Ísafold - 28.06.1905, Blaðsíða 1
Uppsögn (skrifleg) bundin v.ð
iramót, ógild nema komin só tii
átgefanda fyrir 1. október og kanp-
andi skuldlaus við blaðið.
Afgreiðsla Austurstrœti 8.
Eeykjavík miðvikudaginn 28. júni 1905
39. blað.
Verzlunin BDINBORQ í Reykjavík
minnir hina heiðruðu ferðamenn, sem nú streyma til bæjarins, á sínar margbreyttu og ódýru
VEFNAÐARVÖRUR
er löngu hafa hlotið almennings lof.
Einnig hinar vönduðu og fjölbreyttu
NÝLENDUVÖRUR og SKÓTAU
og þá væri sízt úr vegi að koma við i pakkhúsinu, sem ætið hefir nægar birgðir af öllu þvi, er til lands- og
sjávarbúnaðar heyrir, og gæði og verð eins og bezt er í Reykjavík.
Kemur át ýmist einn sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
14/j doll.; borgist fyrir miðjan
’áli (erlendis fyrir fram).
XXXII. árg.
I. 0. 0. F. 876309
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. í
hverjum mán. kl. 2—3 i spltalanum.
Forngripasafn opið á mvd. og Id 11—12.
JSlutabcmkinn opinn kl.10—iiogiú/s—t'/a-
K. F. XJ. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á liverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
aunnudagskveldi kl. 8‘/2 siðd.
Landakotskirkja. öuðsþjónusta kl. 9
og kl. 0 á hverjum helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjákravit-
jendur kl. 10'/2—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—3- og kl. 6—8.
Landsslcjalasafnið opið á þrd., fimtud
og ld. kl. 12—1.
Tannlœkning ókeypisí Pósthásstræti 14.
1 eg 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
GufuMturinn Reykjavik
fer upp í Borgarnes 20, og 26. júlí;
en suður f K e f 1 a v í k 4. og 22. júlí.
Báturinn kemur við á Akranesi í
hverri Borgarfjarðarferð.
Fer alt af kl. 8 árdegis
héðan.
Ný stórtíðindi
í
hraðskeytamálinu.
Fyrir ekki þriðjung ritsíma-
kostnaðarins-
Hér er nýkominn einn af forstjórum
annars stærsta rafmagnsmannvirkjafé-
lags í heimi, Siemens & Halske í Beriín,
og er að hugsa um að gera alþingi kost
ó hraðskeytasambandi milli íslands
(Beykjavíkur) og annarra landa fyrir
ekki þriðjung þess fjár, sem Ritsímafé-
lagið norræna tekur fyrir sæsímann milli
Hjaltlands og Austfjarðn, þótt frá séu
dregnar 300 þús. krónurnar til land-
aímans.
Ritsímafélagið tekur, sem kunnugt
er, 1780 þús. kr. alls fyrir áminstan
sæsíma, en 1480 þús. kr. að frádregn-
um 300 þús. krónunum.
Siemens & Halske býst við að geta
komið á hraðskeytasambandi milli
Norvegs og Reykj avíkur, með
viðkomustað í Færeyjnm, fyrir
ekki yfir 450 þ ú s.
En fyrir ekki yfir 800 þús. kr. býst
þetta félag við að geta komið á hrað-
skeytasambandi milli útlanda og allra
kaupstaðanna m. m., að tsafirði með-
töldum. 0
|>að kostar eftir áætlun Ritsímafé-
lagsins norræna býsnamikið á 3. milj.
þetta félag, Siemens & Halske, hefir
nú orðið 415 loftskeytastöðvar víðs
vegar um heim, þar á meðal hátt upp
í 300 hér í álfu, en hinar í hinum
álfunum öllum, nema Astralíu.
|>að var fyrir nokkrum árum það
langt komið, að það gat ábyrgst örugt
hraðskeytasamband í 1200 rasta fjar-
lægð — sama sem 160 danskra mílna.
En það er miklu meiri vegalengd en
milli Norvegs og Færeyja, og Færeyja
og Reykjavíkur.
Nú getur það einnig hæglega ábyrgst
örugt loftskeytasamband hvort heldur
er beint milli Skotlands (Hjaltlands)
og Reykjavíkur, eða Norvegs og Aust-
fjarða.
En þ\í lízt betur á hitt, af ástæðum,
sem síðar mun verða gerð grein fyrir,
og stafa meðfram af því, að Bretum
muD ekki mikið gefið um, að annarra
ríkja þegnar eigi hraðskeytastöðvar í
þeirra landi.
Fyrir 800,000 kr., ef ekki minna
jafnval, stendur oss þá væntanlega til
boða hraðskeytasaraband milli landa
og við alla kaupstaði landsins m. m.
það er að eins 100,000 kr. meira
en vór eigum að leggja til sæsímans
eins milli Hjaltlands og Austfjarða,
eftir samningnum alræmda við Rit-
símafálagið.
En það er sjálfsagt 3—400 þús. kr.
m i n n a en hraðskeytasambandið mun
kosta oss að landsímanum meðtöldnm
til a 11 r a kaupstaðanna, þ. e. Isa-
fjarðar með.
Kostnaðnrinn er með öðrum orðum
þeim geysimikla mun minni, þótt vér
ættum að bera hann a 1 e i n i r, heldur
en með hinu laginu, eftir ritsíma-
samningnum.
En þá hefðum vér og einir öll um-
róð yfir hraðskeytasambandinu, innan
lands og utan.
Og þá hefðum vér einir allar tekj-
urnar af því, vér (þ. e. landssjóður
íslands) og engir aðrir.
En eru nú miklar líkur til þess, að
vér yrðum að bera þennan kostnað
aleinir, frekara en vér vildum?
Oss hefir að vísu verið hótað því,
fyrir munn ráðgjafans, að Danir legðu
ekki 1 eyri til loftskeytasambands,
Sæsímasambandsins Ritsímafélagsins
þ e i r r a vilja þeir leggja til 1080 þús.
kr. úr ríkissjóði. En ekki neitt, alls
ekki neitt til hins, segir hann.
En mundu margir fást til að trúa
öðrn eins?
Fyrir sig hefir hann ekki annað að
bera en það sem hann hefir eftir ein-
um fyrverandi samgöngumálaráðgjafa
dönskum, hluthafa í Ritsímafélaginu
að sögn.
Hann veit ekkert um, hvað eftir-
maður hans í embættinu segir um það.
Hann verst allra frétta um það. Af
því má marka, að annaðhvort hefir hann,
nýi ráðgjafinn, ekkert á það mál minst,
eða hann hefir látið alt annað uppi,
sem ráðgjafi vor hirðir ekki um að
hafa eftir. |>ví hann virðist skoða sig
aðallega sero fulltrúa og erindreka
Ritsímafélagsins danska, og hafa
strengt þess heit, að hafa fram þess
vilja og þá kosti, er það býður.
því síður veit hann minstu vitund
um, hvað fjárveitingarvaldið danska,
ríkisþingið, vill í þessu efni.
Er það í klóm Ritsímafélagsins?
Hver mundi trúa því?
f>að hefir veitt 54 þús. ársstyrk til
sæsímans í 20 ár.
En vildi það veita t. d. þriðjung
þess fjár til loftskeytasambands þess,
sem hér um ræðir, þá eru það 360 þús.
kr., hátt upp í helming alls kostnað-
arins. þar með fengist fyrirhugað
samband við Færeyjar, sem þeim kemur
þó aðallega við, Dönum, en oss ekki.
|>ví Færeyjar eru ekki annað en 1
amt í Danmörku.
þá eru ekki eftir nema 440 þús kr.,
sem á oss lentu, á landssjóði, af ö 11 u m
hraðskeytasambandskostnaðinum milli
landa og innan lands (til allra kaup-
staðanna m. m.).
jpað er þó annað en 1000—1100
þús. kr., sem á oss lenda eftir danska
ristímasamningnum.
En drepa má á í þessu sambandi
mjög líklegar nndirtektir mikilsráðandi
manna í Norvegi, um dálítið árstillag
til hraðskeytasambands hér við land.
|>ó að það væri ekki nema 10 þús.
kr. á ári í 20 ár — og minna mundi
engum manni þar detta í hug að nefna,
— þá er framlagið rir landssjóði kom-
ið niður í 240 þús. kr.
Oss er e k k i ætlað að svara kostn-
aðinum öllum út í einu. Yér mnnum
eiga kost á fremur vægum afborgunar-
kjörum, gegn vaxtargreiðslu þó af því,
sem ógoldið er og minkandi fer með
ári hverju.
Félagið þetta, Siemens & Halske,
hefir marga tugi miljóna milli banda,
og býður að sjálfsögðu fulla tryggingu
fyrir, að alt standi, sem það lofar.
Og mun því hættulaust að semja við
það.
Formælendur ritsímasamningsina
danska, e f þeir eru eða verða nokkrir
eftir þetta, nema ráðgjafinn sjálfur og
einhverir örfáir skósveinar hans, munu
hugsa sér þá grýlu á þingmenn, að
árskostnaðurinn verði svo gífurlegur
með loftskeytasambandi, að h a n n geri
það frágangssök fyrir oss.
En alveg er sú kenning samvizku-
laus blekking.
Viðhaldskostnaður er e n g i n n á
Ioftskeytasambandinu sjálfu, Ueldur að
eins á loftskeytastöðvunum. f>að er
gizkað á að hann mundi nema V/2 af
hundraði í frumkostnaðinum; það yrði
12 þús. kr. á 800 þús.
En viðhaldskostnaðurinn á ritsíma
er afarmikill, bæði á sjó og landi.
Með hliðsjón á reynslu annarra landa
í því efni mundi viðhald á landsíman-
um hér ekki verða minna en 50—60
þús. kr. á ári til jafnaðar.
Mannahald þarf mikið hvort heldur
er hafður ritsími eða loftriti, meira
liklega á hraðskeytastöðvum með
loftrita en ritsíma. J>ar við bætist og
kolaeyðsla m. m. á loftskeytastöðvun-
um. En auðgert mun að sýna og
sanna, að m i k 1 u rainni, en e k k i
meiri yrði allur kostnaðurinn um árið
heldur en ef ritsími er notaður.
þessara kosta munum vér eiga von
frá áminstu félagi í Borlín.
Frá Marconifélaginu i Lundúnum er
og hingað kominn erindreki með fullu
umboði til að semja við þingið.
|>ess félags tilboð frá í haust nemur,
sem kunnugt er, rúmum 900 þús. kr.
alls, til millilandasambands og til allra
kaupstaðanna. f>ar af eru 585 þús.
ætlaðar til millilandasambandsins.
Hvaða tilboð það félag muni gera
j nú, er oss óknnnugt um. En ganga
mun mega að því vísu, að Iægra verði
það þó heldur.
Varla er hægt að hugsa sér annað
en að flestum finnist ærið vandalítið
að ráða fram úr þessu máli, — skera
úr, hvorir kostirnir eru betri, hinir
dönsku, eða utanríkisfélaganna beggja
(eða fleiri), e f'málavextir eiga að ráða.