Ísafold - 17.01.1905, Side 3

Ísafold - 17.01.1905, Side 3
11 frámunalega kurtein við okkur, og um nónakeið vorum við komnar austur að landamærum Hollands og fýzkalandi. Hann hjálpaði okkur ekki að eins við tolleftirlitið, heldur kom okkur vel fyrir í nýju brautar lestinni þar og kvaddi okkur rneð handabandi. Okkur var sýnd svo mik- il góðvild og gestrÍBni í Hollandi, að ég verð að taka undir með frönskum manni, Esquiros, sem hefir ritað mjög rnikið um Holland, og lýkur máli sínu á þessa leið: «þegar maður hefirt notið hinnar frjálsmannlegu og göfugu gest risni, sem alstaðar er í té látin í Hollandi, og þreifað við hvert fótmál á alúð þeirri, mentun, ljúfmensku og hreinskilni, sem þjóðinni er skaprætt, þáier það ekki eingöngu virðing fyrir lyndiseinkun Hollendinga, sem kvikn- ar í brjósti manns. heldur einnig aðr ar blíðari tilfinningar«. Bæjanatnsveitan. Athugasemd. |>að er haft eft ir mér í 1. tbl. Isafoldar þ. á., að vatnið, sem kemur upp undan Oskju- hlíð, þar sem borað hefir verið, muni vera 100 ára gamalt eða meira. Hefir það orðið til þess, að valda nokkrum misskilningi í þá átt, að ég hafi feng- ist við rannsóknir á þessu, og komist að ofangreindri niðurstöðu. En svo er eigi. Eg sagði eitthvað á þá leið við mann þann, sem ísafold mun hafa fræðst af í þessu efni, að vatnið þarna 100 fet undir yfirborði jarðar g æ t i verið mjög gamalt, ef til vill 100 ára eða meira; eg hafði engar sjálfstæðar rannsóknir við að styðjast í þessu efni og hefði ekki á prenti leyft mér að nefna neina áratölu. Alt öðru máli var að gegna um þá skoðun, að leir- og sandborin lög mundu taka við af grásteininum, þegar niður < sækti; var það svo sennilegt eftir rannsóknum þeim á jarðlögum landsins, sem eg hefi gert um nokkur ár, aðtæpastvar ráð fyrir öðru gerandi. Enda er sú raun á orðin. 15. jan. 1905. Helgi Pútuiísson. Hðfðavatn vetrarlœgi. þess var getið hér í bl. í haust ein- hvern tíma, að Höfðavatn á Höfða- strönd væri orðið að lóni. Sú breyt- ing var með manna höndum gerð í upphafi, og voru tildrögin þau, að í vor sem leið kom óvenjumikill vöxtur 1 vatnið, svo að það flóði til baga yfir engjar á næstu bæjum. f>ar tóku á- búendur sig til og mokuðu ræsi úr vatn inu til sjávar gegnum Bæjarmöl svo- nefnda, innanvert við þórðarhöfða, í því skyni að einB, að grynna á vatn- inu. Eenslið var á við stóran læk, eins og frá því var gengið. En þá kom náttúran til sögunnar og bætti svo um, að úr læknum varð 45 faðma breiður ós og alldjúpur. Vatnið reif sig það fram eftir fáa daga, með ógur- legum krafti, og lækkaði við það um fulla mannhæð. Eeublautar engjar nærri vatníuu urðu veltiþurrar og kom upp allmikið land á Höfða, sem nú er sandur, en vel má vera að grói upp með tímanum. Dálítið land kom og upp á hinum bænum næsta við vatn- ið, Bæ, en miklu minna en á Höfða. Síðan er flóð og fjara í vatninu, með því að sjór fellur í það með hverju aðfalli. Innanvert við ósinn er 10—18 feta dýpi, og á stórum parti þar á vatninu er skjól fyrir öllum norðanstormum, en sunnanveður eru þar lítil, með því að þetta er stutt frá mölinni. Frá þessu er sagt í Nl. 24. f. m., og því bætt við, að hugsanlegt sé, að þarna hafi náttúran búið vetrarlegu fyrír þilskip. Mannalát. AldÍ8 Pálsdóttir, kona Lýðs hreppstjóra Guðmundssonar að Hlíð i Eystrihrepp, andaðist 14. f. m.; hún hafði verið heilsugóð alla æfi, þar til hún fyrir 2 árum fekk heilablóðfall og mun það hafa leitt hana til bana Aldís heitin var fædd á Brúnastöð- um í Flóa 24. ág. 1832, og giftist 1862; lifa 5 börn þeirra hjóna: 1. Svanborg húsfreyja á Keldum; 2. Guðmundur bóndi á Fjalli; 3. Guðlaug, húsfreyja í Skeiðháholti; 4. Páll, bóndi < Hlíð; 5. Sigríður, húsfreyja í Sandvík í Flóa. það var ýmislegt í fari Aldísar, sem svipaði til þess sem sagt er frá Berg- þóru göralu, konu Njáls, þó að ekki stæói húu i stórræðum. Hún var ó- vaualega hreinlynd og eiuörð, stjórn söm og íhlutunarsöm, og þó alt af ráði gert. Greind hafði hún mjög góða, og var minnug og ættfróð, meira en gerist. Orðbragð hennar var oft einkennilega ramm-íslenzkt. Ekki má Aldísar geta öðruvísi en að nefna, hversu góð bún var öllum skepnum; hún var í því sem fleira, fyrirmynd, sem of fáir breyta eftir. H. P. Suður í Khöfn andaðist 5. f. mán. ungfrú Gyða Thorsteinsson, kaupmanns frá Bíldudal, úr brjóstveiki (tæringu), tæpra 17 ára, f. 9. jan. 1888. Mannvænlegasta stúlka. —» !> MM < «— Ingi konungur (skipstjóri P. Schiöttz) skip Thorefélagsins, kom hingað að kvöldi hins l'. þ. m. Skipið hafði fengið slæmt veður á leiðinni upp. Þessir farþegar komn : JÞorst. Gnðmnnds- son yfirfiskimatsmaður (úr ferð sinni frá Spáni og ltalíu), Chr. Nielsen agent, prent- ararnir : Agúst Jósefsson, Stefán Magnús- son, Herbert M. Sigmundsson, Chr. V. Christ- ensen, O. Th. Hansen ; og ennfremur Guðm. Þórðarson, Ólafur Teódór Guðmunds- son snikkarar og ameriskur Islendingur, Hansen að nafni, i kynnisför hingað. Húsbruniun á Laugaveg. Eg lýsi hér með ritstjóra »f>jóðólfs« ósacnindamaun að áburði þeim, er hann segir um hækkun á vátryggingargjaldi á húsi og smíðatólum mínum, í síðasta blaði. J>að skal tekið hér fram, að eg hefi gert ráðstafanir til málshöfðun- ar út af grein þeirri, sem hann í síð- asta blaði »þjóðólfs« skrifar um brun- ann á Laugaveg 38. Eeykjavík 16. janúar 1905. Guðm. Egilsson. Fórn Abrahams. (Frh ) Hann laut áfram til þess að ná sér í maisköku af dúknum og mætti á miðri leið ungum lautinant, sem hafði skilið, hvað hann vildi, og ýtti að hon- um kökunni með vingjarnlegu brosi. "Van der Nath roðnaði eins og feimin telpa, þakkaði nærri því auðmjúklega fyrir kurteisina og kipti að sér stórri og ónettri krumlunni. En hvað hún var ljót í samanburði við hvíta og fyrir mannlega kvenhöndina hins. Van der Nath fyrirvarð sig fyrsta skifti á æf- inni fyrir breiðar og flatar neglurnar með svarta bauga í kring og krækl- ótta fingurna. það var kynlegt þetta, kynlegt og ömurlegt að hugsa til þess, að forsjónin virtist hafa látið fjand- mönnum hans alt í té, og að hinn litli hópur, sem lagt hafði út í bar- áttu til lífs eða dauða, átti ekkert til í eigu sinni, nema bjargfasta trú á rétt- látan guð á himnum. Hvað kom það honurn við, hvort það var satt eða ekki, að leiðtogar þeirra væru spiltir af auðlegð eða þeim hafði verið raút- að með ensku gulli, eins og hann hafði heyrt talað! Hver yrði að á byrgjast sjálfan sig. eins og hann ætl- aði að gera. En hann vildi sjá hanu fyrat, hann Isak litla son sinn, heyra barnalegt hjalið hans og strjúka um kollinn á honum. Hann brosti blítt, er haun hugsaði til hans. f>að var sama þó að þá væri alt iiti. Hann ypti öxlutn. En þó lék brosið enn um varir hans. Da Wallou var enn kátur og gam- ansamur. það var auðséð, að hon- um þótti gaman aðöllusaman. Hon um þótti matur í að hafa í boði sínu gesti, sem hann hafði alveg í valdi sínu. Hann hló dátt að sögum ridd arahersisins um fíflslegar veðjanir og sjóðvitlaus vistarspil. En svo bros- leitur sem hann var, þá duldist ekki hitt, að alvara bjó að baki, er hann ávarpaði einn merkisvaldinn ofurrólega sem hér segir. Fyrirgefið snöggvast, herrar mínir! mælti hann. Heyrið þér hérna, West- huizeD, viljið þér ekki fara og segja hinura herteknu mönnum, að þeir skuli vara sig á að gera neina heimsku. Tunglið kemur upp þá og þegar, og það eru tvennar varðmannakvíar um- hverfis herbúðirnar. f>að væri leiðin legt, ef einhver yrði fyrir því, að vera skotiun. — Samtalið hætti undir eins. Liðsfor ingjarnir rendu auga hvor til annars, eins og þeir skildu, hvað undir bjó, og að viðvörun þessi átti síðurekki viðþá en hina óbreyttu liðsmenn. En du Wallou lét aem hann veitti því enga eftirtekt. Hann var byrjaður á sögu um stúdentauppþot í Genf. West huizen merkisvaldur hafði hlýðnast boði yfirmann8 síns, lagt frá sér dós, sem hann var að rjála við með sjálf- skeiðungnum sínum, og farið á stað. Máltíðin var nærri búin, og það var eins og einhver drungi færðist yfir borðsmennina. Trúboðinn studdi hönd undir kinn og var eins og hann væri að hugsa um eitthvert vandamál. Við hlið honum lá læknirinn enski endi- langur og geispaði. Hann var að hugsa um þá, sem sárir voru, og um að sér væri ekki til setu boðið jafn- skjótL sem dagur rynni. Liðsforing- jarnir náðu sér í vindil, og buðu hverir öðrum að kveikja í. Hundraðshöfð- inginn einn var samur og jafn, og merkisvaldarnir sátu stirðir og fóru allir hjá sér innan um alla kætina, sem þeir voru svo óvanir við. Opinberar auglýsingar. All ar þœr stjórnarvalda-auglýsing- ar, sem ekki er beint fyrirskipað með lögum að birta skuli í hinu löggilta stjórnarauglýsinyablaði, m á alveg eins birta í fsafold eða öðrum blöðum, enda er þrásinnis gert. Þetta gildir meðal annars um uppboðsauglýsingar (nema nauðungaruppboð), skiftafundarboð og óskilafénaðarauglýsingar, nema ber%im orðum séöðruvisi fyrirmœlt i sýslureglu- gerðum. Auglýsingaeinkaréttur hins löggilta blaðs gildir aðallega um pro- clama i þrota- og dánarbúum, nauðung- aruppboð og þvi um likt. En af slik- um auglýsingum flytur ísafold jafnan greinilegt ágrip ókeypis, svo greinilegt, að sama gagn gerir almenningi eins og frumauglýsingin — flytur það vegna þeirra, sem fyrnefnt blað gera aldrei að sjá né heyra. Vanur og duglegur inatsveinn óskast á þilskipið »Golden Hope*. Gottkaupi boði. Menn snúi sér til skipstjórane. (Suðurgötu 8.) þeir sem héðan í frá panta Orgelharriiotiíutn hjá mér frá hinni ágætu og alþektu orgelverksmiðju K. A. Andersson í Stockholra og borga þau við mót- töku, fá í kaupbæti, miðað við verð- hljóðfæranna, ágætar nótnabæk- u r fyrir m i n s t 3 kr. 50 aur, alt að 10 kr. með bókhtöðuverði; þar á með- al Præludier, Marscher og M e 1 o d i e r. Munið, að þessi Orgel-Harm. voru h i n e i n u, er hlutu verðlauna- pening úr gulti ogmestalofs orðásýningunni í Stokk- hólmi 189 7, að engan eyri þarf að borga fyrir fram og a ð engum reikningum er haldið leyndum. Skrifið því til mín eða talið við mig, áður en þér festið kaup annarstaðar, og þér munuð samfærast um, að betri og ódýrari Orgel-Harm. fáið þér eigi annarstaðar. Verðlistur seDdir ókeyp- is til þeirra, er þess óska. Eeykjavík 2. janúar 1905. Jón Pálsson organisti við Prikirkjuna í Reykjavlk Innilegt hjartans þakklæti mitt færi ég hér með ollum þeim, sem á ein- hvern hátt sýndu mér hluttekningu í sorg minni við fráfall míns ástkæra eiginmannsMagnúsar Markússonar; en sérstaklega þakka eg hjónunum, skip- stjóra Jóni Bjarnasyni og konu hans, Ólafi Sigurðssyni frá Bygðarenda og konu hans, og skipasmið Byrni Sveins- syni á Grimstöðum og konu hans; fyr- ir þá miklu hjálp og aðstoð sem að þau veittu mér. Sömuleiðis öllum þeim sem gáfu blómsveiga á kistuna, og heiðruðu jarðarförina með návist sinni, bio eg guð að launa af rikdómi sinnar náðar. ÍEvik 6. jan. 1905. Ingib.jörfí Eii-íksdóttir. Mit System er komið í bókaverzlun Isaf. prsm. Fyrir íslenzka sjömenn. Af íslenzkum sjófatnaði, er eg uudirritaður bef látið vinna heima hjá mér eins og áður er auglýst, hefi eg nú miklar birgðir fyrirliggjaudi, og sel hann bæði, í stór- og smá-sölu, svo ódýrt sem kostur er á. Þess ber að gæta, að efnið í m í n u m sjófatnaði er betra og vandaðra að úllum frágangi en alment gjörist í útlenzkum sjófötum, er hingað flytjast. Virðingarfylst Siggeir Torfason. Laugavegi. Atvinnu geta nokkrir hásetar feng- ið á góðu þilskipi næstkomandi útgerð- artíma. Nánari upplýsingar gefur Jó- hannes Hjartarson. Dugleg vinnukona óskast í vist frá 14. maí á kyrlátt, ungbarnalaust heimili. Hátt kaup, borgað mánaðar- lega. Ritstjóri gefur upplýsingar. 2—3 vikna tima óskast 1—2 herbergi með rúmi og húsgögnum. Ritstjóri gefur upplýsingar. Appelsínur Amerísk. epli. Sultutauið g*óða, og fl. nýkomið með »Kong Inge« til Guðm. Olseu. Sjóvetlinga kaupir H. P. Duus yerzlun Rvík. Passíusálmar verð 1 kr. og 1 kr. 50 fást íafgreiðslu- stofu ísafoldar.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.