þremur. Menn þurfa ekki að hafa fengist mik- ið við að stjórna kosningum til þess, að skilja þetta. T. d. man eg að það kom fyrir í 1. kjördeild, að eftirritin komu eigi heim við frumskrána. í hinum deildunum gat það ekki komið fram, því að þær höfðu ekki frum- skrána. Álitsskjal kjörstjórnar 1. kjördeildar á að vera vörn fyrir kjörstjórninni, en verður henni enn meira til áfellis. Eða ekki skil eg annað. Svo er skjal- ið hvatvíslega úr garði búið. Eg tók fram í kæru minni, að kjör- stjórnin hefði látið viðgangast ýms af- brigði frá kosningalögunum, sem eg aðallega lagði ekki aðra þýðingu í, en að þar hefði að óþörfu og beimildar- laust verið breytt út af því, er lögin sögðu fyrir. J>að lítur svo út, sem kjörstjórnin hafi saknað þess, að eg nefndi ekki þessi afbrigði, enda mun réttast að eg nefni þau, er eg man eftir. 31. gr. segir, að enginn megi auk kjörstjórnar vera inni í kjörherberginu nema einn kjósandi 1 senn og um- boðsmenn þingmannaefna. f>að kom þó fyrir, að menn, sem komu til að kynna kjósendur, biðu inni um hríð til að komast að að kjósa sjálfir á eftir. Og dæmi var til þess, að 1 maður, sem inn var kominn í þessu skyni, var þar kyrr inni meðan 2 eða 3 kusu. Virð- ingin fyrir ákvæði þessu var ekki meiri en svo, að einn kjörstjórinn stakk jafnvel upp á því, að Davíð í Stöðlakoti (1) væri látinn vera inni stöðugt til að kynna kjósendur. 33. gr. segir: »fær oddviti honum einn kjörseðiU. f>að var miklu frem- ur undantekning, að oddviti afhenti seðilinn. »f>ekki kjörstjórnin ekki manninn, er honum kostur gjör að fá innmeð sér 2 kjósendur, sem kjör- stjórnin þekkir (sem lýsi yfir) að viðlögðum drengskap... Að þvf búnu ganga vitni þ e s s i ú t, en kjósandinn verður eft- ir«. f>etta segja lögin. En framkvæmdin var þannig, að kjörstjórn kallaði oft til vottana og valdi þá stundum; það kom fyrir, að nýjan vott þurfti til að þekkja vottinn,. drengskapar var sjaldn- ast minst, og vottarnir voru stundum kyrrir inni, eins og fyr er sagt. 39. gr. segir, að kjósendur, sem gert hafa seðla ógilda, eigi að víkja frá að sinni og eigi fá seðla aftur fyr en all- ir aðrir hafi greitt atkvæði. En kjör- stjórnin lét þá strax fá annan seðil. 35. gr. segir : Síðan brýtur k j ó s- a n d i n n seðilinn e i n u sinni saman, svo að letrið snúi inn . . . og stingur s j á 1 f u r seðlinum í atkv,- kassann. f>etta var alt brotið stór-- kostlega, eins og eg tók fram í kær- unni. Kjörstjórnin segist álíta það vafa- s a m t, hvort það sé algeriegaof- an í lögin, að brjóta seðlana oftar en einu sinni. Eg íraynda mér að allir játi, að samvizkusöm kjörstjórn mundi ekki hafa gert það, sem hún áleit vafasamt, hvort ekki væri alger- lega ofan í lögin. f>að sanna er, að lögin gátu ekki verið skýrari. Tílgang- ur ákvæðisins, eins og það er orðað, var sá, að koma í veg fyrir einkenni á seðlunum, sbr. 38. gr. f>að er fyrir- sláttur einn, að ekki hafi verið annað ráð verið til að koma seðlunum í kassann en tví- og þribrjóta þá. f>að þurfti ekki annað en hrista kassann nógu oft. Fleira en þetta kom fyrir, sem sýndi að kjörstjórnin hafði ekki kynt sér lögin, sem hún átti að fara eftir, eða hirti ekki um að fylgja þeim. Má til þess telja það, að henni tókst ekki að ganga lögum samkvæmt frá plöggum sínum að kosningunni aflok- inni, og voru þó skýrar reglur um, hvernig sá frágangur ætti að vera, í lögunum (42. og 43. gr.). f>á má geta hér aðferðar kjörstjórn- arinnar gagnvart f>orgrími lækni eða þeim 7, sem ekki höfðu upphafsstaf kjósecdaflokks 1. deildar. Kjörstjórnin sjálf játar, og segir það því væntan- lega ekki uppspuna af mér, að oddviti hafi spurt f>orgrím, þegar hann kom til að kjósa, »hvort honum væri svo mik- ið ant um að kjósa, að hann vildi halda því fram«. Eg leyfi mér að segja, að oddviti kjörstjórnar geti ekki hegðað sér ótilhlýðilegar en þetta. Eða hitt, sem kjörstjórnin gerði, að tjá jborgrími, er hann kom í fyrsta skifti, að hún hefði ekki tíma til að úr- skurða þá um, hvort hann fengi að kjósa. Og enn þetta, að eftir að kjör- stjórnin var búin að koma sér niður á, að vottorðsmennirnir ættu að fá að kjósa, þá tjáði hún þeim samt, að þeir, kjósendurnir, sem voru komnir til að neyta löglegs réttar síns, yrðu að bíða þangað til allir aðrir viðstaddir væru búnir að kjósa. Hvernig fer kjörstjórnin að verja þessa aðferð sína ? Var hún ekki vel löguð til að fæla menn frá að neyta kosningarréttar- ins? Var hún ekki bein rangsleitni við kjósendur, sem í hlut áttu? f>að lítur út eins og kjörstjórnin sé að bera sig að láta skiljast, að henni hafi verið það óviðkomandi, hvort bæ- jarstjórnin hefði í raun og veru skift bænum í kjördeildir í laganna skilningi, o: undirkjördæmi. f>að var henni þó sannarlega ekki, þar sem undir því voru komnar reglur þær, er hún átti að fylgja í framkvæmd skyldustarfs síns. Hún segir, að það hafi verið meira en eðlilegt, þótt hún liti svo á, að hún ætti að eins að taka móti at- kvæðaseðlum kjósendanna A—G, með öðrum orðum, að hún liti að eins á nafnið »kjördeild«, sem gefið var kjós- endaflokknum. En eg verð að segja, að mér hefði ekki þótt það vera neitt óeðlilegt eða neitt kraftaverk af henni, ef hún hefði samkvæmt skyldu sinni kynt sér rækilega lögin, sem hún átti að fara eftir, og athugað í sambandi við þau það sem henni var kunn- ugt um undirbúning kosningarinnar, þar á meðal það, að ekki var nema ein kjörskrá til, — þótt hún þá hefði séð og skilið það, sem nú fór algerlega fram hjá henni, að hér var ekki um eigiulegar kjördeildir að ræða, en að kosningin í öllum deildunum var ein og óskift. f>etta skildi yfirkjörstjórn- in strax, eða bæjarfógetinn að minRta kosti, sem annars hefði ekki gefið vott- orðin, og hefði kjörstjórnin getað afl- að sér upplýsingar hjá henni eða hon- um. Eitt er einkar-merkilegt, það, hve mikla áherzlu kjörstjórnin vill leggja á það, að eg hafi ekki haft neitt að athuga við lögleysu hennar í þessu efni. I fyrsta lagi er það ekki satt, að eg hafi verið samþykkur gjörðum kjör- stjórnarinnar. Hún man það þó, að eg hélt því fram, að f>orgrímur læknir ætti að fá að kjósa. Og þó eg gæfist upp við að fá kjörstjórnina — sérstak lega oddvitann, sem lýsti því yfir, að ef hann einn réði, þá dytti honum ekki í hug að taka við atkvæði f>orgríms — teygða lengra en til að halda atkvæði hans og hinna vottorðsmannanna 6 einöngruðum í lokuðu umslagi, —- þá lýsti eg því samt yfir, að eg áliti að þau ættu að fara í atkvæðakassann. Vottorð oddvitans í 3. kjördeild er lítils virði og ekki nákvæmt. Hann bar undir mig þá spurningu, er hann minnist á, og var eg þá í vafa um hana, en mér komu ekki til hugar nein mótmæli. Eg leit svo á, sem hann væri að ráðfæra sig við mig, og það væri hans þága, að eg léti skoðun mína í ljósi. SpurningÍD kom flatt upp á mig og hafði eg ekki haft tæki- færi til að hugsa hana. í öðru lagi ber þess að gæta, að eg hafði ekki haft neina hvöt eða skyldu eða neitt tækifæri til að kynna mér undirbúning kosningarinnar, en þetta alt hafði kjörstjórnin, og eg áttí að geta gengið út frá því, að alt væri í lagi, eins og lögin ákváðu. f>á fyrst, þegar deilan varð um kosningu f>orgríms læknis, fór eg að athuga málið betur, og sá þá, að eitthvað var bogið við að- ferðina. 1 þriðja lagi er það stórkostlegur misskilningur, sem bryddir á hjá surn- um einnig hjá kjörstjórn 1. deildar, að lögleysa í kosningunni verði sak- lausari fyrir það, þó þingmannsefni at hugi hana ekki þá þegar, er hún er framin. Hvenær sem lögleysan sannast eða uppvíst verður um hana, hefir hver kjósandi rétt til að kæra yfir henni. Meira að segja, svo mikil get- ur lögleysan verið, að alþingi, ef það að eins fær vitneskju um hana, ó- nýti kosninguna af sjálfsdáðum, og eg ætla, að lögleysan, sem nú hefir verið framin, sé svo vaxin. f>á segir kjörstjórnin, að það sem eg segi um meðferðhennar á f>orgrími lækni Johnsen,sé með öllu ranghermt. Með framlögðu vottorði frá f>orgrími sannar kjörstjórnin þetta eigi, því að vottorðið kemur ekki í bága við frá- sögn mína. Vottorðið er yfir höfuð að innihaldi til að eins nokkur kurt- eisisorð, sem eru oftöluð eftir fram- setningu sjálfrar kjörstjórnarinnar. Eg legg nú hérmeð lýsingu f>orgríms sjálfs á allri meðferðinni á honum, eins og hún var, og sömuleiðis vottorð þar að lútandi frá 2 umboðsmönnum mín- um í 1. kjördeild. Sanna vottorð þess- ara 3 manna, að eg hef skýrt rótt frá málinu, en að saga kjörstjórnarinn- ar er ranghermd næstum í hverju ein- asta atriði. Eg hef talið 9 ranghermi í þessari stuttu sögu kjörstjórnarinnar. f>að má því næstum titla hana skáld- sögu. 1. »0ddviti . . . sá, að þetta vottorð, (o: frá 3. kjördeild) nægði ekki, því f>. gat verið búinn að kjósa í 2. kjördeild«. Oddviti fann ekkert að' vottorðinu. Hann sagði við f>., að hann ætti engan rétt til að kjósa þar (í 1. deild), úr því hann hefði ekki komið í tíma til sinnar deild- ar. f>essi nýtilkomna krafa til vottorðsins, sem oddviti þykist hafa gjört, keinur líka illa heim við það, að kjörstjórnin tók síðar gild ummælalaust vottorð f>orgríms og hÍDna 6, er vottorð sýndu, þótt þau hljóðuðu aðeins um, að þeir hefðu ekki greitt atkvæði í þeirri deild, er þeir áttu upphafsstaf í. 2. »Oddviti spurði f>., hvort honum væri svo mikið ant um að kjósa, að hann vildi halda því fram«. f>es8a spuruing lagði oddviti e k k i fyrir f>. í fyrsta skifti, er hann kom, heldur í annað skifti. f>ar af Ieið- ir, 3. að f>. fór ekki fríviljuglega frá kjörborðinu í fyrsta skifti, heldur var honum þá vísað frá (o: hann fekk ekki að kjósa að sinni, fekk ekki einusinni að vita, hvort hann yfir höfuð fengi nokkurn tíma að kjósa). 4. Annari komu f>orgríms er slept úr sögu kjörstjórnarinnar. 5. í 3. skifti, er f>. kom, beiddi odd- viti hann að sýna sér skírteini fyr- ir því, að hann hefði ekki kosið i annarihvorri hinni deildinni. f>. var aðeins krafinn um s a m a vott- orðið, sem hann hafði áður sýnfc (frá 3. kjördeild). Hann hafði það ekki, en var látinn kjósa samt, því að það þótti of mikil ónærgætni, aö hrekja hann burt enn einusinni, þar sem hann hafði þó sýnt vottorð- ið áður. En honum var uppálagfc að senda (sama) vottorðið um hæl. 6. f>að er því rangt, að oddviti hafi sagt við f>., að hann yrði að sýna kjördeildinni »svo felt« skírteini ef hann vildi fá að kjósa (o: skír- teini fyrir, að hann hefði ekki kosið í a n n a r i h v orri hinni deildinni). 7. fað er rangt, að hann hafi þá farið án þess að fá að kjósa. 8. f>að er rangt, að hann hafi komið aftur með vottorð bæjarfógeta am, að hann væri ekki búinn að nota kosningarrétt sinn. Vottorð bæjarfó- geta hljóðaði um, að hann hefði ekki kosið í 3. deild. 9. f>að er rangt, að hann hafi þá fyrst, er hann kom með vottorð bæjarfó- geta, feDgið atkvæðisseðil og kosið. Eg ætla mér ekki að leggja mig nið- ur við að gefa þessari framsetningu kjörstjórnarinnar neitt nafn; hún lýsír sér sjálf. f>að er illa farið með orðið uppspuni, að kalla það uppspuna af mér, er eg á 1 y k t a af aðferð kjör- stjórnarinnar við f>orgrím lækni og tregðu hennar að taka við atkvæði, hans, að hún hafi getað fælt menm frá að kjósa, sem eins stóð á fyrir. Eg verð líka að segja, að mér finst kjörstjórnin hafi illa bygt undir orðin, sem hún hefir um kæru mína, þar sem hún segír, að orð mín séu ástæðu- 1 a u s t h j a 1 og að kæra mín n á 1 g- i s t(!) kæru af röngum ástæð- u m. (Eg þykist skilja, að kjörstjórnin hafi ekki ætlað að segja með þessu, að kæra mín væri rétt, heldur hafi hún aðeÍDS ekki kunnað að segja það, sem hún meinti: að kæra mín nálgað- ist að vera vísvitandi röng kæra, sak- næm eftir hegningarlögunum. Minna mátti það eigi vera). Eða þá fyrirmynd- arkurteisi í opinberu skjali, sem að segja, að eg hafi leiðst út í gönur með kæru minni. Vottorðið um, að 4 menn af fiski- skipinu, sem kom kosningardaginn,, hafi náð kosningu hver í sinni staf-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.