Ísafold - 14.12.1904, Síða 1
Kemnr át ýmist einu sinni eða
tvisv. i vikn. YerÖ árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa
l1/, doll.; borgist fyrir miöjan
’úlí (erlendis fyrir fram).
1SAF0LD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi skuldlans við blaðið.
Afgreiðsla Austurstræti 8.
XXXI. árg.
Reykjavík miðvikudaginn 14. desember
1904
78. blað.
JúiAÁidi jftaApzAMV
i. 0. 0. F. 8612168'/,
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i
kverjum mán. kl. 2—3 i spltalanum.
Forngripasafn opið á mvd. og Id II —12.
Hlutabankinn opinn kl.10—8 og 6*/a—7l/a.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
>jn á liverjnm degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd.
.Almennir fundir á hverju föstudags- og
eunmidagskveldi kl. 8*/, siðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9
og kl. (i á hverjum helgum degi.
Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravit-
jendur kl. 10’/,—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
ikl. 12—3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud
<og ld. kl. 12—1.
Tannlækning ókeypis i Póst.hússtræti 14h
I. eg d. mánnd. hvers mán. kl. 11—1.
GufiMturinn Reykjavík
fer upp íBorgarnes 15. des., 5.,
12. og 27. janúar, 6. og 23. febrúar,
6., 14. og 21. marz, "en auður í
Keflavík m. m. 20. desbr., 16.jan-
úar, 14. febr., 10. og 24. marz. Bát-
urinn kemur við á Akranesi í hverri
Borgarfjarðarferð.
Fer alt af kl. 8 árdegis
héðan.
HKRMBÐ leyfi eg mér að biðja
þá, sem skulda fyrir organspil
í dómkirkjunni, að borga mér það
eem fyrst.
Kristján Þorgrímsson-
Ritsímmn og rausn Dana.
Sumir láta sér finnast mikið til um
þann höfðingsskap Dana, að þeir ætla
að kosta úr r/kissjóði ritsímann hing
að að meira en helming, sem sé
þremur fimtu hlutum (3/6), en láta
oss Islendinga ekki standa straum af
honum nema að tæpum tveimur fimtu
hlutum (2/5).
Vér greiðum til hans 35 þús. á ári
í 20 ár, en þeir 54 þús. á ári jafn
langt tímabil.
f>að er samanlagt 700,000 kr. frá
oss, og nær 1,100,000 frá þeim.
Alls og alls eru það nær 1,800,000 kr.
eða hátt upp í 2 miljónir, sem og gizkað
er á að ritsíminn muni kosta.
f>etta þykir þeim vera ákaflega
rausnarlegt af Dana hálfu og sýna
einstaka hlífð og nærgætni við oss,
fátæklingí.na, sem þurfum allra vorra
muna með.
Aðrir vilja þó hafa ítöluna alt öðruvísi,
■og miða heldur við fólkstölu í báðum
löndunum, Danmörku og íslandi. Rit-
síminn er, segja þeir, ekki lagður síð-
ur í Dana þarfir en vorar. Fyrir því
væri rétt, að á oss lendi að eins l/so
af rit'SÍmalagningarkostnaðinum, en
29/30 á Dönum. f>ví að fólkstölu til
erum vér ekki nema l/so móts við
Dani.
Og enn aðrir halda þvf fram, að
Dönum beri að kosta ritsímann hing-
að að öllu leyti. |>að geri önnur ríki
við sínar útlendur, svo sem t.d.Bretar.
Ekki detti þeim f hug að láta þær
leggja neitt til ritsímasambands þar f
milli og alríkisstjórnarsetursins i Lund-
únum.
|>etta þykir Danavinum vera öfgar
einar; enda skulum vér alls ekkiverja
þá skoðun. f>að má margt að henni
finna.
En hins vegar er mikið þar í milli
og þess, að kosta ritsfmann alt að
því að hálfu, og það aðallega milli
landa að eins, en bæta síðan við hin-
um geysimikla kostnaði til landsfmans.
En er það nú víst, að Danir kosti
símann í raun og réttri veru að s/5
hlutum með þessum skilmálum, sem
vér eigum kost á ?
f>að bar til nú fyrir 50 árum hér
um bil, að Vesturheirasmaður einn,
hann hét Shaffner, fekk einkaleyfi til
ritsfmalagningar hingað til lands
og héðan til Grænlands áleiðis til
Ameríku.
Hann var, eins og siður er til, lát-
inn leggja veð fyrir því, að eitthvað
yrði úr framkvæmd þeirrar fyrirætlan-
ar, og skyldi það veð upptækt og
renna inn f ríkissjóð Dana, ef þetta
brygðist.
Nú fór svo, að ekkert varð úr rit-
BÍmalagningu Shaffners. Og þar með
misti hann veðið.
f>að voru 100,000 rd. eða 200,000
krónur.
Hefði það fé verið haft á vöxtum
alla tíð síðan, þá væri það nú orðið
nálægt 1,200,000 kr., eða meira en
ríkissjóður Dana leggur til símans.
Er þá þetta framlag Dana nú ann-
að en að þeir s k i I a a f t u r þeirri
fúlgu, til þess að leggja fyrir hana
ritsímann hingað ?
Og ekki allri þó. f>ar eru meira en
100,000 kr. afgangs.
Auk þess skila þeir henni ekki allri
í einu, heldur í 20 smáskömtum, á
20 árum, vaxtalausri þann tfma allan.
Mörgum verður sjálfsagt fyrst fyrir,
að kalla þetta hina mestu fjarstæðu.
f>að er og vitaskuld, að lagaheimt-
ingu eigum vér enga á þessu fé.
Fyrst og fremst af því, að vér get-
um ekki helgað oss það að Iögum.
f>að rann inn í ríkissjóð Dana, sem
vér áttum þá að eint litla ítölu í og
ekki frekara. Og þó að svo væri, þá
ættum vér eigi þar fyrir neitt tilkall
til vaxta af því, með því að engin
skylda er að greiða vexti af fé nema
svo sé um samið og áskilið fyrir fram,
eða vangreiðsla komi til og þar af
leiðandi lögsókn.
Loks mundu Danir, ef í það færi,
geta varið sig með því, að mörgum
árum eftir var gerður fjárskilnaður
með oss og þar með ætlast til, að
allar fjárkröfur af vorri hálfu á hend-
ur ríkissjóði Dana væri niður feldar,
Raunar hafði þessi ritsímafúlga aldrei
verið þarmeð talin af vorri hendi, og
mætti því virða svo, sem fjárskilnað-
arsáttmálinn næði eigi til hennar. En
hvað sem því líður, þá kemur oss eigi
f hug að vit væri í að fara að halda
hér fram neinum réttarkröfum.
En dálita sanngirniskröfu mundi þó
margur réttsýnn maður vilja kannast
við að vér ættum tii þessarar fúlgu, eða,
réttara sagt, að ritsíminn ætti til
hennar, og væri hún lögð til fyrirtæk-
isins svo sem að afnámsfé, en hinu
skift niður á oss og Dani, sem til
vantaði, að l/s og 2/3 eða því sem
næst t. a. m. |>á yrði vort framlag
að eins um 200,000 kr. í staðinn fyrir
700,000, og Dana eða ríkissjóðsins þá
400,000 kr.
Enginn hefði getað kallað það neina
fjarstæðu eða ósanngirni, þótt farið
hefði verið fram á, þegar Shaffner
greiddi veðféð af hendi, einhvern tíma
á árunum 1858—1860, að það væri
þá lagt í sjóð út af fyrir sig og látið
ávaxtast þar með lágum vöxtum, að
eins 4%> þangað til ráðist yrði í
að leggja ritsíma hingað, eða þá til
Grænlands líka, ef það hefði þótt
hlýða.
Enginn hefði kallað það meira en
meðalframsýni og fyrirhyggju.
Enginn mundi hafa litið svo á, að
fjárhaldsmaður gerði meira en skyldu
sína, þó að hann ráðstafaði þanu veg fé
því, er hann hefði undir höndum fyr-
ir þá stofnun eða persónu, er hann
hefði fjárhald fyrir.
þetta hefði legið svo ákaflega beint
við.
Fjárhaldið hafði Danastjórn þá ein.
Vér áttum svo sem enga hlutdeild
í því þá, og minna en enga.
Mundi það nú vera að ætla oss of
mikla ráðdeild og fyrirhyggju, ef vér
hefðum þá verið búnir að fá fjárfor-
ræði og fé þetta, 200,000 kr., verið
fengið oss í hendur, að vér befðum
þá einmitt farið svona með það, sem
hér er vikið á?
Ritsíminn var þá þegar orðinn oss
áhugamál, og glögt hefðum vér séð
það, að seint yrðum vér þess megn-
ugir, að leggja símann á landsins kostn-
að.
Hefði þá ekki þes3Í verið eina lík-
lega leiðin, að safna fé til þess þann
veg, sem nú höfum vér bent á ?
Og svo eigum vér nú aðgjalda þess
bótalaust, að fjárhaldsmenn vora,
sem þá voru, skorti þessa fyrirhyggju.
Hennar var eðlilega miklu sfður
von af þeirra hendi, hvað sem öllum
vitsmunum líður, vegna þess, að þeir
fundu næsta lítið til þess, hvar skór-
inn krepti. f>að erum vér, sem það
gerðum og höfum gert alla tíð síðan
og munum gera, þangað til ef oss
auðnast einhvern tíma að komast í
hraðskeytasamband við umheiminn
með ekki ókleifum kjörum og kostnaði.
Ljöðmæli Matth. Jocliumssonar.
Nú er 3. bindið af þeim út komið,
fyrir skemstu.
Hin tvö eru orðin svo kunn, að
hægt er að komast hjá löngum inn-
gangi. Og að öllum ytra frágangi er
bindið auðvitað eins vandað og hin
fyrri.
Ekki stendur þetta bindi heldur
hinum fjTrri að baki að gæðum. J>að
eru í öllum bindunum mörg þjóð-
kunn og frábærlega skáldleg kvæði,
sem fleBtir ljóðavinir kunna og unna,
innan um annað léttvægara, sem marg-
ir kannast að vfsu við að hafa séð áð-
ur, flest eða alt, en hefir þó fremur
farið inn um annað eyrað og út um
hitt.
f>au kvæði í þessu bindi, sem telja
má þjóðkunn og meðal skáldsins feg-
urstu, eru meðal annarra: »Jólin 1891*
og »Fyrsti sumardagur* sama ár (Kom
heitur til míns hjarta, blærinn blíði!),
sem birtist þá í blöðum, og bæði eg
og margir fleiri lærðu þá þegar utan-
bókar, og hafa ekki getað gleymt síð-
an; »Nýársóskir«, og byrjunarkvæði
Norðurlands, sem telja má einnig eitt
af skáldsins fegurstu kvæðum. Enn
fremur t. d. »Móðurkveðja« (Eg vef
þig nú með veikri hönd), sem var í
fyrri útgáfunni af kvæðum hans, og
sömuleiðis gamankvæðið »f>orralok«
eða vatntsflóðið í Reykjavík, og eru
í því kvæði einhverjar hinar liprustu
og léttfærilegustu ferskeytlur, sem eg
minnist að hafa séð. Mikill fjöldi er
einnig í bindinu af öðrum laglegum
ljóðum, þar á meðal eitt, sem eg man
ekki eftir að hafa séð áður : »Rúss-
neski ræfillinn#, en mér finst allsnjalt,
og eins »f>orgrímur á epítalanum*.
En svona mætti halda áfram upptaln-
ingunni. Eg minnist ekki að hafa séð
nokkurt kvæði eftir sr. Matthías, sem
eg hefi ekki fundið eitthvað meira og
minna gott í, eitthvað, sem jafnan
hefir sýnt mér, hvílíkt skáld hann er.
f>ó er síra M. ekki sýnt um að yrkja
lausastökur; og þótt hann sé lipur,
þá er hann sjaldan fyndinn eða orð-
heppinn í gamanvísum sínum. Gaman-
ið er oftast magurt og hugsuninni
stundum hnotgjarnt. Til dæmis væri
fróðlegt að heyra, hver það er, sem
•Malkus hjó af eyrað«! Yfirburðírnir
koma fram hjá honum, þegar til al-
vörunnar kemur, og það því betur,
sem tilfinningarnar gagntaka hann
meira.
Allstór flokkur er af þ ý ð i n g u m
f þessu bindi, eins og hinum. Margir
amast við þýðingum skáldsins og
þykja þær ónákvæmar, ekki nema
ágrip, sem litla hugmynd veiti um
frumkvæðið, og sé jafnvel meira frum-
ort en þýtt. Ekki er þetta satt nema
að hálfu leyti, og tæplega það. Sum-
ar af þýðingum hans eru furðanlega
nákvæmar og tapa sér mjög lítið eða
alls ekkert. í þessu bindi eru mjög
góð kvæði af útlendum uppruna og
sum ágætlega þýdd t. d. »Donna CIara«
(Ein í lundi aftansvölum) eftir H e i ne,
ein af þeim örfáu þýðingum, er birzt
hafa af kvæðum þess skálds, sem er
nokkur mynd á. Enginn mun heldur