Ísafold - 28.02.1905, Page 3

Ísafold - 28.02.1905, Page 3
aftur jafnan fyrir kveld. f>au voru sýnilega að temja sér hermensku. A kveldin skein rafljós úr kastalavirkj- unum á innsiglinguna til bœjarins, óg við og við brá þaðan yfir ljósadrífu í allar áttir út um sjóinn til njósua. Stundum mátti sjá kveikt í landvirkjun- um á allavega litum ljósum, en skip- in, sem lágu úti fyrir, svöruðu þeim á 8ömu lund, með ljósmerkjum í siglutoppunum og flugeldum. Einn daginn -hélt eg að ófriðurinn væri byrjaður; láð og lögur skalf og nötraði af stórskotadembum úr kast- alavirkjunum og herskipum, sem lágu sum á höfninni og sum útifyrir. |>að var þá ekki annað en að verið var að halda afmæli Alexeieffs aðmíráls, sem þá var jarl Eússakeisara yfir aust- urvegum. |>á var skotið tómu púðri. Mikið dáðist eg að hinum stórvöxnu og fríðu vígdrekum, sem lágu sumir við hliðina á okkur eða runnu sumir fram hjá oss. |>ar stefndu fallbyss- kjaftar í allar áttir, stórir og smáir. Alt var járni varið og þakið, svo að ekkert sást innanborðs, dautt né lifandi. Eius og eldgígir á floti þyrl- uðu þessi vígdrekaferlíki kolsvartri reykjarsvælu upp úr 3, 4 eða 5 stórum reykháfum og þutu áfram meðærnum hraða. Stöku sinnum heyrðist horna- blástur innanborðs, og nýársdaginn heyrðum vér margrómaðan sálmasöng og sáum, að viðhafnarmikil guðsþjón- usta var haldin á Btærsta sipinu, að- mírálsskipinu. Vér vorum orðnir leiðir á útivistinni, þegar vér loks á þriðja degi» fengum að komast inn á höfn. Eins og áður er ritað er innsigl- ingin afarþröng milli Tígranes og Rafljósakletts, sem svo er nefndur. En þegar inn er komið, vikkar höfnin og verður að stórum vog, sem bær- inn liggur við á dreif á tvær hendur og upp eftir hæðunum umhverfis á alla vegu. Dm öll virkin er svo vel búið, að þau sjást varla fyr en að þeim er komið. En kalla mátti, að allar hæð- ir og hálsar kringum bæinn væru virk- jum búuar. En auk þess voru sumar þessara hæða svo háar (600—1000 feta háar), að þær gnæfðu hátt yfir allar hinar, þar á meðaþ 203- metra-hæð, sem fræg er orðin og Japanar unnu skömmu fyrir jól. Mér er alt af í minni fyrsta sjónin sem eg sá er eg steig á land í Port Arthur. það var rússneskur erfiðis- maður, sem bar stóra kippu í hendinni af kjöti og fiski, er hann hafði spyrð- að saman við lifandi hæns. Kippunni fleygði hann síðan niður í hálfhélað austurrúm íbát-fleytu, sem lá þar við bryggjuna. Síðan fór hann á land til að sækja meira, en hænsin görguðu af kulda og af vonz;ku út af því, að vera ekki metin meira en dauðir þorskar og freðið kjöt. þetta er víst rússnesk meðferð á dýrum, hugsaði eg. Eg fekk mér vagn og lót rússnesk- an ökuþór aka með mig um bæinn. Óvfða hef eg vitað jafn-hvatlega ekið. Svipan small sí og æ á hryggnum á hestunum, og í hendingbkasti þut- um vér hverja götuna af annarí fram hjá mönnum, hestum og vögnum, sem fóru jafn-hart og vér, og dáðist eg að vagustjóranum, hve fimlegahann smaug og rak sig hvergi á. l»ilsklpaflotinn er nú ferðbúinn héðan að leggja á stað og byrja fyrstu vertíðina á árinu. Hann hefir naumast verið nokkurn tíma fjölskipaðri en nú. Enda er al- veg krökt hér á höfninni. Frá Bússlandi. þaðan hafa borist skotspónafrcttir þessa dagana um meiri róstur og hryðjuverk, þar á meðal stórhö ðingja- morð eitt enn. það er Sergius stór- fursti, einn af föðurbræðrum keisarans, en bróðir Valdimars stórfursta, þess er 22. janúar er nú við kendur og fyr hefir verið á minst. Sergius á að hafa verið sprengdur í loft upp. Hann var lengi landshöfðingi í Moskwa, frá því fyrir krýningu Nikulásar keisara fyrir 8—9 árum, og var um kent hið voða- lega slys, sem þá varð þar fyrir utan borgina: múgur og margmenni tróðst undir til bana. Hann þótti vera harð- stjóri. Hann var maður hátt á fimtugs aldri, f. 1857. þriðji bróðirinn, bróðir Alexanders III., er Alexis stórfursti, sá er hingað kom fyrir rúmum 30 árum skemtiferð. Enn heitir hinn fjórði Páll. Hann er yngstur. Skipafregn. Til H. P. Duus kom 19. þ. m giifuskip Eros (263, 0. Skielbred) með saltfarm frá Troon á Skotlandi. Og í gær kom gnfusk'ip Hekla (324, Petersen) sömuleiðis frá Troon ineð salt- farm til Godthaabs-verzlunar. Botnvörpungur farist enn. það bar til um fyrri helgi, að ensk- ur botnvörpungur rakst á boða í Garð- sjó og fékk við það svo mikinn leka, að skipið sökk úti fyrir Höfnum. Lek- ann bar svo skyndilega, að ekki fengu forðað sér nema 8 skipverjar af 12. Fleiri komust ekki i bátinn og drukn uðu hinir 4 í skipinu, sem sökk að vörmu 8pori. Frá því er að segja af hinum 8, að þá rak áralausa á haf út, og bjargaði annar botnvörpungur 6 þeirra, en 2 druknuðu, með því að bátnum hvolfdi þá í ósjó. þessum 6, sem komust lífs af, hleypti botnvörp- ungurinn á land í Keflavfk. Ekki er dýpra en það á skipinu sökna, að sér á siglutoppa þess úr landi. Leikhúsid. Jeppa á Fjalli er nú búið að leika 6 sinnum. Síðasta kveldið, í fyrra kveld, var meira en troðfult hús, eins og oft áður. Leikendum fer fram. þeir hafa lagað ýmislegt, sern að var fyrstu kveldin. Maður varð úti seint í f. mén., milli Steingrímsfjarð- ar og Eeykhólasveitar, Ragnar Jónsson, vinnumaður frá Hólmavík. Eftirmæli. Hinn 16. égúst siðastliðinn andaðist að Stóru-Vatnsleysu á Vatnleysuströnd merkis- konan Gnðrún Gísladóttir, fædd samastaðar 27. desember 1823. Guðrún sál. var tvígift; var fyrri maður hennar Bjarni Jónsson hóndi á Minni-Vatnsleysu. Með hon- um eignaðist hún 3 syni; 2 þeirra dóu ung- ir, en eftir var einn mannvænlegur sonur, framúrskarandi dugnaðarmaður,Gísli Bjarna- son, og varð hún fyrir þeirri miklu sorg að missa hann í sjóinn við 6. mann 9. des. 1880, þá kvæntan fyrir rúmam mánuði. Með síðari manni sinum, Stefáni Pálssyni, óðalsbónda 4 Stóru-Vatnsleysu, sem lifir hana eignaðist hún 2 börn, B j a r n a , sem nú er bóndi á Stóru-Vatnsleysu, ogSigríði, sem gift er óðalsbónda Eiríki Torfasyni á Bakka- koti í Leiru. Guðrún sál. var hin mesta dugnaðar- og ráðdeildar kona, fyrirmyndarhúsmóðir, ást- rik eiginkona og móðir, og orðlögð fyrir gestrisni og hjálpfýsi við bágstadda. Hun var vel greind og einkar-nserfærin við veika, og mjög heppin yfirsetukona, þótt ólserð væri. Með sinni einkarljúfu og hógværu fram- komu i öllu dagfari ávann hún sér hylli allra þeirra, er kyntust henni. Minning hennar mun þvi lengi lifa meðal íbúa þessa héraðs, þar sem hún fæddist, lifði og starf- aði með heiðri til dauðadags. S. Gullhringur tapaðist á laugardaginn skila má í afgreiðlu Isafoldar. Kvennúr fundiÖ. Vitja má á Laugaveg 58 B. TJppkveikja fæst keypt i Miðstræti hjá E. J. Pálssyni. Steinbær til 8Ölu, á góðum stað í bæn- uin, með stórri lóð og góðum borgunarskil- málum. Ritstj. vísar á. Eg undirsknfuð tek að mér að prjóna fyrir fólk. Fljótt og vel af hendi leyst. Bankastræti 6. Oddrún Sigurðardóttir. Jarðarför míns elskulega sonar Indriða Péturssonar, er andaðist þann 25. þ. m. fer fram 3. marz kl. 12 á hádegi, frá heimili minu Suðurgötu 8. Reykjavík 27. febr. 1903. Asa Indriðadóttir. Jarðarför Filipusar Filipussonar á Gufu- nesi fer fram að Lágafelli laugardaginn 4. marz næstkomandi. Gufubáturinn Reykjavík fer ef veður leyfir aukaferð til Keflavík- ur (ámorgun) miðvikudag- inn 1. marz kl. 8. árdegis. — Inneftir aftur dagin eftir. Nautist Almanak 1906 p, fæst í bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. YERÐ 50 AUa:^- / \ Pálmasápa \_ __/ V- afaródýr eftir gæöum :í 2 pd. stykkjum 0.30 pr. pd., í t/2 pd. stykkjum 0.16. Fæst inn við laugar hjá Jóni Guðmundssyni á Laugalandi. RlnmfríP °g nla,i"l'tafræ garðyrkju- UIUIIIII ccfé]agsins 8e)ur BaKnheiðui- Jensdóttir Laufásveg 38. iHteefa til sölu á Bókhlöðustig 2. fiufioit af ýmsurn tegundum, vel vönduð, einnig rúmstæði, og sérstaklega vandaðir servantar, fæst ávalt i Ing-ólfsstræti 5 hjá snikkara Páli Sigurðssyni. Kýrhúð til sölu á Bókhlöðustig 2. Lommebog for Landog By með ýmsum fróðleik, fæst íbókaverzlun ísaf.prsm. Verð. 50 a. Passíusálmar, fást alt af í bókaverzlun Isaf.prsm. Verðið er 1 kr.j 1,50 og 2 kr- Dómasafnið 1903 VI. bindi 5. h. er komið út. Verð 2.40. Allir lögfræðingar kaupa dómasafnið. Regnkápur fyrirtaks góðar, nýkomnar í verzlun Björns Kristjánssonar. Hvítabandið. Fundur niánudngskveldið 6. marznæst- kom. á væntanl. stað og tíma. Aríðandi sem flestir komi. 1. hefti Skírnis kemur út í marzlok í 3000 eintökum, er send verða um allar sveitir Skírnir flytur cfluglýsingar. Menn snúi sér til Guðm. Finnbogson- ar, Laufásveg 16. Agent for I s 1 a n d (mod Provision) söges af et af Danmarks störete og leve- rmgsdygtigste Huse i Broderiartikler en gros. Reflecterende bedes sende Billet med nöje Angivelse af Kva- lificationer og Referenser til E m i 1 Triers Annonce Bureau, Nörre- voldgade 21 Köbenhavn. Við undirritaðir, eigendur að jörðinni Stakkadal i Sléttuhreppi innan Norð- ur ísafjarðarsýslu, bÖUIlUlXl hér með alla snjó- og klakatöku í landi okkar, í svo kölluðum teig, sem liggur á milli Stakkadals og Miðvíkur, nema fyrst sé fengið leyfi hjá okkur og sam- ið við okkur um borgun. Staddir á ísafirði í desembermán. 1904 Hjálmar Jónsson Guðmundur Guðmundsson. Ouglastáliö marg eftirspurða kom nú með Kong Trygve í járnverzlun Gisla Finnsson- ar. Sama verzlun hefir ætíð fyrir- liggjandi nægar birgðir af járni og stáli, rörum, dælum, krönum og ýmsu fleira, er að vatnsveitu litur. Þeir sem eru að byggja ættu að athuga það, að enginn selur jafnódýrt: Hurðarhúna Hreinsunarramma Gufuramma Loftramma (Ventila) þakglugga og ofna patcnt-gluggalæsingar, yírnet og stránet í steypu eins og cTinnsson. Seldur óskilafénaður i Holtahreppi í Rangár- vallasýslu haustið 1905: 1. Hvítt hrútl. m.: sýlt standfj. fr. h., blaðat. a. biti fr. v. 2. Hvítt gimbrarl. m.: standfj. a. h., sneiðrif. fr. standfj. fr. v. 3. Hvítt gimbrarl. m.: sneitt a. standfj. fr. h., standfj. a. v. 4. Hvítt gimbrarl. m.: sneitta. bæði biti a. bæði. 5. Hvítur geld. m.: miðhlutað h., tvær hangfj. fr. biti aft. v. 6. Hvít ær tvæv. m.: blaðst. fr. biti aft. h., hvatt v.; hornm. sýlí gat h. heilrif. v.; brennim. J G S. 7. Hvítur sauður tvæv. m.: sýlt oddfj. fr. h.^tvfstýft a. v.; hornm. hálf- ur stúfur fr. biti aft. h., stúfrif, gagn- bit. v.; brennim. Guðni. Réttir eigendur fá andvirði fénaðar- ins að frádregnum kostnaði til sept- emberloka næstk. Rauðalæk 23. febr. 1905. B. Halldórsson.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.