Ísafold - 06.05.1905, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.05.1905, Blaðsíða 2
98 Þingmálafundir. Hermann Jónasson Hánvetninga- þingmaður og útvalinn spítalaráðsmað- ur stefndi kjósendum sínum elskuleg- um til fundar við sig nýlega að Blöndu- ósi, 28. f. mán., með því að hann var á förum norðan að til þess að taka við »embættinu« nýja. Fásóttur var fundurinn heldur, eitthvað 20 manns; fleiri hefir ekki Iangað til að kveðja hann. Hitt var þó meira, hve litla ánægju þingmaðurinn sótti á þennan fund. Tvö mál að eins voru þar rædd og um þau ályktað, undirskriftarmálið og ritsímamálið, — fleirum var ekki tími til að sinna, heldur var frestað til annars fundar, snemma í júníménuði,— og hafði þingmaðurinn 1 (eitt) atkvæði með BÓr í öðru þeirra, en ekkert í hinu. Enda er svo sagt af fundinum, að hanc hafi verið mjög reiður og æstur. Svolátandi fundarályktun var sam- þykt í undirskriftarmálinu, með 20 atkv. samhljóða: Fundurinn lýsir yfir því áliti sínu, að með undirskrift forsætisráðherrans danska undir skipunarhréf íslandsráð- herrans í fyrra vetur hafi verið framin l'ögleysa og þjóðréttindum vorum traðk- að og skorar á þingið að ráða bót á þessum misfellum framvegis. En í ritsímamálinu var sam- þykt það sem hér segir með 18 atkv. gegn 1: Fundurinn lýsir megnustu óánœgju sínni yfir því, hafi ráðherrann gert samn- ing við Ritsímafélagið danska (stóra norræna) um ritsímalagningu hingað að alþingi fornspurðu, og skorar á þingið að vera einkar-varkárt t því máli og samþykkja ekkert t því, er sé kröft- um þjóðarinnar ofvaxið. Einnig, ef samningur þessi er gjörður, að alþingi þá láti vandlega rannsaka, hvort ráð- lierrann hefir haft heimild til að gera slíkan samning. Norður-þingeyingar voru enn fyrri á ferð með þingmálafund en Húnvetn- ingar. f>eir höfðu hann 20. marz á Skinnastöðum í Oxarfirði, eftir fundar boði þingmannsins, Arna prófasts Jóns- sonar á Skútustöðum og að bonum viðstöddum. Hann ætlaði að láta fundarmenn lýsa þar velþóknun sinni á hinni n ý j u stjórn, en það tókst ekki; tillögur þingmannsins þar að lútandi voru f e 1 d a r. »þótti surnum það lítil trygg- ing fyrír sjálfstjórn landsins í framtíð- inni, þótt íslandsráðgjafinn fengi nýtt skipunarbréf í þetta sinn, og kváðu fulla ástæðu tii þess, að þjóðin stæði á verði gagnvart ágangi útlends stjórnarvalds, og nauðsynlegt að hafa vakandi auga á aðgerðum stjórnar vorrar í landsins þarfir, bæði innanlands og ekki síður í viðskiftum við útlenda valdið« (Ing.). Afaróánægður var fundurinn með stvrkveiting síðasta þings til S a m- e i n a ð a gufuskipa-félagsins og ýmsa frammistöðu þess félags, og skoraði fundurinn á þíng og stjórn að sjá þeim málum betur borgið framvegis. Skorað var á alþingi að hafna með öllu tillögum í þá átt, að Iögleiða þ e g n- skylduvinnu á Islandi. Loks vildi fundurinn iáta leggja landsímann fyrirhugaða sem allra- mest í bygð, ef til kæmi, sérstaklega fyrst til Vopnafjarðar, um Strandir, yfir Öxarfjarðarheiði, um Jökulsárbrú, yfir Beykjaheiði o. s. frv. Sæmilegar horfur eru á því eftir þessu, að lítt rætist þær lítilsvirðingar- hrakspár í þjóðarínnar garð, að ekki mundi bún hafa mannrænu í sór til að andæfa undirskriftarhneykslinu nó ritsíma okinu og -okrinu danska m. m. Bæjarstjórn Reykjayíkur ræddi á fundi sínum í fyrra dag frumvarptil laga u>n bíi'jar- gjöld Reykjavíkur, en frestaði úrslitum til næsta fundar. Samþykt var, að hið nýja bankahús fyigi götubrún Austurstrætis að stefnunm til, en standi það frá henni, að nægt veiði lúin fyrir anddyri og tröppur. Samþykt var að taka 1900 kr. lán til að gera við Aðalstræti og 3200 kr. láu til aðgerðar á Hafnarstræti nú á þessu ári. En Þingholtsstræti slept i þetta sinn. Að- gerð á þvi hafði veganefnd áætlað að kosta mundi 5000 kr. Eigendur lúða við Þingholtsstræti höfðu flestir gengið að þvi, að láta af hendi lóðir sínar fyrir það verð, sem samþykt var á síðasta fundi, nema Jón Þórðarson: hans lóðarræmu skyldu óvilhallir menn meta. En hyrjað skyldi á verkinu: að iaga götuna. Samþykt var, að heia skyldi Hverfisgata alla leið frá Læknum og inn að Laugavegi. Synjað var Jóni Guðmundssyni um erfða- festuland á Melnnum sunnan og austan við Sauðageiði. Forkaupsrétt afsalaði bæjarstjórn sér að Sandvikurtúni, er ekkja W. 0. Breiðfjörðs kaupm. selur fyrir 10,000 kr., og að Björns bletti Sveinssonar austa»vert við sama tún, er hún seiur fyrir 1000 kr. Ennfremur afsalaði bæjarstjórn sér for- kaupsrétti að Norðurmýrarbletti nr. 2, sem Jes Zimsen konsúll og aðrir eigendur selja fyrir 15,000 kr. Og loks að erfðafestulandinu Norðurmýr- arbletti nr. 11, er eigandinn Sveinn Sveins- son selur fyrir 1825 kr. aukýmislegra ann- ara kvaða. Sjálf vildi bæjarstjórn þar á móti kaupa erfðafestuland Einars Finnssonar á Melun- um fyrir 300 kr. Kr. Þorgríms8yni kaupmanni leigð Ör- firisey eitt ár fyrir 275 kr. Tilboði frá Bergsteini Björnssyhi á Akur- eyri um að raflýsa kaupstaðinn var vísað til nefndar þeirrar, er það mál hefir til meðferðar. Hafnarnefndin tilkynti, að til hennar hefði komið tilboð um breikkun Bæjarbryggjunn- ar fyrir 15,200 kr. Hafnarnefnd skýrir frá á næsta fundi tillögum sinum út af því. Samþykt var, að kennendur við Barna- skólann fengi laun fyrir próf við skólann, þó að ekkert yrði af því vegna mislinga- hættunnar. Þeim Geir Zoega kaupmanni og Th. Thorsteinsson konsúl leyft að nota næsta ár eins og hingað til tiltekið svæði af Örfirisey til lýsisbræðslu. Samþykt var brunabótavirðing á þessum húseignum: Sigurðar Thoroddsen við Fri- kirkjuveg 14,067 kr.; Þorvalds Eyólfs- sonar við Njálsgötu 6142; Yilhjálms Ing- varssonar við Suðurgötu 5149; VLfúsar Jósefssonar við Bergstaðastræti 4140; fé- lagsins Steinars við Nýlendugötu 3,600; Sigurjóns Grimssonar við Njálsgötu 2981; Hjörleifs Guðmundssonar við Njálsgötu 2732 kr. Reknetaveiði stunda 2 þilskip héðan um þessar mundir, annað hið sama og í fyrra, seglskútan Á g ú s t frá Engey, sem félagið D r a u p n i r (kaupm. Thor Jensen o. fl.) keypti þá og hélt út með góðum árangri að afla, en akaðaðist á slæmri sölu hans erlandis; en hitt nýtt gufuskip eða nýkeypt frá Norvegi í vetur og heitir L e s 1 i e (56 smál. netto), eign þeirra Thor Jensens og Aug. Plygenrings kaupmanna að helm- ing, en hinn helmÍDginn eiga 3 sjó- menn, er einn þeirra, Ásgrímur Ein- arssoD, er formaður — hinir heita Hans öigurbjarnarson og Hannes Ólafsson; vélstjóri á skipinu hinn æðri er og íslendingur, er verið hefir 19 ár í förum, og veiðiformaður Jón Berg- sveinsson stýrimaður. f>etta skip lagði út fyrir rúmri viku og kom aftur í fyrra dag með um 60 tunnur af síld, er það hafði aflað mestalt á einni nóttu, undan Jökli. |>að ætlar þó ekki að vera lengur við þá veiði en til loka, en veiða síðan á lóð, á opna báta (4 norskar dóríur). Hitt skipið, Agúst, hefir ekki komið inn síðan það lagði út fyrir mánuði. Nú er í því motor með 8 hesta afli, til léttis fyrir það að komast inn og út af höfninni. Mislingasóttin. Ekki hafa fleiri sýkst hér í bænum, svo kunnugt só, en þessir 2 unglÍDgs- piltar, sem getið var um daginn. Lacdsstjórnin (landritari) hefir snú- ist röggsamlega við þeim háska, sem stendur af mislingakveikju þessari í landsins langmesta fjölbýli, og skipar svo fyrir, í fyrra dag, sem hér segir, með ráði héraðslæknis (og landlæknis): 1. Ollum barnaskólum og unglinga- skólum, stórum og smáum er lokað. 2. Messur, almennir mannfundir og hvers konar fjölmennar samkomur eru bannaðar. 3. Það er skylda hvers húsráðanda að leita læknis tafarlaust, ef minstu líkur eru til þess, að mislingar séu komnir á heimilið. 4. Það er skylda lækna i bænum að gera héraðslækni tafarlaust viðvart, ef þeir verða varir við sóttina. 5. Það er skylda þeirra, er mislinga- sótt kunna að fá, og þeirra, er að þeim standa, að haga sér eftir sóttvarnar- fyrirmælum héraðslæknis, og hlíta þeim ráðstöfunum, sem hann gjörir. Reykjavík og Seltjarnarnes að Foss- vogi og Elliðaám skal afkvía á þann hátt, er hér segir: 1. Öllum er frjálst að fara inn á hið afkvíaða svæði, en út fyrir það má enginn fara, nema hann hafi skrif- legt leyfi héraðslæknis, eða þess manns, er settur verður ti! þess að gefa út mislingaskírteini. 2. Slíkt skírteini verður veitt hverj- um þeim, sem ekki hefir mislinga- sótt, og færir sönnur á, eða fullar líkur fyrir þvi, að hann hafi haft mislinga. 3. Við Elliðaár og í Fossvogi eru settir verðir, og er þeim fyrirskipað að hleypa engum út af hinu sóttkví- aða svæði, sem ekki hefir mislinga- skirteini. 4. Það er bannað að fivtja nokkurn mann sjóveg af hinu afkvíaða svæði í önnur bygðarlög, nema þá eina, sem sýnt geta mislingaskírteini. 5. Það skal ítrekað, að mislinga- skírteini er því að eins gilt, að það sé útgefið af héraðslækni eða þeim manni, er honum verður settur til aðstoðar. Brot gegn þessum fyrirskipunum varða sektum eða fangelsi samkv. 14. gr. laga 31. jan. 1896, eða betrunar- húsvinnu samkv. 293. gr. hinna al- mennu hegningarlaga 23. júní 1869. Gera má ráð fyrir og treysta því, að þorri bæjarmanna hér beri fult skyn á, hve mikið liggur við, að vel takist sóttvarnir þessar, og a ð þeir leggi sig fram um að brýna það fyrir hinum, sem miður skyDja, og hafa á þeim góðar gætur. Sú siðleysis-ósvinna, að þykja fremd í að fara í kringum lög og lögmætar stjórnarráðstafanir, ætti að vera liorfin alveg úr sögunni. Og þótt svo væri ekki, er hér viö svo áþreifanlegan háska að tefla, að eng- um á að geta haldist aunað uppi en að haga sér svo, að enginn háski standi af, haldist það uppi fyrir samróma almenningsáliti allra mætra menna. Að óhlýðnast lögboðnum varúðarregl- um eða sýna af sér aðra þrjózku eða van- geymslu, getur verið sama sem bano,- tilræði við svo óg svo marga menn, einkum ungbörn og óvita. Og hver getur þolað það á samvizku sinni? f>að ber beztu læknum saman um, að hvert heimili um sig geti varist veikinni, jafnvel hér í bænum, ef nóg stund er á það lögð. Aðalráðið er, að láta ekki aðra en fulltíða fólk, 23 ára eða eldra, annast alt samneyti utan heimilis, verði því með nokkuru móti við komið, og hleypa ekki heldur yngra fólki inn til sín. Halda með öðrum orðum börnum og unglingum mni, en lofa þeim þó út til að viðra sig með fullorðnum, sem líta eftir, að þau hafi ekki sam- blendi við neinn utanhúss á mislinga- aldri. Veikin er hættulegust, segja læknar, ungbörnum inoan þriggja ára, börnum með beinkröm, og þeim, sem hafa berklaveiki eða eru í berklaveikishættu. Ekki er óhugsandi, að veikin geri lítið fyrir sér hér, úr því að hún fer svona hægt á stað og með því að búist var svo skjótt til varnar gegn henni. En því skyldi enginn maður treysta og slá sízt slöku við neitt það, er henDÍ má verða til hnekkis. Holtakláðinn. Grein nm hann, eða fjár- kláðann í Rangárvallasýsln, i 13. tbl. ísa- foldar þ. á. eftir ísfirzka yfirvaldið, sem nú er, en áður var valdsmaður Rang- æinga, hr. Magnús Torfason finst mér í meira- lagi svæsin. Hún er út af því, að þess hafði verið getið i ísafold í vetur, að kláði hefði fundist i Holtunum i fyrra. Hann veitist þar einknm að Runólfi hrepp- stjóra á Rauðalæk og lýsir það »tilhæfu- laus, vísvitandi ósannindi« af honum, að segja að kláði hafi verið í Árbæ. Þetta kemur mér auðvitað ekki beinlín- is við, þvi Runólfur hefir aldrei sagt mér nokkuð um kláða, og er eg þvi algjörlega laus við þ a ð mál. En mér kemur aftur dálítið við kláða- sagan frá Árbæ í vetur, sem hann segist »hafa ást.æðu til að ætla jafn-tilhæfulausa«.. Mér kernur hún við að því leyti, að eg, sem aðstoðarmaður hr. 0. Myklestads,. kendi böðun í Holtunum, þó eg væri ekki svo lánssamur að geta kent hana í Árbæ. Það var eins i þeim hreppi og annars- staðar, að það var kent einungis á einum bæ, 0g er það þvi rétt, að eg var ekki við böðun í Árbæ. En þegar eg kom ofan úr Landmannahreppi, hitti eg baðarann, sem baðaði þar, Gunnar Runólfsson, og sagði hann mér, að hann hefði fundið þar 3 kindur með útbrotum. Eftir þvi, sem hann lýsti þeim, taldi eg engan efa á, að það væri fjárkláðinn. Eg þykist orðinn svo vanur við að fjalla um kláða, að eg geti nokkurn veginn sagt um, eftir nákæmri lýsingu, hvort það er kláði eða ekki. Eg hefi því fult eins mikla »ástæðu til að ætla«, að það hafi verið kláði á »sýslu- mannssetrinu«, eftir lýsingu þeirri sem eg fekk, eins og sýslumaðurinn vestur á ísa- firði að segja það »tilhæfulaust«. Eg veit 0g ekki til, að kláðamaur fari eftir mann- virðingum, heldur komi jafnt á heimili sýslu- mannsins eins og kotungsins, e f skilyrðin eru fyrir hendi, og þau geta verið á báðum stöðunum jafnt. Þá kemur yfirvaldið með dylgjur um, »að það hafi komið sér vel að finna kláða, til þess að bæla niður alla mótstöðu gegn böðunum«. Með þessu gefur hann i skyn, að við, sem kendum þar böðun, höfum logið upp kláðasögum, til að hræða þá, sem þverskölluðust. Eg ætla þá að leyfa mér að taka hans eigin orð mér í munn og lýsa þessi um- mæli hans tilhæfulaus ósann- i n d i. Eg hefi sérstaklega ástæðu til að taka þessar dylgjur hans til min, vegna þess, að í þeim þremur hreppum, sem eg kendi i, i Rangárvallasýslu, var verulegur kláði, sem eg gaf yfirmanni minum skýrslu um. Aðrir, sem kendu þar í sýslunni, veit eg eigi til að hafi fundið þar kláða. Það er annars undarlegt, hvað þessum Rangárvallasýslumönnum, þeim sem þaðau fór i fyrra og þeim sem er þar nú, gengur illa að trúa þvi, að kláði hafi verið í þeirri sýslu, enda er það hin eina sýsla á landinu, sem sýnt hefir Myklestad nokkra mótstöðu, eða reynt að taka fram fyrir hendur hans, þegar baða átti. En nú er þó loks fengin vissa fyrir því, að þar þurfti að baða ekki siður en annarsstaðar, þar sem fnndist hefir lifandi kláðamaur i sýslunni og allar llkur til að þaðan hafi fluzt kláði til Yestmanneyja. Rifkelsstöðum, 25. apr. 1905. Hallgr. Hallgrímsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.