Ísafold - 14.12.1904, Síða 2

Ísafold - 14.12.1904, Síða 2
geta neitað því, að þjóðsöngur Dana (»Sjómannabragur« eftir J. Evald) sé vel þýddur. Og einn kost hafa allar þýðingarnar yfirleitt : þær eru eins ljúfar og liprar eins og hin frum- kveðnu kvæði skáldsins. Tveir ofurlitlir kaflar eru í þesau bindi úr Manfred eftir Byron, og þyk- ir raér hinn fyrri, Áhrínsmál, miður vel valinn. |>að er ófögur formæling- arþula, sem skilst ekki rét.t nema í sambandi við aðalkvæðið. Betur hefði farið að setja þar heldur orðaviðskifti Manfreds og regnbogagyðjunnar í Alpafossinum, sem er einna fegursti kaflinn í kvæðinu. Kaflinn : í höll Arimans, er aftur alstaðar velkominn. En vonandi líður ekki á löngu þar til maður fær að Bjá allan Manfred aftur á prenti. Hann er fyrir löngu upp- seldur og ófáanlegur. Ekki verður því neitað, að sumstað- ar kennir allmikillar óvandvirkni í þýðingunum eftir Byron, einkum þó í kvæðinu »Grískí söngmaðurinn* ; enda er ekki gaman að fást við þýðingu á því kvæði, og ekki hefir Gr. Thomsen tekist það betur. En kvæðið er svo fagurt og svo þrungið af skáldlegu afli og eldheitri þrá og sorg, að það hlýt- ur að hrífa huga hvers manns, meðan nokkur hugsun sést þar óbjöguð. Enda er það eitt af frægustu kvæðum heims- ins. Vonandi kemur 4. bindið út þegai að ári og hefir almenningur þá loks tök á að kynnast ljóðmælum Matthí- asar í heild sinni og að fá yfirlit yfir þau. f>að sem skáldið á þá efcir ó- unnið, sést vonandi síðar, svo sem viðbætir eða sérstakt bindi. Margs söknum vér enn, og sjálfsagt er síra Matthías ekki hættur að yrkja og yrkja vel að vanda. Hann er mikil- virkasti Ijóðahöfundurinn, sem uppi hefir verið hér á síðari tímum, síungur og ern, þrátt fyrir árin og hærurnar. Og snillyrði hans eru mörg eins og til þess sköpuð, að lifa á vör- um manna um aldur og æfi. Hann er bjartsýnismaður, og þótt trúin eða réttara guðshugmyndin virðist ekki alstaðar skýr, þá skín þó hvarvetna á móti manni björt von og buggun í mótlætinu. |>að sem honum hefir á orðið með öðrum ritsmiðum sínum, t. d. blaðagreinum, hefir hann bætt yfir með ljóðum sínum. Og undarlega hlýtur þeim mönnum að vera farið, sem amast við þeim yfirleitt og þykir ekkert til þeirra korna. |>egar alt þetta safn er út komið, vona eg að einhver skyngóður og smekkvfs maður verði fenginn til þess að rita um það ítarlega fyrir almenning. En ekki er það meðalmannsverk, ef vel á að vera, og vandfenginn mun maður- inn verða; en nauðsynjaverk er það, ef þessi mikli ljóðabálkur á ekki að verða öllum þorra manna hálfgrafinn fjársjóður. Úrval af kvæðum höfund- arins væri einnig æskilegt að birtist sem fyrst. |>etta safn er heldur stórt og óhandhægt almenningi, og er tals- verð fyrirhöfn að hafa þess greið og góð not. Longfallow segir í einu kvæði sínu: Eg skaut ör út í loftið og fann hana aftur löngu seinna í eikarbol; og eg andaði kvæði út í loftið og fann það aftur löngu seinna í hjarta vinar míns. Ef síra Matthías mætti litast um í íslenzkum hjörtum, mundi hann finna þar margar örvar, sem flogið hafa af hörpustrengjum hans. G. M. Samsöng þann, er auglýstur er hér í blaðinu, halda þau frk. Kristrún Hallgrímsson, Brynjólfur |>orláksson og Magnús Magnússon með aðstoð Sigfúsar Ein- arssonar. Skaðabætur fyrir skemdir á þjóðjörð. Hæstaréttardómur. Jíjóðjarðarlandseti einn í Eyjafirði, Jón bóndi Jónsson á Munkaþverá, hafði farið fram á niðurfærslu á landskuld þar fardagaárið 1897—98vegna skemda á jörðinni af vatnsflóði úr Eyjafjarð- ará og f>verá, efcir mati skoðunar- manna, sem nam 232 álnum. Hann vann málið í héraði, en landssjóður í yfirrétti vorið 1901, og var ábúandi þar að auki dæmdur til að hafa fyrir- gert ábúðarrétti á jörðinni. En hann sat kyr, enda var útbyggingu af jörð- inni á hendur honum ekki framfylgt. Hann hefir nú og unnið málið í hæstarétti, í haust. |>ar varði það fyr- ir hann Ludv. Arntzen hæstaréttar- málfærslumaður. Hæstaréttardómurinn er svo látandi: f>að er rétt álitið í hinum áfrýjaða dómi, að ekki hafi verið nauðsynlegt fyrir áfrýjanda að höfða gagnsök til að fá þá lækkun á landskuldinni 1897/ 98, er hann taldi sig eiga tilkall til samkvæmt skoðunargjörð þeirri, er um í^^íÁdó^umT^^rvrer-^ f>essi skoðunargjörð, sem sést að framkvæmd hefir verið eftir reglunum í lögum 12. janúar 1884 um bygging, ábúð m. m., ber það með sér, að skemdir þær, er ábúðarjörð áfrýjanda hefir orðið fyrir, hefir álitist vera svo mikil á nokkru á jörðinni að minsta kosti, að ekki varð búist við, að þær löguðust á einu ári, og skoðunargjörð- ina verður ennfremur að skilja svo, að rýrnun sú, S6m jörðin varð fyrir árið 1897/98 og áfrýjandi heimtar skaðabætur fyrir eiugöngu, sé metin 232 álnir. Eftir þeirri niðurstöðu skoðunargjörðarinnar, sem stefndi hef- ir jafnvel eigi reynt til að fá breytt með yfirmati eftir reglunum í 34. gr. framannefndra laga, verður að álíta á- frýjanda hafa heimild fyrir kröfu sínni um niðurfærslu á landskuldinni áminst ár í 17. gr. laganna, síðustu máls- grein. Fyrir því ber að sýkna áfrý- jandaað öllu, og leggja málskostnað í hæstarétti á stefnda, en láta hann niður. falla að öðru leyti. f>ví dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Jón bóndi Jónsson, á fyrir kæru stefnda, landssjóðsins ís- lenzka, í þessu máli sýkn að vera. Málskostnaður bæði fyrir gestarétti og landsyfirrétti falli niður. í málskostn- að fyrir hæstarétti greiði stefndi áfrý- janda 200 kr. f>á greiði og stefndi í dómsmálasjóð 10 kr. Mstrbaðsskýrsla frá Khöfn 28. nóv. — Norðurþýzk- ur rúgur 5,35 (100 pd.); norðurrúss- neskur rúgur 5,50; amerískt hveiti- mjöl 7V4—78/4 &•; amer. flórmjöl &/2 —9; Alexandra-flórmjöl 9; viuþrúgu- flórmjöl 83/4; flagg-flórmjöl 8l/2, danskt bankabygg 8; franskt bankabygg 6Va: gult kandissykur 17x/2; dökt kandis- sykur 18; hrísgrjón 8x/4—9; gróft rúg- mjöl 5,60; sigtað rúgmjöl 7,25; hálf- sigtað rúgmjöl 6,75; Bio-kaffi 85l/2— 39 a.; farinssykur 14; hvítasykur í toppum laust 17V4, í tunnum 18, í molum I8V2, mulið 16V2; skonrok ll1/^; fíkjur (Sevilla) ll1/^ Sykur hækkandi í verði, vegnarýrr- ar uppskeru. Korn|búÍ8t við að hækki eftir nýár. Af ófriðinum. Port Arthur óunnin fyrra föstudag, 2. þ. m., — það ná síðustu fréttir—; en skamt þótti sem hún ætti eftir þá. Japanar höfðu 2 dögum áður, 30. f. mán., unnið eitt höfuðvirkið, er nefn- ist »203 metra hæð«, en frá því er mestöll borgin í skotfæri. Atlagan að því virki stóð liðlangan daginn og fram á nótt. Japanar mistu þann sólarhring 15,000 manna, er fallið höfðu eðaorð- ið óvígir. Ekki getið um mannfallið af EúsBum, en komist svo aó orði, að Japanar hafi hitt fyrir mikla valkesti af þeim, er þeir unnu virkið. Vistin í Port Arthur sögð því lík- ust um hríð sem í logandi elds ofni. Japanar hafa loftför til njósuar og talsíma þaðan til sinna manna. Með þeirri leiðbeining tekst þeim að miða þangað, sem viðkvæmast er fyrir. J>eir kveiktu fyrir það nýlega í höfuð- vopnabúri Bússa í borginni og í púð- urbirgðum þeirra í öðrum stað. |>að er langt síðan, snemma í haust, er Stössel jhershöfðingi, er vörninni stýrir í Port Arthur, ritaði syni sínum í Pétursborg, að hann hefði 32,000 liðsmanna yfir að ráða, »að meðtöld- um sárum mönnum og sjúkum«. Mun þá vera farið að saxast á það lið nú, og gegnir það mestu furðu, hversu Bússar fá varist.] Hér er mikið í húfi fyrir hvorum- tveggja. Japönura ríður afarmikið á, að vera búnir að vinna Port Arthur áður en Eystrasaltsflotinn kemur austur. J>á er von um að þeir hafi ráð hans í hendi sér. þeir verði þá búnir að eyða flotaleifum Bússa þar í Port Arthur, og þurfi þá Togo aðmíráll eigi að tefja sig þar lengur, heldur geti snúist við hinni nýju flotadeild með allan sinn skipaher. Hins vegar er það stórmikill bagi Oyama marskálki, er sítur með sinn her norður undir Mukden og horfist þar í augu við Kuropatkin, að missa af uirsátarhernum um Port Arthur, 50 þúsundum eða meira. þar norður frá er nú lítið sem ekki aðhafst, síðan orustuna miklu við Sha-elfi. Helzt búist við, að hvorir- tveggju muni halda þar kyrru fyrir í vetrarherbúðum þar til er vorar. Tal- að um, að Bússar séu næsta klæðlitl- ir og vÍBtatæpir, raeðfram fyrir venju- leg svik embættÍ8manna þeirra rúss- neskra, er sjá eiga um aðdrætti til hersins. |>að er til marks um, að Bússar bú- ast ekki við skjótum leikslokum, að þeir kváðu vera sem óðast að efna sér til nýrra herskipa, eigi færri en 100, og eiga að vera fullsmíðuð að 2 árum liðnum. Bannsóknarnefndin út af slysinu í Englandshafi er nú um það leyti að setjast á rökstóla. þar til nefna málsaðilar sjálfir, Bússar og Bretar, sinn manninn hvor, Frakkastjórn hinn 3. og Boosevelt Bandaríkjaforseti hinn 4., en Austurríkiskeisari hinn fimta, oddamann, jef hinir koma sér eigi saman. f>ess má geta í sambandi við ófrið- inn, að Bússakeisari hefir svarað svo málaleitun Boosevelts forseta um ný- jan friðarfund í Haag, að vel lítist sér á það raunar, en ekki sé hann við látinn að sinna slíku fyr en lokið sé ófriðinum við Japana. Mannalát Nýlega er látinn (6. þ. m.) á Eyr- arbakka fyrrum kaupmaður E i n a r J ó n s s o n, eftir langa legu, nær ár- langt, 73 ára gamall. Hann rak mörg ár verzlun á Eyrarbakka og var um- hríð mjög vel efnaður, en gekk af honum síðan. Meðal barna hans er Sigfús Einarsson söngfræðingur. Hanrt var Ijúfmenni og vel látinn jafnan. Hér í bænum lézt fyrir fám dögum (11.) ekkjan Ingibjörg Jó- hannsdóttir Hansen, móðir M. Hansens skólastj., komin hátt á níræð- isaldur (f. 1817). Hún hafði verið ekkja nær hálfa öld. Maður hennar hét Basmus M. Hansen, danskur verzl- unarmaður í Beykjavík og síðan í Hafnarfirði; var þar fyrir F1 nsborg- arverzluu (f 1855). f>au hjón eign- uðust 7 börn, en 5 dóu ung. Dóttir þeirra er gift í Khöfn. f>au mæðgin, hún og M. Hansen skólastjóri, ólu upp 2 fósturbörn og mönnuðu vel. Hún var valkvendi, sístarfandi og ráðdeildarsöm. Nýir kaupmenn i höfuðstaðnura. f>eir, sem gerðu hina sviplegu bylt- ing í Beykjavíkur hlutafélaginu i haust, og kúguðu með samsæri við ut- anfélagsmenn eigendur blaðsins til að ofurselja það algerlega í hecdur stjórn- inni, hafa haldið því fram með mik- illi ófeilni, að blaðið sé eftir sem áð- ur málgagn kaupmanna og þeir í ein- dregnum meiri hluta meðal eigenda þess. En tíl hvers var þ á samsærið gert? Byltingin gerðist með þeim hætti, svo sem menn muna, að sjálf stjórn félagsins, meiri hlutinn, hjálpar nokkrum hinum ákveðnustu stjórnar- fylgifyskum um hluti í félaginu, í þvf skyni eingöngu, að ná blaðinu alveg undir stjórnina. Og þegar þeir höfðu fengið sínum vilja framgengt með þannig til komnum meiri hluta at- kvæða, þá var sá hinn sami meiri hluti látinn samstundis fá erindreka stjórnarinnar í hendur ekki færri en 48 ný hlutabréf (en varna kaupmanni einum kaups á að eins helming þeirra) til þess að tryggja stjórninni öruggan meiri hluta í félaginu um aldur og æfi og svifta kaupmenn þar með öll- um ráðum, þá sem ekki eru hennar sporgöngumenn og »eiginleg eign«. Fyrnefndur stjórnarerindreki, lands- bankasjóri Tr. G., hefir nú miðlað þessum 48 hlutabréfum sem hér segir, nema fáeinum (4), er hann heldur sjálfur: Hannes nokkur Hafstein hefir feng- ið 9 hlutabréf og þar með 3 atkvæði í félaginu; Magnús nokkur Stephensen 5 hlutabréf (2 atkv.); Klemens nokk- ur Jónsson 4, 0. s. frv. — f>eir eru væntanlega kaupmenn, þessir menn, úr því að Beykjavíkin er kaupmanna- blað nú sem fyr, þótt enginn viti til að þeir hafi keypt sér borgarabréf. f>að er naumast, að kaupmanna- stétt höfuðstaðarins nefir hlotnast við- koman og hún ekki af neinu rýrðar- tægi: Hannes kaupmaður Hafstein, Magn- ús kaupmaður Stephensen, dr. Jónas kaupmaður Jónassen, dr. Björn kaupm. M. Ólsen, Eiríkur kaupmaður Briem,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.