Ísafold - 21.12.1904, Blaðsíða 1
’Kemur út ýmist einn sinni eöa
tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l1/, doll.; borgist fyrir miðjan
’úlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin v.ð
áramót, ógild nema komin sá til
útgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi sknldlans við blaðið.
Afgreiðsla Austurstrœti 8.
XXXI. árg.
Reykjavík miðvikudaginn 21. desember 1904
80. blað.
+
P á 11 B r i e m
amtmaður
Dáinn, horfinn, harmafregn Hvílíkt orð mig dynur yfir!
Island8 óhamingju Verður fleat að vopni. —
f>eö8ar og þvílíkar tilvitnanir munu verða alþjóð að orði, er hún
spyr fráfall þessa manna.
Eldri var hann að vísu en þeir afreksmenn vorir, er þetta var
um kveðið, þeir Tómas Sæmundsson og Baldvin Einarsson, hinir sárt
hörmuðu frumherjar þjóðlegrar viðreisnar vorrar á öldinni sem leið.
En ekki eldri en það, að stórmikið og fagurt dagaverk bjugg-
umst vér fastlega við að hann ætti eftir óunuið fyrir land sitt og
þjóð, dagsverk, sem vér vitum nú e n g a n vor á meðal vera vaxinn.
Hann h a f ð i mikið afrekað og var orðinn meira en miðaldra
maður.
En hann var einn af þeim fáu mönnum hvar sem er og Bérstak-
lega vor á meðal, sem óx vizka og náð með missiri hverju og hefði
vaxið fram á elliár. Hann var svo gerður, svo innrættur.
jbekkingarfýsnin var óvenju heit og næm.
Ekki algeng, íslenzk fróðleikamola-fýsn, ófrjó og andlaus, sprottin
af fordild og metnaði.
Heldur eldheitur áhugi á því, að afla sér nytsamrar þekking-
ar, sem gagnsmestrar þekkingar fyrir land og lýð, glöggrar og áreið-
anlegrar þekkingar á sérhverju því, er þjóðinni mundi að haldi koma
og hann átti kost á.
Baldvin Einarsson, Tómas Sæmundsson, Jón Sigurðsson — þeir
eru það, sem hann á þar sammerkt við flestum eða öllum framar.
f>ekkingarlau8t framfarabraml, þollaus ákefð í að láta s i n við get
ið hvað eina, sem eitthvert framfara m a r k hefði á sér fyrir almenu-
inga sjónum — þ a ð var honum harla fjarri skapi, svo örlyndur sem
hann var og framgjarn þó.
j> e t t a var það ekki sízt, sem gerði hann að mikilmenni, m e ð
því að það átti sér og rætur í bjargfastri trú og siðgæði.
Hann var hneigður til vísindalegrar starfsemi. En þörfin á verk-
legum framkvæmdum til viðreisnar hólmanum, sem vér byggjum, eftir
margra alda órækt,— nún knúði hann til að verja tíma sínum og kröft
um miklu fremur í þá áttina. Til þeirra hluta var hann og eigi síður
vel fallinn, ötull og ósérhlífinn, ráðsnjall, framsýnn, samvinnuþýður og
ástsæll.
þingmaður var hann stutta stund, þá nýkominn á þroskaskeið.
f>að var á þingunum 1887, 1889 og 1891. En mjög mikil afskifti
hafði hann eigi að aíður af flestum stórmálum þjóðarinnar upp frá
því og þau áhrifameiri en flestir ef ekki allir hans samtíðarmenn.
Alþýðumentamál og búnaðarmál lét hann þó mest til sín taka.
Stofnun Landsbúnaðarfélagsine átti hann manna mestan þátt í.
Eæktunarfélag Norðurlands er hans verk. Hólaskóla rétti hann við.
Skógræktarmálinu átti hann mjög mikinn þátt í að koma á veg.
Stofnun veðdeildarinnar í Landsbankanum mun hann hafa verið frum-
kvöðull að. Kaupfélagsskap hafði hann forstöðu fyrir hér á Suður
landi mörg ár. Og fari svo, sem nú eru beztu horfur á, að tilraan
sú lánist, sem uú er gerð til þess að ganga á milli bols og höfuðs á
fjárkláðalandplágunni, mun enginn treysta Bér til að bera á móti því,
að honum sé hún að þakka. f>að mun þá að vonum búandi lýð vor-
um seint fyrnast.
Að m a n n i leitaði Diogenes heimspekingur með skriðljósi um
hábjartan dag á strætum Aþenuborgar, er krökt var þar af fólki.
Oft hefir þótt ekki vanþörf á líkri leit og meðal stærri mannfélaga
en Aþena var þá. En hvenær fremur en er kotþjóð er nýfarin að
eiga með sig sjálf? Henni fæðast 1 eða 2 eða 3 menn á öld.
Og svo er þeim burtu svift að hálfnuðu skeiði, fyrir manna sjónum.
Fáa vitum vér hafa átt meira erindi á þing og landinu heilla
vænlegra einmitt nú en Pál Briem.
Og hver fyllir skarð hans í milliþinganefndinni í fátækramálum ?
Hann hafði miklu starfi af lokið þar að vísu, en hvergi nærri til fullnustu.
Eða hverjum er treystandi á við hann til að láta Hlutabankann
koma þjóðinni að tilætluðum notum?
Svona mætti margt til tína.
f>að var og er ýkjulaust, sem kveðið var við burtför hans frá
Akjjreyri í hanst:
Enginn heitar anni þér
ísland, þinna sona;
enginn hærra blysið her
bjartra frelsis vona,
enginn betnr súr þin sá,
sem til skaða blæða;
enginn mundi meira þrá
meinin þin að græða.
Hjáleigusýningin.
Nefndin hér í bænum hefir ekki
viljað ganga alveg úr skaftinu‘ þegar í
stað, heldur hefir henni hugkvæmst
sú millileið, sem sjá má af þessari
y f i r 1 ý s i n g frá henni:
Út af umtali því, sem orðið hefir í
blöðum hér um hluttöku íslands í sýn-
ingu í Kaupmannahöfn á næsta sumri,
vill aðstoðarnefndin hér f Reykjavík
láta þe8s getið, að hún hefir ritað að-
alnefndinni í Kaupmannahöfn umýms
atriði, áhrærandi íslenzku sýningunni,
sem vakið hafa óánægju meðal íslend-
inga í Kaupmannahöfn og hér, og er
undir svarinu komið, hver afskifti nefnd-
in hefir af sýningunni framvegis.
Nú er það hvorttveggja, að hún þarf
ekki að búast við þeim svörum frá
Hafnarnefndinni, er við megi hlíta,
enda undirbúningstfminn orðinn býsna-
naumur, þegar bréf getur komið frá
henni, seint í janúar. J>ar með verða
afskifti nefndarinnar hér af málinu úr
sögunni. Auk þess jafnvel óvíst, að
hún fái nokkurt svar. það hafði hún
ekki fengið, er hún skrifaði Hafnar-
nefndinni í hau3t.
Sagan segir, að prófessor Finnur
Jónsson hafi haft það erindi með hönd-
um, er hann var hér á ferð um land
í sumar, að undirbúa þetta mál; en
enginn minnist þess, að hann hafi
hreyft því. Hefir lfklega ekki haft
uppburði í sér til þess. Fyrirtækið
með öðrum orðum andvanafætt frá
upphafi.
l'insolil tasveitin.
Bankastjóri Tr. G. hefir látið nýlega
kunningja sinn einn kaupa handa sér
5 hlutabréf enn f blaðinu Reykjavík,
og rita á þau, ekki sitt nafn, heldur
téðs milligöngumanns, sem vill ekkert
hafa með þau að gera og mun afsegja
alveg að nota þau til að vera at-
kvæðastórgripur bankastjórans á fund-
um í hlutafélaginu. J>að bendir á, að
rétt muni vera þetta, sem gizkað var
á um daginn, um fyrirhugaða tinsol-
dáta8veit bankastjórans.
En þá er spurningin þessi: gera
hlutaðeigendur sér að góðu, að nöfn
þeirra séu lánuð svona á tinsoldáta
bankastjórans? Er t. d. landshöfðingi
M. St. ánægður með það?
Að bankastjórinn telji hann meðal
skjólstæðinga sinna og kaupi gripi
handa honum fornspurðum — það
geta kunnugir látið sér skiljast. En
hitt finst mörgum heldur bíræfið.
þeim finst það vera lítið vinarbragð
að minsta kosti. f>að er ekki stórum
betra eða virðulegra en að láta hund
heita í höfuð á manni. það v»r mik-
ið algengt um eitt skeið t. a. m., að
Danir og Frakkar létu hunda heita í
höfuð á Bismarck. En ekki munu
Prússar hafa gert það.
Seljandi þessara 5 hlutabréfp. var
einn hinna óbeizluðu. Hann
vildi ekki eiga þau lengur. Hann af-
tók að láta nokkurn tfma leggja við
sig nokkurt beizli, og sízt af öllu þetta
með stjórnarfangamarkinu.
Yinarbréf
til
ritstj. Jöns Ólafssonar.
Engi maðr frýr þér vits;
en meirr ertu grunaðr um græsku.
Flestir ætlast til, að vinabréfum
þeirra sé svarað, og svo mun veraum
þig, vinur Jón, að þú vilt að eg svari
stutta vinarbréfinu þínu í 55. tbl.
Reykjavíkur.
Eg skal undireins taka það fram
bér, að eg ætla ekki að fara að spanna
né mæla gáfur þínar; til þess tel eg
mig ófæran; eg læt mér lynda að
minna þig á hið fornkveðna: betri er
gæfa en gervileiki.
j>ú dáist sjálfur að sjálfum þér, að
þú sért sannur vinur vina þinna. Eg
samfagna þér, ef þú segir það satt.
j>ú segir: .... að »þú (o: eg)
skyldir fara að abbast upp á mig,
tilefnislaust af minni hálfu, var mér
torskilið*.
j>að er nú svo sem eg sjái h v í t a-
s u n n u a nd 1 i t i ð á þér, vinur Jón,
er þú skrásettir þetta.
En bara það hafi ekki komið svart-
ur blettur á tunguna í þér, að segja
Bvona ósatt, og allir vita, að það er
ósatt.
Hér ert þú að dáleiða sjálfan þig,
og telja þér sjálfum trú um, að hel-
ber ósannindi sé sannleikur. Mikil er
sannsögli þín, vinur Jón!
j>að er öllum full-ljóst, er lesið hafa
blöðin, að eg hafði ekkert um þig né
hlutafélagið Reykjavík skrifað, áður
en þú ræðst á mig í kaupamensku-
grein þinni í 49. nr. Reykjavíkur
(30/10), innganginum fyrir Thomsens ó-
sannindaþvættingnum.
j>etta nr. Reykjavíkur sýnir fallega
drenglyndisvináttu þína við mig.
Pukrar blaðinu út á bak við mig á
þeim tíma, er það átbi ekki að koma
út, með árás á mig og fleiri hluthafa
þess, er ekki voru á því, að leigja sig
eða blað sitt sjórninni.
Mínar greinar í Fjallk. og ísafold
komu út 12. og 15. nóv., gegn ósann-
indamælgi þinni í Reykjavíkinni (30.
okt.). Og þetta kallar þú að abbast
upp á þig tilefnislaust.
En sú sannleiksást þín, maður!
j>arna sjá allir heilskygnir menn,
að þú leikur þér að því, í vinsemd,
að segja ósatt upp í opin augun á
lesendum Reykjavíkur, *málgagni sann-
söglinnar»! j>ú skyldir þó aldrei vera
að fylgja reglunni:
Lengi og fifldjarft ljúgið þið,
loðir jafnan eitthvað við?
j>ú ert að reyna að þræta fyrir það,
sem við töluðum saman um latínu-
skólamálið og eg sagði frá í 72. tbl.
ísafoldar. Og allra meinlegast er þér
við orðið r é 11 a s t. j>að er ljóti
þyrnirinn í þínu holdi. j>að er eins
og þér sé þar ekkert vel við sannleik-
ann. En hvers vegna, veit eg ekki.
j>ú heldur að mér hafi förlast minni;
en það er ekki neitt líkt því; eg man