Ísafold - 29.04.1905, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.04.1905, Blaðsíða 2
90 leið, að hann eigi þar alveg víat fyrir fram samþykki við hverju því, er hann gerir og ályktar fyrir þingsins hönd; atkvæðagreiðsla um það sé óþörf fyr en eftir á, og þá að eins gerð fyrir siða sakir, til þess að hafa þó fjár- veitinguna á pappírnum í e i n h v e r j u m fjárlögum e i n h v e r n tíma, E ð a þá að það er Ritsímafélagið norræna, sem brallar þetta alt fyrir hans hönd, í umboði hans eða án þess, gangandi að því vísu fyrir fram, að alt segi hann gott og blessað, sem þ a ð gerir, og trúandi eins og nýju neti leigutólum og skósvemum ráð- gjafans, þeim er fylla sí og æ dönsk blöð með frásögum um hið Ó3kaplega dálæti, sem Islendingar hafi allir á honum, hvert mannsbarn á landinu, og því eigi hann handvíst einróma já kvæði hjá þingi og þjóð við hverju sem hann gerir. það kunna þeir prýðilega við, Danir, eða þó að minsta kosti dönsk stór- gróðafélög: ráðgjafinn í þeirra vasa og þing og þjóð hér í h a n s vasa. Með þeim hætti ætti einokunar- klafiun að vera sæmilega óhaggan- legur. Dýrðlegt þingræði er það, — dýrmætt og dýrðlegt. Bankahúsið nýja. Hús íslands banka verður vafalaust mesta eða eina stórhýsið, sem reist verður hér í bæ á þessu ári, og hygg- ur margur gott til þeirrar bæjarprýði. En ef húsið á að standa eins og nú er markað fyrir, verður það aldrei ann- að en v i ð r i n i. Húsið á að standa norðan við Aust- urstræti og vestan Lækjartorgs, snúa au8turgafli að torginu, en suðurhlið (o: framhlið) að götunni. En það er eins og þeir, sem smíð hússins ráða, viti ekki af götunni eða eygi hana ekki; húsið hörfar frá götunni að aust- an, en rekur veðurhorn fram að henni að vestan. Aftur á móti stendur hús- ið rétt við nafnlausa sundið austan við hús Kristil. unglingafélags (og má- ske við Kolasund líka), og af þessu stafar skekkjan við Austurstræti. Austurstræti er fegursta gata bæjar- ins og albygð að kalla, og því íylli- lega ákveðin; úr því aó húsið á að Standa þar, er enginn vafi á, h v e r n- i g það á að standa. Er nokkurt vit í að meta auðvirðilegar þvergötur meiru en beztu götu bæjarins? Ekk- ert fegurðarlögmál getur réttlætt þann afkáraskap, — hann veldur gremju og hneyksli meðal bæjarmanna, sem von- legt er. Húsið má ekki standa svona; ef bæjarstjórn eða byggingarnefnd kippir þessu ekki í lag af sjálfsdáðum, verða aðrir bæjarmenn að fá því framgengt, og það undir eins, áður en undirstöð- ur hússins eru lagðar. Vér höfum ekki tök á að þoka húsinu, þegar það er komið upp. Reykjavík 28. apríl 1900. Bögnvaldur óla/sson. Norskur fiskiútvegur er að komast á laggir í Hafnarfirði. í»ar er kominn nýlega útvegsmaður frá Álasundi með 3 gufuskip til fiski- veiða og ætlar að setjast þar að, hefir keypt sér borgarabréf. Hann heitir Friis. Hann hefir opna báta með skipunum og fiskar á lóðir eins og Færeyingar. Skipin eru heldur smá, rúmar 40 smálestir eða þar um bil. |>au reyndu núna snemma í vikunni í fyrsta sinn, og komu eftir 3—-4 daga með 13,000 alls af þorski og ýsu upp og ofan. Af ófriðinum eru engar nyjar fréttir fram í miðjan mánuðinn. Þá hafði ekki enn borið saman fundum þeirra Roszdestvensky aðmíráls og Togo aðmíráls, eða herskipa- flota Rússa og Japana, er þeir ráða fyrir. En búizt við því með degi hverjnm, og þá gert ráð fyrir stórtíðindum, hinum mestu líklega í þessum stórfenglega ófriði. Fari Rússar þa enn halloka, er talið víst, að þeir hljóti að beiðast friðar. En þeir láta borginmanulegar en svo, að svo geti farið. Þeir hafa fleiri höfuð- orustudreka en Japanar, 7 á móti 4, og stærri skipaher. En hvergi eru Japanar hræddir hjörs í þrá. Því halda hvorir- tveggju leyndu, hvar flotarnir hafast við. Leitast við að koma hvorir öðrum á óvart. Ekkert sögulegt gerist á landi, í Mand- sjúríu. Fjárkláða hefir vart orðið í vetur á nokkrum bæjum í HÚDavatnssýsIu, er Fjallk. skrifað, en lifandi maur þó ekki fundist nema í einni kind, lambhrút, á einum bænum, Súluvöilum á Vatnsnesi. |>ar var hver kind böðuð. Búið var áður að baða á 3 bæjum, í Köldukinn, Stóra- dal og Fremri-Fitjum, með því að þar höfðu fundist útbrot í einni kind á hverjum bænum, en kláðamaur hvergi þó. Skipað var að baða á öllum þess- um bæjum. Ennfremur hafði frézt til kláða á Tindum í Svfnadal. Ilt er það vitaskuld, að kláðinn skuli ekki vera aldauða hór enn. En ekki er þessi snertur af kláða á stöku stað annað en það sem við bar í Noregi rétt á eftir aðalhríðina, sem gerð var að honum þar fyrir 10—11 árum. f>ó tókst að eyða honum þar alveg, með því að baða undir eins m. m. á þeim fáu bæjum, þar sem hans varð vart. Og ákaflega væri það misráðið, frámuna- leg fásinna, ef hin geysikostnaðarsama höfuðatlaga að kláðanum hér ónýttist fyrir það eitt, að flóttinn væri slælega rekinn. Hlutafélagið Iðunn hélt aðalfund sinn 26. þ. m. í Iðn aðarmannahúsinu. Lagður var fram reikningur yfir tek- jur og gjöld félagsins frá 1. des. 1903 til 31. des. 1904. Tekjuhalli á tíma- bilinu var nær 2800 kr., sem stafar mest frá því, að flest af verkafólkinu var óvant fyrst í stað, og vinnan því ekki komin í gott lag fyr en eftir nokkura mánuði. Frá því á nýári í vetur hefir gengið langtum betur; læt- ur nærri, að 3000 kr. tekjuafgangur sé eftir þá 4 mánuði tæpa. Verksmiðjan hafði bætt við sig á þessu tímabili 3 vefstólum, er kostuðu samtals um 3700 kr., og spunavélin verið lengd að miklum mun, um 125 snældur; sömuleiðis reist sérstakt steinsteypuhús fyrir ullar- og tusku- tætarana. Vinnulaun höfðu numið á reiknings- tímabilinu um 12000 kr. Annar til- kostnaður við rekstur verksmiðjunnar um 14,000 kr. Húseign verksmiðjunnar og vinnuvél- ar nema 88 þús. kr. Vinnufé 21 þús. Samþykt var að greiða endurskoð- endum 50 kr. hvorum fyrir starf þeirra frá byrjun. Sömuleiðis var konsúl C. Zimsen ákveðin 200 kr. þóknun fyrir starf hans í þarfir félagsins. Pétur Jónsson blikksmiður vakti máls á því, að æskilegt væri að koma upp tryggingarsjóði fyrir verkafólk vérksmiðjunnar, sem grípa mætti til þegar veruleg veikindi eða slys bæri að höndum. Eftir nokkkurar umræð- ur var samþykt að fela stjórninni mál- ið til athugunar. í stjórn félagsins voru endurkosnir: Jón Magnússon skrifstofustjóri, C. Zirasen konsúll og ()Iafur Ólafsson prentari, og til vara Sturla Jónsson kaupmaður. Endurskoðendur sömuleiðis endur- kosnir: Gunnar Einarsson kaupmaður og Sigurður Thoroddsen adjunkt. Fórn Abrahams. (Frb.) Eg hefi heyrt sagt, að drotningin þeirra sé einstaklega hjartagóð, gömul kona. Ef hún fær vitneskju um, hverju hér fer fram, þá er eg viss um að hún segir hershöfðingjum sínum að hætta. f>ú skilur það, drengur minn, að hún veit ekkert um þetta. Ráðgjafarnir, eða hvað þeir nú heita, — þeir hafa gint hana eins og glóp, kerlingaraum- ingjann. f>eir segja, að hvítt sé svart og svart sé hvítt. En þegar hún heyrir getið um menn, sem fara, en koma aldrei aftur, þá fer hún að hugsa mál- ið. Ekki getur henni verið nein ánægja að því, að sjá þegna sína fara og koma aldrei aftur. Nei nei; hún er mesta góðkvendi að sögn. Og guð, sem hefir sett hana í þessa stöðu, sem hún skip- ar, hann Ieiðir hana í allan sannleika um, hvernig þessu er háttað öllu sam- an. Og allir hinir kongarnir og drotn- ingarnar í henni Nðrðurálfu — það er sagt að það sé mesti sægur af þeim þar — þeir segja við bana, að mönn- um hennar líði illa, og að öðrum mönn- um, annari þjóð, líði enn ver. Hún hefir valdið, sérðu, og undir því er alt komið; og góðkvendi leggur ekki í sölur líf mörg þúsund manna til þess að gera öðrum ilt. Nei, lagsi, þú skilur ekki þetta mál. En það er óhugsandi annað en að maður, sem er svo hátt settur eins og kongur t. a. m., að hann vilji, að þegnar hans geri gott af sér og að þeim líði vel sjálfum. Og sjálft áminnir þetta hátigna fólk daglega ráð- gjafana sína um að gera það, sem er rétt og gott; þeir Iesa biblíuna sína og haga sér eftir hennar orðum. Satt kann það að vera að vfsu, að til hafa líka verið vondir stjórnendur, en hvern- ig fer fyrir þeim, getur þú séð i Gamla testamentinu. Já, heimurinn er að vísu fullur af vonzku og lymsku. f>ví verður ekki á móti borið, þótt sorglegt sé. En fái kongarnir vitneskju um það, þá taka þeir undir eins fyrir alla þá hörmung. Til hvers eru þeir ella, heldurðu? Nú leikur alt á þvl fyrir okkur, að drotningin fái vitDeskju um að tarna — guð blessi hana. En við verðum að þola og þrauka þangað til. það verður ekki svo örðugt. f>ú hefir líka nýju byssnna þfna, sem er svo góð. Jan deplaði augunum ánægður, af því að honum hafði gefist færi á að rétta hinni ungu kynslóð þessa sneið. Zimmer ypti öxlum og þótti ekki taka því að vera að svara, Hann vissi það, að svona hugsaði öll hin eldri kyn3lóð þar í landi eins og Jan gamli. En nú var reynslan tekin til að verða þeim nærgöngul, hörð og hlífðarlaus, eins og henni er lagið. f>að gat vel farið svo, að hinir blinduðu menn fengi sýnina næsta morgun og þar með svo áþreifanlegar ávítur, að þeir fengi ekki af borið það rothögg. Hann leit út yfir flatneskjuna í tunglskininu. Víst var um það, að margir voru þegar orðnir þreyttir og höfðu kosið heldur heilum vagni heim að aka en að lenda í ógöng- um. En Jan gamli var í þeirra hóp, er aldrei breyta sannfæring sinni fram í rauðan dauðann. Hann var sæll, af því að hann var ekki of víðsýnn og sá aldrei meira en hann vildi sjá. Zimmer varð litið þangað sem þeir sátu, liðs- foringjarnir og fyrirliði hans. Van der Nath var auðbendur frá öðrum mönn- um fyrir vaxtar sakir. Aflabrögð i Norvegi. J>au hafa að jafnaði nokkur áhrif á saltfisksmarkaðinn íslenzka suður í löndum, og er því fróðlegt að vita eitt- hvað um þau. jþar var heldur aflatregt í vetur framaD af. En úr því hefir ræzt, er á leið, og var aflinn orðinn 8. þ. m, 8em hér segir að samanlögðu í norsk- um veiðistöðum, að Finnmörk meðtal- inni. þorskaflinn að tölu 29,1 milj., þar af hert 8,2 railj. Meðalalýsi 24783 tunn- ur franskar (103 pottar); önnur lifur 5,646 tnr.; hrogn 32173 tunnur. En í fyrra var aflinu um sama leyti (9/4) að eins 24,9 milj.; þar af hert 7,2 milj. En meðalalýsi úr þeim afla 9042 tnr. fr., önnur lifur 5024 tnr., og hrogn 20544 tnr. Árið þar á undan, 1903, var aflinn 26,8 milj. Hinar tólurnar 5.7; 2006,. 3946; 19,842. Meiri afli nokkur var árið þar áð- ur, 1902, í sama mund, en þó minni en nú, sem sé 27,0 milj. Hinar töl- urnar þá 4,5; 17,152; 11,716; 30623. Riddarar af dbr. eru þeir orðnir (7. þ. m.)r síra M a g n ú s f. prófastur Andrésson á Gilsbakka og sira Þorvaldur prófastur Jónsson á ísafirði. Ennfremur H a 11- g r í m u r bóndi Hallgrimsson á Rif- kelsstöðum danuebrogsmaður. Spí ritismus- fy rirle sturinn sama flutti E i n a r ritstj. H j ö r- 1 e i f s s o n aftur í fyrra kveld á sama stað fyrir fjölda manna, hátt á 2.. hundrað. Fyrra skiftið voru áheyr- endur 3^/2 hundrað. Verzlunin Liverpool Rvík kaupir ávalt háu verði velverkaðan salffisR og gotu. hjá Jes Zimsen. ©- Munntóbak — Rjól — Reyktóbak og Vindlai* frá undirrituðum fæst í flestum verzlunum. C. W. Obel, Aalborg. stærsta tóbaksverksmiðja i Evrópu. Umboðsmaður fyrir ísland: Chr. Fr. Nielsen. Reykjavík, sem einnig hefir umboðssölu á flestum öðrum vörutegundum frá beztu verksmiðjum og verzl- unarhúsum erlendis. © © © Pottarogpönnur hjá Jes Zimsen._ larðarför Geirs sál. Bachmanns fer fram miðvikudaginn 3. maí frá heimili hans Hverf- ísgötu 55 kl. Ill/a Bezt kaup Skófatnaði Aðalstræti 10. Góður fjóshauRur úr gryfju fæst hjá Sig. Jónssyni fangaverði. SKANDINAVISK Exportkaffi-Surrogat Kobenhavn. — F- Hjorh & Co- Ritstjóri Björn Jónsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.