Ísafold - 29.07.1905, Side 3

Ísafold - 29.07.1905, Side 3
íSAFOLD 192 Vaiialeg vörn ELneykalið þetta, sem fjárlaganefnd neðri d. hefir gert, að hafna tilboði Thorefólagsins, en að ganga að tilboði frá Sam. gufuskipafélaginu, er nú tekið til að reyna að fóðra eða verja með venjulegum óyndisráðum, að iíkt stend- ur á: skáldskapnum, 1 y g i n n i, — þeirri lygi, a ð Thorefélagið hafi ekki treyst sér að taka að sór ferðirnar, þær hafi verið mjög ófullnægjandi hjá honum, og þar fram eftir götum; sér- staklega er og reynt að verja gjörðir nefndarinnar með þeim skáldskap, að vonlaust sé um nokkurn styrk úr ríkis- sjóði, ef hætt sé við Samein. félagið. það er a l d r e i sagt, þegar rangt er gert: eg gerði það að garani mínu, eða af þeirri og þeirri óviðkomandi ástæðu, af því að sá eða sá bað mig um það og eg gat ekki neitað honum. Eanglætið er jafnan varið með e i n- h v e r j u m fyrirslætti, sem e i n h v e r von er um að einhver renni niður, sé sá nógu ókunnugur eða hugsunar- laus.. |>ví þarf enginn að kippa sér upp við þessa aðferð hér, í þessu máli. Mútubrigzlin. Helmingur þeirra, sem atkvæði greiddu um daginn m e ð stjórninni, ráð- gjafanum, í því málí, og báru hann undan sök um mútubrigzlin, sem blað hans Eeykjavík flutti nýlega, á hluti í blaðinu — eru sameigendur að því með ráðgjafanum og fl. þeir greiða þar at- kvæði í sjálfs sínB máli, 4 af 8. Hefðu þeir ekki gert það, mundu samþykt hafa verið hörð og makleg ámæli gegn ráðgjafanum fyrir ósómannþann. |>ví 5 atkv. voru í móti. En svona, er þegar réttvísin og óhlut- drægnin sitja í hásæti, eins og er og vera ber á sjálfu löggjafarþinginu. Fyrnefndir 4 »sannsöglismálgagns«- eigendur eru: BMÓ, Eir. Briem, Jón Jak. og Jón Ó. Gjöld til landssjóðs frá sýslufélögum. Um það atriði er nefmlin í sveitarstjórnarmál- inn ósamdóma. Meirihl. (A. J., J. M. og E. P.) vill láta samþykkja stjórnarfrv. óbreytt að því leyti til, en þó að eins til bráða- birgða, og falli gjaldið burt, þegar gagn- gerð endurskoðun verður gerð 4 skattalög- gjöf landsins. Minnihlutinn, Guðl. Guð- mundsson og Jóh. Olafsson, vill lata fella frumvarpið alveg Við kind á sundi var einum þingmanni vorum líkt nýlega. Það gerði einn kjós- andi hans, sveitamaður, sem þótti hann þurfa að hafa nokkuð oft flokksfataskifti. Hvernig hagar kind á sundi sér? spyr kaupstaðarbúi, sem það hafði aldrei séð. Því svaraði viðstöðulaust drenghnokki, sem verið hafði í sveit nokkur sumur: Hún er alt af að líta aftur til sama lands og á ýmsar hliðar, veit ekki, hvort hún á að halda áfram eða snúa aftur. Skipafregn. Hinn 19. þ. m. kom seglskip Hydra (147, H. J. Albertsen) frá Dysart. með kolafarm til Bj. Guðmundssonar. Þá kom 24. þ. m. seglskip Habil (332, Basmussen) frá Halmstad með timburfarm til Bjarna Jónssonar og fl. Ennfremur sama dag s/s H. S. Hartmann (337, Olsen) frá Methel með kolafarm til Brydesverzlunar. Sömuleiðis s. d. s/s Bauta (447, N. Ny- gaard, frá Leith með kolafarmtil Bj. Guð- mundssonar. Daginn eftir, 25., kom s/s Klar (315, G. Kabe) frá Liverpool með kolafarm til G. Zoega og Tborsteinson. Og sama dag s/s Eriðthiof (689, P. Peder- sen) frá Newcastle með kol til Sameinaða gufuskipafélagsins. Síðdegisguðsþjónusta í dómkirkjunni á morgun kl. 5 (J. H.) Kennaraskóli í Flensborg, en ekki Eeykjavík. — Að því hall- ast nefnd í efri deild í einu hlj., 5 manna nefnd, úr báðum flokkum, og styður þá skoðun sína með sömu eða líkum rökum, sem haldið hefir verið fram í þessu blaði af síra Jens próf. Pálssyni í Görðum. Stjórnin vildi hafa kennaraskólann í Eeykjavík og verja þar 40,000 kr. til að reisa hús undir hann. En nefndin leggur til: Kennaraskóla skal setja á stofn í sambandi við gagn- fræðaskólann í Flensborg og má verja til húsabóta og áhalda alt að 33,000 kr. úr landssjóði. Við hinn sameinaða gagnfræða og kennaraskóla skulu vera alt að 35 heimavistir, og hafa nemendur kenn- araskólans forgangsrétt að þeim. Fastir kennarar eiga að vera 4 við hinn sameinaða gagnfræða- og kenn- araskóla, með 2500 kr. (forst.m.), 1800, 1600 og 1200 kr. launum. Forstöðu- maður hafi auk þess ókeypis bústað í skólahúsinu, og sá af kennurum, sem hefir umsjón með heimavistarnemend- um, auk þess ókeypis bústað í heima- vistarhúsi skólans. Nefndin ætlast til, að reist sé í Flensborg nýtt skólahús fyrir 24 þús. kr., gamla skólahúsinu þar breytt í heimavistarhús (28—35 heimavistir) með lítilli kennaraíbúð (3 þús.), reist nýtt leikfimishús (3J/2 þús.) og áhöld og munir keyptir fyrir 2'/2 þús. Nefndin gerir a ð a 11 e g a þessa grein fyrir tillögu sinni um að hafa skólann heldur í Flensborg en í Eeykjavík: í Flensborg er og hefir verið um mörg undanfarin ár álitlegur vísir til kennaraskóla, vísir, sem er f vexti, eins og aðsóknin að kennaradeild skól- ans ber með sér, auk þess sem hlut- verk gagnfræðaskólans þar er svo skylt og nátengt kennaraskólanum, að sá skóli virðist geta verið góður forskóli undir kennaraskólann og þannig gert hina 3. fyrirhuguðu ársdeild kennara- skólans óþarfa. Við Flensborgarskól- ann eru einnig kenslukraftar, sem um undanfarin ár hafa lagt stund á kenn- arafræðslu, og því hljóta, að öðru jöfnu, að vera færari til þess starfa en þeir menn, sem eigi hafa tamið sér hann, enda bendir hin sívaxandi aðsókn að skólanum og hið ágæta samkomulag og samvinna milli kennara og nem- enda á þaö, að skóla þessum muni vera vel trúandi fyrir auknu verksviði; auk þess er staðurinn sjálfur heilnæmari en Eeykjavfk og mjög lítið um ýmsa sóttnæma sjúkdóma, svo sem tæringu, er svo margan ungan nemandann hefir veiklað eða í gröfina lagt í námsstofn- unum þeim, sem í Eeykjavík eru, að því ógleymdu, að FlenBborgarskólinn er svo settur, að þar er miklu minni hætta á, að ungir og óráðsettir menn leiðist út í hvers konar óreglu en í solli og glaumi höfuðstaðarlífsins, en slíkur ávöxtur af skólanámi verður að teljast hinn sorglegasti, eigi sízt þegar um þá menn er að ræða, sem eiga að verða andlegir leiðtogar barnanna og leiða ungar sálir fram á leið til dáða, dygða og velsæmis í hvívetna. Að vísu hefir Eeykjavík þann kost yfir Hafnar- fjörð, að hún er aðalaðseturs3taður hins íslenzka mentunarlífs og að þar er greið- ari aðgangur að ýmsum mentunarskil- yrðum en annarsstaðar á landiuu, svo sem fræðandi fyrirlestrum, söfnum o. s. frv. En hins végar ber þess vel að gæta, að íjarlægðin milli Hafnar- fjarðar og Beykjavíkur er eigi meiri en svo, að nemendur mundu geta notið margs af því, þótt skólinn væri í Flens- borg, með því að heimsækja höfuð- staðinn nokkrum sinnum á vetri, og að því er aðalbókasafn landsins snertir, þá er í lófa lagið, með lítilvægri breyt- ingu á reglugjörð þess, að opna þeim nálega jafngreiðan aðgang að þvf sem bæjarmönnum. í sambandi við þetta má geta þess, að Flensborgarskólinn á bókasafn, sem auka mætti eftir þörf- um, auk annars dálítils bókasafns, sem nemendur eiga. indriði Einarsson revisor fór með s/s Botníu 23. þ. mán. til Skotlands áleiðis á hástúku- þing Goodteroplara í Belfast á írlandi. Fallin frumvörp. þ>au eru ekki nema tvö að svo stöddu: 1., um afnám fóðurskyldu svo nefndra Maríu- og Péturslamba; 2., um að selja kirkjujörðina Bygggarð á Sel- tjarnarnesi. Með s/s Laura, kapt. Gotsche, fór héðan til útlanda á fimtudaginn allmargt farþega, þar á meðal jústizráð Hansen lyfsali frá Hobro og sonur hans T. Hansen, frú Ingi- björg Johnson og dóttir hennar frk. Aslaug Johnson. Við hádegismessu á morgun i dómkirkj- unni stígur Storjohan prestur frá Kristjaníu í stólinn; talar um hænina. Sungið í ísl. Sálmahókinni. Fórn Abrahams. (Frh.i Ef yður er það ekki móti skapi, herrar míoir, ætla eg að leyfa mér að vitna í nokkrar setningar úr riti eftir enskan höfund, sem mér hefir borist í hendur nýlega, mælti du Wallou enn- fremur, og beið kurteislega þess, að lautinantinn fengi tíma til að koma með það, sem hann ætlaði að segja. Hann segir, kvað du Wallou, að öruggustu og kostnaðarminstu sigur- vinDÍngar Englands væri að sigrast á skynsemi og hjörtum mannanna. Eg gæti bætt því við á mína ábyrgð, að svo er um öll lönd önnur. þess kyns hernámi þarf ekki að fylgja neitt setu lið og eDgir herteknir bandingjar; þar þarf ekki að beita herhlaupum á borg- arvirki og þar er enginn maður tekinn frá vinnu sinni; slíkt hernám getur náð heimskauta í milli, og þá fær hver enskur maður að vera frjáls á heimili sínu. Styrkur EDglands er ekki fólg- inn í herbúnaði og herhlaupum inn á önnur lönd, heldur í alstaðar nálægum iðnaði þess og í fjörgandi áhrifum þess miklu þjóðmennÍDgar. Til eru lönd, sem það getur ekki numið herskildi, og eyjar, sem það getur ekki haldið; en ekki er til nokkur ey, nokkurt land, nokkurc konungsríki eða nokkur heimsálfa, er það geti ekki hænt að sér og tengt sér við hlið um aldur og æfi með því að hafa yfir galdraþuluna þessa: Verið frjáls. Sérhvert land, er England samsinnir frelsisþrá þess, sérhvert land, þar sem England forðar því, að þeirri þrá sé misboðið, verður því vinveitt, áreiðan- legur bandavinur þess, ljúfur gjaldþegn þess og umfram alt trúr alúðarvinur þess. Frelsismeginreglan heldur því saman, sem nauðungarreglan tvístrar. Hér höfum vér að minni hyggju stefnuskrá, sem á það skilið, að eitt- hvað sé í sölur lagt hennar vegna, það, að hafna valdinu, en hlynna að réttinum, ef rétt er mælt að kalla það að leggja nokkuð í sölur. En hvernig hafa þeir breytt og hvernig breyta þeir? Sérhver hernaður er stig aftur á bak á hinni almennu framfarabraut. En þessi ófriður er meira, því hann hefir þau hausavíxl á öllum hugmynd- um um rétt og rangt, að þjóð, sem er smá að vfsu, en þá samrunnin þjóð, með öllum brestum og kostum þjóðar, á að tortímast fyrir yfirsjónir annarar þjóðar. það sem eg hefi sagt um Eng- land núna, á og auðvitað við um allar aðrar þjóðir. En sú einkennilega hug- mynd og óskiljanleg í augum hugsandi manna virðist vera algeng, að hags- munir þjóða séu hverir öðrum and- stæðir, og þó eru hagsmunir mann- kynsins sameiginlegir þrátt fyrir alt. Djóöhátíðardaginn sel eg undirrituð hér heima h.eitau og kaldan mat, smurt brauð, búðinga og ís m. fl. Sigríður Sig-urðardóttir. á íslandi fá hvergi eins góð kaup á handsápu, allskonar ilmvötnum, sal- míakterpintín-sápu, lútardufti, bleikju- sóda o. m. fl. eins og í Sápuverzluninni Austurstíæti 6, Reykjavík. Chocolade-tabriken Elvirasminde. Aarhus mælir með sínum viðurkendu Choeo- ladeteguudum, sérstaklega Aarhus Vanille Chocolade Garanti Chocolade National Chocolade Fin Vanille Choclade og sömuleiðis með Cacaodufti, sem vér ábyrgjumst að sé hreint. Sherlock Holmes Opdagelser, hinar heimsfrægu sögur eftir C o n a n Doyle, eru að koma út í heftum á 10 aura- Menn panti sem fyrst í bókverzlun ísafoldarprsm. Frem fæst í bókverzlun ísafoldar- prsm. Saltkjöt bæði f heilum tunnum og eftir vigt fæst í verzlun Björns Kristjánssonar. Moldóttur hestur, fRssfSí*’**. stór, óafrakaður, svart- hæfður, aljárnaður, vak- — —ur 0g viljugur, tapaðist frá Skildinganesi 24. þ. m. Óskast að tomið sé til skila i Lækjargötu 6. (Stjórnarvaldaaugl. ágrip.) Snæbjörn Arnljótsson i Þórshöfn á Langa- nesi lýsir eftir skuldakrufum i dhú sira Arnljóts heit Ólafssonar 4 Sauðanesi og konu hans Hólmfriðar Þorsteinsdóttur með 6 mán. fyrirvara frá 23. júní. Sýslum. í ísafjarðarsýslu lýsir eftir skulda- kröfum i dánarhú Asgeirs Einarssonar frá Hvitanesi í Ögnrhreppi með.6 mán. fyrir- vara frá 30. júni. Patrónur af mörgum tegundum í verzlun EDINBORG. Til þjóðhátíðarinuar fæst ýmislegt sælgæti í verzlun Einars Árnasonar. eru beðnir að vitja Isa- foldar { af- greiðslustofu blaðsius, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.