Ísafold - 28.06.1905, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.06.1905, Blaðsíða 3
í S A F 0 L D 155 einn af lögvitringum vorum, hvort sem hann liefir srm'ðað hana sjálfur eða fengið hana að láni. En sanntrúaSur var hann á hana. Hann sat mjög lengi á tali viS ráS gjafann í gœr, þessi náungi, og eru því sumir aS gizka a, aS þar muni honum hafa fénast hún. Svo var trúarhitinn megn, aS ekki mundi þar ólíklega til getið. Því stóðu og einlwerir á fastara en fótunum einu sinni fyrir nokkrum öld- um, er Kólumbus heitinu ætlaSi á stað í sína fyrstu ferð vestur um Atlanzhaf, að v e s t u r kynni hattn að komast, en hitt væri af og frá, að hann kæmist heim attur; þá þurfti hann að stefna i a u s t u r. En sá er munur á Molbú- unum þeim — þeir voru líka hálærðir —, að reynsla var engin fengin fyrir því ferSalagi; en hér er bvsnamargra ára reynsla fyrir því, að loftskeytin skifta sór ekkert um áttir; vafasamt, hvort þau þekkja þær einu sinní sundur. Þau h a f a áreiðanlega farið jafnt í austur og vestur, suður og norSur, og allar stefnur þar í milli. Hverju þau kunna aS taka ttpp á hór eftir, t. d. til þægðar ráðgjafanum og þingliði hans, — það er auðvitað varaminst að ábyrgjast ekkert um. En sennilegast virðist vera, aS þau muni vera líks sinnis og kennarinn sagði um kristailógrafíuna, að hún »kærði þar sig ekkert úm«. Yantraust á landsstjörninni. Mjög mikill meiri hluti allra kjós- enda á landinu hafa að ný afstöðnum þingmálafundum lýst óbeinlinis megn- asta vautrausti á stjórn vorri eða ráð- gjafanum, sem nú höfum vér, með því finna með hörðum orðum, víða mjög hörðum, að ritsímasamningi hans við Ritsímafélagið norræna, höfuðafreki hans allan þann tíma, er hann hefir verið við völd; og meira að segja víða heimtað beinlínis, að samningurinn eé ónýttur. þar við bætist allhörð að- finsla að framkomu hans í undirskrift- armálinu svo nefndu, og loks lýst í mörgum kjördæmum megnri óánægju yfir afskiftum landstjórnarinnar af réttarfarinu í landinu. f>að er því í raun réttri ekkert sögu- legt, þetta sem gerst hefir á 2 þing- málafundnm hér í næstu sýslu, Gull- bringusýslu: að þar hefir verið lýst yfir með öllum atkvæðum samhljóða megnri óánægju og vantrausti á stjórn- inni. það er ekki annað en það sem undir býr fyrnefndum ályktunum í flestum kjördæmum landsins. Og hvernig getur annað verið, eftir jafn- herfilega frammistöðu? Strandarmenn og Keflvíkingar hafa ekki gert annað en að kveða upp úr um það hreinskilnislega, sem öðrum býr niðri fyrir yfirleitt. þeir orðuðu það hvorirtveggju, Vatns- Ieysustrandarmenn og Keflvíkiugar á þeBsa leið og samþyktu með öllum atkvæðum: Fumlurinn lýsir megnri óánægju yfir fram- ferði landsstjórnarinnar og fnllu vantrausti á ráðherra vorum. Strandarfundinn, á Brunnastöðum 23. þ. m,, sóttu 25 kjósendur, en hinn um 40, sama dag í Keflavík. Póstgufuskip Ceres (da Cunha) kom hingað frá Khöfn aunnudagskveld 25. þ. m. og með henni margir farþegar. Póstgufuskip Vesta, strandferðaskipið, kom hér í fyrra dag norðan um land og vestan, og þar með margir alþingismenn og fjöldi annara farþega. í kSóin störgröðafélaga. Kunnugt er og hefir lengi verið) hvert þjóðarböl er áhrif auðvaldsins á úrslit mála á þingum í Atneriku, Bandaríkjun- um aðallega, hæði löggjafarþingum og bæjarstjórnum. Ekki óbein áhrif að eins, heldur bein — borið fó undir þing- rnenn og bæjarfulltrúa til þess að láta þá greiða svo atkvæði, sem þeim hent- ar, auðkýfingunum. Hér í álfu hefir mjög lítið sem ekki vart orðið við þann ósóma nú í ntanna minnum og lengur þó. Það er að eins í Rússlandi, er mútur tíðkast við embættismenn, og það ótæpt. Þing eru þar engin til, eins og kunnugt er, nenta sveitarstjórnir. Annarsstaðar eru þær mjög fágætar, hvort heldur er við embættismenn eða aðra. Þó var altalað, að brugðið iiefði út af þessu á einu þingi her í vor, ríkisþing- inu í Stokkhólmi. Þar iá fyrir frumvarp um toll á ýms- um námuafurðum. Námurnar áttu j'tns stórgróðafélög, er gert höfðu bandalag sín í milli um að afstýra þeitn álögum. Þar var fyrst mikill meiri hluti á þingi með frumvarpinu. En á fám dögum, 4 dögum, skifti það utn veður í lofti þar, að sá rnikli meiri hluti varð að minni hluta. Frumvarpið var felt með miklum meiri hluta. Samstundis kom upp sá kvittur, að námafélögiu hefðu varið 1 milj. króna í mútur handa þingmönnum til þess að fá frumvarpið felt. Og það var ekki farið tiltakanlega dult með þetta. Fjöldi að blöðum landsins hafði orð á því hiklaust og afdráttarlaust. Meira að segja gaf einn þingmaður það greinilega í skyn. Hann talaði um, að hin óvænta úrslit málsins bæri keim af »frelsistímabilinu« sænska. En svo nefnist það tímabil í sögu Svía á 18. öld, er þar var bein þingstjórn hér um bil, en konungsvaldsitis gætti eigi hót, og alkunnugt var, að borið var fó undir þingflokkana á víxl af útlendum ríkjum, einkum til bandalags í hernaði, þar á meðal sérstaklega af Rússum. Skýzt þótt skýrir séu. Þá var eg stein- hissa, þegar eg las það í Isafold siðast, að prófessor Finnur hafði ekki skilið það sem stóð í fréttabréfinn frá Khöfn um h j á 1 e i g u- sýninguna, að hann, prófessor Finnur, hafi verið þar »í eigin mynd«. Hann skil- ur það svo, sem þar með sé átt við, að þar hafi verið eða hangið mynd af honum, og ber það harðlega af sér, eins og ein- hvern ósóma, en segii þar hafa verið eða vera mynd af nafna hans, Finni biskupi. Skilur maðurinn ekki mælt mál? Skilur hann ekki það, að þetta, að hann, prófessor Finnur, er sagður hafa verið á sýningunni »i eigin tuynd«, kemur ekkert við neinni myndasýning, hvorki litmynda né ljósmynda né annarra mynda, heldur þýðir það hlátt áfram, að maðurinn, pró- fessor Finnur, hafi verið þar sjálfur sýnileg- ur, hefi sýnt sig sjálfan á sýningunni, lik- lega e i n n fyrir a 11 a íslendinga, til upp- hótar fyrir, að þeir fengust annars ekki til að sýna sig þar og vildu láta Dani gera sér þar að góðu að horfa á tóma Blámenn og Skrælingja. Eg sagði við sjálfan mig: Er hægt að vera háskólakennari í íslenzkum fræðum og skilja þó ekki mælt mál, hvorki dönsku né islenzku? Það kalla eg list fyrir sig. Slikt hafði eg aldrei ætlað Finni vorum. Hitt vis8Í eg, að enginn maður vorrar þjóðar hefir talað af minna viti um lands- stjórnarmál vor en sá hinn hálærði og víð- frægi vísindaskörungur vor. En að hann skildi ekki mæit mál, það gat eg ekki varast. Því hefði enginn fengið mig til að trúa. Odansktir íslendingur. Forsetar á alþingi í aumar er fullyrt að eigi að verða þeir Magnús Stephensen f. landshöfðingi, og Julius Havsteen, f. amtmaður. Erá því mun verða sagt svo í dönsk- um blöðum, að hinir gömlu og þraut reyndu vinstrimaunahöfðingjar M. St. og J. H. hafi verið kosnir forsetar á alþingi. þvi þar er alt af sii kenning flutt, að það séu vinstrimennírnir ís- lenzku, sem séu í yfirgnæfandi meiri hluta á þingi hér, en hægri í minni hluta. Frá Sameinaðagufuskfpafél. er hingað kominn fulltrúi til samn- inga við þingið um miililandaferðir og strandferðir eftirleiðis J. F. Aasberg kapteinn, fyrrum skipstjóri á s/s Laura. þar er e k k i valió af verri endanum. Sá maður vita allir að hefir kynt sig hér mætavel. Gjafir 04' tiííög tií Pre.stekhnasjóðsin.s árið 1904. 1. Norður-Múlaprófastsdœmi: Ein- ar próf. Jónsson........ ..... 5,00 2. Suður-Múlaprófas tdœmi: Jóhann próf. Sveinbjarnarson 5 kr.; síraBenid. Eyjólfsson 3 kr.; síra Jón Einnsson 5 kr.; síra Jón Guðmundsson 2 kr.; síra Pétur þorsteinsson 3 kr.; sfra þorsteinn þórarinsson 1 kr.... 19,00 3. Bangárvallaprófastsdœmi: Kjartan próf. Einarsson, síra Eggert Pálsson, sfra Ófeigur Vig- fússon, síra Ólafur Einnsson og síra Skúli Skúlason, 3 kr. hver. 15,00 4. Arnesprófastsdœmi:\ aldi- mar próf. Briem 3 kr.; síra Gísli Jónsson (fyrir ’03 og ’04) 6 kr-; síra Jón Thorstensen 2 kr.; síra Magnús Helgason 2 kr.; síra Ólafur Briem 2 kr.; síra Ólafur Magnússon (fyrir ’03 og ’04) 4 kr.; síra Ólafur Sæmunds- son 2 kr.; síra Steindór Briem 2 kr.......................... 23,00 5. Kjalarnesþing: Hallgrím- ur biskup Sveinsson 15 kr.; Jens próf. Pálsson 5 kr.; síra Arni fiorsteinsson 2 kr.; síra Brynj. Gunnarsson 2 kr.; síra Halldór Jónsson2kr.; síra Jóhann þor- kelsson 5 kr.; síra Kristinn Daníelsson 3 kr.; síra Magnús þorsteinsson (fyrir ’03 og ’04) 4 kr.; síra Ólafur Ólafsson (fyrir ’03 og ’04) 4 kr.............. 42,00 6. Borgarfjarðarprófastsdœmi: Jón prófastur Sveinsson 5 kr.; síra Arnór þorlákssou 2 kr.; síra Einar Thorlacius 3,06; síra Guðm; Helgason 5 kr.; síra Sigurður Jónsson 2 kr........... 17,06 7 Mýraprófastsdœmi: Jóhann prófastur þorsteinsson ......... 4,00 8. Snœfellsnesprófastsdœmi: Sigurður próf. Gunnarss. 5 kr.; síra Jens Vigfússon 5 kr.; síra Helgi Arnason 3 kr.; síra Vil- hjálmur Briem 2 kr.............. 15,00 9. Dalaprófastsdœmi: síra Jóhannes L. Lynge Jóhanness. 5,00 10. Barðastrandaprófastsdœmi: Bjarni próf. Símonarson 2 kr.; síra Jón Árnason 2 kr.; síra Jón þorvaldsson kr. 2,35; síra M. þorsteinsson 2 kr.; síra þorvald- ur Jakobsson 3 kr............... 11,35 11. Norður- ísatjarðarpró/asts- dœmi: þorvaldur próf. Jónsson 4 kr.; síra Páll Ólafsson kr. 6,28............................ 10,28 12. Húnavatnsprófastsdœmi: Hjörleifur próf. Einarsson kr. 5,26; síra Bjarni Pálsson (fyrir ’03 og ’04) 4 kr.; síra Eyjólfur Kolbeinsson 2 kr.; síra Hálfdáu Guðjónsson (fyrir ’03 og ’04) 6 kr.; síra Jón Pálsson 2 kr.; Jón St. þorláksson 3 kr.; síra Stefán Jón8son 2 kr........... 24,26 13. S kagafjarðarprófas tsdæmi: Zófónias próf. Halldórsson 2 kr.; síra Björn Jónsson 2 kr.; síra Björn Blöndal 2 kr.; síra Hall- grímur Thorlacius 1 kr.; síra Pálnii þóroddsson 2 kr.; síra Sigfús Jóusson 2 kr........... 11,00 14. Eyjafjarðarprófastsdœmi: Jónas próf. Jónasson kr. 3,06; 8Íra Davíð Guðmundsson 5 kr.; síra Emil Guðmundsson kr. 3,20; síra Geir Sæmundsson 2 kr.; síra Jakob Björnssou 2 kr.; síra Kristján Eldj. þórarinsson 2 kr.; síra Mattías Eggertsson (fyrir 1895—1904) 10 kr.; síra Stefán B. Kristinsson 2 kr.; síra Theó- dór Jónsson 4 kr.............. 33,26 15. Suður-pingeyjar prófasts- dæmi: Arni prófastur Jónsson 2 kr.; síra Arni Jóhannesson 2 kr.; síra Benedikt Kristjánsson 2 kr.; sfra Björn Björnsson 2 kr.; síra Pétur Helgi Hjálmarsson 1 kr. 9,00 Samtals kr. 244,21 Úr 5 prófastsdæmum eru engin til- lög komin. Yfirlit yfir gjafir og tillög síðustu 15 ár: 1890 gafst úr 14 1891 — — 12 1892 — — 15 1893 — — 13 1894 — — 16 1895 — — 17 1896 — — 12 1897 — — 16 1898 — — 13 1899 — — 15 1900 — — 15 1901 — — 13 1902 — — 16 1903 — — 13 1904 — — 15 prófastsd. 275,00 -----211,00 ----- 235,00 -----188,00 ----- 224,06 -----218,45 -----193,27 ----- 228,81 —— 226,96 -----231,14 -----214,84 -----213,00 ----- 273,86 -----210,22 ----- 244,21 Samtals 3387,82 sem vetður til jafnaðar kr. 225,85 á ári. Á sömu 15 árum hefir prestsekkjum verið veittur styrkur af vöxtum sjóðs- ins að upphæð 9400 kr., en eigu sjóðsins þó aukist um nál. 6£ þúsund krónur. Reykjavík 24. júní 1905. Hallgr. Sveinsson. Yindlagjörð. Vanar stúlkur geta f6ngið vel laun- aða atvinnu. — Tilboð merkt X skilist á skrifstofu Isafoldar. Klæði í kvenföt (Dömuklæði) selur bezt og ódýrast Björsi Kristjáiissoii. Til söiu mjög vandað Orgel-Harmonium fæst fyrir hálfvirði við Laugaveg 3. 3 herbergi Og eldhús óskast leigt 1. okt. Tilboð óskast strax. Ritstj. vísar á. Ljáblöð eru nýkomin í verzlun Björns Kristjánssonar. Gull vasapenna sem geyma blekið í skaftinu, tvær ágætar tegundir, bæði P e 1 i c a n og Parkers fítvegar Sigurðiu* Guðinundssoii. Eimreiðin, nýtt hefti nýkomið í bókverzlun Isa- foldarprsm.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.