Ísafold - 03.06.1905, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.06.1905, Blaðsíða 1
Xemur út ýmist einu sinni eOa tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa 1 ‘/s doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (ski-iíleg) bundm við áramót, ógild nema komin sí fci itgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 3. Reykjavík laugardaginn 3. júni 1905 32. blaö. Verzlunin EDINBORG í Reykjavík, Akranesi og Keflavík, kaupir í ár, eins og að undanförnu, vel verkaðan saltfisk: þorsk, smáfisk og ýsu, og borgar hann liæsta verði með peningum út í hönd. Sundmaga vel verkaðan kaupir verzlunin einnig hæsta verði og borgar með peningum út í hönd. Verzlunin er ávalt birg af allskonar nauðsynjavörum, sem hún selur lægfsta verði gegn pening- um út í hönd. Asg-eir Sigurðsson. XXXII. árg. I. 0. 0. F. 876169 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. í bverjum mán. kl. 2—3 í spltalanum. Forngripasafn opið á mvd. og Id 11 —12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og 61/a—7*/2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á ’uverjuui degi kl. 8 árd. til kl. ’Osíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og smnudagskveldi kl. 81/, siðd. Landakot.skirkja. Guðsþjónnsta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jsndur kl. 10*/,—12 og 4—6. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag *i. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud og ld. kl. 12—1. Tannlœkning ókeypis i Póstbnsstræti 14. 1. og d. mánud. hvers mán. kl. 11 — 1. Gufubaturmn Reykjavik fer upp í Borgarnes 8., 20. og 27. júní, og 10., 20. og 26. júlí; en suður í Keflavík m. m. 6., 13. og 24. júní, og 4. og 22. júlí. Báturinn kemur við á Akranesi í hverri Borgar- fjarðarferð. Fer alt af kl. 8 árdegis héðan. Samþykki lofað fyrir fram. Heyrst hefir ymprað á því af ein- hverjum fiokksmanni eða flokksmönn- um ráðgjafatis, og það með drýginda- Iegri hreykni, að hann þyrfti engu að kvíða um afdrif ritaímasamningsins síns á þinginu í sumar, með því að hann hefði aflað sér nú þegar skrif- legs loforðs frá öllum þingmönnum sín megin um að greiða atkvæði með honum, hvað sem í skærist. |>ví ætti hann alveg vísan meiri hluta með samningnum — jafnvel um fram hið konungkjörna lið, sem allir ganga að hér um bil vísu, að bundnir hafi verið við borð um það fyrir fram, áður en þeir »hlutu vígslu«. J>ví hvernig g a t ráðgjafinn hafa farið að velja þá svona að öðrum kosti, segja þeir. Ekki vara þeir sig á því, þessir vinir og fylgifiskar ráðgjafans, hve móðgandi aðdróttun felst í þessu, sem þeir eru svo hreyknir af fyrir hans hönd, bæði gegn ráðgjafanum sjálfum og þing raönnum þeim, er honum fylgja. f>ar hlýtur fyrst og fremst að vera gert ráð fyrir, að ráðgjafinn hafi f a 1 s a ð samninginn, er hann skýrði þeim frá honum í því skyni að fá lof- orð þeirra, þann veg, að hann nafi að eins sagt þeim undan og ofan af því, sem í honum stendur, líkt og máltól hans gerðu meðan þau gátu og samn- ingurinn var ekk; heyrinkunnur allur frá upphafi til enda, og að hann hafi sérstaklega leynt þá verstu annmörk- unum á honum, eins og þ a ú gerðu. ^ví ekki hefðu þeir fengist til nærri allir að lofa þessu, ef þeir hefðu vitað um þá, líklega fæstir þeirra meira að segja. En að skipa sjálfum ráðgjafan- um alveg á bekk með nmanninum sem e n g i n n trúir«, eða hinum, sem •stjórninni er ekkert lið í fyrir aula- skap*, — það er þó að móðga hann heldur freklega. Skárri væri það ábyrgðartilfinningin hjá manni, sem er í landsins ábyrgðarmestu stöðu! En ekki er minni móðgun í þessu fyrir þingmennina. |>ar með er full- yrt, að þeir hafi rofið svo freklega skyldu sína, þingmannsskylduna, að heita löngu fyrir fram atkvæði sínu með máli, sem þeir vita þ á ekkert um, hvort nokkurt vit er í eða nokkur samvizkusemi að greiða atkvæði með, er á þing kemur. J>ví gerum ráð fyrir, að þeir hefðu þózt mega treysta skýrslu ráðgjafans um innihald ritsímasamn- ingsins, þá gátu þeir þó alls ekki vitað fyrir fram nema kostur yrði á eftir 9 mánuði alt öðrum og miklu betri kjör- um. Loforðið hefði því verið sama sem að skuldbinda sig löngu fvrir fram til að hafna því, sem hagfeldast væri fyrir landið, en ganga vfsvitandi að verstu ókjörum í samanburði við það. Tekið er fram í sjálfri stjórnarskránni, að þingmenn eigi að fara eftir sann- færing sinni, en engu öðru. J>ar er að sjálfsögðu átt við þá sannfæringu, er þeir hafa þegar á þing er komið og þeir hafa gert sér kunna alla mála- vexti eftir beztu föngum, en ekki einhverju, sem hefir verið sannfæring þeirra löngu, löngu áður, meðan þeir vissu ekki helminginn af því sem vita þurfti til þess að skapa sér sannfær ingu af viti, eða þeir eiga kost á að vita löngu síðar, og hefðu þeir þar að auki jafnvel verið meira að segja blektir af ásettu ráði. J>að er með öðrum orðum, að léti þingmaður sér verða það á, að heita atkvæði sínu löngu fyrir fram með því eða því, þá er það skylda hans, lög- helg skylda, á hann lögð með sjálfri stjórnarskránni og af honum svardög- um bundin, með þingmannseiðnum, að virða slíkt loforð vettugi og neyta atkvæðisréttar síns á þingi eftir sinni 8annfæringu þ á, sannfæringunni um það, hvað horfa muni landi og lýð til mestra heilla. Heitið ber að meta sem óunnið, sem markleysu, loforðið um að greiða atkvæði svo eða svo, a f þ v í a ð það ríður bág við æðri skyldu, miklu helgari skyldu og mikils- verðari, auk þess sem það er algild regla um hvert loforð sem er, að því fylgir engin skuldbinding, ef það hefir verið flekað út með blekkingum, með röngum skýrslum eða einhverjum Ó8annindum. Enginn dóman, sem veit hvað hann er að gera og nokkra virðingu ber fyrir stöðu sinni, lætur sér verða það á, að fara að heita fyrir fram öðrum málsaðila að dæma honum í vil, heita því áður en hann sezt í dómarasæti, þ. e. áður en málið er lagt í dóm og hann búinn að kynna sér til hlítar málavexti. Enginn samvizkusamur dómari heitir raunar neinu um það nokkurn tíma, fyr eða síðar. Hann lætur ekkert uppi um það, af né á, fyr en hann kveður upp dóminn. En yrði dómara samt sem áður sú ósvinna á, þá gerði hann ekki nema að bæta gráu ofan á svart, ef hann færi að efna annað eins loforð, þótt hann sæi, er hann kynti sér málavexti, að hann yrði þá að dæma rangan dóm og rjúfa þar með dómaraeið sinn. Alveg eins er um þingmenn, svo sem nú hefir verið á vikið greinilega. J>eir setjast þá fyrst í s i 11 dómarasæti, er á þing kemur. J>á fyrst er tími til kominn fyrir þ á, að ráða af um, hvernig þeir greiða atkvæði, að rann- sökuðum öllum málavöxtum. Enn er á það að líta, að öllum skyn- bærum mönnum og samvizkusömum kemur fyllilega saman um, að ritsíma- samningurinn alræmdi hafi verið gerð- ur þvert ofan í gildandi fjárlög og fjárveitingarvaldi þingsins þar með traðkað af mikilli bíræfni. En hvað væri það annað en hlutdeild í því banatilræði við fjárveitingarvald þings- ins og sjálfstjórn þjóðarinnar, hlut- deild f því af hendi þiugmanna sjálfra, nokkurs hluta þingsins, þeirra þing- manna, er í það glapræði hefði bundist, ef þeir hefðu farið að tjá ráðgjafanum jafnharðan, jafnskjótt sem hann hefði framið þetta banatilræði, að ekki sak- aði það hót; þeir skyldu sjá um, að það yrði látið gott heita? Eins dæmi mundi það í þingstjórnar- sögu nokkurs lands. Lausn frá prestskap hefir f. próf. síra Davíð Guðmunds- son á Hofi í Hörgáradal fengið 31. f. m., eftir 45 ára prestþjónustu. Brauð- ið það verður ekki auglýst laust, held- ur á að þjóna því af nágrannapresti eða prestum, vegna fyrirhugaðra breyt- inga á brauðaskipun landsins. Ekkert kák né hálfvelgju. Ganga mega kjósendur landsins að því vísu, að reynt verði að fá þá til á þingmálafundum þeim sumum, er nú fara í hönd, að fallast á meinlausar og gagnslausar tvíveðrungs-ályktanir í þeim málum, sem þeim þykir miklu skifta, en ýmsir þingmenn vilja ráða til lykta eftir höfði stjórnarinnar, ráð- gjafans, hvað sem líður vilja þjóðar- innar, og þeim er því umhugað um, að gengið sé frá þann veg, að þeir hafi einhverja gloppu, einhverja smugu að skjótast út um undan því, sem kjósendur vilja vera láta. J>að verður reynt að glepja kjós- endur og villa með ýmsum sjónhverf- ingurn, rengingum á því sem þeir vita rétt og áreiðanlegt um afstöðu málanna, og með hinum og þessum varnöglum, ekki sízt í ritsímamálinu. En það skyldu kjósendur varast mjög vandlega. J>ar er verið að ginna þá til að fá þingmanninum í hendur tvísggjað sverð eða þá bitlaust. J>eir verða að vinda af sér öllum þess kyns veiðibrellum. J>eir eiga að sýua af sér skýlausa alvöru, lireina og afdráttarlausa. Hér liggur of mikið við, er of mik- ið í húfi til þess, að við megi hlíta nokkurt kák eða hálfvelgju. J>að eru gjaldendur landsins, sem borga eiga gildið. J>að eru þeir, sem byrðarnar eiga að bera. J>jóðin er það, aldir og óbornir, sem meinleysið bitnar á, óframsýnin og kjarkleysið, ef hún tekur ekki í taum- ana, meðan tfmi er til, og segir: Hingað og ekki lengra! Sáttanefndarmaður er kosinn hér í bæ landritari K I e- mens Jónsson, í stað Jóns Mag- nússonar skrifstofustjóra, er hafði beð- ist lausnar. Yfirdómurinn sammála. J>að var í b á ð u m dómunum frá 8. f. mán., sem þeir voru alveg sammála allir 3 yfirréttardómararnir. J>að er talað aðeins um 1 dóm á þeim stað í síðasta blaði, þar sem á þetta er minst, — út af skröksögu hins dæmda, snæ- felska yfirvaldsins, um að háyfirdóm- arinn hafi verið á öðru máli. Þingmannskosningin á Akureyri. Magnús Kristjánsson hafði fengið 120 atkv., en Guðm. læknir Hannes- son 77.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.