Ísafold - 29.04.1905, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.04.1905, Blaðsíða 1
Kemur 4t ýmÍBt einTi sinni eöa tvisv. i viku. Yerð árg. (80 *rk. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l1/, doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin só i.il útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8 XXXII. árg. Reykjavík laugardaginn 29. apríl 1905 23. biilö. F.g var í gær á gangi í Hafnarstræti og gamlan' vin minn einn eg hitti þar; og þá kom stiilka — ung og fljót á fæti sem fór í búð — eg þekti ei, hver hún var. I sama bili sá eg fagra glugga á sölubúð, er blasti við mér þá, og upp eg leit — og augun fór að nugga en ó sú fegurð! þar var margt að sjá. Eg spurði vin minn: jivaða höll er þetta? — eg hrifinn varð, og gleymdi allri sorg — Hann svarar vel og varðist engra frétta: En veizt þú ekki að það er Edinborg? Þessi erindi hefir einn góðkunnur viðskiftamaður í Edinborg er altaf gnægð af vörum og altaf kemur nýtt með hverjum knör og þar fæst alt með beztu kostakjörum, menn kaupa þar í hverja nýja spjör. Já, það var gott eg þurfti ei lengra að fara og þaut í búð — ja sú var ekki ljót! Eg keypti fyrir krónur hundrað bara og krónur hafði eg f i m m í þokkabót. Eg áður fyrri fleytti knör á bárum og fór þá viða’ um útlend sölutorg. £g góð fekk kaup á minum yngri árum en aldrei slík sem nú i Edinborg. Edinborgar-verzlunar sent henni i velvildarskyni. 1 0. 0 F. 87558’/2 Augnlœkning ókeypis I, og 3. þrd. í feverjnm mán. kl. 2—3 i spltalannm. Forngripasafn opifl á mvd. og Id 11 —12. Ulutabankinn opinn kl. 10—3og6 */a—7!/2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- *n á ’uverjnm degi kl. 8 árd. til k). JOsiðd. Almennir fundir á hverju fiistudags- og snnnudagskveldi kl. 8'/2 síðd. Landakotskirlcja. GuÖsbjónusta kl. 9 og kl. ti á hverjum helgnm degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravit- jendur k). 10‘/a—12 og 4—6. Landsbankinn opinn tivern virkan dag ki 10 -2. Bankastjórn vi?T kl. 12—1. Landsbókaxafn opið bvern virkan dag ki. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnid opið á þrd., fimtud og ld. kl. 12—1. Tannlœkning ókevpis i Pðsthússtree.ti 14. 1. s.g 3. tnánud. hvers man. kl. 11—1. Gufubáturinn Reykjavik fer upp í Borgarnes 7., lö. og 19. maí; 1., 8., 20. og 27. júní; en suður í Keflavík m. m. 10. og 27. maí; 6., 13. og 24. júní. Bátur- inn kemur við á Akranesi í hverri Borg- arfjarðarferð. Fer alt af kl. 8 árdegis faéðan. Embættisgjöld íslands. i. Greinin um það mál í síðasta Bim- reiðar hefti, hefir ritstjórann (dr. V. >G. alþÍDgismann) er harla fróðleg og yfirlitsglögg. jþeim kostum hennar mega þeir ekki gleyma, sem ekki geta fallist á nema sumar sparnaðartillög- urnar í henni. Hún stingur upp á miklu •meirisparnaðií landsbúskap vorum, hin- um gífurlega embættiskostnaði að tiltölu við fólksfjölda. f>að er, liggur manni við að segja, heilög skylda að reyna að finna einhver hagfeld ráð til að draga úr honum. Og þó að ekki falli eik við fyrsta högg, ekki líki fyrstu tillögurnar í þá átt eða ekki nema nokkuð af þeim, þá stoðar ekki að leggja árar í bát. f>etta v e r ð u r að reyna að laga. |>að verður að reyna að laga það með því að bera sig að komast af með færri embættismenn. Hin aðferð- ina, að hafa !aun þeirra lægri en er yfirleitt, er ekki hægt að hafa vegna þess, að því meiri framförum sem þjóð- félagið tekur, því hærra kaup fá þeir við hvaða atvinnu sem er, sem vanda- mikið starf hafa á hendi, svo vanda- samt, að langan, erfiðan og kostnaðar- saman undirbúnÍDg þarf undir það. |>að er skaðræði fyrir hverja þjóð, að gera sér að góðu það úrkast í embætti, er ekbi þykir nýtilegt í neina aðra stöðu viðlíka vandasama og ábyrgðar- mikla. jþað er ekki fremur búhnykkur fyr ir landstjórnina en bóndann, að svelta vinnumenn sína. Hitt er réfct, að halda þá vel og láta þá hafa nóg að gera. Dr. V. G. vitnar í það sem stend- ur í hinni ágætu grein Jóns Krabbe í X. árg. Eimreiðar IJm skattamál ís- lands, um »hið hóflausa gildi, er menn á íslandi álíta að embættisstéttin hafi«, Og »hve mjög skortir fullan skilning á þeirri nauðsyn, að beita sór öllum til þess, að greiða úr þeim málum, sem eitfchvert gildi hafa fyrir alla alþýðu manna, bætir meutun hennar og eink- um að veita henni meiri fræðslu og Ieiðbeiníng í aðalatvinnugreinum lands- inB, landbúnaði og fiskiveiðum*. J>etta eru orð, sem þingmenn vorir og þjóðmálagarpar þurfa að veita eft irtekt og festa sér í miuui, Af rúml. 830 þús. kr., sem landssjóð- ur hefir í áætlaðar tekjur þ. á., fer meira en helmingur í laun og annan embættiskosnað. f>að er fimfalt meira að tiltölu en í Danmörku. f>ar er sá kosnaður 10°/0 af öllum útgjöldum þjóðfélagsins, þó að land- varnarkostnaður sé dreginn frá (sem hér á laudi er enginn). En hér er embættakostnaðurinn 62%. Hann er 5£ kr. á hvert mannsbarn í landinu. En í Færeyum ekki nema !/8 á við það, eða 1 kr. 80 a. á mann. Og þó er þar býsna-strjálbygt, líkt og hér, en vitaskuld hvergi nærri eíns; samgöngur aðallega á sjó. Af embættakostnaðinum, um 440 þús. kr., vill nú dr. V. G. halda að spara megi meira en fimtung, eða 90— 100 þús. kr. Meira en helmingur þeirrar lækk- unar ætlast höf. til að komi niður á sýslumannsembættunum; þau séu lögð niður, og dómarastörfum þeirra skift niður á 4 menn fyrrir alt land, fjórð- ungsdómara, en öðrum embættisstörf- um þeirra ráðstafað öðruvísi. landssjóði kosnaðarlítið. f>ar næst hyggur hann að spara megi nær 30,000 kr. með breyting á skipun prestakalla, fækkun þeirra um þriðjung o. s. frv. f>að er mælt að tillögur railliþinganefndar í því máli muui fara í líka áfct. En hvört að nefndin hugsar sér jafoframt þann eða þvílíkan launasparnað til prestastéttar- innar, skal ósagt látið. Hin útgjöldin, sem höf. stingur upp á aó spara, eru miuni háttar miklu, 2, 4, 6 og 8 þús. f>að er að eins einn liður þar á meðal, sem sætt hefir mótmælum hér, og þeim efalaust réttmætum. f>að er afnám ölmusustyrks við lærða- skólann og launasparnaður þar með því að lögleiða kenslukaup. En sú fjárhæð er ekki meiri en það, að embættako8tnaður landssjóðs getur mjög vel minkað um meira en % hluta, þófct hann gangi undan. Annað atriði 1 téðri grein, S9m sætt hefir sérstaklegum mótmælum, kemur e k k i þessu máli við, með því að höf. hefir e k k i tekið það upp í sparnað- aráætlun sína, heldur að eins varpað hugmyndinni fram hins vegar. f>að er hugmyndin um að leggja niður læknaskólanD. Sparnaðar áætlun hans stendur því óhögguð hvað sem þeirri hugmynd líður. Og getur ísafold að vísu gjaru- an látið þess getið eigi að síður, að hún verður að tjá sig höf. ósamdóma þar, af ástæðum, sem þegar hafa ver- ið teknar fram af öðrum. Lausfc er það alveg við þjóðardrarab. f>að er alls ekki metnaðaratriði, að halda uppi læknaskólauum. Hæfilegar meutastofn- anir en blátt áfram þjóðar-lífsskilyrði. Vöxt og viðgang þeirra á þjóðin að hugsa um eftir mætti, en aldrei láta sér hitt í hug hvarfia, að fara að leggja niður það lítið sem vér höfum af þeim, nema þar sem svo horfir við, að hent- ugra þyki að setja aðra stofnun í sfcað- inn, og hana þá helzt vænlegri og hag- feldari. En svo að vér hverfum aftur að sjálfri sparnaðarfcillögu höf., þá er, eins og fyr segir, fækkun og breyting sýslu- mannaerohættanna höfuðatriðið, og mun verða á það minst dálítið næsfc. Um að hætta áfengissölu hafði sýslunefnd Húnvetninga á síð- asta fundi skorað á forstjóra Höepfners- verzlunar á Sauðarkrók; »en ef hann fengist ekki til þess, þá að minsta kosti að hafa ekki áfengi hér eftir bæði verra og dýrara en annarsstaðar ger- ist«, segir í bréfi til Fjallk. f>að mun hafa verið þar, í þvi hér- aði, sem einn mesti og helzti bóndinn hafði birgt sig upp með 7 tunnum af brennivíni í fyrra, pantað þær beint frá útlöndum, sýnilega til miðlunar við náungann og þar með til viðhalds drykkjuósómanum í héraðinu. Hann mun hafa afsakað sig með þessu dæmi, eigaudi Blönduós verzlunarinnar, . er hann færðist undan þá að hætta við áfengisverzlun — talið fyrir það mjög undir hælinn lagt, að áfengisneyzlu minkaði í héraðinu, þótt verzlun sú hætti að hafa það á boðstólum. Lítill efi er á því, að góð árétting hefði það hlofcið að vera á fyrnefnda áskorun, ef sýslunefndin hefði verið búin áður að fá þennan sfcórbónda til að moka ofan í brennivínsdýið hjá sér. Herskipið Hekla kom hingað í morgun af Austfjörðum. Hún hafði meðferðis póstbréf og send- ingar hingaS frá Khöfn, er póstgufuskip Vesta var með, þegar húu kom til Aust- fjarSa fyrir fáum dögum áleiðis kring um land. Landsímimi og þingræðið. Landsíminn frá Seyðisfirði eða Reyð- arfirði segir BerlÍDgur frá 4. þ. m. að muni verða um 600 rastir, sama sem tæpar 80 mílur danskar. |>ar segir og að búið sé að panta símastaurana, % af þeim fijá Collstrups Indprægneringsanstalt í Horsens á Jót- landi, en % írá Namsos (Naumuósi) í Norvegi, skamt fyrir norðan Niðarós, hjá norsku ritsímastjórninni. Síminn á að vera úr eirblendingi (bronzi), 3 millimefcrar á þykt (sama sem tæpir 3/24 þml.). Hann á að vera tvöfaldur. f>að muni margur ætla að sé óþarfi, þar sem hvorki séu aðrir símar nærri né rafmagnssporbrautir. En það sýni reynslan frá Norvegi norðantil, að segul- magn jarðar geti bagað mikið einfalda síma þar sem mikið er um norðurljós. Auk þess er æskilegt að hafa sím- ann tvöfaldan af öðrum ástæðum, þeim, að hugsað er til að símrita samtímis milli 8æsímastöðvarinnar eystra og Reykjavíkur, og til að símtala milli hraðskeytastöðvanna þar í milli. Reglu- legar ritsímastöðvar á ekki að hafa nema í Reykjavík, á Akureyri og eystra (Seyðisf. eða Reyðarf.). þ>ó á að nota talsímatól á Akureyri. Hinar stöðv- arnar þar í milli, sem eiga að vera nánast til þess að reyna landsímann (hvort og hvar hann er bilaðurj, 17 að tölu eða þar um bil, eiga og að hafa talsímatól (en ekki ritsíma), og er gert ráð fyrir, að fá megi fólk á næsta bæ við þær til að annast afnot þeirra og reyna símann ; það er haft svo í Dan- mörku í sveifc, segir blaðið. Nálægt 30 röstum ( = 4mílum) verður milli þessara smástöðva. Landssjóður Islands kostar landsím- ann og er áætlað að hann muni kosta nokkuð meira en hálfa mil- j ó n. jþar af leggur Ritsímafélagið nor- ræna til 300,000 kr. eitt skifti fyrir öll, í notum þess, að það fær að leggja sæsímann til Austfjarða í stað Reykja- víkur. Stjórnin íslenzba hefir ritsímamann- virkjáfræðingcand. polyt. C. E. Krarup fyrir ráðunaut við landsímalagninguna. f>ó á að hafa norska mannvirkjafræð- inga til að stjórna verkum við land- símalagninguna að öðru leyti. Ritsíma- stjórnin norska hefir tekið mjög vel í að veita liðsinni sitt til þessa verks. |>að er mikilsvert vegna þess, að norakir mannvirkjafræðingar eru reyndir og vanir við að leggja ritsíma í fjalllendi. Svona segir blaðið frá. |>að sýnir, að ekki er neitt hik á stjórninni okkar um framkvæmd þessa fyrirtækis, þ ó a ð ekki sé enn farið að nota einn eyri til landsímans úr landssjóði. Annaðhvort er, að ráðgjafiun skilur flokksfylgið við sig á þingi á þá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.